Tíminn - 08.05.1996, Side 11

Tíminn - 08.05.1996, Side 11
Miövikudagur 8. maí 1996 11 Hvers vegna dreg- ur úr hagvexti í Bandaríkjunum? The End of Affluence, eftir Jeffrey C. Madrick. Random House, 223 bls., S 22,00. í ritdómi í Foreign Affairs, janúar- febrúarhefti 1996 (75. árg., nr. 1), sagði: „Þáverandi prófessor í hag- fræði við Stanford-háskóla, Paul Krugman, birti 1990 ágætt inn- gangsrit um stefnumörkun í bandarískum efnahagsmálum, sem hann nefndi 77ie Age ofDim- inished Expectation (Tíma minnk- andi væntinga). í því hélt hann fram, aö mesta vandamál Banda- ríkjanna væri það, að úr langtíma hagvexti drægi. Að vanda varð Krugman ekki hált á hagfræðinni, en honum skeikar í lýsingu sinni á hugarástandi Bandaríkjamanna í upphafi tíunda áratugarins." „I The End of Affluence (Enda- lokum velmegunar) fetar Jeffrey G. Madrick í fótspor Kmgmans og segir glögglega frá efnahagslegum vanda Bandaríkjanna og styðst kyrfilega við heimildir. Heldur Madrick því fram, að í Bandaríkj- unum sé hafið nýtt tímaskeið hægs hagvaxtar, sem kalli á breytt hugarfar. ... í meira en öld eftir Þrælastríðið óx landsframleiðsla Bandaríkjanna um 3,4% á ári að meðaltali. Síðustu tvo áratugi hef- ur vöxtur hennar verið nær heilu prósentustigi minni. Hagvöxtur- inn var í meira en öld fram knú- inn af um 2% aukningu afkasta verkamanna á ári, sem af hlaust áþekk aukning raunverulegra launa þeirra. ... Fyrir verkan vaxtavaxta tvöfölduðust raun- veruleg laun þeirra hver og ein 35 þessara ára, og í meira en öld var þannig hverri kynslóö búin tvö- falt meiri velmegun en hinni undanfarandi." „... þessi árangur mótaði líka viðhorf Bandaríkjamanna til fá- tækra. í hagkerfi tækifæranna, þar sem iðni og vinnusemi er umbun vís, varö það trú manna að þeir, sem útundan verða, geti aðeins sjálfum sér um kennt." „En frá öndverðum níunda ára- tugnum hafa Bandaríkjamenn verið að vakna upp við vondan draum. Framleiðni eykst liðlega helmingi minna en áður.... Ef 2% árleg aukning raunverulegra launa hefði haldist frá 1973, væru laun ab meðaltali þribjungi hærri en þau eru nú. ... Að baki þessa leynist önnur athyglisverð fram- vinda: vaxandi launamunur. Að- eins í tekjuhæsta fimmtungnum hafa raunveruleg laun fjölskyldna vaxið. Og þá hefur fram komin hækkun launa verið á meðal þeirra, sem háskólamenntun hafa hlotið. Laun verkamanna, sem gengið hafa í gagnfræðaskóla eða aöeins í barnaskóla, hafa beinlín- is lækkab." „Þessu hafa tæknilegar breyt- ingar valdib og alþjóðleg sam- keppni, að Madrick álítur. Undir hagvexti á blómaskeiðinu stóð fjöldaframleibsla í sjálfu sér nógu hagkerfi með stóran innlendan markað. Á nýja skeiðinu er búið vib tilhögun sveigjanlegrar fram- leiðslu í hagkerfi með uppskipta markaöi. Viðvarandi og fyrirsjá- anleg aukning framleibni spratt áður upp af stööluðum aðferbum við fjöldaframleiðslu í sívaxandi umfangi. Á hinu nýja skeiði verð- ur síður ávinningur hafður af vax- andi fjöldaframleiðslu. Við sveigj- anlega framleiðslu er kostur á vaxandi fjölbreytni varnings og þjónustu. Hún skapar litlum fyrir- tækjum tækifæri til að leggja til syllna á markaðnum og dregur úr samkeppnisyfirburðum stórra fyr- irtækja." Lausafé einstaklinga Fjármunir einstaklinga á pen- ingamörkuðum — að mestu leyti í verðbréfum einhvers kon- ar — nema nú næstum $ 10.000 milljörðum að mati Chase Man- hattan Private Bank, að Europe- an 11.-17. apríl 1996 skýrði frá. Þeir fjármunir heimamanna nema í Bandaríkjunum um $ 3.500 milljörðum, í öðrum löndum um $ 4.000 milljörð- um, en utan lands eigenda nema þeir um $ 2.100 milljörð- um. — í heimi öllum munu 2,6 milljónir manna hafa $ 1 millj- ón eða meira í lausafé. Af þeim $ 2.100 milljörðum, sem eru ut- an heimalands eigenda, koma $ 1.000 milljarðar frá Evrópu og Austurlöndum nær, $ 650 millj- arðar frá Asíu og Kyrrahafssvæð- inu, $ 350 milljarbar frá Suður- Ameríku. Af þessum fjármunum utan heimalands er um 60% haldið í Evrópu (og þá 35% í Sviss, 15% á Bretlandi, 6% á Ermarsundseyjum, 6% í Lúxem- borg), um 10% hjá fésýslustofn- unum á Karíbahafi og um 5% í Hong Kong. Mishátt lágmark setja bankar við fjármunum ein- staklinga, sem þeir taka til um- sýslu. Á meðal stórbanka mun það hvað lægst í Lloyds Bank á Bretlandi, £ 75.000, en hjá Barclays Private Bank er það £ 1 milljón og í Chase Manhattan Private Bank um $ 1 milljón. Hjá ýmsum fésýslustofnunum er lágmarkið lægra, t.d. £ 50.000 hjá Rea Brothers á Guernsey. Kaþólska kirkjan á Norðurlöndum Það varð til þó nokkur flóra af sér- stimplum um árið þegar Jóhannes Páll II. páfi heimsótti Norburlönd- in. Að vísu taldi ekkert þeirra sér fært að minnast heimsóknarinnar með því að gefa út frímerki, sem selst hefðu til fjölda kaþólskra landa fyrir miljónir, en þar er nú ab verða breyting á. Ólafur helgi Noregskonungur er, jafnframt því að vera verndar- dýrlingur Noregs, einnig verndar- dýrlingur Færeyja og Álandseyja. Þessar eyjar minntust hans báðar árið 1995, með samútgáfu, sem sæfara og trúboða, auk þess að hann var verndardýrlingur þeirra. Myndefni merkisins er stytta af Ólafi helga og heimshlutakort er sýnir bæði Áland og Færeyjar, sem eru í rauðum lit. Martin Mörck vann bæði frímerkin. Um síðustu jól slógu svo Færeyj- ar í gegn meb fallegum frímerkjum af kaþólsku kirkjunni í Höfn. Þarna er um að ræða mynd á öðru frímerkinu, sem sýnir kirkjuna séba frá stöpli og inngangi. Hitt frímerkið ber mynd af glerlista- verki í kirkjunni. Þá er einnig gefið út hefti með fimm stykkjum af hvoru frímerki, sem eru að verð- gildi fjórar krónur hvort. Er það með forsíðumynd af kirkjunni og einnig af merki færeyska póstsins. Þá voru auk þessa gefin út tvö póstkort, hvort um sig með mynd- efni frímerkis úr samstæðunni. Ólafur konungur sendi færeyska höfðingjann Sigurð Brestisson til að skíra fólk og kenna því kristna trú, árið 999 að taliö er. Kallaöi hann Færeyinga saman og birti þeim boðskap sinn og Ólafs. Þarna var um að ræða rómversk-kaþólska trú. Árið ellefu hundruð verða svo Færeyjar biskupsdæmi og árið ell- jólafrímerkin í Fœreyjum 1995. efu hundruð og ellefu kemur fyrsti biskupinn, sem sest að í Kirkjubæ. Næstu 400 árin sátu þar samtals 34 kaþólskir biskupar, sá er síðastur var þar var Ámundur Ólafsson, sem sat á stóli fram til 1538. Kristján III. hafði leyst upp norska ríkisráðið árið 1535 og gjört Noreg og Færeyjar að hluta danska ríkisins. Það var svo árið 1537 að konungurinn ákvað að siðaskiptin skyldu einnig ná til þessara hluta ríkisins. Var þá gamla biskupssætið niðurlagt og prestaskólinn er fylgdi því. Kon- ungur tók eignarnámi allt góss kirkjunnar, lönd og lausa aura og alla gripi. Auk alls þessa var svo kirkjumálið framvegis danska. Eftir að trúfrelsi var lögfest, árið 1849, var svo reynt á ný að hefja kaþólskt safnaðarstarf í Færeyjum. Þá kom þangað prestur frá Bayern, sem Bauer hét, árið 1857 og reisti hann kirkju í „Rættará" í Þórs- höfn, en ekki voru margir safnað- armeðlimir. Þegar hann yfirgaf Færeyjar árið 1880, tók enginn við og kirkjan lá í óhiröu. Það var svo ekki fyrr en árið 1931, að tveir nýútskrifaðir prestar tóku að sér að endurvekja trúbob í Færeyjum. Þeir séra Boekenogen og séra King. Þá var vígð lítil kirkja í húsi, sem Fransiskanasysturnar reistu, 23. maí 1931. Þar komu gamlir Færeyingar til kirkju, sem ábur sóttu kirkju hjá séra Bauer í æsku sinni. Þessi litla kirkja í Bringsnagötu varð brátt of lítil. Þá létu systurnar Forsíöa frímerkjaheftisins. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON reisa skóla og kirkju og var Maríu- kirkjan vígð árið 1933. Maríukirkjan, sem nú er í Höfn og mynd er af á frímerkinu og frí- merkjaheftinu, er jafnframt klaust- urkirkja systranna á sama hátt og kaþólska kirkjan í Stykkishólmi. Arkitekt þessarar kirkju var Árni Winther og glerlistaverkin eru eft- ir Þránd Patursson, bæði í glugg- um og altaristöflu. Glermósaíkin vib inngang kirkjunnar er svo gerð af Sven Havsteen Mikkelsen. Per æa Hadd vann frímerkin tvö og heftið. Einnig gaf pósturinn út tvö póstkort og ennfremur var hið opinbera jólakort færeyska pósts- ins með mynd kirkjunnar á sl. ári. Frímerkin meb myndum Ólafs helga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.