Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. mars 1996 VMwi 9 Skiptar skoöanir um ágœti yfirfcerslu grunn- skólans í Búöarhreppi: Smeykir við að treysta samkomu- lagi við ríkið Skiptar sko&anir eru me&al manna á Fáskrú&sfiröi og í Búöarhreppi á Austurlandi um ágæti yfirfærslu grunn- skólans til sveitarfélaganna aö sögn Steinþórs Pétursson- ar, sveitarstjóra. „Menn renna náttúrulega dálítiö blint í sjóinn meö þetta en þaö hefur gjarnan viljaö vera þannig a& þaö sé erfitt aö treysta samkomulagi viö rík- iö." Hann bendir á í því sam- hengi aö strax sé fariö aö örla á slíku þar sem veriö sé aö keyra áfram t.d. grunn- skólafrumvarpiö þar sem ýmislegt sé áætlaö sem ríkið hafi ekki treyst sér til aö fjár- magna „en svo um leið og þetta er komið yfir á hendur sveitarfélaga þá ætlar ríkiö aö keyra á þessi lög og koma þeim í framkvæmd." Hins vegar segist Steinþór ekki hafa orðið var viö annað en að bæjarbúar væru al- mennt hlynntir forgangsröö- un sveitarfélagsins í fram- kvæmdamálum en kúfurinn af rekstrarafgangi sveitarfé- lagsins frá árinu 1992 hefur fariö í byggingu íþróttahúss. „Maður er frekar spuröur að því hvenær við ætlum að koma þessu í gagnið. Það virð- ist nokkuð breið samstaða um að reyna að klára íþróttahús- ið," segir Steinþór enda sé nánast lítil sem engin íþrótta- aðstaða fyrir fólk á Fáskrúðs- firði á veturna en í hreppnum búa 711 manns skv. nýjustu tölum. íþróttahúsið er nú rétt um hálfnað, búið að reisa salar- húsið og þá er eftir viðbygging með búningsaðstöðu, tækja- geymslum o.fl. og stendur til að bjóða síðasta hlutann út nú á næstunni og ljúka bygging- unni seinni hluta árs 1997. Svo fólk geti glöggvað sig á málinu þá má geta þess að eitt stykki íþróttahús á borð við þetta kostar um 90 milljónir en tekjur sveitarfélagsins, út- svar og fasteignagjöld, eru ná- lægt 80 milljónum. Aðspurður um atvinnu- ástandið segir Steinþór það hafa verið þokkalegt en nú sé nokkurt atvinnuleysi þar sem eitt fyrirtækið sé lokað núna og er að gera upp sín mál eftir loðnuvertíð. Óvíst er um fram- tíö þess en Steinþór virtist þó bjartsýnn á að fyrirtækið yrði opnað bráðlega. -LÓA Oryggi barna okkar ábyrgð Allt of algengt er aö börn séu laus í bílum og nýti ekki þann öryggisbúnaö sem er fyrir hendi eöa nýti hann ekki rétt. Á síðasta ári slösuöust 128 börn 14 ára og yngri sem voru farþegar í bílum. Slysavamafélag íslands, Um- ferðarráð og verkefnið „Betri borg fyrir börn" efna saman til átaks til að vekja athygli á mik- ilvægi öryggis barna í bílum dagana 25.-29. mars nk. Ekki er vanþörf á að vekja fólk til um- hugsunar um þessi mál því af þeim börnum sem slasast kemur í ljós að aðeins helmingur notar öryggisbúnaö við hæfi. Markmiðið með átakinu er að hvetja alla sem ferðast með bíl- um til að spenna bílbeltin og sjá til þess að börnin noti viðeig- andi öryggisbúnað enda er ör- yggi þeirra á okkar ábyrgð. Sam- starf verður haft við marga aðila sem láta sig velferð og öryggi barna varða, þ.e. heilsugæslu- stöðvar, leikskóla og grunn- skóla, lögregluna og fjölmiðla. Harpa Kristjánsdóttir, gullsmiöur á Akureyri, stendur hér viö munina sem hún sýnir á sýningunni. Handverkssýning gullsmiöa opnar í Hafnarhúsinu: Sútað ýsuroö, kálfs- hár og hvaltönn Sútaö ýsuroð, lundaklær, kálfshár, hvaltönn, fífur, tagi- hár, skrautfja&rir og íslenskir steinar eru meðal þess sem ís- lenskir gullsmiöir handfjötl- uöu og settu saman viö hef- bundin hráefni eins og silfur, gull og kopar svo úr uröu grip- ir sem nú em til sýnis í Hafn- arhúsinu í Tryggvagötu. Að sýningunni standa Félag íslenskra gullsmiða og Hand- verk- reynsluverkefni og var þeim 20 gullsmiðum sem taka þátt skylt að nota hráefni sem fyrirfinnst í íslenskri náttúru. Þrjú fyrirtæki sem vinna úr ís- lensku hráefni taka einnig þátt, þ.e. S. Helgason í Kópavogi sem notar íslenskt grjót í sína vinnslu, Sjávarleður hf. á Sauð- árkróki sem vinnur roðskinn oog Sviðsmyndir sem vinna m.a. úr íslensku lerki. Að sögn Guðrúnar Hannele, verkefnisstjóra Handverks sem er þriggja ára reynsluverkefni á vegum forsætisráðuneytisins og er nú á þriðja ári, er þetta sam- starf sérverkefni Handverks og er því ætlað að hvetja íslenska gullsmiði til að líta sér nær í hráefnisöflun og nýta það sem til er í kringum okkur. „Það er skortur á virkilega skemmtileg- um, íslenskum hlutum til gjafa. Þegar það koma hingað t.d. háttsettir gestir eða þjóðhöfð- ingjar þá væri mjög gaman að geta átt úrval af fallegum ís- lenskum gripum með íslenskri hönnun og íslensku hráefni að hluta." Handverk-reynsluverkefni hefur staðið fyrir samkeppnum, gefur út fréttabréf og hélt m.a. sýningu í Ráðhúsinu fyrir jól en meginmarkmið verkefnisins er aðstoða fólk sem vill gera hand- verkiö að atvinnu sinni með því að upplýsa það um skattamál, rétt sinn, höfundarvernd, mark- aðssetningu og leiðir til að koma sér á framfæri. Þegar verk- efninu lýkur er ætlunin að stofnuð verði Samtök hand- verksfólks sem geti orðið vett- vangur fyrir atvinnumenn í fag- inu enda er nú lag þar sem mik- ill áhugi er á íslensku handverki og reyndar hefur áhugi á hand- verki erlendis verið mjög mikill undanfarin ár. Sýningin opnaði í Hafnarhús- inu í gærkvöld og verður opin daglega til 6. apríl kl. 13-18. -LÓA Rceöukeppni grunnskólanna: Hagaskóli og Rimaskóli rökræba um fréttir Úrslitakeppnin í árlegri Ræöu- keppni grunnskólanna fer fram nk. fimmtudag, 28 mars í Ráö- húsi Reykjavíkurborgar. Þar leiöa Hagaskóli og Rimaskóli saman uu^juuui uiu inui p v i ui ■ u « Einstaklingar er leita nauðar- samninga njóti réttaraðstoðar Fri&rik Sophusson fjármála- ráöherra hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um réttaraðstoö viö einstaklinga sem leita nauöarsamninga. Trumvarpiö er lagt fram til þess aö auövelda þeim ein- staklingum, sem eiga í veru- legum fjárhagsör&ugieikum, aö leita nauöarsamninga sam- kvæmt gildandi lögum en heimild til þess aö veita þeim réttaraöstoö hefur ekki veriö í lögum til þessa. Fjármálaráðherra sagði að greiðsiuvandi heimilanna hafi vaxið mjög á undanförnum ár- um. Því sé brýnt að grípa til að- geröa af því tilefni. Hann minnti á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá 23. apríl 1995 þar sem segir að stuðla verði að því að þeir einstaklingar sem eigi í verulegum greiðsluerfiðleikum hafi möguleika á því aö ná tök- um á fjármálum sínum að nýju. Þessu frumvarpi sé ætlað að miða að því að ráða bót á þeim vanda en samhliða frumvarpinu séu einnig lögð fram frumvörp um beytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og einnig frum- varp til laga um breytingu á lög- um um Innheimtustofnun sveit- arfélaga. í athugasemdum með frum- varpinu kemur fram að hingað til hafi sárafáir nauðarsamning- ar komist á þar sem einstakling- ar hafi átt í hlut er ekki stundi atvinnurekstur. Það verði ekki aö öllu leyti rakið til skorts á lagaheimildum þar sem þær séu fyrir hendi í lögum nr. 21 frá 1991. Heldur sé því fyrst og fremst um aö kenna að aö skuld- arar þarfnist yfirleit aðstoöar lögmanna til aö leggja nauðsyn- legan gmndvöll að nauðarsamn- ingum og setja fram beiðni um slíka fyrirgreiðslu. Slíkt sé kostn- aðarsamt og einstaklingar í greiðsluerfiðleikum hafi oft enga möguleika til að kaupa slíka þjónustu. Með þessu frum- varpi um réttaraðstoð við ein- staWinga er leita nauðarsamn- inga er ætlað að ráða bót á þess- um vanda einstaklinga sem ekki hafa geta nýtt sér heimildir í lög- um um ráðstafanir vegna greiðsluerfiðleika af því þeir hafa ekki geta ráðib sér lögmann til þjónustu. -ÞI hesta sína og er umræ&urefniö „Fréttir". Rimaskóli mælir fréttum bót en Hagaskóli er gegn. Dómnefnd skipa vanir ræðumenn og dómarar úr framhaldsskólum en fundarstjórn er í höndum ræöumanns keppn- innar í fyrra. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 14 skólar tóku alls þátt í keppninni. -BÞ Samvinnubréf sameinub Landsbréfum Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið ab Landsbréf hf. taki yfir starfsemi Samvinnubréfa Lands- bankans. Landsbankinn hefur fram að þessu boðið viöskiptavin- um sínum þjónustu á sviði verð- bréfaviðskipta á tveimur stöðum, annars vegar í gegnum dótturfyrir- tækið Landsbréf hf. og hins vegar hjá Samvinnubréfum Landsbank- ans. í frétt frá bankastjórn segir að þess sé vænst með breytingunni að hægt verði að bæta þjónustu bank- ans við viðskiptavini og auka hag- kvæmni í rekstri. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.