Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 1
EINAR). SKÚLASON HF WÍIKÍOWS STOFNAÐUR 1917 Þaö tekur aðeins ciiln m | ¦virkan dag aö koma póstinum h^^^F þfnum til sbila n 80. árgangur Laugardagur 23. mars 59. tölublaö 1996 Forseti ASÍ ítrekar af- stööu sína aö sitja aö- eins eitt kjörtímabil: Vandasamt að velja forystu „Ég sagoi þarna fyrir noröan aö ég reiknaði ekki meö því ab vera nema eitt kjörtímabil og sá útreikningur stendur enn- þá," segir Benedikt Davíösson forseti ASÍ abspurbur hvort einhver breyting hefbi orbib á afstöbu hans til áframhald- andi setu í forsetastól ASÍ. Hann vill hinsvegar ekkert tjá sig um þab hvort þrýst sé á hann til ab gefa kost á sér til endurkjörs og segist ekki vilja blanda sér í þessa umræbu á neinn hátt. Hann segir að það sé töluverð vinna í gangi hjá formönnum landssambanda innan ASÍ í því að reyna að koma sér saman um tillögur um forystu ASÍ og mið- stjórn fyrir þing sambandsins sem haldið verður í Kópavogi eftir miðjan maí nk. Benedikt segir að það sé að ýmsu að huga í þessum efnum, enda þarf að gera tillögur um 30 manns í miðstjórn ASÍ. Honum finnst jafnframt líklegt að sá ágrein- ingur sem varð í verkalýðshreyf- ingunni vegna niðurstööu meirihluta launanefndar ASÍ viö endurskoðun samninga snemma vetrar, hafi áhrif á þessa vinnu alla saman. „Samsetningin á því getur verið vandasamt verk og enda- punkturinn á því verður ekki unninn fyrr en á þinginu. Ég held líka aö menn séu nokkurn veginn sammála mér í því að þetta sé fyrst og fremst verkefni forystu landsambandanna. Þessi vinna kemur hinsvegar ekkert inná mitt borð," segir Benedikt. -grh Sterkasta tækib gegn fátæktinni Tryggingastofnun er sex- tug um þessar mundir og af því tilefni rœbir Tíminn viö Karl Steinar Guönason forstjóra um stofnunina. Sjá blabsíbu 7 Fjórba valdib sœkir ab Bolla Gústavssyni á Biskupsstofu ígœr. Séra Flóki Kristinsson og Jón Stefánsson organisti halda báöir áfram störfum sínum: Aftur á byrjunarreit? Séra Bolli Gústavsson vígslu- biskup felldi í gær úrskurb í Langholtskirkjudeilunni svo- nefndu. Samkvæmt honum halda bæbi séra Flóki Kristins- son sóknarprestur og Jón Stef- ánsson organisti og kórstjórn- andi áfram störfum sínum vib kirkjuna. Ber þeim ab hlíta þeim úrskurbi og haga sam- starfi sínu eftir því sem reglur segja til um, þ.á m. vib al- menna helgidagagubsþjón- ustu í kirkjunni. Brjóti annar eba bábir gegn úrskurbinum er biskupi sem yfirmanni kirkjunnar skylt ab grípa til vibeigandi rábstafana. Séra Bolli Gústavsson sagði eftir fundinn um þær ráðstafan- ir sem hugsanlega yröi gripið til ef presturinn og organistinn halda ekki friðinn, að ekki væri hægt að útiloka að annar yrði látinn víkja úr starfi. „Ég tel að kirkjunni beri skylda til að ganga eins langt og hægt er til að ná sáttum." Hann neitaði jafnframt spurningu frétta- manna hvort óbreytt staða væri í málinu. Séra Ragnar Fjalar Lárusson sagði „sáttargjörðina alltaf það kristilegasta og besta" og hann væri því ánægöur með úrskurð- inn. Flóki hefði samþykkt á fundinum að halda sáttargjörð- ina sem og Jón Stefánsson, sem þó var fjarverandi á fundinum vegna anna. „Hann verður að svara fyrir það," sagði Ragnar Fjalar þegar blaðamaður Tímans benti á ab séra Flóki lýsti því síð- ast yfir í fyrradag að hann myndi aldrei starfa með Jóni eftir það sem á undan er gengið. „Nú er reynt til þrautar. Við get- um litið á úrskurðinn sem sal- ómonsdóm." Samskiptaörðugleikar hafa verið á milli séra Flóka og Jóns um nokkurra ára skeið en upp úr sauð fyrir jólin í fyrra þegar Jón hætti störfum tímabundið og lýsti því yfir að hann gæti ekki starfað áfram með Flóka. Nokkrum vikum síðar rann leyfi Jóns út án þess að sættir hefðu náðst en þá meinaði Flóki Jóni að spila í kirkjunni. Síðan hafa sóknarnefnd og lögmenn kom- ið að málinu með ýmsum hætti. auk þess sem hópur fólks stóð fyrir undirskriftasöfnun innan sóknarinnar sem sýndi að 40% sóknarbarna vildu Flóka burt út starfi. Fyrir tveimur vikum -tók Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum við deilunni til úrskurð- ar þar sem herra Olafur Skúla- son biskup dró sig í hlé, m.a. eftir að lögmaður séra Flóka taldi hann vanhæfan vegna fyrri afskipta af deilunni. Hann er talinn hafa byggt álit sitt að miklu leyti á þeim gögnum sem fyrir lágu. Erfitt er að sjá að líta megi á úrskurð víglubiskups sem vib- unandi lausn eftir allan þann tíma sem farið hefur í að skoöa málið og það sundurlyndi sem sannað er að einkenni störf séra Flóka og Jóns. Prestur sem Tím- inn talaði viö í gær sagði að úr- skurðurinn væri sér og kirkju- legu starfi vonbrigði. Hann sæi ekki betur en að allt væri á byrj- unarreit. -BÞ Jón Stefánsson organisti um úrskurb vígslubiskups: Sáttur ef ég fæ starfsfrið PIH Er ekki maðurinn f^/m sem heggur mann H^S| og annan F^Pll Viöar Eggertsson, fyrrum leikhús-vibar. stjóri LR í vibtali á blabsíbu 12 Vibbrögb Jóns Stefánssonar organista og séra Flóka Kristinssonar virtust nokkub misjöfn eftir aö úrskurbur vígslubiskups féll í gær. Þannig gekk séra Flóki þung- brýnn úr húsi eftir fundinn og sagbist ekki tjá sig vib fjölmibla. Hann lýsti því síbast yfir í fyrradag ab hann gæti ekki hugsab sér ab starfa meb Jóni eftir þab sem á und- an er gengib. Viðbrögö Jóns voru nokkuð á annan veg: „Ég er sáttur við úrskurðinn hvað það varbar að ég er tilbúinn að koma þarna í messu og er reynd- ar þegar búinn að boöa messuhópinn nk. sunnudag. Þegar ég fór í fríib fyrir jól var sýnt að ég gat ekki Jón Stefánsson. starfað með Flóka undir þáverandi kring- umstæðum. Ég fór fram á að fá starfsfrið og ef hann er tryggður núna er ég sáttur." Jón vildi ekki tjá sig um líkurnar á að hann og Flóki gætu starfað saman, en taldi ekki útilokað að vilji Flóka breyttist í þá ver- una að samstarfgrundvöllur yrði fyrir hendi. „Nú eru komnar samskiptareglur og vonandi kemur einhver til með að sjá um að þeim sé framfylgt," sagði Jón ennfremur. Formaður sóknarnefndar Langholts- kirkju, Guðmundur E. Pálsson, vildi ekki tjá sig um úrskurðinn fyrr en aö betur athuguðu máli. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.