Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. apríl 1996 7 Norrœn rannsókn á aöstœbum og félagslegri fœrni 10 ára barna sýnir aö hegöunarvandamál eru ekki meiri hér en á hinum Noröurlöndunum: Hafa áhyggjur af ann- ríki foreldra sinna Mikill meirihluti foreldra 10 ára barna er ánægöur meö uppeldisaöferöir og kennslu- hætti kennara bama þeirra. Hegöunarvandamál tíu ára ís- lenskra bama em svipuö og jafnaldra þeirra á Noröurlönd- unum utan Danmerkur þar sem börn viröast eiga viö mun meiri vanda aö etja. Strákar eiga almennt erfiöara upp- dráttar en stúlkur. Dr. Guðrún Kristinsdóttir, kenn- ari og félagsráðgjafi, hefur kynnt fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á daglegum aðstæðum og fé- lagslegri færni barna. Rannsóknin er liður í norrænu verkefni sem nær til tíu ára barna í fimm löndum. íslenska rannsóknin var lögð fyr- ir 200 reykvísk börn og foreldra 500 barna. Einnig voru kennarar barn- anna spurðir. Helsti tilgangur rannsóknarinnar var að kanna félagslega færni tíu ára barna og aðstæður þeirra heima og í skóla. Guðrún Kristinsdóttir segir að fé- lagsleg fæmi sé í könnuninni skil- greind út frá fjómm þáttum, þ.e. hæfileikanum til samvinnu, sjálf- stjórn, ákveðni, þ.e. að geta haft sig í frammi, og því að geta sett sig í spor annarra. „Þetta er ekki aðeins spurning um að hafa færnina heldur einnig ab þau kunni að beita henni og hafi áhuga á að beita henni," segir Guð- rún. Heildarmyndin jákvæð Guðrún segir almennar barna- rannsóknir sýna að félagsleg færni skiptir miklu máli. Krökkum sem hafa haldgóba félagslega færni líður vel, þau aðlaga sig að umhverfi sínu, ráða vel við streitu og mótlæti og eignast auðveldlega vini. Síðast- nefndi þátturinn er ekki síst mikil- vægur til að varna því að börnin lendi í áhættuhópi. Heildarmyndin sem rannsóknin sýnir er nokkuð jákvæð, að mati Guðrúnar. Hún segir börnin al- mennt hafa sterka sjálfsmynd og hafa tileinkað sér félagslega færni. Þó nokkur munur er hins vegar á milli kynjanna að því leyti að stelp- ur koma betur út hvað varðar all- flesta þættina. Þær em færari félags- lega, glima við minni hegðunar- vandamál, hafa betra lundarfar og em jákvæðari gagnvart skólanum. Hegba sér ekki verr en jafnaidrar sínir í rannsókninni var spurt um fjöl- marga þætti sem hafa áhrif á að- stæður barnanna. T.d. var spurt um fjölskyldugerð, tekjur og menntun foreldra, daglegt líf barnanna, upp- vöxt, heilsufar, þroska, vini og tóm- stundaiðkun. Einnig var spurt um breytingar í lífi fjölskyldunnar og bæði foreldrar og börn spurð um áhyggjuefni þeirra. Þá var spurt um ýmsa einstaklingsbundna þætti eins og hegðun, færni í samskipt- um, sjálfsmynd, skapgerð o.fl. Guðrún segir að fyrsm niðurstöð- ur sýni að lítill munur sé á þessum einstaklingsbundnu þáttum á milli Norðurlandanna. „Það sem vekur kannski helst at- hygli hér í þeim samanburði er að hegðunarvandi íslensku krakkanna virðist vera svipaður og jafnaldra þeirra á hinum Norburlöndunum. Það er aðeins Danmörk sem sker sig úr í þessum sambandi en dönsku börnin koma talsvert verr út en hin börnin. Það hefur mikið verið talað um að íslensk börn hegði sér illa en rannsóknin styður það ekki. A.m.k. er mat kennaranna á hegðunar- vanda barnanna svipað í fjórum löndum af fimm." Félagslegar abstæbur tengjast ekki færni Guðrún segir rannsóknina sýna m.a. að börn sem eru gób félagslega eru ekki endilega þau sem eru best námslega, þ.e. félagsleg og námsleg hæfni þarf ekki að fara saman. Fjölskylduaðstæður virðast held- ur ekki þurfa að hafa áhrif á félags- lega færni barna. „Þab er í samræmi við ýmsar er- lendar rannsóknir sem hafa sýnt að sumir krakkar sem alast upp við að- stæbur, sem eru skilgreindar sem erfiðar, geta nýtt sér ýmsa þætti í umhverfinu á jákvæðan hátt. Þeir koma þá í staðinn fyrir þessar erfiðu aðstæður. Þess vegna koma þessar niðurstöbur kannski ekki á óvart." Úrvinnsla rannsóknarinnar er ekki enn komin svo langt að hægt sé að bera félagslegar aöstæður ís- lenskra barna saman við aðstæður barna á hinum Norðurlöndunum. Guðrún telur að sá samanburður komi til með að gefa ýmsar athygl- isverðar upplýsingar. Áhyggjur af annríki foreldra „Það eru vísbendingar í gögnun- um sem verða til þess að maður fer að velta fyrir sér ýmsu varðandi að- búnab barnanna. T.d. er annríki foreldranna það sem börnin hafa mestar áhyggjur af. Foreldrarnir virðast ekki hafa áhyggjur af þroska barnanna eða heilsufari heldur hafa þau mestan áhyggjur af mataræði þeirra og námi." Þrátt fyrir þetta segir Guðrún að foreldrar séu almennt jákvæðir út í skólann og sömu sögu sé að segja af börnunum sjálfum. Um 75% þeirra finnst gaman í skólanum og svipab hlutfall foreldra segist telja að börn- unum líki vel í skólanum. Foreldr- arnir virðast líka nokkuð vel sáttir við uppeldis- og kennsluaöferðir kennaranna. Gubrún segir að svörin sýni að ákveðnum hópi krakkanna líði greinilega ekki nógu vel. „Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvað þessi hópur er stór og komist að því að þetta séu um 5- 10% barnanna. Ef við erum að tala um andlega vanheilsu er hlutfallið aftur komið niður í 1%. Hins vegar hefur um fjórðungur krakkanna fengið sérkennslu í skóla sem er nokkuð hátt hlutfall. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.