Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 14.mars1996 Kammertónleikar Fimmtu og síöustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur voru haldnir í Bústaðakirkju 10. mars. Þar flutti Trio Nordica, skip- aö Monu Sandström píanóleikara, Auöi Hafsteinsdóttur fiðlara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur knéf- iðlara, tvö píanótríó eftir Mend- elssohn og Tsjækofskí. Húsfyllir var og undirtektir ákaflegar, enda flutningurinn magnþrunginn. Tríó Felixar Mendelssohn (1809-1848) op. 49 nr. 1 í d-moll fær vonda einkunn í fræöibók minni, þótt höfundurinn viöur- kenni aö tríó skipaö Cortot, Thi- baud og Casals hafi lyft því til hæöa. Hins vegar segir hann aö í höndum minni spámanna sé það Laugardaginn 16. mars nk. hefjast klukkan 17.00 stór- tónleikar í Smáranum í Kópavogi. Kallast þeir „Bolt- inn rúllar — vímulaust og spennandi" og eru umfangs- mestu tónleikar ársins til þessa. Knattspyrnudeild Breiöabliks stendur aö viðburöinum og koma margir frægir skemmti- kraftar fram, eins og Bubbi Morthens, Emilíana Torrini, KK, Papar, Brasssveitin Karnivala og stórsveitin Maö- urinn sem aldrei sefur. Sérstak- ur heiöursgestur er Sigfús Hall- dórsson tónskáld, en Samúel TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON aöallega væmiö og andlaust. En ekki hjá þeim stöllum í Bústaöa- kirkju, þótti mér, heldur geröu þær kröftugt og hrífandi tónaflóö sem mjög skemmtilegt var aö heyra. Tsjækofskí-tríóiö (a-moll op. 50) er einstætt meöal verka skálds- ins, sem haföi sagt að sér væri kvalræði aö því að hlusta á pí- anótríó. Velunnari hans, Na- deshda von Meck, haföi óskaö eft- ir slíku verki frá hendi hans fyrir einkatríó sitt, sem þá státaöi af Örn Erlingsson og Valtýr Björn Valtýsson sjá um kynningu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir listamenn koma saman fram og er tímasetning leik- Debussy viö píanóið, en Tsjækof- skí færst undan. En þegar vinur hans Nikulás Rubinstein féll frá, sá hann sig um hönd og ákvað að semja slíkt tríó, meö öflugum pí- anóparti, til minningar um hann, og lauk því í janúar 1882. Tríóið er tileinkaö „miklum listamanni", og stefið í tilbrigöakaflanum — Tema con variazioni — er sagt hafa sérstök tengsl viö Rubinstein, og hvert tilbrigöi viö einhvern þátt listamannsferils hans. Mér þótti Trio Nordica sömu- leiðis flytja þetta verk mjög vel. Sýnilega eru þær stöllur allar geö- ríkir listamenn og lausar viö logn- mollu, en stilla sig þó vel í sam- ræmi viö kröfur tónlistarinnar; anna miðuð viö aö öll fjöl- skyldan geti skemmt sér sam- an. Miðaverði er mjög stillt í hóf, en miðinn kostar 1000 krónur. Styrktaraðilar eru Öl- Trio Nordica. sennilega fer Bryndís Halla þó fyr- ir þeim í listrænu tilliti, enda er hún afburöagóður knéfiölari. geröin Egill Skallagrímsson, Visa ísland, Sparisjóður Kópa- vogs, Samskip hf., G.Ben,- Edda, Hans Petersen og Dom- ino's pizzur. -BÞ Leikur þeirra í heild var semsagt meö miklum ágætum og góðu jafnvægi hljóðfæranna, og Mona Sandström lá ekki á liði sínu viö píanóiö, þar sem oftar en ekki virtust vera 10-100 nótur fyrir hverja eina í hinum hljóöfærun- um. Og svo vel líkaði áheyrendum þetta spilverk, aö listakonurnar máttu endurtaka einn þáttinn í Tsjækofskí-tríóinu, sem ekki er al- gengt á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins. Næsta ár veröur 40. afmælisár Kammermúsíkklúbbsins, og hyggst stjórn hans taka þaö föst- um tökum, minnug þess jafn- framt aö 50 ár veröa liðin síðan Er- ling Blöndal Bengtsson kom fyrst fram hér á landi, að 200 ár veröa liðin frá fæöingu Schuberts og 100 ár frá dauða Brahms. Þarna verður semsagt „gala prógramm" þar sem margir vorra fremstu hljóöfæra- leikara flytja sum ágætustu og/eöa vinsælustu kammerverk tónbók- menntanna. ■ Boltinn rúllar!— Vímulaust og spennandi — Stórtónleikar í Smáranum 16. mars nk.: Bubbi, Emilíana Torrini og KK á meðal flytjenda Þessir fjórir listamenn koma ífyrsta sinn saman fram á tónleikum í Smáranum um helgina. Frá vinstri Bubbi Morthens, Emilíana Torrini, KK og Sigfús Halldórsson. Hvað er tíminn? i. Tíminn og The Times heita eftir því „fyrirbæri" sem er okkur mönnunum ein mesta ráögáta sögunnar og eilíf uppspretta þanka, lista og jafnvel ótta. Ég á viö tímann: flæöi alis fram á viö, grunn þess aö við merkjum aö viö er- um til. II. Spyrji barn: „Hvaö er tíminn?" vefst hvaöa spekingi sem er tunga um tönn. Bók þess þekkta Stephens Hawking um sögu tímans svarar spurningunni ekki á einhlítan hátt. Viö skiljum ekki tíma- hugtakiö aö fuliu, hversu hversdags- legur sem tíminn annars er. Viö skynj- um hann mætavel á okkur sjálfum og meö því aö horfa á veröldina hiö næsta okkur, en þátt hans í alheiminum (og tilverunni), tengsl hans viö rúmiö í kringum okkur og viö tilurö og viö- gang (og endalok?) alheimsins er öllu erfiöara aö eiga viö. Hugtök okkar, þekking á náttúruferlum og skamm- dræg sjón út í buskann þvælist fyrir okkur. III. Tvennt getur minnt okkur vel á hve flókin hugsun okkar veröur þegar rýnt er í tímann (í Tímann er léttara aö UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jaröeölisfræöingur rýna): Afstæöi tímans og mun á milli raunaldurs himintunglanna og „myndarinnar" af þeim sem viö sjáum á hverjum tíma. Tíminn líöur nefni- lega mishratt, fari viömiöunarkerfin mishratt; þ.e. fari þota meö þreföldum hljóðhraöa til Tókýó meö klukku inn- anborðs, og einhvern sem á hana horf- ir, sést aö hún hefur gengið hægar en sambærileg klukka sem höfð var kyrr í London undir umsjá annars. Þegar hraöamunurinn er ekki meiri en þessi, munar þarna sekúndubroti á klukkun- um. Sé hraðinn ofsalegur, t.d. 10% ljóshraða eöa meiri, veröur munurinn á gangi tímans í viömiöunarkerfunum tveimur allsendis augljós. Mennirnir tveir eldast t.d. mishratt og upplifa í raun ekki sama tímans gang. IV. Hitt atriöið varöar aldur þess sem viö sjáum á himni, einkum fjarlægar vetrarbrautir og önnur skyld fyrirbæri. „Myndin", sem viö sjáum núna af fyr- irbæri í ógnarfjarlægö, er þúsundir, milljónir eöa jafnvel milljaröa ára aö berast (af því aö ljóshraöinn er afar há tala og „myndin" berst sem „ljós- mynd"), allt eftir fjarlægöinni. Á því augnabliki sem viö sjáum fyrirbæriö er þaö sjálft oröið miklu eldra (raunaldur þess er sem sagt annar, og hærri en sem svarar til „myndarinnar"), í þeirri fjar- lægö sem þaö þá er. Fjarlægöin er auð- vitað orðin önnur og miklu meiri en þegar „myndin" lagöi af staö, enda flest fyrirbæri alheimsins aö fjarlægj- ast; alheimurinn þenst út, segja menn. Þaö tekur ljós frá sólinni okkar um 8 mínútur aö berast til jaröar. „Mynd", sem ég sé núna af sólinni, er 8 mín. yngri en raunaldur sólar á sama augna- bliki (fjarlægðin hefur líka breyst, því jöröin snýst um sólu). Því er þaö svo aö fjarlægustu fyrirbærin, sem viö sjáum, gefa okkur yngstu „myndina" af sér. Tíminn lætur svo sannarlega ekki aö sér hæöa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.