Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 2
Mibvikudagur 24. apríl 1996 Tíminn spyr • • • Teluröu ummæli Sverris Her- mannssonar, bankastjóra Landsbankans, um ráðherra hafa veikt tiltrú fólks gagnvart bankanum? Agúst Einarsson, þingmabur Þjóbvaka: Ég tel ummælin óheppileg. Það að líkja ráðherra við fúa- spýtu og annað í þeim dúr hefði betur verið ósagt. Hins vegar treysti ég mér ekki til að fullyrða hvort tiltrú almenn- ings gagnvart bankanum hefur beðið hnekki vegna þess. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður Alþýðubanda- lags: Ég er ekki viss um það. Ég myndi frekar meta stöðuna þannig að ummæli fólks hefðu veikt tiltrú fólks á Sverri. Hinu er ekki að neita að það er dálít- ið óþægilegt að hafa banka- stjóra sem er svona óheflaður og óyfirvegaður í dómum á samferðarmönnum sínum og yfirmönnum. Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Alþýöuflokks: Já, ég tel svo vera. Ég kann að visu persónulega ágætlega við strigakjafta, einkum ef þeir eru ættaðir aö vestan og ég hef í aðra röndina gaman af sjóraufaraleg- um munnsöfnuði, þar sem hann á við. En það á við um Sverri eins og breska heimsveldið að hann hefur týnt nýlendunum — kjördæminu — en ekki áttað sig á að hann er nú að leika annað hlutverk sem bankastjóri helstu fjármálastofnunar þjóðarinnar. Þar er varfærni í orðavali nauð- synleg og það getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar ef út af er brugðið. Cunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaöur segist ekki vita hvaö hann hafi gert Sverri Hermannssyni: Tiltrú fólks á bankanum hefur þegar beðiö hnekki „Ég tel að tiltrú almennings á Landsbankanum hafi þegar bebið hnekki vegna umæmla Sverris Hermannssonar að und- anförnu um ráðherra. Ég heyri það mjög víöa í þjóðfélaginu ab ummæli hans væru mjög óvib- eigandi af manni í hans stöbu og til þess eins fallin að draga úr trúverðugleika hans sem stjórn- anda þessa banka," segir Gunn- laugur M. Sigmundsson alþing- ismabur. Gunnlaugur gerði ýmis um- mæli Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, að umræðuefni á Alþingi í fyrradag, en Sverrir hefur sent vibskiptaráð- herra, fjármálaráðherra og sjávar- útvegsráðherra tóninn að undan- förnu og talab um þá með niðr- andi hætti. Gunnlaugur sagði m.a. um Sverri að hann væri „húskarl hjá ríkisstjórninni". Sverrir telur athugasemdir Gunn- laugs ekki verðar svara. Um þau viðbrögð bankastjórans segir Gunnlaugur: „Hann hefur sínar skobanir á mér og er búinn að senda mér tóninn undanfarna mánuði. Meðal annars hefur hann vitnað í Njálu um mig og vibskiptaráðherra og ef Njálu- Gunnlaugur M. Sigmundsson. fræbingarnir bregðast mér ekki fólst í þeim orðum ab að drepa eigi mig á undan ráðherra. Ég átta mig ekki á hvað ég hef gert mann- inum, en mig varðar í raun ekkert um hvaða álit hann hefur á mér." Fram kom hjá vibskiptaráb- herra í fyrrakvöld ab afkoma Landsbankans er tæpum 1,5 milljörbum lakari nú en áætlanir frá 1993 gerbu ráb fyrir. Bankinn verbur ab sækja um endurfjár- Kristjan kemur heim Kristján Jóhannsson, stór- söngvari, snýr til íslands þann 9. maí nk. þar sem hann mun halda tónleika meb Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskóla- bíó og syngur þá hlutverk Óþellós í frægri samnefndri óperu Verdis. Með honum á sviöinu verða Lucia Mazzaria og Alan Titus en Rico Saccani stjórnar tónleikunum. Auka- tónleikar eru fyrirhugaðir þann 11. maí. Kristján söng síðast fyrir ís- lendinga í heimabæ sínum, Ak- ureyri, í apríl á síðasta ári. Hann hefur undanfarið fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í óperuhúsum í Þýskalandi og Chicago og er með fullskipaða dagskrá á næstunni. Auk þess söng tenórinn nýlega inn á plötu hjá Naxos-útgáfufyrirtæk- inu úr óperunni Aídu. ¦ mögnun til þingsins og Tíminn spurði Gunnlaug, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, hvort ógætileg ummæli Sverris gætu skemmt fyrir bank- anum hvab varðaði afgreiðslu þingins. Gunnlaugur hélt svo ekki vera, Kjartan Gunnarsson, formaður bankastjórnar Lands- bankans og Björgvin Vilmundar- son bankastjóri væru farsælir menn en hann teldi eblilegt að þeir myndu bregðast við ummæl- um Sverris með einhverjum hætti. „Landsbankinn verbur ab fá frelsi til að þróast eðlilega. Ef vib veitum honum ekki þetta víkjandi lán hefur hann ekki sömu möguleika og abrir bankar sem geta sótt hlutafé út á markað til að auka við höfuðstólinn. Staða bankans er viðunandi þótt skekkja áætlunarinnar frá 1993 sé mikil." -BÞ Utanríkisráöherra á Alþingi: Mannréttindi eru algild Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ræbu sinni um utanríkismál á þingi í gær ab mannréttindi væru algild og því væru mannréttindabrot ekki einkamál þeirra ríkja þar sem þau vibgangast. Af þeim sökum væri þab skylda íslendinga ab berjast fyrir mann- réttindum og veita öbrum þjób- um abhald í þeim efnum. Ekki væri hægt ab abskilja mannrétt- indi frá öbrum þáttum í samskipt- um ríkja og því verða íslensk stjórnvöld að taka tillit til mann- réttindasjónarmiða í samskiptum við önnur ríki. í þessu sambandi vitnabi ráb- herra til upphafsorba í mannrétt- indayfirlýsingu Sameinubu þjób- anna en þar segir: ,7Þab ber ab viburkenna, ab hver maður sé jafnborinn til virð- ingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undir- staða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." -grh 'Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari tilkynnir forsetaframboð sitt: ¦* ¦¦ •% jafl segir Pétur um forsetaembættið Sameiningartákn og n o ^HV£R ^//<L/R Sagt var... Casellan Bryndís veröi forseti „Bryndís Schram kom hingab ífyrra- kvöld. Aubvitab á hún ao verba for- seti, einhver glæsilegasta kona sem völ er á. Manstu hvernig hún var þegar hún tók á móti Spánarkon- ungi? Labbabi á móti honum eins og gasella. Þab er sagt ab hann hafi lag- ast mikib eftir þab." Steingrímur St.Th. Sigurbsson í skemmtitegu spjalli vib Alþýbublabib í gær. Hermann stökk jafnfætis yfir skrifborðin „Hann virkabi á mig sem frekar dulur mabur, en óskaplega traustvekjandi og klókur pólitíkus. Hann kom oft uppá Tíma til okkar. Hann átti þab til ab stökkva jafnfætis yfir borbin á rit- stjórninni. Hann var garpur." Steingrímur aftur um Hermann Jónas- son. Steingrímur vann í eina tíb sem blabamabur hjá Tímanum. Fræddist um kynforbism.il h]á Kristjáni Eldjárn „Ég var sendur í sveit ellefu ára gam- all ab Tjörn í Svarfabardal og var í herbergi meb Kristjáni forseta. Hann fræddi mig fyrst um kynferbismál... En prestsfrú í Reykjavík var fyrsta holdlega ástin hjá mér." Enn Steingrímur. Fólk yf ir f immtugt ekki gjald- gengt á vinnumarkabi? „Þessu fólki [50 ára og eldri] var vís- að frá og sagt, að í takt við verklags- reglur leituðu þeir eftiryngra fólki. Enginn færði rök fyrir þessum regl- um, t.d. ab fólk yfir fimmtugt skorti frumleika, hugmyndir, væri væru- kært og duglaust. Alhliba þekking, færni, reynsla og vit þessa fólks virb- ist þvískipta litlu máli." Skrifar landlæknir í Moggann. Fjandsamleg reglugerb „Þab verður að segjast að borgaryfir- völd eru einstaklega heppin með at- orkusemi stöðumælavarða borgar- innar. Þar fer einvalalið sem lætur aldrei deigan síga í ab afla tekna fyrir borgarsjób og hefur nánast sjálf- dæmi um allt sem þeir taka sér fyrir hendur vib tekjuöflunina. Þeirra framkvæmdasvib er afmarkað af reglugerð, sem er ein sú fjandsam- legasta gagnvart bíleigendum í ger- vallri Evrópu. Hvar annars stabar í siðmenntubu landi getur mælavörð- ur bebib vib stöðumæli meb sektar- mibann tilbúinn þegar klukkan fell- ur?" Ritar Jón Ármann Steinsson í Mogga. POTTi I pottinum var verið að ræða dimmissjónir framhaldsskólanna sem nú standa yfir. Þær einkenn- ast almennt af saklausum ærslum og lífsglebi en í mörgu fé reynist misjafn saubur eins og eftiríar- andi saga og athæfi verbandi ný- stúdents í ónefndum bæjarhluta nýlega ber vitni um. Þannig bar til ab sl. föstudag abbabist mjög ölvabur nemi, klæddur sem djöf- ullinn og raubmálabur íframan, upp á unga móbur ásamt barni á leikskólaaldri. Hann byrjabi ab yggla sig og var svo sannfærandi ab barnib brast í grát en neminn lét ekki staðar numib. Næst hrópabi hann til snáðans ab hann ætti ab hætta ab trúa á Jesúm Krist og tilbiðja sig í stað- inn og hló síðan eins og brjálab- ur maður. Ab því loknu gekk hann drafandi á braut en illa gekk hjá þeim stutta að sofna um nóttina. Vonandi er þab eins- dæmi að framkoma þeirra sem dimmítera sé með þessum hætti, enda hægt ab krefjast þess af menntafólki ab þab hegbi sér mebábyrgarirTætti" <—"--------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.