Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 27. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Komugjöld í heilsugæslu Komugjöld á heilsugæslustöövar hafa veriö til umræöu upp á síökastiö og hefur sú tilhögun, aö hluti þessara gjalda renni í sjóö til ráöstöfunar fyrir starfsfólk, sætt mikilli og vaxandi gagnrýni. Aö nafninu til stendur þessi starfsmannasjóöur eöa tíundarsjóöur undir endur- menntun starfsfólks heilsugæslunnar og eru utanlands- feröir fjármagnaöar meö honum. Um 10% af komu- gjöldum renna í þennan sjóö, þannig aö tíundarsjóöir hafa til ráöstöfunar upphæöir sem hlaupa á tugum milljóna á ári hverju. Alkunna er þó aö endurmenntun er óþarflega hátíölegt oröalag til aö lýsa þeim feröum sem hér um ræöir. í mörgum tilfellum er stutt heimsókn í einhverja heilsugæslustofnun erlendis notuð sem rétt- læting á ferö, sem allt eins getur kallast verslunarferö eöa skemmtiferð. Kerfi af þessu tagi er gjörsamlega fráleitt af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi er endurmenntun starfsfólks heilsugæslunnar ekki best ákveðin á hverri heilsugæslu- stöö fyrir sig. Eðlilegt er að skipuleggja endurmenntun á landsgrundvelli og samhæfa krafta, þannig aö markviss- ari árangur náist. Að hver og ein heilsugæslustöö sé aö útdeila háum upphæöum úr tíundarsjóðum í kaffistof- unni er gjörsamlega út í hött. í öðru lagi er sparnaðurinn í heilbrigöiskerfinu fyrir löngu oröinn svo sársaukafullur og þjónustugjöld í kerf- inu komin á það stig, að óverjandi er meö öllu að því fé, sem inn kemur meö þeim hætti, sé ekki markvisst stýrt beint inn í heilbrigðisþjónustuna. Liöur í réttlætingu þjónustugjalda er aö auka kostnaöarvitundina um þaö hvaö heilbrigðiskerfið kostar. Aö hafa komugjöld 10% hærri en þörf er á vinnur gegn slíku markmiöi. Loks býöur þaö upp á spillingu og elur á óánægju heil- brigöisstarfsfólks, þegar fólki sem vinnur sambærileg störf er mismunað eftir því hvort þaö vinnur á heilsu- gæslustöð eða annars staöar í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt fréttum er heilbrigðisráðuneytið aö kanna og endurskoða starfsemi þessara tíundarsjóða í heilsu- gæslunni. Slík endurskoðun kemur ekki degi of seint. Rétt er aö halda því til haga að vissulega eru það ekki allar heilsugæslustöðvar sem nota tíundarsjóðinn meö umdeilanlegum hætti. Það breytir ekki því aö hugsunin á bak við þannan sjóð er röng í grundvallaratriðum. Því þarf aö breyta þessu fyrirkomulagi. Chernobyl í gær minntust menn þess að 10 ár eru liðin frá kjarn- orkuslysinu í Chernobyl í Úkraínu. Chernobylslysið er einhver skelfilegasta áminning til mannkynsins um þann tortímingarmátt sem þaö hefur skapað. Allur aö- dragandi þessa slyss og eftirmáli er samfelld lexía um mikilvægi pólitísks stöðugleika á alþjóðamælikvaröa og þess að þjóðir heimsins vinni í sameiningu aö úrlausn- um mála sinna. Vandamálin er ekki hægt aö hemja inn- an marka þjóðríkisins, hversu stór og mikilfenglegt sem þjóðríkið annars kann að vera. Vandinn er alþjóðlegur og kallar því á alþjóðlegt svar. -------------------------- TT-TTTTrT—rrr—r— Birgir Gubmundsson: Vængjaþytur og fugla- sveimur vib próflok Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm, senn fer allt að vakna með lofsöngsróm, vœngjaþytur heyrist í himingeim, hýmar yfir Jandi' afþeim fuglasveim. Þennan sumarkomusálm sr. Fribriks Fribrikssonar sungu skátar og aðrir messugestir í skátamessu í Hallgríms- kirkju á sumardaginn fyrsta. Þab kom í hlut Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra ab prédika við þessa barnmörgu og hátíðlegu gubsþjónustu, og í móðurlegum tón beindi hún oröum sínum til ungviðisins og talaði um mikil- vægi vináttunnar og glaðværðarinnar, hlýðninnar og annars þess sem skynsamlegt er að finna í skátareglum. M.a. upplýsti hún að á sínum tíma hafi það ekki hvað síst verið vegna skátareglna um ab menn skuli temja sér glaðværð, að hún hafi komið sér upp þeirri reglu að nöldra ekki yfir því sem hún væri óánægð meb, heldur reyna ab breyta því til batnaðar. Stjórnmálaþátttöku hennar mætti einmitt rekja til þessarar reglu og eru það eflaust tíðindi fyrir hina mörgu öldnu skátahöfðingja í Sjálfstæðisflokknum að það skuli einmitt hafa verið þeir, sem á sínum tíma vöktu upp með starfi sínu ljósálf sem átti eftir að leiða frelsun borgarinnar undan áratuga valdi Sjálfstæbisflokksins! Lok samræmdu prófanna Ekki ber þó að skilja þetta þannig að borgarstjórinn hafi haldið pólitíska prédikun, síður en svo. Almenn og ópólitísk umhyggja fyrir æskunni var mál dagsins hjá henni, eins og jafnan hjá öðrum á sumardaginn fyrsta. Enda er vorið tími æskunnar, það er svo fullt af fyrirheit- um. Og æskan, sérstaklega skólaæskan, finnur fyrir vor- komunni á sterkari hátt en við flest, því vorinu fylgja skólalok og hjá mörgum hafa nú staðið yfir eba standa fyrir dyrum erfið próf. ■■.■—— ■——■ Samkvæmt fréttum munu samræmdu prófin hjá 10. bekkingum klárast nú á / þriðjudag, 30 apríl. Þá er búist við að | krakkarnir lyfti sér eitthvað upp í lok _ s strembinnar tarnar við próflestur. Slík LIITI cl H S hátíðahöld hafa orðið á undanförnum ^ árum og þaö stefnir í að þau verði vor- l3S boði í ár líka. Hins vegar skyggir það á, að vængjaþytur þessara veisluhalda hef- ur ekki verið þess eðlis að „hýrni yfir .. landi af þeim fuglasveim". Þvert á móti hefur það nánast þótt sjálfsagt mál að unglingarnir „detti í það" og noti ótæpilega áfengi til þess að losa sig við áhyggjur og erfiðleika próflestrarins. Niðurstaban hefur því oftar en ekki veriö sorgleg sjón. Hundruð og jafnvel þúsundir unglinga samankomnir í miðbæ Reykjavíkur misjafnlega ölvaðir — sumir sem betur fer edrú, en því miöur miklu fleiri veltandi um göt- urnar í eigin ælu og annarra. Af einhverjum ástæðum hafa lok samræmdu prófanna náb því ab verða allsherj- ar fylliríisútkvabning hjá unglingunum, sem síðan fjöl- menna í miðbæinn. Sú staðreynd ab almennur frídagur er daginn eftir próflok er talin af kunnugum margfalda líkur á almennri þátttöku í þessari útkvaðningu. Stríð um drykkju barna Staban minnir óneitanlega dálítið á stríðsástand þar sem tvær meginfylkingar takast á um jafn fráleitan hlut og drykkju barna. { annarri fylkingunni eru þeir sem reyna að vinna gegn útkvaðningunni og eru þar framarlega í flokki hóp- ar meðvitaðra foreldra, sem tekið hafa sig saman um að hafa áhrif á ungdóminn, einkum sín eigin börn. Eins hefur gamli skátinn, Ingibjörg Sólrún, sem vill frekar gera eitthvað í hlutunum en nöldra yfir þeim, lát- ið eitt og annað til sín taka í þessum efnum sem borgar- stjóri. Þannig var reynt að grípa til almennra abgerða og aukins eftirlits í miðbænum í fyrra, eftir að fram höfðu komið tillögur um það frá sérstakri nefnd sem sett hafði verið í máliö. Og varðandi þennan tiltekna dag, þegar samræmdu prófunum lýkur, mun standa fyrir dyrum ab beina 10. bekkingum nú til hátíðahalda þar sem eitt- hvert eftirlit og umsjón verður meb krökkunum og skemmtuninni beint í aðrar áttir en drykkjuskaparins eins. Þá hefur fræðslustjóri höfubborgarinnar sent út áskorun til foreldra og víst er aö einhverjir kennarar að minnsta kosti eru ab hringja í foreldra til að hvetja þá til að fylgjast vel meb börnum sínum. í hinum herbúðunum stendur yfir gríðarlega um- fangsmikil framleiðsla, heildsala og smásala á landa. Heyrst hefur um að 15 ára börn séu aö gera leigusamn- inga um heilu salina til partýhalds fyrir og eftir miðbæj- arferðir og skipulagning í vina- og kunningjahópum er í fullu fjöri. Og maður veröur einfaldlega að vona að tímasetning bjórauglýsinga, sem nú hafa birst í Morgun- blaðinu um ódýrasta bjórinn og teljast alveg á mörkum þess að vera löglegar, séu tilviljun, en ekki markviss inn- koma til að hasla sér markað hjá hópi sem hefur lítil auraráð! Mikilvægi vibhorfanna Sannleikurinn er sá, að þab vandamál, sem menn standa núna frammi fyrir við lok samræmdu prófanna, er ekki annað en birtingarmynd miklu stærri vanda, sem er unglingadrykkja almennt. í fyrravetur voru kynntar niðurstöður Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Kristjönu Blöndal um unglingadrykkju. Þar kom m.a. fram ab drykkja 14 ára unglinga hafði aukist frá því sem hún var fyrir sex árum og fimmti hver unglingur hafði drukkið áfengi — gjarnan illa — oftar en 10 sinnum. Þab var einmitt ein af athyglis- verðum niðurstöðum þeirra Sigrún- ar og Kristjönu að viðhorf ungling- anna skipti gríðarlegu máli fyrir áfengisneyslu og hversu mikil hún var. Þær bentu á að meö forvörnum væri hægt að hafa áhrif á þessi viðhorf. Þaö er ugglaust rétt og eðlilegt að slíkt sé reynt meb sem fjölbreytilegust- um hætti. Kjami vandans liggur hins vegar í því að vib- horf unglinganna eru í allt of ríkum mæli Iítið annað en spegilmynd okkar eigin viðhorfa — viðhorfa fullorbna fólksins og foreldranna. Spurningin er því í rauninni sú hvort við höfum ekki öll — þjóðfélagið allt, hib opinbera og foreldrar — veriö allt of jákvæb gagnvart óhóflegri neyslu áfengis og lagt allt of litla rækt vib uppeldishlutverkið hvað þetta varð- ar. Við séum því að súpa seyðið af því með hinni vax- andi neyslu vímuefna sífellt yngri barna. í dag hafa menn áhyggjur af drykkjuskap 10. bekkinga við lok samræmdra prófa. Á næstu árum er yfirlýst ab samræmd próf verði tekin upp í ríkari mæli og þá hjá yngri börn- um. Verður það hlutskipti mitt ab skrifa í Tímann um drykkju 8-10 ára barna eftir nokkur ár? Eins og meö reykingarnar Það þarf því í raun ab koma til almenn hugarfarsbreyt- ing í þjóðfélaginu gagnvart áfengisneyslu. Slík hugarfarsbreyting myndi nánast sjálfkrafa leiða til og styðja hugarfarsbreytingu hjá unglingum. Auk þess er miklu hægt ab stýra með forvörnum og meðvit- aðri stefnumörkun í þessum efnum. Menn hafa fyrir sér dæmin um reykingar þar sem nánast heilu árgangarnir voru reyklausir árum saman. En um leið og menn hættu að sinna málinu tók að síga á ógæfuhliðina og reykingar jukust á ný. Eins er það með áfengið og vímuefnin. Rétt eins og þaö þótti á sínum tíma púkó að reykja, eiga skila- boðin, sem fýlgja forvörnunum núna, að vera að það sé hallærislegt að vera í vímu, en smart aö vera allsgáður. Skátaregla Ingibjargar Á sumardaginn fyrsta talaði Ingibjörg Sólrún um þá skátareglu sem krefur skáta um glaðværð. Sú regla var af- drifarík fyrir hana (og aöra) og vísaði henni á veg sem lá í burtu frá nöldri og tuði og í átt til aðgeröa og breytinga. Það er einmitt sá vegur sem þarf að huga að nú, því það þýðir ekki að nöldra og tuba við unglingana um drykkju. Þá á að hrífa meb í glaðværð til að gera aðra hluti, sem eru hvort tveggja í senn uppbyggilegri og heilbrigöari en að veltast um í unglingafjöld sauðdrukk- inn í miðbænum. Og þá yrði líka vængjaslátturinn við próflok grunnskólanema til þess að þab „hýrnaði yfir landi af þeim fuglasveim". ■ nt>/uid

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.