Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 10
10
Miövikudagur 8. maí 1996
Sýning glæsi-
legra hrossa
Hestadagar norðan- og sunnan-
manna fóru fram í Reiðhöllinni í
Víbidal á föstudag, laugardag og
sunnudag. Samvinna þcssara aöila
í sýningunni skilaöi sér vel og
tókst sýningin meb ágætum. Hún
batnabi meb hverjum deginum
sem leib. J>ab var því ekki ofmælt,
sem sagt var frá í síbustu HESTA-
MÓTUM, ab í vændum væri glajsi-
leg sýning.
Sýningin hófst meb glæsilegu
opnunaratribi Hólanema og var þab
fánareib nemenda af mörgum þjóð-
ernum sem ribu meb sinn fána.
Hólamenn komu síðar fram meb at-
ribi, sem sýndi vinnu þeirra nem-
enda sem nú eru þar í námi, auk þess
sem Framhaldsdeildin sýndi fimiæf-
ingar. Hestarnir, sem komu fram
bæbi í flokki alhliðahesta og klár-
hesta, voru góbir, en mest fannst
mér þó koma til einvígis þeirra Þyts
frá Krossum, sem Höskuldur Jóns-
son sat, og Farsæls frá Arnarhóli,
sem Gylfi Gunnarsson sat. Þarna
voru afburbagæðingar á ferð meb
hreint ótrúlegt rými og eru auk þess
glæsiskepnur. Farsæl komum við til
meb ab sjá á Fjórðungsmótinu í
sumar og hlýtur hann að teljast þar
sigurstranglegur. Sýndir voru tveir
hópar alhliða hryssna og tveir hópar
klárhryssna. Ekki fór á milli mála að
þessir hópar bera ræktuninni gott
vitni.
Fram kom sým'shorn af þróun
reiðmennskunnar gegnum árin og
var þaö skemmtileg túlkun á þeirri
miklu breytingu sem þar hefur átt
sér stað. Unglingar frá Suburlandi
voru með skemmtilega sýningu,
sem sýndi vel færni þeirra.
Margir frábærir vekringar flugu
um sali og stóð Skeiðmannafélagið
fyrir þeirri uppákomu. Þá skemmtu
Siguroddur og Eldur og er það orðið
klassískt skemmtiatriði.
TÍMABIKARINN
afhentur
Eftir hlé á laugardagssýningunni
var TÍMABIKARINN afhentur, en að
þessu sinni kom hann í hlut þeirra
hjóna, Hildar Claessen og Skafta
Steinbjörnssonar á Hafsteinsstöðum
í Skagafirði. Bikarinn er veittur fyrir
hæstdæmda kynbótahross hvers árs.
Þau áttu stóðhestinn Fána, sem var
með hæstu kynbótaeinkunn árib
1995. Nánar verður sagt frá þeirra
ræktun síbar.
Sigurbjörn Bárðarson og Hæring-
ur léku listir sínar við mikinn fögn-
uð, en Sigurbjörn sýndi líka ásamt
einum starfsmanna sinna kerruakst-
ur.
Þá kom fram atriði sem vakti
mikla athygli, en það var sýning á
afkvæmum Flosa frá Brunnum, sem
lést fyrir aldur fram 1989. Þetta voru
glæsileg ganghross, en fríðleikanum
er ekki fyrir að fara. Þau eru bullandi
viljug og hágeng, en aubséb var ab
svo afmarkað rými sem Reiðhöllin
gefur hentaði þeim ekki öllum, vilj-
inn og orkan er svo mikil.
Stó&hestarnir frábærir
Eitt sterkasta atribi sýningarinnar
voru stóðhestarnir. Það var hrein
veisla. Þar komu fram bæði klárhest-
ar og alhliðagæðingar og fóru mik-
inn. Þetta var virkilega skemmtileg
Tíminn fæst í
Hestamanninum
Framvegis verður miðvikudags-
blað Tímans til sölu í Hesta-
manninum, Ármúla 38. ■
kynning og voru starfsmenn Stóð-
hestastöðvarinnar duglegir að mæta
með sína hesta til leiks.
Þá var heiðursverðlaunahesturinn
Hrafn frá Holtsmúla heibraður, 28
vetra gamall, og hlaut hann lárviðar-
krans. Honum fylgdu 5 ættlibir 1.
verðlauna stóðhesta og var það
glæsilegur hópur. Slíkt hefur aldrei
gerst fyrr. Hópurinn sannaði vissu-
lega kynbótagildi föðurins. Reiðhall-
argestir risu úr sætum til ab heibra
þennan aldna höfðingja.
Sýningunni lauk svo með stóð-
hestaeinvígi þar sem þeir voru sam-
an Svartur frá Unalæk, Galsi frá
Sauðárkróki, Oddur frá Selfossi og
Kópur frá Mykjunesi. Þetta voru lok-
in á veislunni.
Sunnlendingar og Norblendingar
eiga þakkir skildar fyrir góba sýn-
ingu og þá ekki síst sýningarstjórinn
Sigurbur Marínusson. Þulir voru Sig-
urbur Sæmundsson og Sveinbjörn
Hjónin á Hafsteinsstööum í Skagafiröi, Hildur og Skafti, hlutu TÍMABIKARINN.
Eyjólfsson og skiluðu sínu hlutverki
vel.
Þessa helgi hafa komib milli 5 og 6
þúsundir manna í Reiðhöllina og á
Stóðhestastöðina. Fullyrba má að
enginn atburbur á íslandi dregur til
sín fleira fólk en sýningar á íslenska
gæðingnum. Spyrja má hvort ekki
verði að gera þá kröfu til sjónvarps-
stöðvanna að þær geri íslenska hest-
inum og hestamennskunni betri skil
en verið hefur. Um 30 þúsund
manns stunda hestamennsku og
áhugi fyrir slíku sjónvarpsefni er
mikill. ■
Gó& sýning sem fór vel fram
Arleg sýning á Stóbhestastöbinni
fór fram á laugardaginn eins og
ætlab var. Ab venju sóttu margir
stöbina heim og skiptu þeir þús-
undum. Því hefur ekki verib of-
mælt þab, sem sagt hefur verib
um auglýsingagildi stöbvarinnar,
ekki síst fyrir stóbhestana sem
koma utan af landi.
Dagskráin hófst meb hópreið fé-
laga úr Hestamannafélaginu Geysi.
Hrafnkell Karlsson, formabur
stjórnar Stöðvarinnar, flutti ávarps-
orb og þakkir til starfsmanna. Þá
flutti Guðmundur Bjarnason land-
búnaðarrábherra ávarp og lét hann í
ljós vonir um ab finna mætti rekstr-
arabila að stöðinni til frambúðar.
Galsi yfir 9 fyrir hæfileika
Hæsta dóm fyrir hæfileika hlaut
Galsi frá Sauðárkróki 9,01 og er
hann þribji stóbhesturinn sem fer
yfir 9 í meðaltalseinkunn fyrir hæfi-
leika. Galsi er gríðarlega góður hest-
ur og er það brokkið og skeibib sem
eru hans sterkustu hlibar. Töltið er
síbra og má segja að þar sé kannski
fullgefið. Galsi fékk fyrir byggingu
7.87 og eru það sem fyrr fætur sem
standa lágt. Abaleinkunn hans var
8,44 og verður spennandi að sjá
hvort einhver hestur brýtur þann
múr í sumar. Galsi er móálóttur,
undan Ófeigi frá Flugumýri og
Gnótt frá Saubárkróki og fæddur hjá
Sveini Guðmundssyni.
Annar í 6 v. hópnum var Hjörvar
frá Ketilsstööum, sem fékk líka
prýðilega einkunn fyrir hæfileika
8,81, þar af 10 fyrir skeib sem hann
á vissulega. Hann fær 8,5 fyrir tölt,
þ.e. sömu einkunn og Galsi, en þar
finnst mér eigi að vera munur á, því
tölt Hjörvars er betra. Hjörvar er
eins og fleiri frændur hans með
slaka byggingareinkunn, 7,80.
Hjörvar hlaut í abaleinkunn 8,30.
Hjörvar er svartur, undan Otri frá
Sauðárkróki og gæbingshryssunni
Hugmynd frá Ketilsstöbum.
Þriðji hesturinn í þessum flokki
var Asi, rauðnösóttur, Feykissonur
frá Kálfholti, sem er nú með 8,23 í
abaleinkunn. Galdur, svartur frá
Laugarvatni er afar jafn bæbi í bygg-
ingu og fyrir hæfileika, meb aðal-
einkunn 8,22. Hann er undan Stíg-
anda frá Sauðárkróki og Glímu frá
Laugarvatni.
Þrír næstu hestar fengu 8,20. Ask-
ur frá Keldudal, brúntvístjörnóttur,
er feikna ganghestur meb 8,57 fyrir
hæfileika, en slakari í byggingu meb
7,83. Askur fær í abaleinkunn 8,20.
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
Askur er undan heiðursverðlauna-
foreldrum, þeim Þætti frá Kirkjubæ
og Nös frá Stokkhólma.
Hrynjandi, rauðblesóttur frá
Hrepphólum, undan Stíganda frá
Sauðárkróki og Von frá Hrepphól-
um, fékk líka 8,20 í aöaleinkunn.
Hann er skeiðlaus, en fékk samt
8,17 fyrir hæfileika, sem er mjög
gott. Fyrir byggingu fékk hann 8,23.
Hrossaræktarsamband Suburlands á
Hrynjanda.
Þorri, svartur —— —' ■
frá Þúfu, náði
tæplega því sem
vænst var, og var
nú lækkaður
mikið í bygg-
ingu, úr 8,40 í
8,25. Hann hlaut
í abaleinkunn
8,20. Þinur frá
Laugarvatni,
dökkjarpur jafngóbur hestur, fékk
8,04 í aðaleinkunn.
Alls komu 21 hestur í þessum ald-
ursflokki í dóm og má segja að mik-
ill meirihluti þeirra, sem ekki hafa
verib nefndir hér, eigi lítið erindi
sem kynbótahestar.
Stö&varhestar efstir í 5 v.
flokki
í flokki 5 v. hesta komu stöbvar-
hestarnir best út, eins og oft áður.
Þrír efstu voru af stöðinni. Þar var
efstur Kormákur, jarpur frá Flugu-
mýri II, undan Kveik frá Miðsitju og
Kolskör frá Gunnarsholti. Báðir for-
eldrarnir eru miklir gæðingar og
sýnir þessi hestur hvers má vænta,
þegar vel er valið saman. Kormákur
hlaut fyrir byggingu 8,19 og fyrir
hæfileika 8,30, abaleinkunn 8,24.
Þetta er mjög góður dómur á 5 v.
fola og þab mælir sérstaklega með
honum hve jafn hann er í einkunn-
um.
Annar í röð var Valberg frá Arnar-
stöbum í Flóa. Hann er undan Gassa
frá Vorsabæ II og Kolfinnu frá Arn-
arstöðum. Valberg fékk eins og Kor-
mákur jafnar einkunnir: bygging
8,21 og hæfileikar 8,12, abalein-
kunn 8,16. Valberg var tekinn sem
............... dæmi um mik-
inn fríðleika, en
hann fékk 9 fyrir
höfuð og 9 fyrir
bak og lend.
Þribji hestur-
inn var Glaður
frá Hólabaki í
Sveinsstaða-
hreppi. Hann er
undan Garbi frá
Litla-Garði og Lýsu frá Hólabaki.
Þetta er vel gerður hestur með 8,18
fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfi-
leika, aðaleinkunn 8,12. Væntan-
lega kemur hann til með að bæta
hrossastofninn í Húnavatnssýslu.
Næstur var Jarl frá Búðardal, son-
ur Kolfinns frá Kjarnholtum og
Rispu frá Búðardal. Hann hlaut fyrir
byggingu 7,74, en fyrir hæfileika
8.44; aðaleinkunn 8,09. Jarl er
feikna ganghestur meb mikinn fóta-
burð, en bygging hans er heldur
slök.
Margir fleiri spennandi hestar
voru í þessum flokki. Má þar nefna
Hrók frá Glúmsstöbum, Ögra frá
Sauöárkróki, Sprota frá Hæli, Galsa
frá Ytri-Skógum og Eld frá Súluholti.
Galsi fannst mér einna besti tölt-
arinn sem fram kom í Gunnarsholti
- -» -v,
. : \ ' - .*
' - #'7» ^1/v. -
______
Roöi frá Múla, mjög efnilegur unghestur. Knapi Daníel jónsson.
að þessu sinni. Hann hækkaði mik-
ib í byggingu, úr 7,63 í 8,09. Þetta
sýnir að ekki má dæma 4ra v. fola úr
leik, þó þeir dæmist ekki vel í bygg-
ingu, því þeir eiga margir eftir ab
þroskast mikib. í HESTAMÓTUM í
fyrra var fundið að byggingardómi á
Galsa. Nítján hestar í þessum flokki
voru fulldæmdir og er þar margt
eigulegra hesta, þó þeirra sé ekki
getið hér.
Húnvetnskir hestar efstir
í 4ra v. flokknum
í 4ra v. hópnum stóðu efstir tveir
Orrasynir. Roði frá Múla í V.-Hún.
var efstur. Móðir hans er Litla-
Þruma undan Gusti 923. Roöi er
skeiblaus, en náði þó 7,98 í aðalein-
kunn, sem er frábært hjá svo ungum
hesti. Þetta er bráðfallegur hestur
með 8,10 fyrir byggingu.
Hinn Orrasonurinn er líka mjög
efnilegur foli, Skorri frá Blönduósi.
Hann hlaut í aðaleinkunn 7,85, þar
af 7,94 fyrir byggingu. Móðir Skorra
er af miklu tölthestakyni frá Eiríks-
stöðum í Svartárdal. Bábir þessir fol-
ar eiga mikla framtíb fyrir sér og
sýna Húnvetningum líka hvers þeir
geta vænst, ef mæðurnar eru góðar.
Þriðji hesturinn var Piltssonurinn
Heljar frá Gullberastöðum. Móðirin
er Helena frá Skarði II í Borgarfirði.
Þetta er bráðvelgerður foli með 8,10
fyrir byggingu. í aðaleinkunn hlaut
hann 7,82. Ellefu folar 4ra v. fengu
fullnaðardóm og átta til viðbótar
voru byggingardæmdir. Þar stób
efstur Gljái Viðarsson frá Hrafnkels-
stöðum í Hrunamannahreppi með
8,05.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
veitti verðlaun sem endranær.
Þorkell hei&ra&ur
Þá voru sýndir stóbhestar Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands og var
það glæsileg sýning. Það er aubséð
aö sambandið býr nú yfir miklum
hestakosti og sú ákvörðun að hafa
hestana í þjálfun á Stóðhestastöð-
inni og kynna þá vib þetta tækifæri
var hárrétt.
í lok sýningarinnar var Þorkell
Bjarnason heiðraður. Flutti Sigur-
geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
BÍ, honum þakkir fyrir hönd
Bændasamtaka íslands fyrir vel
unnin störf og færði honum vegleg-
an minjagrip.
Framhald á Stóðhestum FM '96
og Vítahring hrossaræktar verður í
næstu HESTAMÓTUM. ■