Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 1
EINAR J. SKÚLASONHF Windows STOFNAÐUR 1917 Þaö tekur aðeins einn ¦ elmt ¦ | ¦virkan dag að koma póstinum k^-^LW þínum Hl shila ^^^ 80. árgangur Miövikudagur 27. mars 61. tölublað 1996 Björn Grétar Sveinsson: Félagsmála- nefnd hendi frumvarpinu „Ég get ekki séö að við þurfum aö mæta þar nema tii að segja þeim aö henda þessu út," segir Björn Grétar Sveinsson for- maður VMSÍ um félagsmála- nefnd Alþingis sem hefur fengib til meðferðar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeil- ur. Formaðurinn hafnar öllum tillögum til breytinga á frum- varpinu af hálfu löggjafans á þeim forsendum að verkalýðs- hreyfingin vilji semja um þessi mál við sína viðsemjendur. „Það er ekkert svo ambögulegt í þess- um málum að það sé ekki hægt að semja um þau," segir Björn Grétar. Hann segir að áform stjórnvalda til breytinga á rétt- indum launafólks og samskipta- reglum á vinnumarkaði hafi gert það að verkum að verka- lýðshreyfingin, jafnt á almenna sem opinbera markaðnum, hafi aldrei verið sameinaðri en um þessar mundir. -grh Rafmagnið upp um 3% Borgarráð staðfesti í gær 3% gjaldskrárhækkun hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur frá og með 1. apríl nk., en slík hækkun hafði áður verib af- greidd í stjórn veitustofnana. í veitustjórn höfðu sjálfstæð- ismenn bókað að gjaldskrár- hækkun styrkti stöðu RR en minntu hins vegar á að þeir teldu afgjaldið sem krafist er í borgarsjóð vera of hátt. Fulltrúar R-listans hins vegar bókuðu á móti að hækkunin væri ekki til komin vegna af- gjaldsins heldur vegna hækkun- ar gjaldskrár Landsvirkjunar. Einnig bentu þeir á að gjaldskrá- in hafi ekki hækkað frá 1993, en á sama tíma hafi vísitala bygg- ingakostnaðar hækkað um 10,6%. ¦ llUUÍIvl I \Æ I IIl\J%AI I III Umhverfisráöherra klippti ígœr fyrsta bútinn af Sandey, Sanddœluskipi Björgunar hf., 600 tonna stálskipi. Skipib verbur hlutab nibur íbrotajárn sem flutt verbur út. Fyrirtækib Skipabrot ehf. hefur verib stofnab til ab stunda niburríf stálbáta og skipa og selja stálib til endurvinnslu. Til brábabirgba hefur fyrírtœkib komib upp abstöbu vib Skarfaklett íSundahöfn. Fram ab þessu héfur vibgengist ab stálskip séu dregin á haf út og þeim sökkt en þab þykja ekki lengur ásœttanleg vinnubrögb vegna aukinnar vitundar um umhverfisvernd. Á mynd- inni má sjá Cubmund Bjarnason umhverfisrábherra og Einar Ásgeirsson skoba málmbút sem búib er ab klippa úr skipinu. Tímamynd: cs Utvegsmenn / LIU íhuga abgerbir vegna breytinga á fiskveibikerfi krókabáta. Trúnabur vib stjórnvöld brostinn: Hóta að sigla í land Mjög mikil reiði er meðal út- vegsmanna í LÍÚ vegna áformaðra breytinga á fisk- veibistjórnarkerfi krókabáta sem Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra gerbi á dögun- um vib Landssamband smá- bátaeigenda og ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti. Eiríkur Ólafsson formabur Út- vegsmannafélags Austfjarba segir að það sé ekki útilokao ab austfirskar útgerbir muni sigla flotanum í land á næst- unni og vibbúib ab annað eins muni gerast í öbrum lands- fjórðungum, enda sé allur trúnaður við sjávarútvegs- rábuneytib og stjórnvöld brostinn. Hann segir að með þessum samningi við Landsamband smábátaeigenda hafi sjávarút- vegsráðherra höggvið aö rótum kvótakerfisins og stuðningur við aflamarkskerfið sé að bresta. Til marks um það sé skiptingin á þorskinum um 60% í stað þess að vera 97% í upphafi kvótans vegna þessa „sérhagsmuna- Búnaöarbankinn bití sem margir renna hýru auga tii Guöni Ágústsson, alþingismaöur og banka- rábsmabur vill snúa umrœbunni vib: Ætti a6 fela okkur aö reka ríkisbankana Bankaráb Búnabarbanka ís- lands sat á fundi í gærdag, — þar var ekki minnst á þær breytingar sem nú er mikib talað um, svokallaba „háeff- un" og hugmyndir íslands- banka hf. um ab innbyrba Búnabarbankann undir sínu þaki. Guðni Ágústsson alþingis- maður er í bankaráðinu og helsti varnarmaður þeirra Bún- aðarbankamanna. Hann sagði í gær að hann undraðist umræð- urnar um bankann, en hann undraðist þó ekki að margir litu hann hýru auga. „Það er verulega athyglisvert hvernig bankar sem hafa verið að tapa og hafa verið í fremur slæmum málum undanfarin ár horfa girndaraugum á Búnaðar- bankann og vilja sameinast honum. Snjallast tel ég nú við þessar aðstæður að Búnaðar- bankanum verði falið að reka þessar bankastofnanir, Lands- bankann og íslandsbanka hf. næstu 5 árin eða svo, og ná þar fram bæði góðum rekstri og hagræðingu, að ég tali ekki um nýju viðskiptasiðferði á íslandi. Þar yrði til stór bankablokk und- ir handleiðslu Búnaðarbankans, sem væri í stakk búin að keppa við hvaða erlendan banka sem Cubni Agústsson. er," sagði Guðni Ágústsson í gær. Guðni sagði að sérstaklega yrði þetta ánægjulegt fyrir fyrir- tæki eins og Búnaðarbankann ef þetta yrði gert, til dæmis ef hann mætti notfæra sér yfirfær- anlegt tap íslandsbanka hf. upp á 3 milljarða sem hann á enn ónotað. „Ég fæ ekki betur séð en að ef Búnaðarbankanum yrði faliö að koma rekstri þessara tveggja banka í lag, þá þýddi það sparn- að í bankakerfinu upp á einn til tvo milljaröa, ef vel tekst til," sagði Guðni Agústsson. -JBP hóps" sem smábátaeiegendur eru. Á stjórnarfundi LÍÚ í gær, sem stóð frá hádegi og fram til 16,30, fór mestur tími til að ræða áður- nefnt samkómulag stjórnvalda við LS. Á fundinum kom einnig fram það sjónarmið að það væri best að hætta að veiða sam- kvæmt útgefnum kvóta og veiða þess í stað frjálst. Meðal útvegs- manna er haft á orði að það sé vonlaust að beita stjórnvöldum einhverjum rökum heldur sé það hnefarétturinn sem dugar í samskiptum við þau. En eins og kunnugt er þá gerir samkomulag stjórnvalda við Landssamband smábátaeigenda m.a. ráð fyrir því að heildar- þorskafli krókabáta, 21.500 tonn, verði hlutfallstengdur við 155 þúsund tonna heildarþorsk- afla, eða 13,9%, allir banndagar verði felldir niður, tímabila- skipting afnumin og sóknardag- ar yerði 84. Á fundinn mætti einnig Ari Edwald aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra og mun hann hafa fengið að heyra það óþvegið frá stjórnarmönnum, en ráðherra hélt til Tromsö í Noregi í gær á fund í Norður-Atlantshafs sjáv- arspendýraráðinu, NAMMCO. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.