Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 23. mars 1996
Dýraspítalinn í Víbidal.
Nýr dýraspítali verbur reistur í Víöidal, skammt frá Dýraspítala Watsons, og afsama sjálfs-
eignarfélagi. Sigríöur Asgeirsdóttir segir unniö aö endanlegri fjármögnun:
Vinnum ekki í basli og
skuld meb hálfbyggt hús
ib erum búin ab láta
teikna þetta yndislega
hús og fá gubdómlega
lóí>," sagói Sigríbur Ásgeirs-
dóttir lögmabur, formaður
Samtaka dýraverndunarfé-
laga, í samtali viö Tímann.
„Nýr dýraspítali mun rísa á
naestu árum, en sá er hæng-
ur á ab okkur vantar meiri
peninga. Vib eigum svolít-
inn slatta, en ekki nóg, og
vinnum ab lokafjármögnun.
Vib ætlum ekki ab vinna í
basli og skuld eba meb hálf-
byggt hús," sagbi Sigríbur.
Ætlunin er reyndar ab reisa
tvö samliggjandi hús vib
Vatnsendaveg, skammt frá
I-aksheimilinu og gamla dýra-
spítalanum. Annað verður 16
sinnum 16 metrar að grunn-
flatarmáli, en hitt 12 sinnum
12 metrar. Samanlagt 400 fer-
metra bygging, en samkvæmt
lóðarloforði er reiknað með að
geta síðar byggt allt að 1.000
fermetra byggingar á lóðinni.
Sjálfseignarfélagið Dýraspít-
ali Watsons — sem stofnað var
23. janúar 1973, sama dag og
Vestmannaeyjagosið hófst —
stendur aö nýju byggingunni,
sem ætlað er sem viðbót viö
gamla dýraspítalann, sem
Mark Watson gaf í heilu lagi.
Félagið samanstendur af
Reykjavíkurborg, Dýravernd-
unarfélagi Reykjavíkur, Sam-
bandi dýraverndunarfélaga ís-
lands, Hestamannafélaginu
Fáki, Sambandi sveitarfélaga á
Suðurnesjum og Hundavina-
félaginu.
F.kki er enn búið að skrifa
undir lóðarsamning, en vil-
yrði liggur fyrir um lóðina.
Sigríður segir að til séu í sjóði
10 milljónir króna, en í það
minnsta annað eins vanti til
að byggja. Kostnaðurinn verði
trúlega 25-30 milljónir króna.
Mikil þrengsli í
gamla spítalanum
Gamli dýraspítalinn er
leigður dýralæknunum Steini
Steinssyni og Þorvaldi Þórar-
inssyni, sem tóku við af Brynj-
ólfi Sandholt sem nú er yfir-
dýralæknir landsins. Hjá spít-
alanum vinna fleiri dýralækn-
ar, Katrín Harðardóttir og
Björn Steinbjörnsson og
nokkrir dýralæknar á bakvökt-
um og næturvöktum. Þrengsl-
in eru orðin nánast óbærileg í
gamla dýraspítalanum. Síöan
fyrsti dýraspítali landsins reis
fyrir meira en 20 árum hefur
fólki fjölgab og gæludýrum
enn meira. Þörfin er því mikil.
En dýraspítali tekur ekki ab-
eins við gæludýrum. Þar eiga
öll dýr að eiga sér skjól og
njóta umönnunar dýralækna.
„Við vonumst til að geta
veitt góða þjónustu og helst
einhverja fræðslu um nýjung-
ar erlencfis frá. l>etta er mjög
spennandi verkefni og nauð-
synlegt," sagði Sigríður Ás-
geirsdóttir í gær. -JBP
Enskur séntilmaöur gaf íslendingum Dýraspítalann í Víöidal. En hver
var Mark Watson, auöugi listaverkasalinn?
Gaf heilan dýraspítala
Dýraspitalinn í Vibidal vib
Reykjavík heitir í raun Dýra-
spítali Watsons, enda þótt
núverandi rekstrarabilar
skrái spítalann ekki meb því
nafni í símaskránni. En
hvaban kemur þetta Wat-
son-nafn? Sú saga fjallar um
sannkallaban íslandsvin.
Enskur séntilmaður
Mark Watson var auðugur,
enskur listaverkasali, eldri
maður, séntilmaður fram í
fingurgóma, prýddur öllum
höfuðkostum góðs Breta, að
sögn Ásgeirs Hannesar Eiríks-
sonar, fyrrverandi alþingis-
manns og pistlaritara í Tíman-
um. Mark Watson lést fyrir 15
árum.
Ásgeir Hannes segist ekki
vita hvers vegna eða hvernig
tengsl Watsons við ísland hóf-
ust. En greinilega hafi hann
verib afar skotinn í íslandi og
íslendingum og gerði hann
margt til að hjálpa til hér á
landi og var þá ósínkur á tíma
sinn og fjármuni.
Watson bjargaði á sínum
tíma hinum fallegu og ómet-
anlegu íslandsmyndum Coll-
ingwoods og færði þær Þjóð-
minjasafni íslands að gjöf.
Hann lagöi fram fé til endur-
reisnar Glaumbæjar í Skaga-
firði. Þá tók hann íslenska
hunda og ræktaði þá á búgarði
í Bandaríkjunum, því hann
óttaðist að íslenski hundurinn
væri í útrýmingarhættu. Wat-
son hafði brennandi áhuga á
ýmsu þjóðlegu á íslandi. Hann
studdi Vestmannaeyjasöfnun-
ina rausnarlega. Og hann gaf
eitt stykki dýraspítala!
Watson og hunda-
bannib í Reykjavík
„Þetta byrjaði allt með því
að árið 1971 ákváðu borgaryf-
irvöld ab framfylgja hunda-
banni, sem einhverntíma
hafði verið sett á en ekki farið
eftir. Þá kemur saman hópur
fólks og stofnar Hundavinafé-
lagib. Þar í fararbroddi var
frændfólk mitt, Steinunn heit-
in Briem, blabamaður og rit-
höfundur, og Gunnlaugur
Briem leturfræðingur, skóla-
bróðir og vinur. Þannig tengd-
ist ég þessari hreyfingu. í fram-
háldinu gengum við í Sam-
band dýraverndunarfélaga og
ég var kosinn formaður. Þegar
þetta hundamál fór af stað,
kom Mark Watson til liðs við
hópinn af lífi og sál. Ég bauð
honum heim og þar ræddum
við heilt kvöld. Hann kom
með þá ábendingu að ef hér
væri enginn dýraspítali, þá
væri kannski ekki fullnægt öll-
um skilyrðum til að leyfa
hundahald. í framhaldi af
þessu fékk hann hugmynd um
að gefa dýraspítala. Hann
sagðist ætla að kanna málið.
Svo hringdi hann í mig og
sagðist hafa fundið dýraspítala
sem mundi passa hér, hann
mundi gefa hann," sagði Ás-
geir Hannes Eiríksson.
Eimskip gaf helming af
fragt, og einhverjar niðurfell-
ingar á gjöldum fengust. Síban
gerðist það að nánast ekkert
miðaði við að koma dýraspít-
alanum upp á lóðinni í Víði-
dal. Gjöf Watsons náði ekki al-
veg alla leið, meira þurfti til,
meðal annars rekstraraðila. Al-
bert Guðmundsson, þá borg-
arfulltrúi, tók málið í sínar
hendur, þegar í óefni var kom-
ib og uppboðum hótað af
borgarfógeta. Og húsið komst
upp.
Mark Watson á íslandi árib 1937. Fáir útlendingar hafa verib jafn rausn-
arlegir vib íslendinga og hann.
Erindreki íslands á
eigin kostnaö
Watson var síðar gerður ab
erindreka og fulltrúa íslenskra
dýraverndunarmanna hjá al-
þjóðlegum stofnunum. Flaug
Watson þá vítt og breitt um
heiminn sem fulltrúi íslands,
og greiddi allan kostnað úr
eigin buddu. Var ísland þá í
fyrsta skipti með fulltrúa á
slíkum ráöstefnum, virbuleg-
an enskan dándismann sem
tekiö var eftir.
„Við megum vera Watson
þakklátir, ekki síst fyrir hans
hugarþel, svo mjög bar hann
hagsmuni okkar fyrir brjósti,"
sagði Ásgeir Hannes Eiríksson.
-JBP