Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 14. mars 1996 VebHb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland og Faxaflói: Allhvöss subaustanátt oq rigning me& köfl- um. Hiti 2 til 6 stig. • Brei&afjör&ur og Vestfir&ir: Allhvöss su&austanátt e&a austanátt og úrkomulítiö. Hiti 2 til 6 stig. • Strandir, Norburland vestra og Nor&urland eystra: Sunnan oq su&austan kaldi e&a stinningskaldi en sums sta&ar allhvasst. Skýjab meo köflum. Hiti 2 til 8 stig. • Austurland a& Clettingi: Allhvöss su&austanátt og rigning e&a slydda, einkum vi& ströndina. Hiti 4 til 8 stig. • Austfir&ir: Allhvöss su&austanátt og rigning. Hiti 3 til 6 stig. • Su&austurland: Allhvass su&austan og rigning. Hiti 5 til 6 stig. Seta dómara í nefndum gagnrýnd á Alþingi: Nægilega margir lögfræðingar til ab sinna nefndastörfum „Allt a& 1000 lögfræ&ngar hafa veriö útskrifaöir hér á landi á síöustu 40 árum eöa frá árinu 1956. Því ættu aö vera til nægilega margir lög- fræöingar til þess aö vinna nefndastörf á vegum ríkisins þótt dómarar séu ekki skip- aöir til þeirra starfa," sagöi Lúövík Bergvinsson, þing- maöur Suöurlands í umræö- um um nefndastörf dómara utan dagskrár á Aiþingi í gær. Margrét Frímannsdóttir, þingmaöur Suðurlands, hóf umræðuna og gagnrýndi að 23 dómarar, eða að jafnaði þriðji hver dómari í landinu, sitji í nefndum á vegum ráðuneyta og þar af 9 í nefndum á vegum dómsmálaráðuneytisins. Þor- steinn Pálsson, dómssmaláráð- herra, sagði að seta dómara í nefndum bryti ekki í bága við lög um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna og meö því að kalla þá til nefndastarfa væri undantekningarlaust ver- ið að nýta sérþekkingu þeirra á lögfræðilegu sviði og oftast við samningu frumvarpa sem lögð jón Kristjánsson og Margrét Frímannsdóttir stinga saman nefjum viö utandagskrárumræbuna í gær. Tfmamynd: sc væru síðar fyrir Alþingi. AI- þingi setti síðan lögin en ekki dómararnir sem dæma ættu eftir þeim. Bryndís Hlöövers- dóttir, þingmaður Reykvík- inga, sagði að nálgast mætti sérþekkingu dómara við samn- ingu frumvarpa með öðrum hætti en að skipa þá í nefndir því auðvelt væri að kalla eftir umsögnum þeirra um tiltekin mál. Hún sagði að með því að dómarar störfuðu í nefndum á vegum ráðuneyta væri verið að vega að grundvallaratriðum 1 stjórnskipum þjóðarinnar. Málshefjandi, Margrét Frí- mannsdóttir sagði að sem dæmi um hættu á árekstrum nætti nefna aö í kærunefnd fjöleignahúsa sæti einn dómari af þremur nefndarmönnum og til þeirrar nefndar hefðu borist um 70 kærumál á síðasta ári. Kærendur ættu ekki aðra áfrýj- unarleið, ef þeir sættu sig ekki við úrskurði nefndarinnar, en leita til dómstóla þar sem vænta mætti að þessi sami dómari tæki málið aftur til meðferðar á dómstigi. -ÞI Póstur og sími: Tvö gjaldsvæbi og notendur Internetsins greiöi aliir jafnt Ætlunin er aö gjaldsvæöum Pósts og síma veröi fækkaö úr þremur í tvö á næstunni og einnig er stefnt aö því aö gjaldþjónusta fyrir notendur Internetsins veröi sú sama hvar á landinu sem þeir búa. Þetta kom fram í svari Hall- dórs Blöndal, samgönguráö- herra viö fyrirspum frá Siv Friöleifsdóttur. Hann sagöi aö fækkun gjaldsvæöa í tvö væri ákveöiö skref í þá átt aö gera landiö aö einu gjaldsvæöi. Siv spurði ráðherrann hvort Póstur og sími hafi einhver Hagsmunaráb Félags laga- nema telur ekki ástœbu til ab kvarta yfir prófínu í almennri lögfrcebl: Ekki þörf á frek- ari abgerbum Hagsmunaráð Orators, Félags laganema, hefur metið umtalað janúarpróf hjá fyrsta árs nem- um lagadeildar í almennri lög- fræbi, þar sem fallprósenta var tæplega 93%. Niburstaba ráðs- ins var að prófib hafi veriö víb- tækt og gott og ekki sé ástæða til að abhafast frekar. -BÞ t I áforn uppi um að taka upp eina gjaldskrá fyrir símtöl innan- lands. Hún kvað algera jöfnun símakostnaðar vera jafnréttis- mál og að það myndi auka við- skipti Pósts og síma. Hún sagði einnig ab notkun tölvutækni hafi aukist verulega í samskipt- um manna svo að raunar megi tala um upplýsingabyltingu. Þessi bylting nái þó ekki með sama hætti til íbúa landsbyggð- arinnar og íbúa höfuðborgar- svæðisins þar sem þeir verði ab greiða langlínutaxta til símans vegna þess tíma sem þeir séu tengdir við Internetið. Nokkrar umræður urðu um fyrirspurn- ina á Alþingi þar sem nokkrir þingmenn landsbyggðarinnar lýstu stuðningi sínum við ab gera landið að einu gjaldskrár- svæði hvað símaþjónustu varð- ar. -ÞI Samband ísl. bankamanna: Bankar hafna kröfu um 2,1% launahækkun „Þeir telja ekkert efni til end- urskoöunar á launaliö og byggja þaö m.a. á því aö okkar kjarasamningur var geröur á eftir aö hinir ger&u sína," seg- ir Fri&bert Traustason formaö- ur Sambands ísl. banka- manna. En sl. mánudag hitt- ust fulltrúar banka og SÍB til viöræöna um endurskoðun á launaliö kjarasamnings bankamanna, samkvæmt ósk SÍB. Formabur sambands banka- starfsmanna telur einsýnt að krafa þeirra um 2,1% leiðrétt- ingu á launalið kjarasamnings bankamanna muni fara fyrir gerðardóm, eftir ab viösemjend- ur þeirra höfnuðu launakröf- unni. Friðbert telur ólíklegt að það verði boðað til fleiri funda, þótt bankamenn séu reiðubúnir að ræöa málið frekar. Formleg ákvörðun um framhaldið verð- ur tekin á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar SÍB í dag, fimmtudag. Krafa bankamanna byggist á því aö samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar frá því í nóv- ember sl. sýndi að launaliður viðmiðunarhópa bankamanna innan BSRB og BHMR hækka um 10,8% á samningstímanum á móti 8,7% hækkun SÍB. Friö- bert bendir á að þegar SÍB gerði sinn kjarasamning þá hefðu þeir ekki haft upplýsingar um hvað það þýddi t.d. í prósentum aö „tveir þriðju starfsmanna hækki um einn launaflokk" í samningi opinberra starfs- manna við ríkið. -grh Búnaður til varnar olíu- mengun er fyrir hendi Ekki er til búnaöur hér á landi til aö fást viö olíumengum af því tagi sem oröiö hefur veriö viö Bretland vegna skips- stranda á undanförnum ár- um. Hins vegar er til nauösyn- legur búnaður til þess aö fást viö þau mengunaslys er ætla megi aö geti orðið miöað viö þá olíuflutninga sem fara fram hér viö land. Þetta kom fram í svari Guömundar Bjarnasonar, umhverfisráö- herra viö fyrirspurn frá Hjör- leyfi Guttormssyni. Guðmundur Bjarnason sagði að á síðasta ári hafi 34 erlend ol- íuskip komið hingað til lands og flutt 565 þúsund lítra af olíu. Farmur þeirra skipa er strandab hafi vib Hjaltland 1993 og nú nýverið við strönd Englands hafi verið allt að 150 þúsund tonn eða hátt í fjórðungur alls olíuflutnings til Islands á einu ári. Hjörleifur Guttormsson sagbi að magn olíu segði ekki alla söguna þar sem aðstæður væru mismunandi eftir haf- svæðum og heföi hitastig sjávar þar mikil áhrif. Guðmundur Bjarnason tók undir þau orð Hjörleifs að aðstæður væru mis- munandi en miklu skipti fyrir ísland að siglingar stórra olíu- skipa, er flyttu stóra farma á miili heinsunarstöðva, færu ekki fram við strendur landsins. -ÞI I 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.