Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 8
Miovikudagur 8. maí 1996 Ahrifamesti leibtogi þarlendra blökku- manna og fylgis- menn hans velja gyö- ingum hin verstu orö og abrir hvítir menn segja fátt vib því Andúö á gyöingum, sem á mörgum tungumálum hefur síðan á 19. öld ver- iö kölluð antisemítismi (vegna semísks uppruna gyöinga), er um þessar mundir e.t.v. meiri í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr í sögu þess lands. Þess gætir mest af hálfu blökkumanna. Sumt af því sem talsmenn íslams- þjóðar (Nation of Islam), „rót- tækra" íslamskra blökkumanna- samtaka bandarískra, segja nú um gyðinga er þesskonar að ætla mætti að þeir sæktu innblástur til Juliusar Streicher. „Blóösugur" og „hvítir kakkalakkar" Louis Farrakhan, leiðtogi sam- taka þessara, er nú að áliti margra áhrifamestur svartra stjórnmála- manna þarlendis. Það þótti sýna sig er hann safnaði um milljón manns (að sumra heimilda sögn) saman á útifund í Washington 16. október í fyrra. ískyggilegur vitnisburður um áhrif Farrakhans þykir vera að margir svartir stjórnmálamenn og menntamenn, sem teljast til þess sem kallað er „mainstream" (er þýðir aö þeir séu talsmenn viðhorfa sem ríkjandi séu hjá flestum), styðja Farrakhan að vissu marki eða hliðra sér a.m.k. hjá því að ganga í berhögg við hann. Colin Powell er þar ekki undanskilinn. Þetta er tek- ið sem vottur þess að Farrakhan hafi verulega samúð meðal blökku- manna almennt. Ýmsir málsmetandi gyðingar bandarískir segja sem svo að nú sé „hægt að segja um gyðinga ýmis- legt, sem hefði verið óhugsandi fyr- ir aðeins fimm árum." Farrakhan kallar gyðinga „blóösugur", kennir þeim um þrælaverslunina fyrr á tíð og Nation of Islam dreifir gamla falsritinu „Prótókolli síonsvitringa" í Bandaríkjunum. Talsmaður Far- rakhans, Khalid Abdul Muhammad að nafni, kallaði gyðinga opinber- lega „hvíta kakkalakka". Því er haldið fram í þessu sam- hengi að í réttindabaráttunni á 7. áratugnum hafi gyðingar og blökkumenn verið bandamenn. Margir gyðingar voru þar framar- lega og mikið var um að lögfræð- ingar gyðingaættar tækju að sér málsvörn fyrir réttindabaráttu- menn úr röðum blökkumanna. Hæpið mundi að vísu að fullyrða að bandarískir gyðingar hafi sætt mjög grófu misrétti fyrir þá tíð, en að sögn manna úr röðum þeirra sjálfra var þá mikið um að þeim væri í raun bannaöur aðgangur að vissum hótelum og háskólum og haldið ut- an vissra fyrirtækja. Þessháttar er nú að mestu horfið og gyðingar eru nú líklega áhrifameiri í efnahags- og fjármálum, menntamálum og stjórnmálum Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Ætla má að þau áhrif séu allnokkru meiri en sem svarar fjölda bandarískra gyöinga, sem eru um 5 1/2 milljón. Auk ann- ars eru þeir sterkir í fjölmiðlum og útgáfustarfsemi og allir virðast sam- mála um að þeir ráði miklu í Holly- wood. „Hvítir mótmælendur drottna ekki lengur..." Með hliðsjón af réttindabarátt- unni gætir mikilla vonbrigða meðal gyðinga vegna antisemítisma Farrakhan eftir„milljón manna gönguna" til Washington: margir abrir forystumenn blökkumanna stybja hann eba ganga a.m.k. ekki íberhögg vib hann. Antisemítismi í Bandaríkjunum BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON blökkumanna. Gyöingar eru áfram, þrátt fyrir sitt ísrael, þjóð í dreif- ingu, og því fylgir að „fjölmenning- arstefna" („múltikúltúralismi") sú, sem ríkjandi hefur verið á Vestur- löndum undanfarna hálfa öld og vinnur á móti þjóðernishyggju (annarra en minnihluta), er gyðing- um að líkindum almennt að skapi. Ætla má að þeir hafi almennt stuðl- að að framgangi þeirrar stefnu í Bandaríkjunum (sem víðar) og að sókn hennar eigi sinn þátt í aukn- um áhrifum þeirra þar. Á þeim vett- vangi kunna sumir þeirra að hafa jacobson: antisemítisminn á leib- inni inn í„mainstream". reiknað nokkuð ákveðið með blökkumönnum sem bandamönn- um til frambúðar. Blökkumönnum flnnst hins veg- ar, nokkuð almennt að því er virð- ist, að á meðan gyðingar hafi fleytt rjómann ofan af því sem hafðist upp úr réttindabaráttunni hafi hag- ur blökkumanna lítt eða ekki batn- að. Engilsaxneskir Bandaríkjamenn (evrópskættað fól'k kristið með eng- ilsaxneska menningu) taka yfirleitt ekki áberandi undir antisemítisma blökkumanna, en andmæla honum ekki mikið heldur. Meðal þeirra engilsaxnesku er ólga, ekki síst vegna verulegrar kjararýrnunar drjúgs hluta hvítu millistéttarinnar. En í því sambandi er varla óraun- hæft að hafa í huga að sókn „múlti- kúltúralismans" hefur óhjákvæmi- lega þýtt að völd og áhrif engilsax- neskra landsmanna hafa hlutfalls- lega minnkað. Þeím hefur og síð- ustu áratugi fækkað verulega í hlut- falli við heildaríbúafjöldann. Arthur Herzberg, rabbíni þar- lendur og lengi í forystu World Jew- ish Congress, segir með velþóknun að engin þjóð hafi komist nær því að gera hugsjón múltikúltúralism- ans að veruleika en sú bandaríska. „Hvítir mótmælendur drottna ekki lengur yfir Bandaríkjunum." „Lamaöir af hræöslu..." Herzberg og fleiri málsmetandi gyðingar bandarískir telja með hlið- sjón af þessu að antisemítisminn sé einnig í vexti meðal hvítra manna, þótt þeir fari lægra með hann en blökkumenn gera. Ken Jacobson, aðstoðarframkvæmdastjóri gyð- ingasamtakanna Anti-Defamation League (ADL), segir antisemítis- mann vera að færast inn í „main- stream" samfélagsins. Ljóst virðist að Bandaríkjamenn séu yfirleitt sundraðri og ráðvilltari en löngum fyrr, m.a vegna tak- markaðs samlyndis milli kynþátta og þjóðernishópa og óánægju margra, bæði hvítra og svartra, með gang mála í samfélaginu síðustu áratugi. Undir þeim kringumstæð- um þarf e.t.v. ekki að koma með öllu á óvart að leitað sé ákaft að óvinarímyndum og að þá beinist spjótin að gyðingum, vegna mikilla og áberandi áhrifa þeirra á mörgum sviðum. Amos Perlmutter, gyöingaættar og prófessor í stjórnmálavísindum við American University í Washing- ton, segir að hvítir menn séu „lam- aðir af hræðslu" við Farrakhan og blökkumenn og æmti því ekki eða skræmti gegn þeim. í ferð til Teher- an nýlega sagði Farrakhan, að Guð myndi auðsýna múslímum þann heiður að koma Bandaríkjunum á kné. Þessi ummæli áhrifamesta for- ingja bandarískra blökkumanna kunna að vera tekin sem hótun um að snúa þeim sem heild gegn Bandaríkjum hvítra manna og á band róttækari aðila íslamsheims. Með hliðsjón af þeirri hótun kann sumum hvítum mönnum að þykja betra en ekki að Farrakhan skuli enn sem komið er beina ofsa sínum fyrst og fremst gegn gyðingum, frekar en hvítum mönnum yfirleitt. Illindi milli kynþátta: gybingur og blökkumenn íBrooklyn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.