Tíminn - 14.03.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. mars 1996
(mtrz.-----x.--------
5
Guömundur Bjarnason:
Landbúnaður og umhverfismál
eiga mikla samleib á íslandi
Umræða í þjóðfélaginu
um landbúnaðarmál
hefur verið neikvæð að
undanförnu og ekki beint
uppörvandi. ímyndin er nei-
kvæð. Því þarf að breyta um
áherslur og snúa vörn í sókn.
Ef það er skoðun okkar að til-
vist byggðar í dreifbýli byggi á
samspili þeirrar framleiðslu og
þjónustu sem þar er stunduð,
þá er erfitt að ímynda sér að
byggðinni sé mikið ógnað.
Langflest af því, sem dreifbýlið
hefur upp á að bjóða, hefur
þrátt fyrir allt jákvæða ímynd
og afurðirnar og þjónustan er
eftirsótt. Öll viljum við
hreina, ómengaða og heil-
næma fæðu, kjöt, mjólk og
grænmeti. Vistvænar afurðir
eða lífrænt ræktaðar eiga vax-
andi fylgi að fagna. Vaxandi
fjöldi fólks á hesta og stundar
útivist með reiðmennsku. Öll
viljum við stöðva landeyð-
ingu, græða landið og sjá það
klætt meiri skógi. Fleiri og
fleiri ferðamenn, innlendir
sem erlendir, ferðast um land-
ið og njóta þar þjónustu og af-
þreyingar. Marga aðra já-
kvæða þætti mætti nefna. Að-
alatriðið er að nýta þá í um-
ræðu og áróðri og halda þeim
á lofti.
Skógrækt
Lítum aðeins nánar á nokkra
þætti. Skógrækt er vinsælt við-
fangsefni og mörg fyrirtæki
nýta sér það sem auglýsingu
um leið og þau styrkja þá
grein. Skógrækt er stunduð af
vaxandi fjölda bænda og ef
efla á hana, þá verður það á
jörðum bænda. Bændasam-
tökin eiga að vera í fararbroddi
í skógrækt, vinna með Skóg-
rækt ríkisins við gerð áætlana
þar um, vera sýnileg og sífellt í
sviðsljósinu. Héraðsskógaáætl-
unin er gott dæmi hér um og
með hverju árinu sem líður
sannast betur og betur mikil-
vægi skógræktar og að hún
eigi framtíð fyrir sér. Er nú
unnið að skógræktaráætlun-
um víðar um landið, t.d. á
Suðurlandi, og er nauðsynlegt
að fylgja þeirri áætlun eftir.
Landgræðsla
Landgræðsla er stunduð af
fjölda bænda. Vakning hefur
orðið hjá bændum á þessu
sviði og margir vilja komast í
ný verkefni tengd land-
græðslu. Félög bænda hafa
verið stofnuð um uppgræðslu
og víða sjást merki um mikinn
árangur. Landgræðsla gæti
verið miklu fyrirferðarmeiri í
málflutningi bænda, sem
mundi skila sér í jákvæðari
ímynd. Landgræðsla og skóg-
rækt er og verður eitt mikil-
vægasta verkefni landbúnað-
arins og með þátttöku lands-
manna allra fram á næstu öld.
í því sambandi er rétt að
undirstrika að uppgræðsla
lands er ekki einkamál bænda.
Fjölmargir aðilar, einstakling-
ar, félagasamtök og fyrirtæki
hafa lagt þessum uppgræðslu-
málum lið og vilja gera það
áfram. Fyrir það vil ég þakka.
Þetta segi ég hér til að benda á
að það er alls ekki rétt að tala
um að öll framlög til skóg-
ræktar og landgræðslu séu ein-
ungis stuðningur við bændur
eða landbúnaðinn einan sér.
Uppgræðsla landsins er þjóð-
arverkefni sem kemur okkur
öllum við. Öll höfum við lifað
á landinu og sé það rétt að ís-
lendingar hafi níðst á því í
gegnum tíðina, ber að hafa í
huga að þar voru forfeður okk-
ar allra að verki, sem áttu ekki
annan kost ef þeir áttu að lifa
af í harðbýlu landi. Við, sem
sitjum nú að nægtaborði, eig-
um að sameinast um að greiða
skuldina við landið. Opinbert
fjármagn okkar allra þarf að
koma til, en síðan styð ég þá
stefnu að rétt sé að fela bænd-
um sem mest framkvæmdirn-
ar, þar sem þeir hafa þekking-
una, tækin og aðstöðuna til að
vinna uppgræðsluverkin.
Áætlanagerð
Landgræðsla ríkisins hefur á
undanförnum misserum unn-
ið að gerð skammtíma- og
langtímaáætlunar um upp-
græðslu og gróðurvernd alls
landsins. Þetta er fyrsta áætlun
sinnar tegundar og er gert ráð
fyrir að hún liggi fyrir í sumar
eða haust. Þessi áætlun mun
marka þáttaskil hvað varðar
stöðvun jarðvegseyðingar og
VETTVANCUR
verndun landkosta. Fram-
kvæmdin mun kosta mikla
fjármuni og kemur til kasta Al-
þingis að ákveða framlag til
hennar.
í þessu sambandi er rétt að
minna á skuldbindingar okkar
um að draga úr útstreymi
koldíoxíðs. Að hluta til getum
við mætt auknu útstreymi
með aukinni bindingu þess og
með aukinni skógrækt og
landgræðslu má ná verulegum
árangri á því sviði. Upp-
græðsla landsins er því einnig
liður í að standa við alþjóðleg-
ar skuldbindingar á þessu
sviði.
Votlendi endurheimt
í framhaldi af þessu langar
mig til að geta þess að hafið er
verkefni í samvinnu landbún-
aðarráðuneytisins og um-
hverfisráðuneytisins, sem felst
í því að gera tilraunir með að
endurheimta hluta þess vot-
lendis sem ræst hefur verið
fram á undanförnum árum og
áratugum. Mikið af því landi
var ræst fram til að auka rækt-
un og bæta aöstöðu fyrir hefð-
bundinn búskap. Víða er ekki
þörf fyrir þetta land lengur og
full ástæða til að gera tilraun
með það hvort ekki megi end-
urheimta upphaflegt ástand
þess með tilliti til dýralífs og
gróðurfars.
Ferðaþjónusta bænda er ný-
sköpun í sveitum landsins sem
hefur tekist vel. Hún var
skipulögð og byggð upp af
samtökum bænda. Án mikilla
fjárfestinga er nú boðið upp á
nýja tegund af gistingu og
margvíslega afþreyingu fyrir
feröamenn.
Áður voru börn send í sveit
til sumardvalar, sem hafði
mikið uppeldislegt gildi. Þetta
hefur breyst með aukinni
tækni og samdrætti í hefð-
bundnum búskap. Nú geta
bændur tekið á móti allri fjöl-
skyldunni. Að hitta fólkið í
sveitunum gefur jákvæða
ímynd. Verkefnið „Bændur
bjóða heim" er dæmi um þetta
og er til mikillar fyrirmyndar.
Sportvei&imennska
Lax- og silungsveiði, veiði á
rjúpu, gæs og hreindýri er vin-
sæl afþreying. Stangveiðin
hefur verið nefnd fyrsta ferða-
þjónusta bænda. Þar er skipu-
Iega að verki staðið og sátt um
framkvæmdina. Nauðsynlegt
er að reyna að koma góðu
skipulagi á annan veiðiskap
með svipuðum hætti. Á und-
anförnum árum hefur gætt
núnings milli skotveiðimanna
og landeigenda, svo oft er tal-
ast við með lögfræðingum.
Þessu þarf að breyta og skapa
einnig með því jákvæðari
ímynd.
Landvarsla, umhverfisvernd
og umhverfisvöktun verður
stunduð mun meira í framtíð-
inni. í þessum málaflokki eiga
bændur að sýna forystu, hafa
frumkvæði á opinberum vett-
vangi og vera til fyrirmyndar.
Þetta eru ekki bara áhugamál
þéttbýlisbúans, heldur einnig
bóndans. Bændur verða að
láta sig þetta meira varða bæði
í orði og á borði, afurðanna
vegna og landsins vegna. Fyr-
irhugaðar eru breytingar á lög-
um um náttúruvernd, sem
gætu leitt til aukinnar atvinnu
í sveitum með því að færa ým-
iss konar eftirlits- og vörslu-
verkefni heim í hérab.
Höfundur er landbúnaöar- og um-
hverfisrábherra.
Reynslulausn
Fyrir nokkru átti ég samtal vib
ungan mann sem hafði verið
dæmdur til fangelsisvistar, setið
inni um hríð, en fengið reynslu-
lausn.
„Nú verð ég ab passa mig,"
sagði hann alvarlegur. „Ef ég
geri eitthvað af mér lendi ég
inni aftur og það vil ég ekki, því
það er ömurlegt."
Ég hlustaði af athygli og
fannst að ef til vill væri nú ekki
óyfirstíganlegt að halda sig á
mottunni, ef svo mikið væri í
húfi.
„Það er bara svo rosalega erf-
itt. Maður er svo einn."
Ég sá að honum var full alvara
með þessum orðum og bað
hann um að skýra málið nánar.
Ég dró mikinn og dapurlegan
lærdóm af því sem viðmælandi
minn sagði og er ég þó viss um
að hefðum við ræðst lengur við,
hefði mikið bæst við.
Þegar þessi ungi maður losn-
aði, fór hann á flakk um bæinn,
hitti gamla kunningja og úr
varð eitthvert sukk. Því hafði
sem betur fer lokið, en þar sem
ungi maðurinn hafði ekki ab
neinu að hverfa var hann jafn
vegalaus og ónógur sjálfum sér
og áður.
Auðvitað hefur viðmælandi
minn aðeins sagt mér sína hlið
sögunnar, en eitt var þó klárlega
rétt hjá honum: Þótt menn séu
látnir lausir með einhverjum
skilyrðum, er of lítið gert til þess
að hjálpa þeim við að koma
undir sig fótunum á ný. Skilyrbi
fyrir reynslulausn og önnur skil-
orð veröa að vera strangari en
nú tíðkast.
Félagsráðgjafarnir vinna að
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
mér skilst aðeins á virkum dög-
um, engin vinnuskylda eða aðr-
ar skyldur eru lagðar á fangana,
þessar ístöbulausu sálir sem ef
til vill þrá ekkert frekar en milda
en ákveðna forsjá, einhvers
konar föðurlega handleiðslu.
Það hlýtur að vera þjóðfélag-
inu hagfellt að fylgjast af alúð
með þeim sem losna úr fangels-
isvist og veita þeim aðstoð og
aðhald, því einmitt þeir eru lík-
Iegir til að álpast eftir braut glöt-
unarinnar.
Reynslulausnir og skilorð eru
góð úrræði í refsirétti. Slíkar ráð-
stafanir eru ekki aðeins hugsað-
ar til þess að létta álagi af fang-
elsum, þær eru miklu frekar ætl-
aðar til að hjálpa brotamönn-
unum ab ná fótfestu á ný. Það
yrbi án efa mikið úr því fé sem
veitt yrði til abstoðar vib þessa
ólánsömu einstaklinga. Hvaða
framkvæmd reynist happa-
drýgst í þeim efnum er ég ekki
tilbúinn til að tjá mig um, ég
bendi bara á að hér er verðugt
verkefni.
Ég ræddi þetta mál í hópi
kunningja og þar kom fram at-
hyglisverð hugmynd: Hvers
vegna ekki að leyfa „hvítflibba-
mönnum" að afplána refsingu
sína í formi þeirrar félagslegu
aðstoðar sem þarna gæti verið
um að ræða?
Strax komu fram efasemda-
raddir, það væri ef til vill eins og
að skvetta olíu á eld að leiða þessa
hópa saman.
Ekki varð niðurstaða í umræð-
unum og sýndist sitt hverjum.
Þeim sem þótti hugmyndin
gób sögðu að hvítflibbamennirn-
ir gætu allt eins fyllst metnaði um
að ná árangri og þar að auki yrbi
þeim sjálfum ljóst hvert stefndi ef
þeir létu sér ekki segjast.
Mér þótti þetta svo nýstárleg
hugmynd að ég taldi rétt að setja
hana hér á blað. Hún gæti að
minnsta kosti vakið menn til um-
hugsunar, síðan til umræbna og
að lokum til niðurstöðu. Og þá er
ekkert annab að gera en ræða
málin hvar sem mönnum dettur í
hug. ■