Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 8
Wffiffffff Fimmtudagur 21. mars 1996 Siglfirbingar einhuga um ab einangrun þeirra verbi rofin: Jarbgangagerð styttir veg til nábúa um 216 kí lómetra Siglfirbingar allra flokka eru áhugasamir ab rjúfa menn- ingarlega og atvinnulega einangrun sína meb gerb jarbganga úr Skútudal í Héb- insfjörb og þaban til Ólafs- fjarbar. Jarbgöng gætu meb- al annars gert Siglfirbingum kleift ab ganga til samein- ingar meb öbrum sveitarfé- lögum, en slíkt er útilokab í dag. Umræban er nokkurra ára gömul því Sverrir Sveins- son, varaþingmabur frá Framsóknarflokki, hreyfbi hugmyndinni þegar hann sat á þingi veturinn 1990. Jarðgöngin sem um er rætt eru framkvæmd sem giskaö er á að kosti um 2 milljaröa króna en framkvæmdin yrbi ekki fyrr en á nýrri öld. Bent er á að kostnaður við jarðganga- gerð fari lækkandi. Oft er vík milli vina „Núna er verið að dusta ryk- ið af þessari hugmynd og félag áhugafólks um bættar sam- göngur á Tröllaskaga vinnur að málinu. Við erum sér á báti hér á Siglufirði, erum hvorki í héraðsnefnd Skagfirðinga þar sem við heyrum til kjördæni- islega, né heldur gefst okkur kostur á að vinna í Eyþingi," sagði Sverrir Sveinsson veitu- stjóri í gær. Ólafsfirðingar, næstu grann- ar Siglfirðinga, eru í raun í óra- fjarlægð á vetrum. Þá þarf að aka 234 kílómetra langan veg, nánast í heilan hring. Má því segja að hér sannist að oft er vík milli vina. Samskipti ná- grannanna eru því Iítil. Vegur- inn milli Siglufjarðar og Ólafs- f jaröar um Lágheiði er 62 kíló- metra langur og Jiggur um snjóþung svæði. Um jarðgöng og veg gegnum Héðinsf jörð er vegalengdin aftur á móti að- eins 18 kílómetrar, rétt kipp- korn, eöa svipað og frá Reykja- vík í Hafnarfjörð. Þingmenn hafa gleymt Lágheibi Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur á Siglufirði s:eg- A þessu korti má sjá ýmsar þcer hugmyndir og útfœrslur sem upp hafa komib varbandi vegartengingu milli „ nágranna"bœjanna Siglufjarbar og Ólafsfjarbar. ir í blaðinu SamGangur sem áhugasamtökin gefa út, að samkvæmt samanburði sem hann hefur gert virðist jarð- gangagerðin mun álitlegri kostur frá þjóðhagslegu sjón- armiði en gerð vegar yfir Lág- heiði, sem rætt er um að verði gerður, en kostnaður við þá vegagerð yrði um 650 milljón- ir að talið er. Sú leiö yrði lengri og nýttist mun ver en göngin. Kristján L. Möller forseti bæjarstjórnar á Siglufirði segir aö jarðgöng séu framtíðin í samgöngubótum staðarins. Hann segir að vegur um Lág- heiði veröi aldrei heilsársveg- ur, eins og krafa Siglfirðinga hljóti ab vera. Kristján segir ennfremur ab vegurinn á Lág- heibi hafi „einfaldlega verib gleymdur af þingmönnum Norðurlandskjördæmanna í Sverrir Sveinsson — flutti þings- ályktunartillögu um ný Siglufjarb- argöng ásamt fleiri þingmönnum áríb 1990 en þá var hann vara- þingmabur kjördœmisins. Sementsverksmibjan hf. meb 14 milljóna hagnab, þrátt fyrir 8% samdrátt í sölu: Sementssala minnkab um helming á 20 árum Sementsverksmibjan seldi ab- eins 76.200 tonn af sementi í fyrra og er þab minni sala en nokkru sinni síban 1961, eba nær hálfan fjórba áratug. Se- mentssalan var 8% minni en árib ábur og langt innan vib helmingur þess sem selt var árib 1974 (rúmlega 160 þús.tonn). Segja má ab se- mentssala hafi minnkab stór- lega hvert einasta ár frá 1988, þegar hún var kringum 130 þúsund tonn. Þrátt fyrir samdrátt í sölu og óbreytt verð frá árinu ábur var rekstur Sementsverksmiðjunnar gerður upp með 14 milljóna kr. hagnabi 1995, á öbru ári fyrir- tækisins sem hf. Eigið fé fyrir- tækisins jókst um 53 milljónir á árinu í tæplega 1,5 milljarða í árslok. Stjórnendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og búast við 11-12% aukinni sölu á yfirstandandi ári vegna nýrra stórframkvæmda. Þar sem hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára hafi skapað fyrirtækinu vibunandi rekstrar- grundvöll, segja þeir útlit fyrir að sementsverð muni lítib sem ekkert breytast á árinu. Starfsmenn fyrirtækisins voru 90 í árslok. Þeim hefur því fækk- að um meira en helming á rúm- um áratug, eða úr 190 í árslok 1982. áraraðir." Kristján telur enn- fremur að kostnaður við jarð- gangagerð sé sífellt að lækka með betri tækni og meiri verk- þekk Göngin eru bylt- ing, segja Ólafs- firbingar Ólafsfirbingar hafa líkt og Siglfirbingar verið nokkuð ein- angraðir um árabil, líkt og Siglfirðingar. Múlagöngin hafa hins vegar opnað þeim leiðir til nágranna sinna fyrir sunnan, á Dalvík og Akureyri. „Þab má segja að bylting hafi orðið í bæjarlífi Ólafs- fjarðar með tilkomu Múla- ganga: Vetrarsamgöngur eru nú orðnar það tryggar að það er ekki nema í alhörðustu vetr- arveðrum að vegsamgöngur teppast," segir Þorsteinn Ás- geirsson í blaðinu SamGang- ur. Þorsteinn segir að innilok- unarkennd Ólafsfirðinga sé horfin, en hún hafi hrjáð marga íbúanna á vetrum. Múlagöng voru opnub fyrir rétt rúmum 5 árum. Ótal kostir vib jarb- göng Sverrir Sveinsson segir ab ótalmargt megi nefna sem kost vib jarbgöng. Hann nefn- ir til dæmis ab nýlega hafi Ak- ureyringar komib sér upp gámahöfn fyrir útflutning. Ef þessi höfn væri á Siglufirbi og gámunum ekið þangað, þá þýddi það umtalsverðan sparnaö fyrir fragtskipaflot- ann, 6 tíma aukasiglingu inn á Akureyri, sem kostnaði stórfé. Annað dæmi nefndi Syerrir úr sinni starfsgrein. „Ég er með áætlun um nauðsynlega tengingu Siglufjarðar við landskerfið með háspennu- línu, sem mundi þá liggja frá Siglufirði gegnum Hólsskarð inn á Dalvík eða Ólafsfjörð. Þetta mundi kosta 300 millj- ónir króna með því móti, en ekki nema 100 milljónir króna ef farið yrði með jarðstreng gegnum jarðgöng. Eg tala nú ekki um hvað það yrði miklu öruggara," sagöi Sverrir. Engin slagsmál um peningana En nú er vitaö að Austfirð- ingar eru á undan með jarð- gangagerð. Hvers vegna er umræðan svo heit á Siglufirði? „Vib eigum að hreyfa vib málinu einmitt núna vegna þess að það tekur langan tíma að rannsaka framkvæmdina. Og ég segi að ef Austurlands- virkjun fer á fullt og Halldór Blöndal fær peninga til að tengja saman Austfirði og Norðurland eystra þá verður eitthvað að ske í stórverkefna- áætlun Vegagerðarinnar og Norðurlands vestra. Það geng- ur ekki annað, þetta er nær- tækasta verkefnið. Skagfirð- ingar tala reyndar um að þeir ætli að tengja saman Skaga- strönd og Sauðárkrók um Þverárfjöll. Það er verkefni sem fellur inn í vegagerðar- áætlunina beint. En jarbgöng- in falla undir stórverkefna- áætlun. Bábar framkvæmdirn- ar ættu því að geta farið af stað. Við erum ekki að berjast vib vini okkar á Króknum," sagbi Sverrir Sveinsson í gær. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.