Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 23. mars 1996
UTANRÍKISRÁÐUN EYTIÐ
VARNARMÁLASKRIFSTOFA
Lögfræöingur
óskast
Varnarmálaskrifstofa utanríkisrá&uneytisins óskar a&
rá&a löglær&an fulltrúa til starfa á varnarmálaskrifstofu í
Reykjanesbæ.
Meginverkefni fulltrúans yr&i umsýsla málefna er lúta að
kaupskrárnefnd varnarsvæða og réttarstöðu íslenskra
starfsmanna varnarliðsins. Starfsmaðurinn mun starfa í
mjög nánu samstarfi við varnarliðið og jafnframt sinna
ýmsum öðrum málum fyrir varnarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins. Þekking á vinnurétti er kostur og
mjög góð kunnátta í ensku er áskilin. Laun eru sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Þess er óskað að umsóknir berist varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík
fyrir 12. aprfl 1996.
Varnarmálaskrifstofa
utanríkisráðuneytisins,
21. mars 1996
SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK
SlMI 552 8544 FAX 552 8546 KT.: 62208844)309
Frá Grunnskólum Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu
1990) fer fram í skólum borgarinnar miðvikudaginn
27. og fimmtudaginn 28. mars 1996, kl. 15-17 báða
dagana.
Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin
á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar
skipulagningar og undirbúningsvinnu í skólunum.
tff | SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR
B K2 3 TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK
IMl SÍMI 552 8544 FAX 552 8546 KT.: 62208844)309
Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur
Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að
flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrif-
stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 552 8544,
miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars nk., kl.
10-15 báða dagana.
Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur
eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að
skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borg-
arinnar.
Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegar skipu-
lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og
unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofan-
greindum tíma.
Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að lokn-
um 7. bekk þarf ekki að innrita.
Húsverndarsjóður
í aprfl verbur úthlutað lánum úr Húsverndarsjóbi
Reykjavíkur. Hlutverk sjóbsins er ab veita lán til vib-
gerba og endurgerbar á húsnæbi í Reykjavík sem
hefur sérstakt varbveislugildi af sögulegum eba
byggingarsögulegum ástæbum.
Umsóknum um lán úr sjóbnum skulu fylgja verk-
lýsingar á fyrirhugubum framkvæmdum, kostnab-
aráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns.
Umsóknarfrestur er til 26. mars 1996 og skal um-
sóknum stfluðum á Umhverfismálaráb Reykjavíkur
komib á skrifstofu Carbyrkjustjóra, Skúlatúni 2,
105 Reykjavík.
Framtíðarskipulag
ESB endurskoðab
í lok næstu viku munu leiötog-
ar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins koma saman í borg-
inni Turin á Ítalíu til ab ræba
framtíbarskipulag sambands-
ins. Þessi fyrsti fundur ríkjar-
ábstefnunnar, sem svo er
nefnd, verbur haldinn í gam-
alli bílaverksmibju, sem ábur
var í eigu Fiat-fyrirtækisins en
hefur nú verib breytt í glæsi-
lega rábstefnuhöll.
Abeins eru um tvö og hálft ár
frá því Maastricht sáttmálinn tók
gildi, í október 1993, en meb
honum var lokib gagngerri end-
urskobun á skipulagi ESB þar
sem tekin voru mikilvæg skref í
áttina til pólitísks og efnahags-
legs samruna sambandsins. Vib-
fangsefni ríkjarábstefnunnar,
sem hefst 29. mars, verður end-
urskobun Maastricht- sáttmál-
ans, meö þaö fyrir augum aö
ganga enn lengra í samrunaátt-
ina auk þess sem lagðar veröa
línurnar fyrir fjölgun aðildarríkj-
anna, sem nú eru 15 talsins.
Reiknaö er með ab fundahöld-
in standi yfir í um eitt ár. Meðal
þess sem þar veröur einna mest
hamrab á er nauðsyn þess aö
færa ESB nær hinum almenna
borgara, ásamt því að vinna
gegn atvinnuleysi og tengja ríkin
enn betur saman til þess ab úti-
loka það að stríð geti nokkru
sinni brotist út í álfunni framar.
Hins vegar er ljóst ab þessi lota
verbur ekki nema svipur hjá sjón
miðab viö fyrri samningalotur,
þar sem mörkuö var leiðin í átt-
ina ab sameiginlegum innri
markaði ríkjanna, lagbar línurn-
ar fyrir efnahagslegan og pen-
ingalegan samruna og sameigin-
legan gjaldmibil, auk þess sem
lögb voru fyrstu drög að sameig-
inlegri stefnu í utanríkis- og
dómsmálum. Á ríkjarábstefn-
unni veröur abalverkefnib að
fínstilla sáttmálann, frekar en ab
um róttæka endurskoðun verbi
að ræöa meb nýjum hugmynd-
um um enn frekari samruna.
Eitt stærsta og e.t.v. erfibasta
verkefnib sem leysa þarf er
hvernig tengja eigi Vestur-Evr-
ópusambandið, sem er vettvang-
ur varnarsamstarfs Evrópuríkja,
viö ESB með þab fyrir augum ab
móta sameiginlega Evrópustefnu
í varnarmálum. Hugmyndin hef-
ur hins vegar mætt verulegri
andstöbu Breta, og þar ab auki
eru Svíþjóð, Finnland, írland og
Austurríki — sem öll hafa lagt
áherslu á hlutleysi sitt í hernað-
armálum — ekki ýkja spennt fyr-
ir henni. Ljóst er þó aö vegna
hernaðarmáttar síns yrðu Bretar
ómissandi ef sameiginleg stefna
Evrópuríkja í varnarmálum á ab
veröa trúveröug.
Takmörkuð sam-
staða
Hluti af skýringunni á því
hvers vegna ekkert eitt málefni,
t.a.m. peningasamruninn, hefur
verið keyrt áfram af fullum krafti
er hversu skammt er síðan Ma-
astricht sáttmálinn tók gildi og
lítil reynsla í raun komin á hann.
Þar fyrir utan hafa aðildarríkin
átt í sömu gömlu vandræðunum
meb aö koma sér saman unr það
/ nœstu viku hefst
ríkjaráöstefna
Evrópusambandsins
á Ítalíu
hvert eigi að halda.
Þar eru á öbrum endanum
Þýskaland og Benelux-ríkin, sem
eru áfjáö í enn frekari samruna
og vilja sameina krafta sína í yfir-
þjóblegum stofnunum, með til-
heyrandi fullveldisframsali. Á
hinum endanum er Bretland,
sem sér fyrir sér laustengt við-
skiptasamband aðildarríkjanna
og virðist einhuga um ab berjast
gegn öllu frekara valdaframsali
til Brussel. Frakkland, Spánn,
Svíþjób og hin ríkin eru svo ein-
hvers staðar þarna mitt á milli.
Almennt virðist vera gott sam-
komulag um það að styrkja þurfi
þau ákvæöi Maastricht sáttmál-
ans sem kveða á um sameigin-
lega stefnu í utanríkis- og dóms-
málum. Hins vegar er engin sam-
staða um þab hvernig þab eigi að
gerast.
Ennfremur njóta hugmyndir
um aö bætt verbi nýjum at-
vinnumálakafla og umhverfis-
málakafla inn í sáttmálann mik-
ils stubnings sumra ríkisstjórn-
anna, en aörar sýna þeim lítinn
áhuga.
Þá vill Þýskaland efla hlutverk
Evrópuþingsins, sem kosið er
beinni kosningu af borgurum
aðildarríkjanna; en Bretar og
Frakkar hafa ekki viljað styöja
það.
Neitunarvald
afnumiö?
Flest ríkjanna segjast vilja af-
nema rétt einstakra ríkja til þess
að beita neitunarvaldi, en í stað-
inn verði tekið upp meirihluta-
ræði við ákvörðunartöku innan
ESB. Bretar eru þó á móti og segj-
ast munu koma í veg fyrir allar
tilraunir í þá veru. Og líklegt er
að fleiri reynist á þeirra máli,
a.m.k. þegar horft er til einstakra
málasviða. T.d. segjast Grikkir
ekki sætta sig við að missa neit-
unarvald sitt í utanríkismálum.
Og Svíar vilja halda eftir neitun-
arvaldi í skattamálum, en Frakk-
ar í málefnum innflytjenda.
Smærri ríkin í ESB, þar á mebal
Benelúx löndin þrjú, Belgía, Hol-
land og Lúxemborg, segjast
einnig munu berjast hart gegn
því að grafið verði undan hlut-
fallslegum styrkleika þeirra inn-
an ESB. Þetta þýðir m.a. ab þau
muni ekki sætta sig við að fram-
kvæmdastjórum ESB verði fækk-
að, að formennska ESB verði oft-
ar falin stærri ríkjunum, eba að
atkvæðavægi í ákvörðunartöku
veröi breytt þannig að fjölmenn-
ari ríki hafi enn meira vægi en
áður.
Flestar þeirra tillagna sem fram
hafa komið eru sagðar vera bráb-
nauðsynlegar endurbætur ef ESB
á að geta starfað með góðu móti
eftir að aðildarríkjunum hefur
verið fjölgab. En vegna þess að
flestar þessara tillagna virðast
með einum eða öbrum hætti
lentar í blindgötu hafa einnig
komið fram hugmyndir um að
þau ríki sem vilja hraða sam-
runaferlinu geti sameinast um
þab en önnur ríki, sem af ein-
hverjum ástæöum vilja ekki eða
geta ekki tekib þátt í því, geti
staöið fyrir utan, um stundarsak-
ir a.m.k. M.ö.o. að svigrúm sé
gefið fyrir ab ríkin fari mishratt í
samrunann, enda sé ekki réttlæt-
anlegt að þróuninni sé stjórnaö
af þeim sem vilja hægast fara.
Þaö eru einkum Þýskaland og
Frakkland sem hafa stutt þessar
hugmyndir um mis hraöa þró-
un. En Bretar hafa, auk annarra
lýst efasemdum sínum um þær á
þeim forsendum aö þar meb
skapist möguleiki á ab harbur
kjarni myndist innan ESB, eins
konar samband innan sam-
bandsins, og hin ríkin lendi þá
utangarðs.
-CB/Reuter