Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 6
Þriöjudagur 21. maí 1996 Jón Baldvin greinir krötum á Norburlandi frá sameiningarhugmynd- um jafnabarmanna: Kosningabandalag um eina stefnuskrá Sameining íslenskra jafnabar- manna í eina öfluga hreyf- ingu á aö felast í myndun kosningabandalags um sam- eiginlega stefnuskrá í næstu alþingiskosningum, sagbi Jón Baldvin Hannibalsson, for- mabur Alþýbuflokksins, á kjördæmisþingi á Norbur- landi nýlega. Jón segir ab markmibib ætti ab vera ab þingflokkur kosningabanda- lagsins ætri ab minnsta kosti ab verba sá næststærsti á þingi. Alþýbuflokkur, Alþýbu- bandalag og Þjóbvaki væru sammála um meginstefnuna, einkum yngri kynslóbin. Gömlu ágreiningsmálin væru flest gufub upp. Jón Baldvin tók sérstaklega fram að afstaöa Alþýðuflokksins til Evrópusambandsins yrði engin hindrun í veginum, enda þótt flokkurinn hvikaði í engu frá langtímastefnu sinni í þessu máli, stefnu sem hann kvaðst sannfærður um að myndi með tímanum sjálfkrafa híjóta auk- inn stuðning, vegna þess ein- faldlega að hún væri skynsam- leg og rétt. Stjórnmálaályktun Norður- landskrata var harðorð í garð núverandi ríkisstjórnar, sem þeir segja vera samstarf „tveggja dínósára íslenskra stjórnmála", sem jafngildi afturhaldi eða í besta falli kyrrstöðu. Kvartað er undan hugmynda- og ráðaleysi ríkisstjórnarflokkanna og úreltri og skaðlegri hagsmunagæslu í þágu fárra útvalinna, þrátt fyrir girnileg loforð fyrir kosningar. „Hið rétta andlit Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka hefur kom- Össur Skarphébinsson. Ögmundur jónasson. Össur og Ögmundur vilja leyfa rjólið Össur Skarphébinsson og Ög- mundur Jónasson vilja leyfa notkun munntóbaks. Þab kemur fram í breytingartil- lögu, sem þeir hafa flutt vib frumvarp til tóbaksvarnalaga á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu á að banna notkun munntóbaks, en það er í samræmi við reglur sem gilda á svæði Evrópubandalags- ins um tóbaksnotkun. Þeir Öss- ur og Ögmundur telja hinsvegar ástæðulaust að leiða slíkt bann í lög hér á landi. Bæði sé um til- tölulega litla notkun munntób- aks ab ræða og í banninu felist einnig skerðing á mannréttind- um. Steingrímur J. Sigfússon styður tillögu þeirra Össurar og Ögmundar og sagði að sér finn- ist allt í lagi að leyfa þeim fáu, sem enn noti þessa tóbaksvöru, að gera það áfram. -ÞI ið skýrt í ljós á síðustu vikum í fautalegri aðför þeirra að rétt- indum vinnandi fólks — eftir pöntun frá Vinnuveitendasam- bandinu — og fáránlegum hug- myndum þeirra um fjármagns- tekjuskatt, sem myndi gera þá ríku auðugri, en reyta aurana af smásparendum," segir í ályktun kj ördæmisþingsins. í ályktuninni segir að nú rofi til eftir fimm mögur ár, en þar gæti verka Alþýðuflokksins meðan hann sat í ríkisstjórn. Brýn verkefni blasa þó enn við, segir í ályktuninni: Lækkun vaxta og uppstokkun skattkerf- isins í þágu skuldugra fjöl- skyldna. Ranglát tekjuskipting og stöðug tilfærsla þjóðarauðs- ins í hendur þeirra, sem mest áttu fyrir, er óþolandi og hana verður að stöðva. Þjóðin þarf að taka yfirráðin yfir verðmætustu þjóðareigninni, auðlindinni í hafinu umhverfis landið. Formaður kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Norðurlandi er Finnur Birgisson. -JBP Norskir farmenn á 60-70% hœrri launum en íslenskir: Vantar alstaðar vélstjóra „Þab er alstabar skortur á vélstjórum og ekkert at- vinnuleysi hjá þeim á Norburlöndum, enda um- frameftirspurn eftir fólki úr þessari stétt," segir Helgi Laxdal, formabur Vélstjórafélags íslands. Hann segir að þrátt fyrir þessa jákvæðu stöðu, sem er í atvinnumálum vélstjóra bæði hérlendis og á öðrum Norðurlöndum, þá hafi það vakið athygli að laun vél- stjóra á norskum farskipum munu vera allt að 60-70% hærri en þau laun, sem ís- lenskir starfsbræður þeirra á kaupskipaflotanum fá. -grh Afli fyrstu fjóra mánuöi ársins 23% meiri en á sama tíma í fyrra: Verömæti afla jókst um 6,5% Heildaraflinn fyrstu fjóra mánubi ársins nemur um 908 þúsund tonnum, eba 23% meiri en á sama tíma í fyrra. Verbmæti aflans nemur um 19,5 miljörbum króna, sem er 6,5% aukning frá fyrra ári. Á þessu tímabili nemur verb- mæti botnfiskaflans um 12,1 miljarbi króna á móti 12,5 miljörbum á sama tima í fyrra, sem er samdráttur um tæp 3%. Aftur á móti jókst verbmæti lobnu um 67% eba úr 2,3 miljörbum kr. í 3,8 mil- jarba kr. og samtals jókst verb- mæti síldar og lobnu um helming, eba úr 2,7 miljörb- um kr. í 4 miljarba í ár. Heildarafli þab sem af er fisk- veiðiársins er um 1282 þúsund tonn, sem er 22% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mestu munar um síld og loðnu, en afli þessara tegunda jókst um þriðj- ung frá sama tíma í fyrra. Botn- fiskafli er svipaður á milli tíma- bila, eða 306 þúsund tonn á móti 304 þúsund tonnum í fyrra. Þetta kemur m.a. fram í bráðabirgbatölum um fiskafl- ann í Útvegstölum fyrir apríl- mánuð. Þar kemur fram að aukning varð í þorsk og steinbít mibað við sama mánuð í fyrra, en samdrátrur í veiðum á öðr- um fisktegundum. Sé hinsvegar aflinn fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs borin saman vib sama tímabil í fyrra, þá hefur þorskaflinn auk- ist um tæp 16%, eba úr 60 þús. tonnum í 70 þús. tonn. Ýsuafli dregst saman um þribjung, eða úr rúmlega 26 þús. tonnum í tæp 16 þús. tonn, og ufsaafli minnkar um 17%, eða úr 19 þús. tonnum í tæp 16 þús. tonn. I öðrum tegundum nemur sam- drátrurinn um 9% í karfa, 14% í úthafskarfa, 10% í grálúðu, en aftur á móti jókst steinbítsafl- inn um 68% og rækja um 17%, eða úr 24 þús. tonnum í 28 þús. -grh Lögmaöur VSI: Fimm nýlegir dómar gengiö gegn niburstöbum Kœrunefndar jafnréttismála: Vantar Kærunernd skilning á aðstæðum vinnumarkaðarins? „Þab er því ljóst ab nefndin (Kærunefnd jafnréttismála) þarf ab endurskoba afstöbu sína og málatilbúnab. Kæru- nefnd, sem ekki hefur skiln- ing á abstæbum á almennum vinnumarkabi, getur ekki vænst þess ab fá hljómgrunn þannig ab tiimælum hennar sé sinnt. Hún hefur því ekkert hlutverk," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir hdl. í fréttabréfi VSÍ. Hún fjallar þar um líklegar skýringar þess að enginn af fimm dómum, sem kveðnir hafa verið úpp nýlega í málum sem Kærunefnd hefur haft til umfjöllunar, hefur staðfest nið- urstöbu nefndarinnar. Lögmaðurinn segir sérstakar reglur gilda um sönnunarbyrði fyrir Kærunefnd, sem vægast sagt sé umdeilanlegt. Við máls- meðferð fyrir nefndinni þurfi vinnuveitandinn að sýna fram á að abrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Það skýri þó ekki framangreindan mun. „Kærunefnd virðist leggja aðra lagatúlkun eða a.m.k. annað mat til grundvallar en dómstól- ar. Það á ekki hvað síst við um rekstrarforsendur vinnuveit- anda, sem nefndin sýnist treg til að viðurkenna sem lögmætar ástæður. Viö svo búið er þess ekki aö vænta að álit nefndar- innar hafi það leiðbeiningar- gildi sem til er ætlast," segir Hrafnhildur. Nýjasta dæmið segir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl s.l. Um var að ræða að ráðningarkjör tveggja starfs- manna sem unnu sömu störf voru mismunandi, þar sem þau byggðust á mismunandi kjara- samningum. Konan hafi talið á sér brotið, þar sem grunnlaun hennar voru Iægri en samstarfs- manns hennar. Dómurinn var á annarri skoðun. Um mánuði áður dæmdi Hæstiréttur að rekstrarerfiðleik- ar vinnuveitanda, sem leiddu til lokunar útibús hans, gilda ástæðu uppsagnar samkvæmt fæðingarorlofslögum og að jafnréttislög hafi ekki verið brotin heldur. í dómum Héraðsdóms Reykja- víkur 14. júlí og 2. nóvember í fyrra hafi pví einnig verið hafn- að að störf, sem Kærunefnd taldi jafn verðmæt, væru það. í janúar s.l. hafi Héraðsdómur einnig hafnað þeirri niðurstöðu Kærunefndar að mat á starfs- hæfni starfsmanns við ráðningu og uppsögn verði lagt að jöfríu. Uppsögnin, sem um var fjallað, átti sér rekstrarlegar forsendur að mati dómsins. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.