Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 14
14
jrfni xinni
y> <yy wv
Laugardagur 23. mars 1996
Allsérstæð mynd
Draumadísir ★★1/2
Kvikmyndataka: Halldór Cunnarsson
Hljób: Sigurbur Hr. Sigurbsson
Klipping: Valdís Óskarsdóttir
Tónlist: Einar A. Melax
Framleibandi: Martin Schluter
Handrit og leikstjórn: Ásdís Thoroddsen
Abalhlutverk: Silja Hauksdóttir, Baltasar
Kormákur, Ragnheibur Axel, Margrét Áka-
dóttir, Bergþóra Aradóttir, Ragnhildur Rú-
riksdóttir og Magnús Ólafsson
Stjömubíó
Öllum leyfb
Aöalpersónan í Inguló, fyrstu
mynd Ásdísar Thoroddsen, var
ung, sjálfstæö og kröftug stúlka.
Þetta breytist ekki í Draumadísum
nema aö því leyti aö nú eru stúlk-
urnar tvær, Steina og Styrja, og
sagan gerist aö öllu leyti í Reykja-
vík nútímans. Þetta eru sterkar
kvenpersónur sem hika ekki við
að trana sér fram og nálgast mark-
miö sín. Karlarnir eru að vísu allt-
af sama vandamálið en þær virö-
ast þó kippa sér furðulítiö upp viö
leiðindi af þeim meiði. Ástandiö á
heimiii Steinu snertir þær mun
meira en þar ræöur drykkjubolt-
inn móöir hennar ríkjum í þau
fáu skipti sem hún er nógu edrú.
Vinkonurnar Steina og Styrja,
leiknar af Silju Hauksdóttur og
Ragnheiði Axel, eru þreyttar á lífi
sínu, dreymir um skárri karlkosti
og hetjan þeirra beggja veröur
Gunnar, sem Baltasar Kormákur
leikur, heildsali í miklum fjár-
hagskröggum. Þær bókstaflega
ryöjast inn í líf hans og aðstoða
hann viö aö markaðssetja Balsam
snyrtivörurnar um leiö og þær
reyna að ná ástum hans. Mark-
miö hans er hinsvegar að sölsa
undir sig heildsöluna með svik-
um en það gengur brösulega þeg-
ar „réttu" pappírarnir lenda í
höndunum á litlu systur Steinu,
Guggu (Bergþóra Aradóttir). Inn í
frásögnina blandast síöan Ragn-
heiður (Margrét Ákadóttir), móð-
ir Steinu, sem er heilmikið tilfelli
og bókhaldarinn Vala (Ragnhild-
ur Rúriksdóttir), sem er hvorki
ánægð með stöðu sína hjá heild-
sölunni né samkeppnina um
hylli Gunnars.
Handrit Ásdísar er mjög fram-
bærilegt með ungu stúlkurnar
tvær í forgrunni, skemmtilega
frökkum í geröum og tilsvörum.
Steina er þó aðalpersónan og
fléttan er að mestu leyti byggð
upp í kringum hana og fjölskyldu
hennar. Það heföi mátt liggja aö-
eins meira yfir persónu Gunnars
því hana skortir trúverðugleika á
köflum, sérstaklega þegar kemur
að þætti verslunar og viðskipta. í
Draumadísum ræður raunsæið
oftast ferðinni en gríniö er samt
aldrei langt undan. Þetta fléttast
saman í Ragnheiöi, martröö allra
félagsráðgjafa, sem Margrét Áka-
dóttir leikur frábærlega. Breysk-
leiki hennar virðist takmarkalaus
en þrátt fyrir það vekur hún oft
upp skellihlátur.
Þegar svo gott efni er til staðar
er svekkjandi að sjá að tæknilegir
hnökrar eru nokkrir og enn og
aftur er það hljóðupptöku og -
vinnslu sem er ábótavant. í
nokkrum atriðum er erfitt að
heyra hvað persónur segja og
hljóðblöndun og klipping er
einnig stirö á köflum. Tónlist Ein-
ars A. Melax er ekki nógu heil-
steypt. í mörgum atriðum er hún
mjög góö en í sumum virkar hún
beinlínis fráhrindandi. Enga
hnökra er hinsvegar að sjá á kvik-
myndatöku Halldórs Gunnars-
sonar, sem er yfirveguð og fum-
laus. Hann fangar kaldan klakann
af listfengi og á einnig nokkrar
mjög vel heppnaðar innitökur
með hjálp góðrar lýsingar.
Leikhópurinn er blanda af
reyndu og reynslulitlu fólki en
Ásdísi tekst að ná því besta úr öll-
um. Silja Hauksdóttir stendur sig
stórvel sem Steina, bæði í orði og
athöfnum, en hlutverkið krefst
mikils af henni í látbragði og
jafnvel ærslum. Ragnheiður Axel
leikur Styrju með ágætum og
nokkrum tilþrifum enda ekki um
annað aö ræða þar sem persónan
er frekar villt og aðsópsmikil.
Baltasar Kormákur fer létt með að
koma persónu Gunnars til skila,
þótt hún sem slík hefði getað ver-
ið aðeins meira spennandi.
Draumadísir er allsérstæð
mynd á íslenskan mælikvarða.
Verk Ásdísar Thoroddsen dregur
ekki dám af neinu öbru nema þá
helst hennar eigin, Inguló. í
heildina er þetta gott verk, sér-
staklega handritið og frammi-
staða leikaranna. ■
Oskarsverblaun
Eftir miðnætti á mánudags-
kvöld verða Óskarsverðlaunin
afhent í 67. skipti. Á síðasta ári
hirti Forrest Gump flest helstu
verðlaunin en í ár dreifast til-
nefningarnar á margar myndir
sem gerir allar spár erfiðari.
Þab er mynd Mels Gibson,
Braveheart, sem hlýtur flestar
tilnefningar í ár, alls 10, en Ap-
ollo 13 kemur rétt á eftir með 9
tilnefningar. Babe og Sense and
Sensibility eru með 7 tilnefn-
ingar, II Postino er með 5 og síð-
an koma Leaving Las Vegas, De-
ad Man Walking og Nixon með
fjórar tilnefningar hver.
Hver þessara mynda hlýtur
síðan verðlaunin sem besta
myndin er allt annaö mál. Þótt
erfitt sé ab spá einhverju um
verblaunin þetta árib er varla
hægt aö standast freistinguna.
Til að mynda verður Susan Sar-
andon að teljast líkleg til afreka
í ár þar sem hún er nú tilnefnd í
fimmta skiptib og hefur aldrei
unnib. Meryl Streep og Emma
Thompson hafa báðar unnið
áður og Sharon Stone er líklega
of umdeild fyrir íhaldið í Kvik-
myndaakademíunni. Þab er
helst að Elizabeth Shue gæti
komið á óvart og látib Sarandon
sjá á eftir styttunni enn einu
sinni.
Hjá körlunum ætti Nicholas
Cage að eiga góða möguleika á
verðlaunum fyrir leik sinn í Lea-
ving Las Vegas.
Hann etur þó
kappi við sterka
kandidata, eins
og Richard
Dreyfuss og
Anthony Hopk-
ins, en þar sem þeir hafa bábir
unnið ábur er líídegast að Sean
Penn muni veita Cage mesta
keppni. Massimo Troisi, sem er
tilnefndur fyrir II Postino, lést
skömmu eftir tökur og ólíklegt
verður að teljast að látinn ein-
staklingur hljóti verðlaunin
sem besti leikari í aðalhlutverki.
Þab er ávallt erfiðast að spá
fyrir um hvaða leikarar og leik-
konur hljóti verölaun fyrir best-
an leik í aukahlutverki. Þar hef-
ur Akademían nefnilega oft
leyft sér að koma á óvart og þá
sérstaklega hvað varðar kven-
fólkið. í þeim flokki getur allt
gerst en Mira Sorvino og Kate
Winslet eru líklegir verölauna-
hafar. Það er reyndar auðveld-
ara ab spá í verölaunin hjá körl-
unum en konunum því flestum
heimildum ber saman um að Ed
Harris muni hljóta þau fyrir leik
sinn í Apollo 13. Það skyldi þó
ekki afslaifa Brad Pitt og Kevin
Spacey en
möguleikar
Tims Roth og
James Crom-
well verða að
teljast litlir.
Þegar kem-
ur að verðlaununum fyrir bestu
leikstjórn og bestu mynd ætti
Mel Gibson að vera með ræb-
una tilbúna en mynd hans, Bra-
veheart, um eina helstu frelsis-
hetju Skota, William Wallace,
hlýtur að teljast líkleg til aö
hljóta verðlaunin sem besta
mjmdin og hann sjálfur ætti aö
geta nælt sér í leikstjórnarverö-
launin. Apollo 13 gæti einnig
orðið hlutskörpust og jafnvel
Babe en II Postino og Sense and
Sensibility eiga minni mögu-
leika. Helsti keppinautur Gib-
sons um leikstjórnarverðlaunin
er Mike Figgis, leikstjóri Leaving
Las Vegas,. og þriðji möguleik-
inn er síðan Tim Robbins fyrir
Dead Man Walking. Það kæmi
mest á óvart ef Chris Noonan
eða Michael Radford hlytu út-
nefninguna.
Hér hefur aðeins veriö fjallaö
um þau verðlaun sem mesta at-
hygli hljóta en fjöldamörg önn-
ur em einnig veitt, eins og til
dæmis fyrir kvikmyndatöku,
klippingu, leikmynd, búninga
og svo ekki sé minnst á handrit,
en verðlaun eru veitt fyrir bæði
frumsamin handrit og þau sem
byggja á áðurútgefnu efni. Þá er
ógetið verðlauna fyrir bestu er-
lendu myndina sem Börn nátt-
úrunnar var næstum búin ab
hljóta fyrir nokkrum árum.
Óskarsverðlaunaafhendingin
dregur að sér athygli milljarða
sjónvarpsnotenda út um allan
heim og prúðklæddar stjöm-
urnar baða sig í sviðsljósinu.
Verölaun geta þýtt milljónir í
kassann hjá framleibendum
enda eru tilnefningarnar nýttar
til hins ýtrasta í auglýsingum.
Kynnir á afhendingunni verður
sjónvarpsþáttastjórnandinn
David Letterman og miðað við
frammistöðu hans í þessu hlut-
verki áöur má búast vib miklu
fjöri.
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
Susan Sarandon þykir líkleg til aö
hljóta verölaun sem besta leikkon-
an í aöalhlutverki.
Besta myndin
Apollo 13
Babe
Braveheart
II Postino
Sense and Sensibility
Besti leikstjórinn
Chris Noonan — Babe
Mel Gibson — Braveheart
Tim Robbins — Dead Man Walking
Mike Figgis — Leaving Las Vegas
Michael Radford — II Postino
Tim Robbins er tilnefndur sem
besti-leikstjórinn fyrir Dead Man
Walking.
Besti leikari
í aðalhlutverki
Nicholas Cage — Leaving Las Vegas
Richard Dreyfuss — Mr. Holland's
Opus
Anthony Hopkins — Nixon
Sean Penn — Dead Man Walking
Massimo Troisi — II Postino
Ed Harris er tilnefndur sem besti leik-
ari í aukahlutverki fyrirApollo 13.
Besta leikkona
í aðalhlutverki
Susan Sarandon — Dead Man
Walking
Elizabeth Shue — Leaving Las Veg-
as
Sharon Stone — Casino
Meryl Streep — The Bridges of
Madison County
Emma Thompson — Sense and
Sensibility
Besti leikari
í aukahlutverki
James Cromwell — Babe
Ed Harris — Apollo 13
Brad Pitt — 12 Monkeys
Tim Roth — Rob Roy
Kevin Spacey — The Usual Suspects
Besta leikkona
í aukahlutverki
Joan Allen — Nixon
Kathleen Quinlan — Apollo 13
Mira Sorvino — Mighty Aphrodite
Mare Winningham — Georgia
Kate Winslet — Sense and Sensibil-
ity