Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. maí 1996 Guövarbur Jónsson: Snæfj allastrandarvegur Akveðið hefur verið að breyta Snæfjallastrand- arvegi á kaflanum frá Hvannadalsárbrú að Þverár- brú. Samkvæmt teikningu, sem Vegagerðin hefur lagt fram af fyrirhuguðu vegarstæði á þessu svæði, sýnist mér að ekki sé horft til framtíðar varð- andi möguleika jarðarinnar Rauðamýri til ræktunar á því svæði, sem nýi vegurinn á að liggja um. Rétt er að hafa það í huga að Rauðamýri er sú jörð, sem hef- ur mesta möguleika til sam- felldrar túnræktunar á Langa- dalsströndinni. Ef í hamtíð- inni kæmi upp sú staða að ábúandi jarðarinnar þyrfti á því að halda að nota allt svæð- ið undir túnrækt, þá væri óskemmtilegt að hafa þjóð- veginn í gegnum mitt túnið. Þó að við íslendingar virð- umst aldrei geta eignast ráð- herra nema með einlínuforrit í höfðinu fyrir suðvesturhorn- ið, er ekki ólíklegt að erlendir aðilar, sem búa við land- þrengsli, mengað vatn, loft og jarðveg, renni hýru auga til hinna lítt spilltu íslensku landsgæða. Það gæti verið fremur stutt í þá þróun. Mín skoðun er sú að það eigi að færa veginn, sem liggur fyr- ir ofan túnið á Rauðamýri, um breidd sína inn fyrir túngirð- inguna. Þá væri sá vegarkafli laus við snjóþyngslin í nátt- hagalautinni. Síðan áfram beina stefnu á Þverárbrú, nið- ur yfir Reiðhjalla, Efribjálfa og Söðlaholt. Eða að öðrum kosti fara niður Móagötur, niður fyrir Sláttumó og út Eyjabrekk- ur, út fyrir Neðribjálfa og það- an á brú. Fyrir þá sem vilja varðveita örnefni er kannski rétt að taka það fram að á Reiðhjalla eru tveir melhólar, sem kallaðir eru Barnahólar. Þar eiga að vera grafnir útburðir og heyr- ast frá þeim útburðarvæl, þeg- ar vont veður er í aðsigi. Breytingar á brúm Þegar Hvannadalsárbrúin var byggð, var hún sett á klöppina ofan við Rauðbergs- fljótið og neðan við Rauð- bergsfoss. Þetta var eina svæð- ið sem brúin passaði ekki fyrir, Vib Hellisgjótu íÆöey. Fjœr er Snœfjallaströnd meb Innra-Skaröi fyrir mibju. hún var bæði of stutt og of lág og alveg öruggt að hún færi í kaf í snjó. Hefði brúin verið sett fyrir neðan fljótið, færi hún aldrei í kaf, hæð og lengd hefðu einnig passað. Væri brú- in uppi á fossinum, færi hún heldur ekki í kaf. Þetta vissu heimamenn, en á þá var ekki hlustað. Nú, um sextíu árum síðar, á að setja upphækkun á brúna til þess að hún standi upp úr snjónum. Hvort það leysir vandann veit ég ekki, því þeg- ar áin ryður sig fer jakahröng- lið yfir brúna og eftir hlaupið hafa oftast verið á brúnni VETTVANCUR mannhæðarháir jakar. Ef upp- hækkun verður sett á brúna, má búast við að framrás jak- anna stöðvist á upphækkun- inni, og þá verður annað hvort að gefa sig, upphækkunin á brúnni eba uppfyllingin Tungumegin. Þverárbrúin er líka vanda- mál. Fyrir henni var upphaf- lega mælt þar sem trébrúin var yfir ána, beint á móti melend- anum Nauteyrarmegin, rétt fyrir neðan núverandi brúar- stæði. Þegar farið var að grafa fyrir brúarsökklinum Nauteyr- armegin, kom í ljós að þar var djúp sandkvika og engin tæki til þess að komast á fast. Við þessu höfðu heimamenn var- að, á það var ekki hlustað. Síð- an var fundinn staður sem passaði fyrir teikninguna án breytinga. Afleiðingin vanda- máí. Vonandi búa menn ekki til þriðja vandamálið á þessum rúmlega tveggja kílómetra kafla, með vegarlagningu á milli brúnna. Höfundur er bifreibastjóri. Magnús H. Gíslason: tf Nú er það svart, maður..." Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp um fjármagns- tekjuskatt. Að öðru standa stjórnarflokkarnir, en að hinu formenn stjórnarandstöðu- flokkanna nema Kvennalistans, sem fyrir vikið verður þess heið- urs aðnjótandi að vera kjassaður af leiðarahöfundi Tímans. Fyrir nokkru fóru fram á Al- þingi útvarps- og sjónvarpsum- ræður um þessi frumvörp. Þar var að því vikið af einhverjum ræðumönnum, að með frum- varpi sínu væru flokksformenn- irnir að bregða fæti fyrir frum- varp ríkisstjórnarinnar með þeim afleiðingum, eins og leið- arahöfundur Tímans hefur eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, að „með því að rjúfa þá sátt sem náðst hefur í málinu sé því beinlínis stefnt í hættu að fjár- VETTVANCUR magnstekjuskattur sé lagður á hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. í þeim skilningi væri um hreint skemmdarverk að ræða." Og ekki verður annað séð en að undir þennan vísdóm taki leiðarahöfundur Tímans. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja," var haft eftir Gröndal sáluga. Mér kemur nú í hug það, sem einn orðhagur maður sagði einn síðsumarmorgun er hann leit út um bæjardyrnar og sá að snjóað hafbi um hóttina: „Nú er það svart, maður, allt orðið hvítt." Hvernig má það vera, að mikill meirihluti á Alþingi — stjórnarliðið, og skiptir þá engu máli hvorum megin hryggjar Kvennalistinn liggur — geti ekki komið í gegnum þingið frum- varpi sínu um fjármagnstekju- skatt hvað sem afstöðu minni- hlutans líður? Þá er það „nú orðið svart", ef svo er. Já, það er ekki ofsögum sagt að hún er orðin dularfull, pólit- íkin á íslandi. Ég veit ekki betur en meirihluti hafi hingað til jafnan ráðið för, hvað sem líður múðri minnihluta. Og ég veit ekki betur en um það séu ýmis dæmi frá því þingi, sem nú stendur yfir. Hversvegna gildir það þá ekki einnig um frum- varpið um fjármagnstekjuskatt- inn? Á því hef ég enga skýringu heyrt né séð hingað til. Því langar mig til að biðja einhvem stjórnmálaspekinginn að skýra það fyrir mér — helst á síðum þessa blaðs — hvernig standi á þessu skyndilega getuleysi stjórnarliðsins. Höfundur er fyrrum blabamabur. t: Sigríbur Guöbjartsdóttir: Hugleiðingar um forsetaembættið Astæba þess að ég, penna- löt manneskjan, set nokkur orð á blað er for- ystugrein sem birtist í Tímanum frá 17. apríl sl. um hlutverk for- seta íslands. Ég er sammála því að forseta- embættið hefur notið virðingar með þjóðinni og valist í það færir menn, sem hafa verið þjóðinni til sóma víða um lönd. Aftur á móti er ég algerlega ósammála þeirri skoðun grein- arhöfundar að það ákvæði stjórnarskrárinnar, sem heimil- ar forseta að neita að undirrita lög þótt þau hafi verið sam- þykkt á Alþingi fyrr en þjóðarat- kvæði hefur farið fram um mál- ið, sé marklaust. Ég hef það fyrir satt að Gunn- ar Thoroddsen, einn lögfróðasti maður íslendinga, hafi á sinni tíð átt tillögu um það í stjórnar- skrárnefnd að þetta ákvæði var sett í stjórnarskrána og örugg- lega ekki sem marklaust fjas. Að sjálfsögðu yrði þessu ekki beitt nema við lægju brot á stjórnarskránni, og þá ekki endilega „fortakslaust" brot eins og segir í nefndri forystugrein. Mér virðist augljóst að enginn vafi megi vera á ab ekki sé um stjórnarskrárbrot að ræða og verði hún þá að njóta vafans. Ennfremur er ég því engan veginn sammála að inngrip for- VETTVANCUR seta lýðveldisins í pólitískar deilur myndi eyðileggja þetta embætti. Forseti tekur enga pólitíska af- stöðu með þessu, heldur lætur hann þjóðina um að úrskurða í málinu. Þar sem þjóðinni telst treyst- andi til aö kjósa sér forseta, hlýtur sú sama þjóð að hafa vit og þroska til að taka afstöðu í grafalvarlegu lífsspursmáli, jafn- vel um tilverurétt sinn sem sjálfstæðrar þjóðar í þessu landi. Þeirri skoðun var haldið að þjóðinni þegar hún vildi fá að kjósa um inngöngu í EES, að hún hefði ekki vit til að mynda sér skoðun. Gengu ýmsir ráðherrar þáver- andi stjórnar hart fram í því að halda fram þeirri skoðun og notuðu öll meðul. Ekki sé ég betur en að skörð hafi komið í fullveldið eftir inn- göngu í EES, að nú þurfi að bera flesta hluti undir stjórnkerfi Evrópubandalagsins. Og hvað íslenskar útflutning- svörur snertir, þá virðast Evr- ópuríki oft nokkuð lagin við að beita okkur sínum höftum, a.m.k. landbúnaöarvörur okkar, enda er helsta vonin um út- flutning í Bandaríkjunum. Evrópa er ekki eina vonin um hagstæðan útflutning, enda standa ráðamenn í samningum viðKínverja og Japani og fleiri. Ekki virðist heldur svo friðsælt milli ríkja Evrópu eða allir þar ánægðir með þessi nýju ráð- stjórnarríki. Við skulum vona að stutt- buxnalið krata og sjálfstæðis- manna vitkist áður en þeir eign- ast aðild að stjórnartaumunum eða að þetta Evrópu-ofurvald gliðni sundur áður en þeir, sem standa grátklökkir hér af ílöng- un í þá sælu, fái aðstöðu til að koma okkur í foraðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.