Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 23. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Sjúbbidúa og íslensk menning Stjarna Evrópusöngvakeppninnar á íslandi hefur oft skinið skærar en nú undanfarin ár. Má eflaust um kenna aö aflagöar eru forkeppnir viö val á framlagi íslands auk þess sem mesta nýjabrumiö er fariö af þátttöku okkar. Hvaö svo sem annars má segja um menningarlega stööu slíkrar dægurlagasöng- keppni, þá voru íslensku forkeppnirnar talsverö vítamín- sprauta fyrir íslenska tónlistarmenn og vettvangur og tilefni til að láta til sín taka. En nú þegar söngvakeppnin siglir inn í öldudal tilvistar- kreppunnar viröist þó sem hún hafi aö sumu leyti valdið öör- um, kannski óvæntum, boðaföllum í menningarlífinu og í menningarumræðunni. Þaö var einmitt afstaöan til Evrópu- söngvakeppninnar sem varö til þess aö dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrárdeildar hjá Ríkissjónvarpinu sagöi upp starfi sínu og lýsti því yfir aö uppsögnin væri tileinkuö íslenskri menningu, vexti hennar og viögangi. Dagskrárstjórinn haföi áhuga á aö nota fé þaö sem variö er til Evópusöngvakeppninn- ar af íslands hálfu til þess búa til annaö og „merkilegra" inn- lent dagskrárefni. í viötali viö blaöiö „Land og synir" viörar Sveinbjörn I. Baldvinsson einmitt skoðanir sínar á dagskrár- geröarstefnu sjónvarpsins. Þar segist hann telja aö sjónvarp- inu hafi tekist aö mörgu leyti vel aö ná sambandi viö áhorf- endur sína og ná athygli þjóðarinnar. Hins vegar sé „hinn fót- urinn, sem snýr ab leikna efninu, aftur á móti óhreyfður." Sveinbjörn segir hvergi nærri nógu mikla áherslu vera lagba á leikiö efni og aö kaupa bíómyndir og stuttmyndir. „Mér finnst meö ólíkindum, þegar framboö eykst stöðugt á erlendu efni, að engar áherslubreytingar skuli verða hjá Ríkisútvarpinu og ég bara treysti mér ekki til aö vera þátttakandi í því viðbragða- leysi," segir Sveinbjörn í þessu viðtali. Þaö má því eiginlega Segja aö hin „ómenningarlega" Evr- ópusöngvakeppni hafi náö — í gegnum fráfarandi dagskrár- stjóra — aö ýta við mjög þýðingarmiklu máli, sem er aö hve miklu leyti flóði erlends efnis er mætt meö innlendri dagskrár- gerö. Þar er greinilega þörf á talsverðri stefnubreytingu og sú breyting næst ekki endilega meö því aö hætta við þátttöku í Evrópusöngvakeppninni, eins og dagskrárstjórinn virðist hafa viljaö. Hún þarf að vera mun umfangsmeiri en svo — eins og raunar dagskrárstjórinn er vel meðvitaöur um, þó svo hann virðist nokkuð mikiö upptekinn af leiknu innlendu efni. Þátttakan í Evrópusöngvakeppninni gæti þvert á móti verib ágætis viönám við flæði erlends efnis yfir íslenska áhorfendur, eins og dæmiö um íslensku forkeppnina sýndi og sannaöi meb gagnmerkum hætti. í þeirri forkeppni varð til mikið af góöri (og slæmri líka), vinsælli íslenskri tónlist, sem sungin var á íslensku og óx og dafnaöi í íslensku menningarumhverfi. Um leiö var þetta vinsælt sjónvarps og útvarpsefni. En eins og ástandiö er í dag virðist þátttaka okkar nokkuö átakanlega styöja orö dagskrárstjórans. Nafn íslenska lagsins — á íslensku — segir allt sem segja þarf: „Sjúbbídúa". Sann- leikurinn er sá ab þaö er nánast ekkert íslenskt viö framlag ís- lands annaö en höfundur og flytjandi. Flytjandinn, hin ágæta söngkona Anna Mjöll Ólafsdóttir, segir í viðtali við Tímann í gær aö texi lagsins hafi vísvitandi verib gerbur einfaldur og meö erlendum slettum til þess aö útlendingar ættu auðveldara meb að hlutsa á hann. Þannig væru sigurlíkur íslands í Noregi auknar til muna. Lagib sjálft er samið með svipuöum for- merkjum. Þetta er stefna undanhalds og jafnvel þó lagiö kunni að klára sig í keppninni þá er til þess stofnaö á röngum forsendum. Dagskrárstjórinn hefur rétt fyrir sér, þaö er ekki hlutverk ríkisstjórnvarpsins aö efla einhverja sjúbbídúamenn- ingu. Þaö á að efla íslenska menningu. Siguröur Steinþórsson: Er vit í vísindum? Nýlega var ég á fundi í Bandaríkj- unum, þar sem margir fyrirlesarar lýstu áhyggjum sínum yfir bágri vísindamenntun bandarísku þjóð- arinnar: könnun hafði sýnt aö helmingur landsmanna trúir því að jöröin sé yngri en 10.000 ára; menn í valdastööum — þ.ám. for- maður fjárveitinganefndar þings- ins og a.m.k. sumir forsetafram- bjóðendur repúblíkana — eru „cre- ationistar", þ.e. þeir trúa sköpunar- sögu Biblíunnar. Hvernig, spuröu menn, getum við búist viö velvilja svo illa upplýstra manna viö nauð- synlegar vísindarannsóknir í land- inu? En hvernig er staðan hér á landi? Nýverið lauk fyrirlestraröb á veg- um félags sálfræðinema sem sögð var vera um vísindi — „Er vit í vís- indum?" hét hún. Þar fjölluðu sex spakvitringar um efni eins og hvað er sannleikur?, eru niðurstöður vís- indanna og heimsmynd sannleik- ur eða skáldskapur?, eru vísinda- lögmál sönn eða sannanleg? o.s.frv. Bæjarbúar sýndu þessu lofs- veröa framtaki verðskuldaðan áhuga og fylltu sali Háskólabíós laugardag eftir laugardag. Svona erum við vísindalega upplýst. ímyndub vísindi Sannleikurinn er hins vegar sá, aö svona hjal kem- ur vísindum ekki meira viö en bíladella kemur bif- reiðaverkfræði viö — erindin voru ekki vísindi, held- ur rabb um ímynduð vísindi. Því vísindamenn hugsa ekki mikib um spurningar eins og þarna var spurt. Þeir eru yfirleitt „pragmatistar": fyrir þeim er sú kenning best sem mest notagildi hefur, sem fer næst því aö skýra fyrirliggjandi gögn og hefur best forspárgildi. Eöa eins og Nóbelsmaðurinn Peter Medawar segir: „Science is the Art of the Soluble" — vísindin eru list hins leysanlega (á sama hátt og stjórn- mál eru sögö vera list hins mögu- lega). Fáir ímynda sér að þeir hafi öölast endanlegan sannleik þótt endurbætt eða ný kenning leysi aðra af hólmi - - aö öllum líkindum á hún eftir aö víkja fyrir annarri betri. En það þarf ekki aö fara alla leið til Bandaríkjanna til ab finna skammsýna stjórn- málamenn og vonda ráögjafa í vísindamálum. Til- lögur um að bjóöa út grundvallarrannsóknir á frjáls- um markaði eru um þaö bil eins heimskulegar og ábyrgðarlausar og verið getur. Því opinber fyrirtæki eiga aö hafa almannaheill að leiðarljósi, en einkafyr- irtæki gróöa eigenda sinna. Einkamarkaöurinn hæl- ist einmitt yfir því hve skilvirkur hann sé — hann eyðir að sjálfsögðu ekki krónu meira í „rannsókn" en þarf til aö komast ab tiltekinni, oftast þekktri niður- stöðu. Þannig vinna heitir reyndar tækniþróun en ekki vísindarannsóknir. Og þegar slíkt kerfi er komið á, má búast við ab við verðum ennþá frekar en oröið er leiksoppar auglýsingamanna sem kaupa rann- sóknaniburstööur á markaði, á sama hátt og menn nú leigja sér lögfræöing eða hagfræbing til að búa í umbúbir og flytja fyrirfram ákveðinn sannleika. ..Vísindaleqa sannabar nibur- stöbur'' Það varðar þjóöarheill að öflug vísinda- og rann- sóknastarfsemi fari fram á vegum hins opinbera til þess að þjóðin dragist ekki aftur úr á mikilvægum sviðum, og til aö sannreyna fyrir sjálfa sig „vísinda- lega sannaðar niðurstöður" sem alltaf er veriö ab halda ab okkur — og sem flestar hafa með að gera hræbilegu sjúkdómana þrjá: krabbamein, hjartaslag og getuleysi til kvenna. Tökum dæmi: Fyrir tveimur áratugum eða svo var „sýnt vísindalega fram á þab" aö asbest-ryk valdi lungnakrabba, og skömmu síðar var asbest-einangr- un bönnub. í Bandaríkjunum einum hefur 10 millj- örbum dollara verib eytt á ári hverju sl. áratug í þab að rífa asbest-einangrun úr húsum og setja annars konar efni í staðinn — þessi upphæð jafngildir sem næst allri fjárveitingu Bandaríkjamanna til heil- brigöismála. Hvort „samkeppnin" pantaöi þessa nið- urstööu skal ósagt látið, en sannleikurinn mun vera sá, aö 95% af öllu asbesti í Bandaríkjunum er chrý- sótýl (trefjótt serpentín) sem er fullkomlega skað- laust. Fyrir 20 eða 30 árum opinberaöist sú vísindalega niburstaba ab smjör og önnur dýrafita valdi æða- kölkun og hjartaslagi, og fagnaöarerindi smjörlíkis- ins var ákaft flutt. Mjög fljótlega var sýnt fram á það, m.a. í skýrslu frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, að meira er af þeim efnum sem óæskileg voru talin í smjörlíki en í smjöri — smjörlíki er hert olía — auk annarra sem eru stórum hættulegri og aðeins eru í hinni „ónáttúrlegu" afurð. Hvers vegna heilbrigöis- yfirvöld gripu ekki í tauma veit ég ekki, en hitt er satt að oft skortir á aö upplýsingastreymi sé nægilega greitt milli rannsóknastofnana og þjóðfélagsins. Auk þess sem hér eru miklir hagsmunir í húfi. Heimsfrægur doktor meb ítölsku nafni Nýlega var frá því skýrt að hóp- ur vísindamanna undir stjórn heimsfrægs doktors meö ítölsku nafni heföi komist aö því meö vís- indarannsókn aö pasta-át, og sér- staklega tómatsósan, auki mjög kyngetu manna. Hver skyldi hafa pantað þessa niðurstöbu? Hvað þá með hvarfakútana sem Alþingi hefur lögleitt fyrir alla nýja bíla? Sennilega til að minnka koltvísýrings- mengun og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum! Vitað er að hvarfakútar auka bensíneyðsluna tölu- vert, og þar með koltvísýringsútblásturinn, en hins vegar var ástæða til þess áður en þeir voru lögleiddir að sannreyna með íslenskri rannsókn hvort kútar þessir virka yfirleitt í köldu loftslagi eins og hér, og hvort þeir framleiða aðrar gufur ennþá eitraöri en kolmónoxíð, eins og haldið er fram. Og fyrst minnst er á gróburhúsaáhrifin, koltvísýr- ing og hlut okkar í hinu stóra samhengi hlutanna, þá sakar ekki aö benda á mælingar sem Sigurður R. Gíslason á Raunvísindastofnun hefur nýlega lýst og benda til þess að náttúrleg veðrunarferli á íslandi geri betur en ab binda allan þann koltvísýring sem hér losnar út í andrúmsloftib, hvort sem er úr jarb- hitasvæðum, eldfjöllum, bílum, flugvélum eöa skip- um. Slík niðurstaða, reynist hún rétt, ætti aö hafa áhrif á gerðir og málflutning stjórnmálamanna vorra í þessum efnum. Upplýsingasamfélagib Og svo má endalaust telja. „Upplýsingasamfélag- iö" margnefnda og marglofaöa hefur ekkert með Int- ernetið að gera - það flokkast undir skemmtanaiðn- að - heldur með framþróun vísinda og tækni. Það hefur meö þaö aö gera aö láta ekki ljúga að sér og pranga inn á sig þarfleysu í nafni falsaðra eða lélegra rannsókna. Enda mun hver eyrir, sem til rannsókna er lagbur, ávaxta sig hundrabfalt. Þab gildir jafnt um jarðhitarannsóknir sem grunnvatnsrannsóknir, um snjóflóðarannsóknir sem jöklarannsóknir, um stein- steypurannsóknir sem malbiksrannsóknir og um 1000 aðra hluti sem ekki er tóm til að nefna. Ef við viljum nýta eigin orku sem best, verba stór í þróun hugbúnaöar, ná hámarks afrakstri af fiskimiöunum, klæba landið uppá nýtt, lifa glöb og reif til 100 ára aldurs, þá er abeins til eitt svar - meiri rannsóknir, meiri vísindaþekkingu. Auðvitab er vit í vísindum. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þau. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.