Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 2
2 Whmtm Fimmtudagur 14. mars 1996 Tíminn spyr... Á ab banna dómurum ab vinna aukavinnu fyrir framkvæmda- valdib? Eiríkur Tómasson, lagaprófessor: Ég er þeirrar skoðunar aö það sé ekkert athugavert við þaö að dóm- arar séu fengnir til þess aö semja lagafrumvörp sem varöa t.d. réttar- far eða dómstólaskipan. Hins vegar er meiri efi í mínum huga hvort eblilegt sé að dómarar sitji í stjórn- sýslunefndum þar sem teknar eru ákvarðanir sem síðar verba bornar undir dómstólana. Ég tel að þetta síðastnefnda orki tvímælis í ljósi þeirrar meginreglu að greina beri skýrt á milli framkvæmdavaldsins annars vegar og dómsvaldsins hins vegar. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista: Miðað við kenninguna um að- skilnað ríkisvaldsins í dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald þá eiga dómarar að vera óháðir og það er mjög mikilvægt ab þeir séu ekki í vinnu fyrir framkvæmdavald- iö. Hins vegar þá hafa þessi skil ver- ið mjög óskýr hér á landi, t.d. eru dómarar hér skipaðir af fram- kvæmdavaldinu. í rauninni höfum viö smátt og smátt verið að feta okkur í átt til þess að skilja betur á milli og ég held að við þurfum að stíga fleiri skref til aö reyna að koma í veg fyrir að dómarar séu í vinnu fyrir framkvæmdavaldið. Aftur á móti kunna að koma upp tilvik þar sem það er eðlilegt að dómarar séu með, þegar það snertir t.d. lagasetningu um þeirra starfs- svið. Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi: Mín skoðun er sú að þaö þurfi að móta um þetta mjög skýrar reglur. Hvort og þá hvaða störf dómarar geti unnið með dómsstörfum. Ég tel að þab sé mjög nauðsynlegt að það sé gengið frá þessu með skýrum hætti. Sesselja Árnadóttir lögfrœöingur hjá Félagsmálaráöuneytinu um full- yröingu oddvita Skútustaöahrepps aö ráöuneytiö viti ekki um hvaö skóladeilan í Mývatnssveit snúist í raun: Orð sem dæma sig sjálf „Þessi orb dæma sig sjálf," sagbi Sesselja Árnadóttir lögfræbingur félagsmálarábuneytis þegar Tíminn bar undir hana ummæli oddvita hreppsnefndar Skútu- stabahrepps í Tímanum í gær. Þar sagbi Leifur Hallgrímsson fé- lagsmálarábuneytib ekki hafa kynnt sér um hvaba skóladeilan í Mývatnssveit snerist í raun og sú væri rót athugasemda rábu- neytisins. I bréfi félagsmálaráöuneytisins til Hjörleifs Siguröarsonar, eins af Reyklausi dagurinn verbur nk. mibvikudag, 20. mars, og efnir Tóbaksvarnanefnd í samvinnu vib apótek og ísienska útvarps- félagib til öskubakkasöfnunar í tilefni dagsins. Söfnunin felst í því ab fóik er hvatt til ab koma meb öskubakka og láta þá af hendi. Jafnframt verba nöfn þeirra skráb á sérstaka nafna- lista og verbur síban dregib úr nöfnum þátttakenda. Tóbaksvarnanefnd segir aö öskubakkinn sé eitt abalhjálpar- tækib vib reykingar og þótt menn noti þá ekki, liggi þeir oft frammi af gömlum vana. Þar aöstandendum einkaskólans á Skútustöðum, sem leitaöi til yfir- valda vegna bókunar hrepps- nefndar er varöar skilyröi fyrir um- sókn um framiag úr Jöfnunarsjóði fyrir einkaskólann, segir aö skil- yröin geti ekki talist eölileg. Enn- fremur segir: „Til stuðnings þessu vill ráöuneytið jafnframt benda á aö eftir 1. ágúst 1996 hafa sveitar- félög alfarið meö rekstur grunn- skólans aö gera, þ.á m. greiðslu kennslukostnaöar. Þannig er vand- séö aö rekstur einkaskóla geti eftir meö líti margir á hann sem sam- þykki eða jafnvel hvatningu til reykinga. Tekið verður á móti öskubökk- unum í öllum apótekum og jafn- framt hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, Krabbaméinsfélagi Akureyrar og ísl. útvarpsfélaginu. Dregið verður um vinninga í beinni útsendingu á Bylgjunni. Reyklaus dagur hefur verið ár- legur viðurður hérlendis síðustu 10 árin. Tóbaksvarnanefnd hvet- ur landsmenn til að nýta sér dag- inn sem best, bæöi heima fyrir og á vinnustöðum og er al- mennrar þátttöku vænst. -BÞ þann tíma átt sér stað án tilstyrks viökomandi sveitarfélags, því ríkið muni ekki taka þátt í rekstri einka- skólans eins og nú er. Það er því sveitarstjórn á hverjum tíma sem tekur ákvörðun um þátttöku í rekstri einkaskóla og getur núver- andi sveitarstjórn ekki bundið hendur komandi sveitarstjórna í því máli. Jafnframt er rétt aö benda á að ekki verður séð að sveitarsjóöur Skútustaðahrepps verði fyrir meiri beinum útgjöld- um til einkaskólans aö Skútustöö- um með því að falla frá skilyrði um undirritun yfirlýsingar." Sesselja segir um þetta aö rekstur skólans sé staðreynd í vetur og ef grunnskólinn flytji verði nýjar for- sendur fyrir umsókn aðila um rekstur einkaskóla. Þá þyrfti að sækja um framlag til sveitarfélags- ins og þá hafi það nýjar forsendur fyrir ákvörðun. Hún hafnar því ennfremur að það sé rétt túlkun hjá oddvitanum, sem fram kom í blaðinu í gær, aö álitið segi að gjörningur sveitarstjórnar sé lög- legur. Beöiö sé viöbragða frá hreppsnefnd. „Þaö verður að koma formleg ákvörðun frá hreppsnefnd í framhaldi af þessu, ekki bara ummæli oddvita. Mér þykir eölilegt að hreppsnefndin taki þetta fyrir og vonandi kemur hún að einhverju leyti til móts við okkar athugasemdir," sagöi Sess- elja. -BÞ Reyklausi dagurinn 20. mars nœstkomandi: Safna öskubökkum Skólalíf xrD$ EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL - Sjaldan er ein báran stök, hugsaði Doddi þegar hann hlustaði á morgunfréttirnar í útvarpinu. Nú var allt upp í loft í leikfélaginu í gamla gagn- fræöaskólanum hans. Sjálfumglaða leiklistarklíkan sem Doddi þekkti svo vel frá því að hann var skólastjóri í Gagnfræðaskólanum var nú heldur betur búin að láta til sín taka og sýna hver það væri sem réöi í Leikfélag- inu. Doddi hlustaöi á fréttaþulinn lesa um það hvernig nýráðinn leikstjóri að Leikfélaginu hafði verið rekinn burt meö skít og skömm. Doddi hafði hálfpartinn gam- an af því að heyra Sigga Kalla, nýskipaban formann leikfélagsins lýsa því yfir að hann vildi ekkert um málið segja á þessari stundu. Doddi slökkti á útvarpinu. Hann þurfti ekki að heyra meira til að vita nákvæmiega hvað hafði gerst. Leik- stjóraræfillinn brottrekni hafði verið sóttur ---------- norður í land þar sem hann var þekktur fyr- 33 ir aö hafa ætlaö að reka allt og alla. Þar hafði hann vissulega komist upp með þetta mikilmennskubrjálæði sitt. En það var hins vegar bein- línis hlægilegt þegar hann kom til starfa hjá Leikfélag- inu aö hann hafði ráðist beint í að reka aðal töffarana í leiklistarklíkunni. Doddi gat ekki annað en brosað ab tilhugsuninni um hvernig umtalið um þennan ræfils- lega, næstum kvenlega leikstjóra hafi verið meðal inn- vígðra klíkumeðlima, þegar uppsagnarbréfin fóru að berast gamalgrónum prímadonnunum! Og nú var nýi skólastjórinn í Gagnfræðaskólanum ingiríður Solla búin ab gefa úr alls konar yfirlýsingar til stuðnings leikstjóranum og búin að fá alla leiklistarklík- una upp á móti sér. Þab gat nú orðib henni dýrkeypt þó síbar yrði. Aldrei hafði Dodda komið til hugar að ráöast beint ab leiklistarklíkunni. Hann hafði vit á að hafa alla sæmilega góða. (Að gefnu tilefhi skal tekið fram að persónur og atburðir íþessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndlr í raunveruleikanum. öll samsvörun við raunverulegt fóik eða atburðl er hrein tílviljun.) Sagt var... Lelkhússtjórf til óþurftar „Félaqsmenn virðast telja það til óþurftar að leikhússtjóri starfi við húsið, en ég sé ekki að hagsmunafé- lag nokkurra einstaklinga sem hafa atvinnu af listastarsemi sé fært um ab reka listastofnun". Segir Viftar Eggertsson fyrrverandi Borgarleikhússtjóri í Alþýbublabinu. Sjötíu leikhússtjórar „Pað viröist óþarfi ab ráða leikhús- stjóra því hér eru þeir 70". Sagbi sami Vibar Eggertsson vib DV um brottreksturinn frá Borgarleikhúsinu. Sttkkvandi sklp „Mér líbur eins og skipstjóra sem skipið er að sökkva undan". Segir Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir á Sjúkrahúsi Suburnesja í Alþýbublabinu um kröfu um 25 milljóna sparnab á ár- Inu. Hvab eru 20 milljarbar milli vina? „Ég vil ekki kveða upp slíkan dóm ab þao sé ástæba til að lata menn fara gagngert úr af svona ... Vextirnir eru allt í einu orðnir frjálsir. Stórir skuld- arar, sem ekki hafa vanist ab þurfa að borga af sínum skuldum standa frammi fyrir breyttu efnahagsástandi. Það eru alls konar svona hlutir sem koma inn í þetta". Svarabi Birgir ísleifur Seblabankastjóri spurningu DV um hvort eblilegt væri ab stjórnendur banka og sjóba sem tapab hafa 21 milljarbi kr. á 5 árum væru látnir fara. Er biskupinn sammála? „Island er eitt stórt lifandi dæmi um friðarríki á jörð" Hefur DV eftir Yogesh Gandhi sem vill koma upp fribargarbi í Reykjavík sam- kvæmt fréttabréfinu „Nýjum Tímum". Ekki bara biskupar í góbum málum „Mér finnst þab merkilegt að götu- sali skuli selja sjóræningjaspólu af tónleikum með mér. Svona er nú veröldin. Þab eru ekki bara biskupar sem eru í góðum málum ... Hvað getur maður gert. Þab er fínt ef at- vinnulausirfá spólu með Bubba fyrir pundið". Sagbi Bubbi Morthens er DV færbi honum tíbindin um sjóræningjaspólu meb honum á götumarkabi í London fyrir eitt pund. Sprungur haettulegri vlb Rauba- vatn en undir Hvalfirbi? „Rannsóknir sína að Hvalfjörburinn er meb þéttribnu neti misgengis- sprungna. Vib Rauöavatn i Reykjavík eru einnig slíkar sprungur og nefur ekki þótt hættandi á ao byggja einn- ar hæðar einbýlishús ofan a peim sprungum og er það hárrétt afstaba. Ætla menn svo virkilega ab fara meb iarðgöng í gegn um slíkar sprungur langt undir sjavarbotninum í Hval- firöi?" Spyr Fribrik Hansen Gubmundsson verkfræbingur í Morgunblabinu. í pottinum var veriö ab ræba um hver væri líklegastur umsækjenda til ab hreppa stöbu forstöbumanns Fræbslu- mibstöövar í Reykjavík. Eins og ábur hefur komib fram í pottinum hafa skólamenn helst talið ab þau Gerbur Óskarsdóttir frá H.í. og Ólafur Jó- hannsson frá K.H.Í. kæmu til greina í þetta starf. Nú munu hafa farib fram vibtöl vib umsækjendur fyrir sérstakri nefnd skipabri fulltrúum skólamálaráðs og fagaðilum úr vinnumiblun. Lítib hef- ur frést eftir þessi vibtöl annab en ab þessi tvö, Gerbur og Ólafur, séu enn- þá lang heitustu kandídatarnir ásamt hugsanlega Margréti S. Björnsdóttur, en Margrét mun þó hafa það á móti sér ab hafa litla reynslu og menntun á svibi grunnskóla ... • Hræringarnar í Leikfélagi Reykjavíkur valda víba titringi og í pottinum voru menn að velta fyrir sér framtíbinni hjá félaginu. Þar var bent á að í hönd fari afmælisár félagsins og hugsanlega myndu menn vilja fá einhvern til ab setjást í formannsstól hjá félaginu sem allir gætu verib sáttir vib og yrbi sam- einingartákn hafib yfir allar deilur. Þar sem menn telja sig vita ab forseta ís- lands sé reglulega gefih skýrsla um vandræbaganginn í félaginu eru menn nú ab velta fyrir sér hvort frú Vigdís muni taka ab sér ab verða sameiningar- tákn LR þegar hún lætur af störfum sem sameiningartákn þjóbarinnar þann 1. ágúst nk....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.