Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 13
Mi5vikudagur 8. maí 1996 13 Framsóknarflokkurinn 26. þing SUF 26. þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldiö á Bifröst í Borgarfirbi dagana 7.-9. júní nk. Nánar auglýst sí&ar. Stjórn SUF Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregib ver&ur í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Velunnarar flokksins eru hvattir til aö greiöa heimsenda gírósebla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 562-4480. Framsóknarflokkurinn Opinn fundur meö Halldóri Ásgrímssyni Halldór Framsóknarfélag Reykjavíkur og Samband ungra framsóknarmanna standa fyrir opnum fundi meb Halldóri Ásgrímssyni mibvikudaginn 8. maí kl. 20.30 á Grand Hótel vib Sigtún. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur Samband ungra framsóknarmanna Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaðar á disíding sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar ereinar 4Ssf& * wnni geta þurft aö bíoa birtingar vegna anna viö innslátt. A EFTIR BOLTA KEMUR BARN, !¦¦¦ "BORGIN OKJCAR OG BÖRNIN f UMFERÐTNNI" JC VÍK LAN DBÚ NAÐARRÁÐU N EYTIÐ Framkvæmda- nefnd búvöru- samninga í samræmi við samning um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1. október 1995, auglýsir Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga styrki til hagræðingar- og vöruþróunar- verkefna í slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Skilafrestur umsókna er annars vegar 20. maí og hins vegar 1. júlí. Nánari upplýsingar og reglur um úthlutun er hægt að fá í landbúnaöarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, sími 5609750 og hjá Bændasamtökum íslands, Bændahöll- inni v/Hagatorg, sími 5630300. ^KRWMW Óska eftir umboosmanni á Akureyri Upplýsingar gefur Baldur Hauksson í síma 462- 7494 og afgreiösla Tímans í síma 563-1600. í Utför Valgeröar Magnúsdóttur Reykjum í Lundarreykjadal sem lést 5. maí, fer fram ao Lundi laugardaginn 11. maí, kl. 2 eftir há- degi. Sigurbur Ásgeirsson, börn, tengdabörn og barnabörn Abdáunin hefur ekki minnkab viö skilnabinn, eins og hér má sjá, þar sem þau rába sér vart fyrir kœti þegar þau takast íhendur. Ástin svo heit að þau skildu Víst er það mótsögn að hertog- inn og hertogaynjan af York, Andrew og Fergie, skildu vegna þess hve heitt Andrew elskar fyrr- um konu sína. Stutt er síðan Andrew tók þessa sársaukafullu ákvörðun og gekk skilnaðurinn í gegn fyrir tæpum tveimur vikum. Um leið setti hann fjárhagsöryggi Fergie fram yfir sína eigin hamingju og þykir hann mesti heiðursmaður fyrir vikið. Andrew gerði sér grein fyrir því að eina leiðin fyrir hertogaynj- una til að komast yfir sæmilega summu, svo hún mætti grynnka á skuldum sínum, var í gegnum skilnaðarsamkomulag. En skuldir hennar eru nálægt hundrað milljónum íslenskra króna, en ekki 300 eins og áður hefur verið haldið fram. Andrew hafði því samband við lögfræðinga og fór fram á skilnað, en útfærslu sam- komulagsins unnu þau Fergie saman á fyrrum heimili þeirra við Sunninghill Park skammt frá Windsor. Eins og málum er nú háttað, munu orðin „yðar hágöfgi" því ekki lengur hljóma í eyrum Fergie, en hún heldur enn titlin- um hertogaynjan af York. Meiri- hluti skilnaðarfjárins verður sett- ur í sjóð handa dætrum þeirra, en Fergie fær í sinn hlut um 50 milljónir (sem að vísu hrökkva ekki til að greiða skuldirnar, en nægja til að róa lánastofnanir). Þrátt fyrir það, samkvæmt fregn- um úr Bretaveldi, þrýsti þessi hógværa og glaðlynda stúlka ekki á um meiri peninga, þar sem hún paPa Beatrice og Eug- enie bera mikla virbingu fyrir föbur sínum. Lýbum hefur lengi verib Ijóst hve vœnt þeim þykir hvort um annab, Andrew og Fergie, og oft hefur Ijósmyndurum tekist ab festa á filmu abdáun Andrews á ástkonu sinni. Hún var reyndar enn eigin- kona hans þegar þessari mynd var smellt af. gerir sér grein fyrir því að Andrew hefur ekki úr miklu að moða. Hann gerir þó sitt besta, borgar hluta af skólagjöldum dætra þeirra og húsaleigukostnaði mæðgnanna, en Fergie leigir íbúö í Kingsbourne fyrir um 150.000 kr. íslenskar á viku. Líklega mun leigukostnaður- inn lækka allverulega, ef mæðg- urnar þekkjast boð hirðarinnar um að búa í hesthúsaröö við Sunninghill Park, sem fyrirhugað er að gera upp. Reyndar stöðvuð- ust framkvæmdir við breyting- arnar þegar Bretadrottning frétti að kostnaðaráætlun væri komin upp í 75 milljónir króna. Breska konungsfjölskyldan sá sér eðli- lega ekki fært að eyða þvílíkri summu í að breyta hesthúsum í mannabústað, enda sjálfsvirðing þeirrar fjölskyldu ekkert í líkingu við sjálfsvirðingu þeirra íslensku eðalteiknikúnstnera, sem leggja sóma sinn ekki að veði fyrir smáaura þegar kemur að endur- bótum á húsnæði þjóðhöfðingja. Hinum bresku arkitektum tókst hins vegar að helminga kostnaðinn og því lítur út fyrir að Sarah, Beatrice og Eugenie verðir nágrannar Andrews á næstunni. Líklega verða þá leynidyr milli hallar og hesthúss, þannig að allt fellur í ljúfa löð: Andrew og Fergie fá að njótast, Fergie heldur frelsi sínu, laus við konunglegar skyldur og 50 milljónum ríkari. Söruh var ekki hlátur íhug daginn sem skilnaburinn komst ígegn og hún var aldrei þessu vant fámál vib Beatrice dóttur sína, þegar hún sótti hana í skólann. I TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.