Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. apríl 1996 Dagmar Vala Hjörleifsdóttir: Blikkbeljur þurfa ekki beitiland Mikið erum við lánsöm íslendingar að eiga ráðamenn sem hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum almúg- anum og þar á ég sérstaklega við ákvörðun um gerð Hvalfjarðar- ganga og allt sem þeim fylgir. Frásögn þessi hefst þegar „einkafyrirtæki" það, sem nefnt er Spölur, varð til. Hvers vegna varð Spölur til? Hvers vegna taka allt í einu einhverjir einka- aðilar sig saman og stofna fyrir- tæki sem er févana og ákveða að grafa göng undir Hvalfjörð? Þetta hljómar eins og brandari. Eða eru þessir einkaaðilar e.t.v. engir einkaaðilar? Eru þeir e.t.v. tilbúin framhlið ríkisvaldsins til að villa um fyrir okkur auðtrúa skattborgurum? Kostir vega- styttingar fyrir fjörð er augljós kostur fyrir íslenska járnblendi- félagið, sem eins og allir vita er að stærstum hluta ríkiseign, enda hafa menn þar á bæ ekkert farið í launkofa með það. Þó á ég bágt með að skilja hvers- vegna þeir kjósa miklu fremur göng en brú með sömu vegar- styttingu. Hins vegar vaknar sú spurning hvort það sé tilviljun að stjórnarformaður Spalar er einnig framkvæmdastjóri Se- mentsverksmiðjunnar, sem eins og allir vita líka er ríkiseign. Það er altalað að endurnýja þarf skip Sementsverksmiðjunnar og gæti þar verið komin skýring á einkaframtaki framkvæmda- stjórans. Málið var greinilega vandlega undirbúið og keyrt áfram með mikilli hörku af sam- gönguráðuneytinu, sem vitan- lega hefur ekkert með Spöl að gera, en fagnar svona einstæðu einkaframtaki okkur skattborg- urunum í hag. Það eina, sem ríkið átti að leggja til, voru smá vegarspottar sinn hvorum meg- in við göngin og það var fljótaf- greitt og auðsótt mál. Sam- gönguráðherra tilkynnti það í fjölmiðlum strax eftir að einka- fyrirtækið Spölur varð til, að vegir yrðu lagðir snarlega til og frá göngum í allar áttir og hringinn í kringum Akrafjallið. Þó var af mikilli rausn af hálfu hins opinbera haldinn fundur með íbúum þeim, sem lenda áttu undir vegunum norðan ganga, þar sem þeim voru kynntar ákvarðanir samgöngu- ráðuneytisins. Hreppur þessi, sem hvað verst verður úti við fyrirhugaðar frárftkvæmdir, liggur sunnan við Akrafjall, er þéttbýll og blómleg kúabú rekin þar á mörgum jörðum. En þetta eru auðvitað bara bændur og nokkr- ir áhugabændur inn á milli. Mikil reiði greip um sig í hreppnum • eftir umræddan fund og var þegar hafist handa við að safna undirskriftum til að mótmæla lagningu nýs vegar sunnan Akrafjalls. Þess ber þó að geta að einungis var verið að mótmæla einum af þremur veg- um, sem liggja eiga í kringum Akrafjall. Umræddur vegur á að liggja frá gangamunna norðan ganga og yfir Grunnafjörð fram- hjá Akranesi í u.þ.b. 2 km fjar- lægð og áfram í Borgarnes. Veg- ur sá, sem nú þegar liggur sunn- an Akrafjalls, er mun styttri og liggur frá fyrirhuguðum ganga- munna beint inn á Akranes. Síðan er þriðji vegurinn, sem liggur í austur frá fyrirhuguðum göngum og norðan við Akra- fjall. Um 75% af hreppsbúum skrif- uðu undir mótmæli gegn lagn- ingu þessa nýja vegar, enda sáu menn enga glóru í því að leggja veg við hliðina á þeim sem fyrir var og sem þar að auki yrði mun lengri. Jaröir klofnar Það, sem þyngst vó þó, var að vegurinn klauf allar jarðir utan eina í tvennt og tók góðan hluta af ræktuðu landi, auk þess að taka nánast allt beitilandið, en eins og áður segir er þarna mest mjólkurframleiðsla. Farið var til VETTVANGUR „Á meðan á sjónarspili því er nefndist svœðis- skipulag og umhverfismat stóð gerðistþað að sendisveinar samgónguráðuneytisins fóru hamfórum um sveitina. Sumir gengu á milli bœja og reyndu með öllum tiltœkum ráðum að fá hreppsbúa til að draga til baka mót- mœli sín." mæltu, eru báðir í hreppsnefnd. Læðist að manni sá grunur að þar hafi nefndin einungis farið að vilja ákveðins yfirvalds. Varla hafa fulltrúar hreppsins af heilum hug ákveðið að malbika skyldi þvert yfir allar jarðirnar og valda því að grannar þeirra flosnuðu frá búskap. Þegar hér var komið sögu, fengu landeig- endur sér lögfræðing og kærðu málið til umhverfisráðherra, en þá var umhverfisráðuneytið í höndum Alþýðuflokksins. Kær- an var ekki tekin til greina. Um 30 fuglategundir Þess ber og að geta að stór hluti af beitilandi í hreppnum er mýrlendi þar sem obbinn af öllum varpfuglategundum landsins á sér griðland yfir sum- artímann. Þar lifa fuglar og bú- smali í sátt og samlyndi, öllum til yndisauka. Landið milli f jalls og fjöru er mjög lítið, eða um 1 km á breidd. Þar af er mýrlendi um 700 m. Á svæði þessu eiga um 30 varpfuglategundir sér at- hvarf, flestir í mýrinni. Af nokkrum fuglategundum má nefna óðinshana, gulendur, Akranes Reykjavíkur á fund Halldórs Blöndals, sem þá var samgöngu- ráðherra og landbún- aðarráðherra, og hon- um afhent mótmælin í viðurvist sjónvarps- ins, stöðvar 1. Halldór átti stuttan fund með sendimönnum þar sem hann endurtók fyrri tilkynningar sín- ar um að jarðgöng yrðu gerð og vegir lagðir eins og hann hafði áður tilkynnt. Þó bætti hann við að þessar framkvæmdir myndu spara mikla fjármuni, því þá þyrfti ekki að halda við vegi og brúm fyrir Hval- fjörð. Farið var á alla þá opinberu staði, sem málið varðaði, með mótmælin. í stuttu máli má segja að mót- mælt var eftir öllum hefðbundnum leiðum og eftir öllum leikregl- um, sem ríkið setur um þessi mál. En þeg- ar upp var staðið, var vegurinn á nákvæm- lega sama stað og samgönguráðherra var áður búinn að til- kynna. Hvar var lýðræðið, hvar voru mótmælin, hvað hafði gerst? Á meðan á sjónarspili því er nefndist svæðisskipulag og um- hverfismat stóð gerðist það að sendisveinar samgönguráðuneyt- isins fóru hamförum um sveitina. Sumir gengu á milli bæja og reyndu með öllum tiltækum ráð- um að fá hreppsbúa til að draga til baka mótmæli sín. Aðrir fóru um með hótunum og mútum til skiptis og upplýstu menn um hve hagkvæmt það væri að láta nú Vegagerðina fá þessa jarðarskika og láta af þessari óþekkt. Reynt var að bera út allskonar óhróður á milli bæja til að sundra samstöðu íbúanna. Mótmæli hverfa Undrunin varð mikil, þegar í Núverandi vegur verður malbikaöur ljós kom að mótmælaskjalið nafði horfið á öllum þeim stöð- um sem höfðu fengið það í hendur. Hjá samgönguráðu- neytinu könnuðust menn þar á bæ ekki við nein mótmæli. Að vísu eiga öll plögg, sem berast ráðuneytinu, að bókfærast og geymast, en mótmælin voru hvorki bókfærð né geymd. Þau voru einfaldlega horfin. Þá var brugðið á það ráð að senda ljós- rit af mótmælunum á alla áður- nefnda staði annan umgang. Sárast var þó að hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps tók ekki meira tillit til vilja hreppsbú- anna en það, að hún úrskurðaði Vegagerðinni frjálst að fara um hreppinn eins og samgönguráð- herra hafði áður tilkynnt. Þess verður þó að geta að einu land- eigendurnir, 'sem ekki mót-1 jaðrakan, álftir, kríu, spóa og margar fleiri tegundir. Um þess- ar mundir er umhverfisráðu- neytið með átak í að endur- heimta votlendi, en á sama tíma ætlar samgönguráðuneyt- ið að eyða milljónum í að fylla upp í votlendi. Umhverfismat á viðkvæmum landsvæðum verð- ur að gera yfir allar árstíðir og það tekur tíma að vinna þannig verk. Vegagerðin réð til sín líf- fræðing, sem hljóp um svæðið kringum Akrafjall part úr degi og skilaði skýrslu sínni til Vega- gerðar samdægurs, það var allt umhverfismatið. Eins er farið um skýrslu þá, sem gefin er út af skipulagsstjóra ríkisiris. Þar eru tíndar til setningar innan úr málsgreinum og úr samhengi, og einungis tekin þau atriði sem skipulagsstjóri sjálfur ákveður. Mótmæli eru iðulega afgreidd með setningum eins og: „skipu- lagsstjóri telur ... o.s.frv." eða „Vegagerðin telur ... o.s.frv." Því hlýtur hver hugsandi maður að draga þá ályktun að þetta sé allt saman sjónarspil, falleg framhlið til að skattborg- ararnir haldi að þeir búi í lýð- ræðisríki. Getur það verið að við búum við flokkseinræði eða ráðherraeinveldi? Alltjent er eitthvað meira en lítið skrítið við svona lýðræði. Grunnifjöröur friðaour Vegarspotti sá, sem hér hefur verið fjallað um, á eins og áður hefur verið nefnt að fara yfir Grunnafjörð. Þó er einn galli þar á og hann er sá að búið er að friða Grunnafjörð, en það virð- ist ekki angra Vegagerðina í Borgarnesi mikið. Hún ætlar sér yfir Grunnafjörð, eins og sýnt er á árituðu svæðisskipulagi og þess vegna liggur vegarspottinn á þessum stað, þó að þeir sem ætla á Akranes úr göngunum verði að taka á sig töluverðan krók og beygju upp á 90-100° til baka út á Akranes. Gamli vegur- inn hlýtur alltaf að vera stysti og besti kosturinn fyrir Skaga- menn. Tímalega séð sparar allt þetta brambolt Akurnesingum 10-15 mínútur, miðað við nú- verandi samgöngur. Það tekur Akurnesing 10-15 mínútur að komast frá Akranesi að ganga- munnanum norðanmegin, síð- an u.þ.b. 3-4 mínútur við toll- skýlið, síðan u.þ.b. 10 mínútur í gegnum göngin og síðan 20 mínútur frá syðri gangamunna niður í miðbæ í Reykjavík. Þetta gerir svo mikið sem 40-50 mín- útur, en með núverandi sam- göngum tekur það nákvæmlega 60 mínútur að fara yfir Hval- fjörð með Akraborginni inn í miðbæ Reykjavíkur. Þ.e.a.s. sparnaður upp á 10-15 mínútur. Hver vill kaupa? Hvernig á svo fólk að komast út úr Reykjavík, ef eitthvað er að veðri t.d. á Kjalarnesinu? Akra- borgin verður látin hætta, en hún hefur hingað til gengið í svo til öllum veðrum. Þeir 40 menn, sem missa vinnu sína á Akraborginni, ásamt hinum, sem flosna upp vegna nýja veg- arins í Innri-Akraneshreppi, geta e.t.v. fengið vinnu við að moka snjó á Kjalarnesinu. Sú landfræðilega staðreynd að Akranes er og verður nes stend- ur óhögguð, hversu mikið sem malbikað er til og frá staðnum. Hver vill svo kaupa lóði'rnar sem Halldór Blöndal er búinn að lofa að verði til sölu sunnan við Akrafjallið, þegar búið verð- ur að flæma bændurna burt? Blikkbeljur bíta ekki gras og þurfa ekki beitiland. Þær verða á beit á hraðbrautinni, en hver vill kaupa lóð og ala börnin sín upp við hraðbraut? Svo er eins gott að heilbrigðis- ráðherra standi sig við sparnað- inn, svo að samgönguráðherra fái næga aura til að setja í hol- una sína. Ég vil enda þennan pistil á málshætti, sem kom úr einu páskaegginu um þessa páska: „Lýðræði: Þú segir það sem þú vilt og gerir eins og þér er sagt." Er þetta ísland í dag? ' Höfundur er líffræbingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.