Tíminn - 21.03.1996, Side 2

Tíminn - 21.03.1996, Side 2
2 WfWröMtT Fimmtudagur 21. mars 1996 Tíminn spyr... Var tímabært hjá Páli Péturs- syni ab leggja fram frumvarp um stéttarfélög og vinnudeil- ur? Jóhanna Sigurbardóttir, Þjóðvaka: Nei. Ég tel þaö ekki vera vegna þess aö málið var í þeim farvegi að aöilar vinnumarkaöarins voru aö skoöa máliö. Ég tel aö þetta hafi veriö fljótfærni hjá Páli Péturssyni og aö hann heföi átt aö bíöa og sjá hvort ekki næðist samkomulag milli aðila vinnumarkaöarins um máliö. Ég held að þetta sé frum- hlaup sem skaöi málið mjög. Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki: Ég tel tvímælalaust aö ráöherra hafi gert rétt með því og markmið frumvarpsins er augljóslega aö auka lýðræöi innan verkalýöshreyfingar- innar og færa ákvörðunarvaldiö meira til hins almenna félags- manns. Það hlýtur aö vera áhyggju- efni hversu daub þátttaka er í mikil- vægum ákvörðunum, svo sem um vinnustöðvanir. Þannig að aukið lýðræöi er nokkuð sem mér er alltaf hugnanlegt. Á einhverju stigi hljóta mál að fara af samráösstigi og mér skilst aö nefnd hafi verið að vinna aö þessu í tvö ár og einhvern tímann þarf ab taka ákvöröun. Sigríöur A. Þóröardóttir, Sjálfstæöisflokki: Já, ég held að það hafi verið fylli- lega tímabært. Þaö var alveg nauð- synlegt aö þetta mál kæmi inn í umræðuna og væri þá alveg ljóst. Það er búiö aö ræða svo mikiö um þaö án þess aö það hafi verið orðið opinbert plagg. Þannig að sú um- ræöa var oröin afskaplega óeölileg. Ég held aö þetta sé ágæt tímasetn- ing og það er í eðlilegu samhengi viö umræöuna um frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna. Camla lánskjaravísitalan heföi hœkkaö rúmlega 3% meira en sú nýja sem á ársafmœli nú í mars: Um 15 milljöröum skuldugri m.v. gömlu lánskjaravísitöluna Vísitala neysluverös varö árs- gömul og hafbi þá aöeins hækkaö um 2% frá því hún tók viö hlutverki verötrygg- ingarvísitölu í mars í fyrra. Af þróun launavísitölunnar, sem hefur hækkaö um 9% undan- farna 12 mánuöi og 3,3% hækkun byggingarvísitölunn- ar á sama tíma má ljóst vera aö verötryggöar eignir og skuldir landsmanna heföu hækkaö miklu (kringum 3%) meira væri gamla lánskjara- vísitalan enn í gangi. Þótt Tíminn hafi ekki handbærar tölur um þaö hvaö stór hluti af skuldum landsmanna er verötryggbur virbist óhætt ab áætla aö þeir skuldugu skuld- uöu nú allt aö 15 milljöröum meira og þeir sem ættu pen- ingana væru þá þeim mun ríkari ef gamla lánskjaravísi- talan væri enn vib líbi. Byggingarvísitalan hækkaöi um 0,4% milli febrúar og mars. Alls hefur hún þá hækkaö um 2% frá áramótum (209,7 stig), sem jafngildir ríflega 8% verö- bólgu á heilu ári. Launahækk- anir hafa mjög mikil áhrif á byggingarvísitöluna, þótt menn standi hins vegar nánast á gati yfir því í hvað litlum mæli þcim hefur veriö velt út í almennt vöruverö, samanber vísitölu neysluverös. Launavísitalan hækkaöi að- eins um 0,1% í febrúar, en síö- ustu þrjá mánuöi hefur hún hækkaö um 3,8%, eöa t.d. nærri tvöfalt meira en vöruverð hefur Lítib skráb atvinnuleysi er á Breiödalsvík á Austuríandi og aö sögn Rúnars Björgvinssonar, sveitarstjóra í Breibdalshreppi, er atvinnuástandiö þokkalegt í hreppnum en samkvæmt síð- ustu tölum búa þar 337 manns. Hann sagöist þó telja ab nokk- ub væri um dulib atvinnuleysi, einkum í sveitinni í kring þar sem mikill samdráttur hefbi verib hjá bændum og þá sér- staklega í sauöfjárkvóta sem hefur dregist saman um rúm 50% á síbustu fimm árum. Hann sagbi marga bændur stunda abra vinnu til hlibar vib búskapinn og taldi þaö jafnvel eiga vib um meirihluta bænda. hækkað á heilu ári. Launavísi- talan sem Hagstofan reiknar út frá meðallaunum í hverjum mánuði hefur hækkað um 9% á einu ári, eða rösklega 4 sinnum meira en almennt verðlag í landinu. ■ Aðspurður um helstu fram- kvæmdir á vegum sveitarfélags- ins sagði Rúnar að verið væri að ljúka við byggingu nýs leik- skóla. Hann á aö rúma 18 börn sem þýöir að öll börn sem bíða eftir dagvistun hjá hreppnum komast að og reyndar rúmlega þaö. „Síðan verður haldið áfram með höfnina. Það verður byrjaö að steypa þekjuna hér á nýju bryggjuna." Þessi tvö helstu forgangsmál hreppsins eru þess eðlis að þau valda varla miklum deilum meðal íbúa enda segist Rúnar ekki hafa orðið var við háværan ágreining um forgangsröðun- ina. -LÓA Sagt var... Klrkjum breytt í skátaheimill „í staö þjó&kirkju mætti koma á fót eins konar skátahreyfingu fyrir full- oróna. Kirkjunum breytt í félags- heimili þar sem fólk kæmi saman á kvöldin og föndrabi. Á sumrin færu menn svo f útilegu til aö syngja sam- an. Organistinn gæti glamraö á gítar og eiginkonan fyllt upp í meö söng sínum. Gamli presturinn gæti líka notaö tækifæriö og blessaö öll dýrin í sveitinni, skírt hesta og hunda eöa vígt kletta og fjöll." Einar S. Gubmundsson, setur fram hug- myndir sínar um nýtt hlutverk kirkjunn- ar, organista og prests í lesendabréfi í DV. Skitib á sig í fjölmlblum „í stuttu máli sagt, þá hefur fólk sjaldan oröiö vitni aö því aö menn klúöruöu jafn fullkomlega og jafn heimskulega og geröist meö brott- rekstri Viðars Eggertssonar. Og ekki batnaði það þegar forgöngumenn klaufaskaparins tóku aö birtast í fjöl- miölum til aö skýra sín mál — þar geröu þeir sig svo rækilega aö fíflum að lengi verður í minnum haft, eba eins og einhver sagöi meö gömlu og góöu alþýðlegu tugutaki: sjaldan hafa menn skitiö jafn rækilega á sig." Segir Einar Kárason rithöfundur í DV. Ab stela lelkhúsl „Ganga sumar samsæriskenningarn- ar svo langt aö segja að Kjartan hafi ætlað sér aö stela Borgarleikhúsinu frá Leikfélagi Reykjavíkur með tilstyrk borgaryfirvalda." Itarleg tréttaskýring Alþýbublabsins um málefni Leikfeálgs Reykjavíkur. Eiga ab huglelba ab víkja báblr „Þess vegna ættu allir aö forbast aö hlaupa meö persónuleg ágreinings- efni í fjölmiðla. Þau eiga menn fyrst og fremst aö leysa sjálfir innbyröis eins og sannir, réttsýnir menn, og ef þaö tekst ekki, þá ber aö fela öðrum aö gera þaö, helst í eins mikilli kyrr- þey og unnt er. Og deiluaöilar sem starfa í almenningsstofnunum mega aldrei gleyma þjónustuskyldum sín- um. Geti þeir ekki leyst mál sín, eiga þeir aö hugleiða aö víkja bábir — í þágu þess málefnis sem þeir þjóna." Njöröur P. Njarbvík ritar um frásagnir af sundurlyndi sem hafa tröllriöib fjöl- miblum ab undanförnu. Nú er fullyrt í pottinum aö þó svo ab Einar Karl Haraldsson sé meö sex mánaöa uppsagnarfrest eigi fæstir von á því að hann vinni hann allan. Flestir eiga von á því ab Einar gerist kosn- ingastjóri fyrir Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum ... • Guörún Agnarsdóttir er sögb vera á leibinni meö aö tilkynna frambob sitt. í pottinum í gær var fullyrt aö Guörún hafi veriö foxill út í nöfnu sína Péturs- dóttur um nokkra hríö fyrir aö hafa til- kynnt framboö sitt svo fljótt, en þær eru sagðar hafa sammælst um þaö á sínum tíma aö hafa samráö um fram- bob þar sem einsýnt væri aö stuön- ingshópar kynnu aö skarast... • Og í framhaldi af forsetaframboðum Guörúnanna þá er vitað ab Kvennalist- inn á í talsveröum erfiöleikum meb ab gera upp á milli frambjóðenda. Vitaö er aö margar kvennalistakonur, m.a. Ingi- björg Sólrún og Kristín Árna eru spenntar fyrir Guörúnu Péturs, m.a. á þeirri forsendu aö hún er kona. Hún er hins vegar líka fulltrúi ættarveldis og kolkrabbans sem er erfiöara mál. Þess vegna segja aörar kvennalistakonur ab kynferði eigi ekki að ráöa afstöðu í þessum efnum. Framboö Guörúnar Agnars gæti í raun einfaldab valiö fyrir margar Kvennalistakonurnar því hún er jú bæöi kona og femínisti... FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Eigingirni er einkenni margra stjórnenda og Doddi var engin undantekning. Eigingirni hans snerist þó ekki um veraldlega hluti, heldur fyrst og fremst um völd og áhrif á fólk. Uppáhaldseign hans var þess vegna auð- sveipir kennarar, aö ekki væri talaö um deildar- stjóra. Sumir deildarstjórarnir voru reyndar sjálf- stæðari en svo að þeir sættu sig viö að teljast til eigna skólastjórans, og fóru þar fremstir sér- stakir skjólstæðingar Dóru, hinnar traustu, óhagganlegu eiginkonu skólastjórans. Vegna gagnkvæms trausts þeirra hjónanna lét Doddi sér þetta vel líka. Verra var það hins vegar meö deildarstjórann 38 á sjávarútvegsbraut. Ef svo mátti segja, óx þeim slétta og strokna upp- skafningi sífellt fiskur um hrygg og hver vissi nema hann yrði stórlax á ný? Þetta fór óstjórnlega í taugarnar á Dodda sem notaði hvert tækifæri til aö gera lítið úr þessum sjálfumglaða, unglega, gjörsamlega hrukku- lausa postulínskennara, en ekkert virtist bíta á hann. Auövitað hlaut að koma að því aö Steini misstigi sig í einhverjum kennsluháttum sín- um, en það hafði ekki oröiö enn, og í mörg ár höfðu þeir unnið hliö við hlið, en hatast í hljóði. Stundum fór þessi vöntun á algeru taum- haldi yfir samstarfsmönnunum svo í taugarnar á Dodda, að hann missti stjórn á sér eitt augnablik, og þá var það oft næsti maður sem fyrir stjórnleysinu varð. (Að geftiu tilefnl skal tekið fram að persónur og atburðir íþessarí sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunveruleikanum. Öll samsvörun við raunverulegt fólk eða atburðl er brein tilviljun.) Stefnt er aö því aö klára leikskólann á Breiödalsvík sem: Rúmar öll börn á biðlista — og vel þaö

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.