Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 4
 Mibvikudagur 27. mars 1996 WfífWtL STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og auglýsingar Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stórmeistarar afleikjanna Rofar til í loð- dýraræktinni Því hefur löngum veriö haldið fram og ekki að ófyr- irsynju að íslendingar séu fárfestingaglöð þjóð og undirbúningur og áætlanagerð um arðsemi fjárfest- inga sé ekki sem skyldi. Því miður hefur oft verið svo að fjárfest hefur verið meira af kappi en forsjá og það hefur útheimt háar fjárhæðir í afskriftareikninga bankanna. Efnahagssérfræðingar og stjórnmálamenn fundu sér hins vegar fyrir nokrum árum allsherjar blóra- böggul í þessu efni sem er fjárfesting í tveimur at- vinnugreinum, loðdýrarækt og fiskeldi, og hefði mátt ætla af umræðunni um þessi mál að allt hefði verið í himnalagi hefðu þessar fjárfestingar ekki komið til. Vissulega var hratt af stað farið í báðum þessum at- vinnugreinum og miklar upphæðir töpuðust, ekki síst í stórum strandeldisstöðvum sem lentu í gjald- þrotum. Þessar atvinnugreinar lentu í miklum erfið- leikum. Hins vegar er langt í frá að þarna sé að leita meginskýringanna á útlánatöpum bankanna. Þeirra er ekki síst að leita í ýmsum þjónustugreinum þar sem gjaldþrot og eigendaskipti hafa verið tíð, ekki síst í veitingarekstri og verslun á höfuðborgarsvæð- inu. Alkunn er mikil yfirfjárfesting í verslunar og skrifstofuhúsnæði á ákveðnu tímabili en einhverra hluta vegna hefur umræðan um þennan þátt ekki verið jafn hávær. Þessi þáttur kemur þó við fjárhag almennings á þann hátt að útlánatöpin halda uppi hærra vaxtastigi. Nú er hins vegar svo komið að verð á skinnum er á uppleiö og hefur svo verið um allangt skeið, og það er allt annað útlit í loðdýraræktinni en áður var. Ný- lega bárust fréttir af uppboði í Finnlandi þar sem ís- lensk skinn seldust á góðu verði og er það framhald af þeirri þróun sem hefur verið. Þetta eru góð tíðindi og þau sýna að þrátt fyrir áföllin hefur ekki verið til einskis barist í loðdýraræktinni. Nokkur hópur bænda í þessari grein þraukaði erfiðleikatímann og það þýðir að þráðurinn slitnaði ekki og þekkingin og reynslan er fyrir hendi í landinu. Það er þó alveg ful- ljóst að það fólk sem hefur verið í greininni allan tímann hefur gengið í gegnum gífurlegar fjárhags- legar þrengingar og erfiðleika. Loðdýraræktin er háð verði á alþjóðlegum mörk- uðum og upp geta komið sveiflur í greininni. Horfur eru þó betri hvað þetta varðar um þessar mundir. Þrátt fyrir það er ekki ástæða til þess að rjúka upp til handa og fóta heldur styrkja þá undirstöðu sem fyrir er og byggja á reynslunni sem fengist hefur þegar hugsað er til frekari uppbyggingar. Ef rétt er að farið er von til þess nú að loðdýraræktin geti orðið fram- tíðaratvinnuvegur í sveitum landsins, sem er stórmál fyrir landbúnaðinn og byggðina í landinu. Auk þess sem loðdýrabændur eru reynslunni ríkari hvað varðar fjárhagslega uppbyggingu hafa þeir náð tökum á þessari atvinnugrein í ríkara mæli heldur en áður var. Þessi búskapur byggist á þekkingu og góðri umhugsun um sinn bústofn eins og allur góður bú- skapur gerir og hefur gert í gegn um tíðina. Þróunin næstu árin verður að vera undir formerkjunum að „sígandi lukka sé best". Fribrik Sophusson fjármálarábherra fær hin pól- itísku skammarverölaun vikunnar, enda eru menn farnir að tala um ráðherrann sem arftaka biskups í því að spilla fyrir eigin málstað og finna alltaf nýja og nýja afleiki. Sem kunnugt er hefur biskupinn verið með eindæmum seinheppinn í útspilum sínum í biskupsmálinu svokallaða og vont orðið verra í hvert sinn sem hann hefur látið til sín taka. Var svo komið að best var fyrir málstað biskups að hann hyrfi af vettvangi og færi í frí til útlanda þar sem hann gæti dvalist í rólegheitum og hugsað áður en hann framkvæmdi hlutina í fljótfærni. Virðist það ætla að gefast nokkuð vel, þrátt fyrir að menn séu enn að takast á um yfirlýs- ingar hans og faxsendingar á fyrri stigum málsins. Er málið komið í þann farveg að bisk- upsmálin snúast að mestu um það, sem biskupinn hefur sagt og gert nú upp á síðkastið, en upphaflega málið, það sem á að hafa gerst fyrir 17 árum, hefur nokkuð fallið í skuggann. Fer í f ríiö Þetta ferli hefur verið með öfugum formerkj- um hjá fjármálaráðherranum. Upphaflega málið hjá Friðriki felst í framlagningu ákveðinna mála, um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og rétt- indi þeirra og skyldur, sem vissulega eru nauð- synleg og gagnmerk á margan hátt, þó þau hafi vissulega ekki verið hafin yfir gagnrýni. Enda kom á daginn að málin voru viðkvæm og heit og framkölluðu mikla gagnrýni, bæði efnislega og vegna vinnubragða ráðherrans. En öfugt við biskup, sem tók sig til og vildi berjast sjálfur fyr- ir sínum málstað og endaði svo í fríi í útlöndum, setti Friðrik menn í baráttuna hér heima, en fór sjálfur í frí til Túnis. Friðrik Sophusson Tekur að sér kynn- ngu á hót- eli í Túnis iFyrr í þessum mánuði atti^e GARRI Þetta þótti opinberum starfsmönnum hin mesta móðgun og tvíefldust í andstöðu sinni við fjármálaráðherrann. Og í fjarveru Friðriks greip Davíð inn í atburðarásina, eins og frægt varð, og sló af lífeyrismálið í bili. Það kom sérstaklega illa út fyrir Friðrik sem stjórnmálamann. Og eftir að heim kom tók fjármálaráðherrann upp á þeim ósköpum að fara að kynna eitt- hvert hótel, sem hann var á í Túnis, fyrir íslenskum ferða- skrifstofum með mærðarlegu bréfi, sem skrifað var á bréfs- efni ráðherra og sent út með ráðherrabílstjóranum. Vel kann að vera að það ætti að vera hið besta mál að ráð- herra bendi íslenskum ferða- skrifstofum á einhver hótel úti í heimi og gefi vitnisburð um hversu frábærir ferðamanna- staðir þau séu. Afar óhefðbundiö Hitt er engu að síður stað- reynd að slíkt er afskaplega óhefðbundið og afar sjaldgæft að venjulegir ferðamenn séu að reka viðskiptaleg erindi hér heima fyrir einstök hótel, sem þeir hafa dvalist á erlendis. Enda kemur á daginn að þjóð fjármálaráðherrans skilur erindrekstur hans þannig að um fullkomlega óviðeigandi fyrir- greiðslu hafi verið ab ræða hjá honum. Þannig er ráðherrann búinn að stórspilla pólit- ískri stöðu sinni á nokkrum dögum, algerlega að nauðsynjalausu, með röð pólitískra afleikja. Þó málarekstur þeirra biskups og fjármálaráöherra eigi fátt sameiginlegt, þá er ljóst að þeir tengjast með þessum einstaka hætti, að hafa báðir náð að stórspilla fyrir sér og sínum málum með því að sýna óvenjulega sjaldgæfa fléttu afleikja. Þeir eru orbnir stórmeistarar afleikjanna og þurfa ab tefla af mikilli snilld til ab missa ekki taflib endanlega úr höndunum. Garri Viðvörunarbjöllur hringja læðingu. Háeffun ríkisbankanna er á dag- skrá stjórnvalda. Slík breyting á rekstrarformi ríkisviðskiptabank- anna hefur ýmislegt til síns ágæt- is, auk þess sem þrýstingur er á málið frá Evrópusambandinu. Þessi breyting jafnar aðstöðu bankanna á markaði meb ýms- um hætti, t.d. því ab afnema rík- isábyrgðina og möguleikar ríkis- banka til ab styrkja eiginfjár- stöðu aukast. Breytt rekstrarform hins vegar felur ekki endilega í sér ab vibkomandi banka þurfi ab selja viðstöðulaust einhverjum einkaaðilum, eins og raunar til- hneigingin hefur verið til í einka- væðingu stórfyrirtækja fram til þessa. Finnur Ingólfsson hefur lýst þeirri stefnu sinni að hann telji eðlilegt ab hlutafé í ríkisbönkum verði aukið eftir rekstrarformsbreytinguna og einkaaðilum verbi þá heimilað að kaupa á markabi þab vibbótar- hlutafé sem til verbur. Ríkib hins vegar haldi sinni eign, þó svo ab hlutfallslega muni hún eitthvab minnka. Þessa stefnu vibskiptaráðherra mætti flokka sem millistefnu, þar sem nokkur varleg skref eru stigin í átt til einkavæðingar ríkisviöskiptabankanna. Ötulir andstæðingar einkavæbingar bankanna og harðsvír- abir einkavæðingarsinnar sitja hins vegar eftir hund- óánægbir og finna málinu flest til foráttu. Sporin hræöa Mebal almennings hins vegar virbist almennt gæta mikillar tortryggni þegar umræban berst ab einkavæbingu ríkisfyrirtækja, og er þab ekki ab ófyr- irsynju. Reynslan af einkavæbingu gefur mönnum einfaldlega ekki tilefni til bjartsýni. Salan eba „gjöf- in", eins og sumir hafa kallab það, á Útvegsbankan- um er eitt þessara dæma sem menn horfa til. Og nú síðast er það kannski fyrst og fremst reynslan af einkavæðingu SR-mjöls sem menn minnast með hryllingi. Þeir eru fáir sem eru tilbúnir að verja þá sölu núorðið, enda ljóst að þeir sem hrepptu SR- hnossið fengu svo sannarlega „allt fyrir ekkert". Slík- ar stórgjafir á eignum almennings eru illa þokkaðar og því er það ekki skrýtið þó nú hringi allar vibvör- unarbjöllur og aðvörunarkerfi með þjóðinni og rauð íslandsbanki: Vill kaupa Búnaðar- banka „Auaveidlegamásýnajram-ð ekstrarleg «&ffigSw **¦ BúnaðarbankaskúarmiK eigum Á víbavangi aðvörunarljós blikki um þjóðfélag- ið allt eftir ræðuhöld á abalfundi íslandsbanka í fyrradag. Kristján Ragnarsson, stjórnar- formaöur bankans — og þar meb talsmabur sömu afla og eignubust Útvegsbankann og að talsverbu leyti sömu abila og eignubust SR- mjöl líka — upphóf kunnuglegan söng um kosti þess fyrir þjóöfélag- ib og bankarekstur í landi í heild ab íslandsbanki og Búnabarbank- inn sameinist. Þab er einmitt eitt abaleinkenni hinna stóru gjafa ab ab baki þeim er sagbur liggja ein- hver æbri tilgangur fyrir þjóbfé- lagib í heild — „endurskipulagn- ing bankakerfisins" eba þá ab „nýta þekkingu og reynslu þeirra sem þegar fást vib rekstur mjöl- vinnslu". Fyrstu vibbrögb hins hversdagslega og heilbrigba íslendings eru einföld: hann spyr hvort nú eigi ab gefa gæbingunum Búnaðarbankann líka. Mikil eftirspurn Nú kann það í sjálfu sér ab vera aö bab muni koma í ljós ab heppilegast sé ab sameina Islandsbanka og Búnabarbanka. Ab slík rábstöfun leibi frekar en t.d. sameining Landsbanka og Búnabarbanka til heppi- legrar samkeppni í bankakerfinu. Ekkert slíkt liggur þó meb áberandi hætti í spilunum. Og einmitt vegna þess ab nú hafa eigendur íslandsbanka sýnt áhuga á. að eignast Búnaðarbankann og munu byggja upp allan þann þrýsting sem þeim er mögu- legur til aö fá bankann, er full ástæða til að taka líf- inu með ró og gæta þess ab rasa ekki um ráö fram. Búnabarbankinn er eftirsótt og verbmæt eign, sem kaupahébnar úti í bæ eru æstir í ab eignast. Almenningur á heimtingu á því ab Búnabarbank- ans bíbi ekki örlög útsölunnar og ab þær vibvörunar- bjöllur, sem nú þegar eru farnar ab hljóma í eyrum fólks, hljómi líka í eyrum viðskiptarábherrans og rík- isstjórnarinnar. Raunar hefur vibskiptarábherra sagt opinberlega ab SR-ævintýrib muni aldrei endurtaka sig, fái hann einhverju rábib. Margir munu fylgjast vel meb því hvort ráðherrann stendur vib þá yfirlýs- ingu. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.