Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. mars 1996 WWPfTWW 7 Réttur til atvinnuleysisbóta miöast viö 18 ár, hámarkstími á bótum 3 ár, en 4,5 ár hjá 63 ára og eldri. Bcetur 90% af dagvinnulaunum. Hjálmar Árnason: Bótakerfi sem hvetur til vinnu Hjálmar Árnason. Frá afgreiöslu atvinnuleysisbóta hjá Dagsbrún. Hjálmar Árnason þingma&ur og forma&ur nefndar sem unniö hefur a& endurskoöun laga um Atvinnuleysistrygg- ingasjóö og vinnumiölanir segir aö í starfi nefndarinnar heföi veriö reynt aö ná sem mestri samstööu um sem flest atriöi. Hann segir aö samstaöa sé í nefndinni um flest aöalatriöi en fulltrúar bæöi VSÍ og launafólks, ASÍ og BSRB skila þó séráliti um nokkur atriöi. En alis hélt nefndin 27 fundi. Hann leggur áherslu á að þarna sé um að ræða tillögur nefndar til félagsmálaráð- herra. Hann telur einsýnt að ráðherra muni leggja fram frumvörp þar að lútandi og að þau verði afgreidd fyrir þing- lok í vor. Hann leggur einnig áherslu á að frumvarp um vin- numiðlanir og hinsvegar um Atvinnuleysistryggingasjóð séu samhangandi og því ekki hægt að afgreiða annað og sleppa hinu. Auk þess er gert ráð fyrir að ákvæði þeirra taki gildi um næstu áramót. Eins og kunnugt er þá var nefndinni, sem félagsmálaráð- herra skipaði í ágúst sl. falið að fjalla um og gera tillögur til breytinga á lögum um Atvinnu- leysistryggingar. Niðurstaða nefndinnar, sem í áttu sæti full- trúar frá ASÍ, VSÍ, BSRB, sveitar- félögum og ríki, er hinsvegar sú að hún kemur með tillögur aö tveimur fmmvörpum, annars- vegar um vinnumiðlanir og um hinsvegar um Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Svæ&isvinnumiblun Hjálmar segir að í tillögu nefndarinnar um vinnumiðl- anir sé gert ráð fyrir að vinnu- miðlun verði sjálfstæð stofn- un á vegum ríkisins en undir yfirstjórn aðila vinnumarkað- arins. Undir þessari yfirstjórn eru síðan svæðisvinnumiðlanir sem verða dreifðar um landið. Yfir þessum svæðisvinnumiðl- unum verða svo svæðisstjórnir sem skipaðar verða heima- mönnum. Gert er ráð fyrir að svæðisvinnumiðlanir verði allar nettengdar við tölvu og skipaðar hæfu starfsfólki. „Þannig að fólk á að geta komið inná hvaða svæðis- vinnumiðlun sem er og fengið upplýsingar um öll laus störf á landinu," segir Hjálmar. Sam- kvæmt því er litið á landið sem eitt atvinnusvæði. Þá er gert ráð fyrir því að starfsfólk svæöisvinnumiðl- ana sinni ekki aðeins atvinnu- lausu fólki heldur og einnig þeim sem vilja skipta um at- vinnu. í tillögunum er enn- fremur lögð þung áhersla á það að starfsfólkið verði í nánu sambandi við atvinnu- fyrirtækin á svæðinu, heim- sæki þau og hvetji til að skil- greina störf og láta vita af þeim sem losna. „Við ætlum svæðisstjórnun- um á hverjum stað að útfæra úrræðin með atvinnulífinu á staðnum. Hugsunin er að draga úr miðstýringu og færa þjónustuna nær fólki heima í héraði," segir Hjálmar. Hann segir að aðalmarkmið nefndarinnar um breytingar á Atvinnuleysistryggingasjóön- um sé að „virkja einstaklinginn við al- vöru störf til þess að koma í veg fyrir það dapurlega and- lega niðurbrot sem fylgir at- vinnuleysi." Nefndin telur að sá sem er á atvinnuleysisbótum eigi að skila alvöru vinnu. Það sé svo hlutverk svæöisvinnumiðlana og atvinnulífsins að finna þessi störf fyrir hlutaðeigandi einstaklinga. í tillögum er gert ráð fyrir því að einstaklingur sem verður atvinnulaus og sækir um atvinnulætisbætur verði gert skylt að gera svo- nefnda „starfsleitaráætlun" með starfsfólki svæðisvin- numiðlana. Með þessari áætl- un á að liggja fyrir á hvern hátt sá atvinnulausi ætlar í einn mánuð að leita sér að vinnu, hvar og hvernig. í byrj- un verður einnig gengið úr skugga um það hvort viðkom- andi einstaklingur hafi að- stæður og heilbrigði til vinnu, en ekki eftir einhverjar vikur þegar loksins býðst einhver vinna. Enda er Atvinnuleysis- tryggingasjóðurinn og bætur úr honum hugsaður eingöngu til þeirra sem eru á vinnu- markaði. Hjálmar segir að ef engin vinna hafi fengist að loknum fyrsta mánuði á bótum, þá verður viðkomandi að velja sér „eitthvert af þeim úrræð- um sem svæðisvinnumiðlunin býður uppá. Annars missir hann bætur." í þessu sam- bandi leggur Hjálmar áherslu á að um alvöru störf sé að ræða og einnig nýsköpun í anda þess sem Jón Erlendsson hefur verið að fjalla um. Hann segir að þessari skylduvirkni sé jafn- framt dregið úr möguleikum á „þessari óréttlátu misnotkun sem grunur leikur á að eigi sér stað." Hámarkstími 3 ár Af öðrum róttækum breyt- ingum frá fyrri lögum er kom- ið í veg fyrir að sami einstak- lingurinn geti nánast verið á atvinnuleysisbótum í 54 ár, eöa frá því hann er 16 ára og þangað til hann verður sjötug- ur. Enda sýna allar rannsóknir sem gerðar hafa verið að fólk sem er lengi án atvinnu og á bótum er tæpast lengur á vinnumarkaði. í þessu sambandi leggur nefndin til að aldursmörk fyrir atvinnuleysisbætur eru hækk- uð úr 16 árum í 18 ár. Rökin fyrir þessari breytingu er m.a. þau að 16 og 17 ára unglingar séu betur settir í starfsmennta- námi í skóla, þar sem þeir fá góðan undirbúning undir fyr- irsjáanlega samkeppni á vinnumarkaðnum, heldur en að fara á bætur. Þá er einnig lagt til aö ekki sé hægt aö vera á bótum lengur en í 3 ár. Um þetta eru skiptar skoðanir í nefndinni og m.a. lagði fulltrúi VSÍ það til að það yrði aðeins í 1 ár en fulltrúar launafólks 5 ár. Hinsvegar geta aðstæður gert það að verkum að bótarétturinn geti varað lengur en í þessi 3 ár. Sem dæmi um það nefnir Hjálmar að einstaklingur sem er búinn að vera á bótum í eitt ár en fær síðan vinnu í hálft ár og verður aftur atvinnulaus, „þá er hann búinn að fram- lengja bótatímabilið sitt um jafn langan tíma og hann hef- ur unnib." Hjálmar segir að með þessu sé verið ab reyna að hafa í kerfinu innibyggba hvatningu til atvinnulausra að fá sér vinnu. Hann bendir m.a. á að víðast hvar í nágrannalöndum sé bú- ið að stytta þessi samfelldu bótatímabil og t.d. eru Svíar búnir ab stytta það í 18 mán- uði, í Þýskalandi er það 1 ár og í Danmörku 5 ár svo dæmi séu nefnd. Þá gerir nefndin tillögu um að bæturnar skuli vera 90% af dagvinnulaunum. Nokkur ágreiningur var meðal nefnd- armanna um þetta atriði og m.a. af hálfu fulltrúa launa- fólks. Meirihluti nefndarinnar telur ab kerfib eigi að virka hvetjandi til vinnu, enda hef- ur því oft verið fleygt að nú- verandi kerfi ietji fólk til að leita sér að vinnu vegna þess að fólk hafi það betur á bótum en í vinnu. Til að koma í veg fyrir það vill meirihlutinn að bæturnar séu ívið lægri en launin. Brýnt ab hækka lægstu laun Hjálmar dregur þó ekki dul á þá skoðun sína að lægstu laun séu „skammarlega lág." Hins- vegar trúa menn því og vona ab í framhaldi af batnandi ár- ferði í atvinnulífinu muni læjgstu launin fara hækkandi. I nefndinni var ennfremur bent á þá staðreynd að sá sem er heima á bótum þarf ekki að bera neinn kostnað af því, öndvert við þann vinnandi sem þarf ab standa straum af ýmsum kostnaði til að komast í og úr vinnu svo ekki sé minnst á barnapössun o. fl. sem hinn vinnandi þarf að huga að. Þá er lagt til að einyrkjar, vörubílstjórar, trillukarlar, bændur og ýmsir sjálfstætt starfandi og aðrir hópar og jafnvel námsmenn geti borgaö iðgjöld til sjóðsins og ölðast þau réttindi sem því fylgir sem og. þeim ákvæðum sem gilda um skylduvirkni og annað þvíumlíkt. í tillögum nefndarinnar er einnig gert ráb fyrir því að þeir sem eru 63 ára og eldri geti verið 4,5 ár á bótum í stab 3 ára. Samkvæmt því getur sá sem missir atvinnuna 63 ára og fær ekki aðra vinnu, verib á bótum þar til hann fer á eftir- laun 67 ára. Öryggisnet Hjálmar segir ab í tengslum vib þetta sé lögö rík áhersla á öflugt samstarf svæðisvin- numiðlana og félagsmála- stofnana sveitarfélaga. Hann leggur einnig áherlu á að þegar einstaklingur er búinn að vera á bótum í 3 ár og fellur síðan af bótaskrá, þá verði starfsfólki svæðismiðlana skylt ab sjá til þess aö viðkomandi njóti aö- stoðar annarsstaðar í kerfinu, t.d. hjá tryggingastofnun, fé- lagsmálastofnun „en veröi ekki skilinn eftir úti á gaddin- um." Hann telur aö þessi breyting geti hugsanlega haft í för með sér aukinn kostnaö fyrir sveitarfélögin. Hann bendir hinsvegar á að þab sé sameignleg ábyrgð ríkis, sveit- arfélaga og vinnumarkaðar að mynda öryggisnet um þegna landsins. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.