Tíminn - 29.05.1996, Page 9

Tíminn - 29.05.1996, Page 9
Miðvikudagur 29. maí 1996 SSNIÍSMt Miðvikudagip ?9 maí1996 íf}' K Hvítasunnumót Fáks: Stóðhestar í fjórum efstu sætum í A-flokki Úrslit í barnaflokki: I. Silvía Sigurbjörnsdóttir og Haukur, 2. Vibar Ingólfs- son og Clabur, 3. jóna M. Ragnarsdóttir og Móbrá. Tímamynd ei Hryssa frá Víöidal efst í þessum flokki líka í 5 vetra hópnum trónir efst hryssa frá Víðidal í Skagafirði, eins og í 6 vetra flokknum. Nú er það hryssan Elding undan Hervari frá Sauðárkróki og Rauðku frá Víðidal. Hún er með 7,89 fyrir byggingu og 8,39 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,14. Þær frænkur Elding og Lukka eru báðar dótturdæt- ur Toppu frá Víðidal, sem stóð- hesturinn Vinur 980 er undan. Hann var seldur til Þýskalands. Toppa hefur því skilað sínu vel, þó ættir hennar verði ekki rakt- ar langt. Bylgja frá Torfunesi í Köldukinn úr ræktun Baldvins Kr. Baldvinssonar er jafngóð hryssa meö 8,06 fyrir byggingu og 8,12 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,09. Hún er undan Baldri frá Bakka og Kviku frá Rangá. Þriðja hryssan er Linda frá Arbakka í Landsveit, undan Leisti frá Álftageröi og Dala- Brúnku frá Kolkuósi. Hún hlaut fyrir byggingu 7,83 og fyrir hæfileika 7,99; aöaleinkunn 7,91. Næst kemur Filma frá Ár- bæ, undan Toppi frá Eyjólfs- stöðum og Bertu frá Vatns- leysu. Filma er meö 7,71 fyrir byggingu og 8,01 fyrir hæfi- leika, sem er mjög góð ein- kunn, því hún er skeiölaus; að- aleinkunn 7,86. Fimmta hryss- an, sem náði markinu inn á fjórðungsmót, er Björk frá Efra- Ápavatni, undan Erni frá Efri- Brú og Hrafnhettu frá Efra-Apa- vatni. Hún hlaut fyrir byggingu 7,81 og fyrir hæfileika 7,89; að- aleinkunn 7,85. Hæsta bygg- ingareinkunn í þessum flokki hafði Angadóttirin Harpa frá Dallandi, 8,25. Móðir hennar er Gróska undan Gnótt frá Sauðárkróki. { þessum flokki voru dæmdar 30 hryssur og þar af 6 aöeins byggingardæmdar. Orradóttir efst í 4ra v. flokknum í 4ra vetra flokknum stóö efst Kyrrð frá Lækjamóti í Víðidal. Hún er undan Orra frá Þúfu og Ólgu frá Húnavöllum. Þetta er hryssa með jafnar einkunnir, fyrir byggingu 7,92 og fyrir hæfileika 7,88; aðaleinkunn 7.90. Önnur var Dögun frá Lauga- völlum í Reykholtsdal. Hún er undan Ófeigi frá Flugumýri og Dögg Hrafnsdóttur frá Dals- mynni. Dögun fékk fyrir bygg- ingu 7,92 og fyrir hæfileika 7,71; aöaleinkunn 7,81. Þriðja hryssan var Hekla frá Hafsteins- stöðum í Skagafiröi. Hún er undan Hervari frá Sauðárkróki og Eldingu frá Hafsteinsstöð- um. Hekla fékk fyrir byggingu 7,78 og fyrir hæfileika 7,80; að- aleinkunn 7,79. Ein hryssa til viðbótar náði lágmarkinu inn á fjórðungsmótið, en það var Kolbrún frá Kjarnholtum und- an Pilti frá Sperðli og Glókollu frá Kjarnholtum (alsystir Kólfs frá Kjarnholtum). Kolbrún fékk fyrir byggingu 7,62 og fyrir hæfileika 7,91; aðaleinkunn 7,76. í þessum flokki voru dæmdar 13 hryssur og þar af 4 aöeins fyrir byggingu. Hæstan bygg- ingardóm hlaut Snotra frá Dall- andi í Mosfellsbæ 8,07. Hún er undan Hirti frá Tjöm og Snotru Feykisdóttur frá Dýrfinnustöð- um. Önnur hryssa frá Dallandi, Gnótt Orradóttir, fékk 8,01 fyrir byggingu. Móðir hennar er Gróska, dóttir Feykis frá Hafsteinsstöðum og Gnóttar frá Sauðárkróki. Hvítasunnumóti Fáks lauk með úrslitakeppni á annan í hvítasunnu. Hestamót Fáks um hvítasunnu hafa verið haldin í áratugi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að mótið skuli framvegis fara fram síðustu helgina í maí, sem reyndar ab þessu sinni var hvítasunnuhelgin. Mótið nú var mjög sterkt, enda var það jafnframt úr- tökumót fyrir fjórðungsmót Suðurlands sem haldið verður í byrjun júlí. í A-flokki vakti athygli að í fjórum efstu sæt- unum voru stóðhestar. í röð- uninni sigraði Óður frá Brún, knapi Hinrik Bragason. Þessi sigur var verðskuldaður, hest- urinn feiknamikill gæðingur. Annar varð Svartur frá Una- læk, annar snillingurinn til, setinn af Þórði Þorgeirssyni, en í þriðja sæti skaut upp nýrri stjörnu. Þar var kominn Hljómur frá Brún, undan sömu hryssunni og Óður. Hann náði afburða árangri, aðeins 5 vetra gamall. Knapi á Hljóm var Hulda Gústafsdótt- ir. Fjórði stóðhesturinn var Geysir frá Dalsmynni, setinn af Ragnari Hinrikssyni. í B-flokki sigraði Farsæll frá Arnarhóli, knapi Ásgeir Svan Herbertsson. Stóðhestur kom svo í annað sætið, Logi frá Skarði, og nú var knapi Orri Snorrason, því eigandinn Sig- urbjörn Bárðarson sat Odd frá Blönduósi í þessari keppni. í þriðja sæti var Ernir frá Eyrar- bakka, setinn af Sigurði V. Matthíassyni. í öðrum flokkum var líka hörð keppni og var nú í fyrsta sinn keppt í ungmennaflokki. Einnig var keppt í unglinga- flokki og barnaflokki. Það er greinilegt að Fákur á ekki að þurfa að kvíða því á næstu ár- um að hafa ekki upp á að bjóða nóg af frambærilegum knöpum, eins og úrslitin hér á eftir sína. Töltkeppnin er alltaf spenn- andi og núna var spennan mest milli Hafliða Halldórs- sonar, sem sat Nælu frá Bakka- koti, og Vignis Siggeirssonar sem sat Þyril frá Vatnsleysu. Á mótinu fór fram verð- launaafhending vegna kyn- bótahrossa sem dæmd voru í Kjalarnesþingi. Fáksmótið var ekki fjölsótt, en þó verður að geta þess að margir höfðu komið og horft á forkeppnina. Það er hins vegar íhugunarefni hvers vegna ekki næst til fleiri áhorfenda, þar sem um eitt besta mót landsins er að ræða og það á sjálfu höfuðborgar- svæðinu þar sem þúsundir stunda hestamennsku. ■ Úrslit á Hvítasunnumóti Fáks 1996 A-flokkur 1. Óður 8,59 Knapi: Hinrik Bragason Eig.: Hinrik Bragason og Hulda Gúst- afsdóttir 2. Svartur 8,58 Knapi: Þórður Þorgeirs- son Eig.: Þórður Þorgeirsson og Oddur Björnsson 3. Hljómur 8,52 Knapi: Hulda Gústafs- dóttir Eig.: Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason 4. Geysir 8,57 Knapi: Ragnar Hinriks- son Eig.: Arngrímur Ingimundarson 5. Prins 8,51 Kn./eig.: Viðar Halldórs- son 6. Gordon 8,61 Kn./eig.: Sigurbjöm Bárðarson 7. Hannibal8,55 Knapi: Siguröur V. Matthíasson Eig.: Guðmundurjóhannsson 8. Dalvar 8,48 Kn./eig.: Daníel Jónsson B-flokkur 1. Farsæll 8,58 Kn./eig.: Ársæll Svan Herbertsson 2. Logi 8,56 Eig.: Sigurbjörn Bárðarson Knapar: Sigurbjörn Bárðarson og Orri Snorrason 3. Ernir 8,54 Kn./eig.: Siguröur V. Matthíasson 4. Snillingur 8,69 Kn./eig.: Gunnar Arn- arson 5. Oddur 8,59 Kn./eig.: Sigurbjörn Bárðarson 6. Hektör 8,40 Eig.: Gunnar Arnarson Knapar: Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson 7. Birta 8,44 Kn./eig.: Sigurður V. Matthíasson 8. List 8,51 Eig.: Sigurbjörn Báröarson Knapar: Sigurbjörn Bárðarson og Sig- urður V. Matthíasson Barnaflokkur 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki 8,60 2. Viðar ingólfsson á Glað 8,59 3. Jóna M. Ragnarsdóttir á Víði 8,50 4. Anna Þ. Rafnsdóttir á Boða 8,46 5. Þórdís E. Gunnarsdóttir á Venna 8,36 6. Unnur B. Vilhjálms- dóttir á Svertu 8,34 7. Hrefna M. Ómarsdóttir á Salvari 8,21 8. Sæþór F. Sæþórsson á Pjakki 8,23 @.afyr:Unglingaflokkur 1. Davíð Matthíasson á Prata 8,64 2. Aubur Jónsdóttir á Kleópötru 8,31 3. Bergþóra Snorra- dóttir á Ósk 8,48 4. Árni B. Pálsson á Hrannari 8,27 5. Erla Sigurþórsdóttir á Garpi8,36 6. Bjarni G. Nicolaison á Frosta 8,31 7. Hannes Sigurjónsson á Vini 8,22 8. Anita M. Aradóttir á Faxa 8,21 @.afyr:Ungmennaflokkur 1. Kristín H. Sveinbjd. á Valiant 8,27 2. Davíð Jónsson á Snældu 8,33 3. Alma Olsen á Erró 8,31 4. Gunnhildur Sveinbjarn- ardóttir á Víkingi 8,23 5. Saga Steinþórsdóttir á Húna 8,25 6. Gubrún Berndsen á Galsa 8,20 7. Karl G. Davíðsson á Tinna 8,11 8. Þórir Ingþórsson á Þrúöi 8,10 Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Nælu 2. Vignir Siggeirssoná Þyrli 3. Sigurbur V. Matthíasson 4. Fríba Steinarsdóttir á Hirti á Kraka 5. Baldvin A. Guðlaugsson á Gullfossi 6. Olil Ambleá Erni 7. Snorri Dal á Greifa 150 metra skeib 1. Sokki 14,84 Kn./eig.: Baldvin A. Guð- laugsson 2. Lúta 14,86 Eig.: Hugi Kristinsson Knapi: Þórður Þorgeirsson 3. Súper Stjarni 15,28 Knapi: Daníel Jónsson Eig.: Sæþór Fannberg 250 metra skeib 1. Tvistur 22,18 Knapi: Logi Laxdal Eig.: Sigurbur Matthíasson 2. Svala 23,17 Kn./eig.: Hörður Hákon- arson 3. Von 23,27 Kn./eig.: Hinrik Bragason Kerrubrokk, 800 metrar 1. Munkur 2,00,34 Kn./eig.: Jón 1. Krist- jánsson 2. Kappi 2,03,28 Kn./eig.: Hjalti G. Unnsteinsson 3. Spóla 2,03,88 Knapi: Richard Svend- sen Eig.: Haraldur Haraldsson 350 metra stökk 1. Chaplin 26,82 Knapi: Siguroddur Pétursson Eig.: Guðni Kristinsson 2. Elja 28,45 Knapi: Hjalti G. Unn- steinsson Eig.: Kristinn Dagur 3. Glúmur 28,98 Knapi: Logi Ólafsson Eig.: Hjalti G. Unnsteinsson 300 metra brokk 1. Þiðrandi 39,07 Knapi: Þráinn Ragn- arsson Eig.: Ásgerður Þráinsdóttir 2. Sturla 49,55 Knapi: Akseljansen Eig.: Sigríður Jansen Sjá Frissa fríska mótib bls. 5 VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR - HEILDSALA - SMÁSALA Höfum úrval varahluta og boddýhluta í Land-Rover. Einnig varahluti í Range-Rover og Mitsubishi Þekking og reynsla tryggir þjónustuna. Bændur, bílaverkstæði... ...og aðrir eigendur Land-Rover og Range-Rover bifreiða, athugið! í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.