Tíminn - 06.06.1996, Side 8

Tíminn - 06.06.1996, Side 8
8 T Fimmtudagur 6. júní 1996 Arnþrúöur Karlsdóttir spyr á Alþingi: Verður embætti lögreglustjóra ríkisins of valdamikiö? Amþrúöur Karlsdóttir, Fram- sóknarflokki, geröi stofnun embættis ríkislögreglustjóra aö umtalsefni í umræöum um fmmvarp til lögreglulaga á mánudagskvöld. Hún sagöi aö sambærileg embætti væm til í sumum nágrannalandanna og nefndi Svíþjóö og Finnland í því sambandi, en þar væri um miklu fjölmennari þjóöir aö ræöa og allt aörar aöstæöur aö því leyti. í Noregi væri sam- bærilegt embætti og þaö sem gert væri ráö fyrir aö stofna hér á landi ekki til. Arnþrúður velti því síöan fyrir sér hvort ekki væri um stofnun of valdamikils embættis aö ræða, þar sem öll starfsemi Rannsóknar- lögreglu ríkisins myndi færast undir þaö. Hún sagði aö ríkislög- reglustjóri ætti að hafa vald til að grípa inn í rannsóknir á öllum stigum og taldi að slíkt gæti skað- að rannsóknarstörf í erfiðum og viðkvæmum málum. Þá gagn- rýndi hún þá hugmynd í frum- varpinu ab koma ætti á fót sér- stakri aðstobardeild til rannsókna í erfiðum málum og sagði að slík deild, sem ekki ætti stöðugt að vera að störfum, yrði aldrei eins vel í stakk búin til þess ab takast á við slík viðfangsefni og þeir lög- reglumenn sem stöðugt ynnu við þessi verkefni. Þannig skapaðist sú þjálfun og reynsla sem þeim væri nauðsynleg, en menn sem aðeins kæmu að slíkum verkefn- um myndu staðna í starfi. Arnþrúður fjallaði einnig um starfsaldur lögreglumanna, en frumvarpib gerir ráð fyrir að hann verði styttri en hjá öðrum opinberum starfsmönnum vegna sérstöðu lögreglustarfa. Hún taldi þetta ákvæði mjög mikilvægt og Arnþrúbur Karlsdóttir. nauösynlegt að takmarkaður starfsaldur lögreglumanna yrði tryggður í nýjum lögum. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði að kannað yrði rækilega á hvern hátt unnt yrði að koma starfslokum lögreglu- manna í framkvæmd. Þetta væri nokkuð vibkvæmt mál, þar sem slíkt gæti haft fordæmisgildi og hugsanlega komib fram óskir frá öðrum hópum opinberra starfs- manna um sambærilega starfs- lokasamninga. Hann sagbi að ein þeirra leiða, sem hugað hafi verið að, væri sú að lögreglumenn myndu eiga kost á öðrum störf- um hjá ríkinu þegar ákveðnum starfsaldri væri náb við lögreglu- störf. -ÞI Málefni fatlaöra til umrœöu á Alþingi: Flöt útgjalda- lækkun ekki fyrirhuguö Nýstúdentar frá Flensborg 1996. Skólaslit Flensborgarskólans Fatlaðir einstaklingar mættu ásamt aðstandendum og gæslumönnum á áheyrenda- palla Alþingis í fyrradag, þeg- ar málefni fatlaðra voru til umræðu utan dagskrár. Rann- veig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, hóf umræðuna og sagði mikla óvissu ríkja um framtíð þessa málaflokks. Hún sagði engin ný stöðugildi hafa verið sett á stofn og nýtt heimili fyrir fatlaða við Val- lengi í Grafarvogi biði nú til- búið að öðru leyti en því að ekki fengist heimild til þess að ráða þangað starfsfólk. Hún sagði að 317 fatlaðir einstak- lingar bíöi nú eftir plássi á sambýlum: 214 í Reykjavík og 103 á Reykjanesi, auk þess sem aðeins 13 einstaklingar hafi verið útskrifaðir af Kópa- vogshæli á sambýli í stað 35. Rannveig kvað óvissuna óþol- andi og dæmin frá liðnum vetri sýndu að hugmyndirnar um lokanir væru skammt undan. Rannveig gagnrýndi harðlega að Páll Pétursson félagsmálaráð- herra skyldi ekki vera viðstadd- ur umræðuna, en hann er staddur erlendis. Hún kvaðst hafa beðið um þessa umræðu fyrir tveimur vikum, en félags- málaráðherra hafi þá talið sig þurfa tíma til að skoða málið. Nú væri hann farinn til útlanda og engu líkara en hann hafi tal- ið sig þurfa að komast frá óþægilegu máli. Guðmundur Bjarnason, starf- andi félagsmálaráðherra, sagði Pál Pétursson þekktan að öðru en að hlaupast frá vandamál- um. Hann sagði sparnaö í rekstri hins opinbera koma nið- ur á flestum sviðum, en flöt út- gjaldalækkun væri ekki fyrir- huguð í málefnum fatlaðra. Á þessu ári væri varið 50 milljón- um til framkvæmda umfram fjárlög síðasta árs og væri sú hækkun mun meiri en á milli áranna 1994 og 1995, sem Rannveig Guðmundsdóttir bæri ábyrgð á sem þáverandi félags- málaráðherra. Jóhanna Siguröardóttir, Þjób- vaka, sagði að pólitísk samstaða hafi verið á Alþingi um að standa vörö um málefni fatl- aðra, en hún hafi verið rofin í desember á síðasta ári meb því að skerða tekjur Framkvæmda- sjóðs fatlaðra. Hún sagði einnig að fimm ára bið væri eftir íbúð- um fyrir fatlaða á vegum Ör- yrkjabandalagsins. Ásta B. Þorsteinsdóttir, Al- þýbuflokki, sagði að málefni tengt fötlun snerti að meðaltali fjórða hvern einstakling, annað hvort í formi eigin fötlunar eba ættingja, sem þýddi um 60 þús- und manns hér á landi, eða um helming af íbúafjölda Reykja- víkur. Jón Kristjánsson, Framsóknar- flokki, formaður fjárlaganefnd- ar, sagði að stofnunum hafi bor- ist almenn tilmæli um 5% sam- drátt, en þar með sé ekki víst að unnt verði að ná því markmiði í öllum tilfellum og ekki sé ætlast til að stofnunum fyrir fatlaða verði lokab. Guðmundur Bjarnason sagði aö unnið væri ab því að opna heimili fyrir fatlaða vib Vallengi í Grafarvogi og verið að undir- búa að ráða í stöður starfsfólks þar. -ÞI Frá áramótum hefur verð á sjávarafurðum lækkað um 4,6% í SDR- mynt. Þær afurð- ir sem hafa lækkað mest eru t.d. lýsi, sem hefur lækkað í verði um 18%, pilluð rækja um 10% og saltaöar botnfisk- afurðir um 11,5%. Aftur á móti hefur verð á sjófrystum botnfiskafurðum hækkað um 5,2% á sama tímabili. Þetta kemur fram í Hagvís- um Þjóðhagsstofnunar. Þar kemur einnig fram að þessar Flensborgarskólanum var slit- ið í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði laugardaginn 25. maí og voru þá brautskráðir 45 nem- endur frá skólanum, 2 meö verslunarpróf, 1 meö próf af uppeldisbraut og 42 stúdent- ar. Flestir stúdentanna eða 18 brautskráðust af félagsfræði- braut, 9 af málabraut, 9 af nátt- úrufræöibraut, 4 af hagfræbi- braut, 2 af eblisfræðibraut og 1 af íþróttabraut. Einn braut- skrábist af tveimur brautum, eðlisfræðibraut og náttúru- fræðibraut. 22 af stúdentunum eru konur, en 20 karlar. Hæsta einkunnameðaltali náði Ævar Þórólfsson, sem brautskráðist af félagsfræði- braut, en fast á hæla honum kom Arnbjörg Jóna Jóhanns- dóttir, sem brautskráðist bæbi af verðbreytingar á sjávarafurð- um eru að hluta til vegna árs- tíðabundinna sveiflna og þá aðallega í saltfiski og sjófryst- um afurðum. Ennfremur er bent á þá staðreynd að verð á sjávaraflirðum hefur einatt til- hneigingu til að lækka í upp- hafi hvers árs, en hækkar síðan er líða tekur á árið og er oft í hámarki í árslok. Þá er viðbúið að aukinn kvóti á næsta fiskveiðiári, einkum í þorski og loðnu, eðlisfræðibraut og náttúru- fræðibraut og vantaði lítið á til ab geta einnig útskrifast af þriðju brautinni, tónlistarbraut. Hún var alls meb 207 námsein- ingar, sem er það mesta sem stúdent frá skólanum hefur haft frá upphafi. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari flutti skólaslitaræðu, afhenti einkunnir og bókaverð- laun fyrir góban árangur í námi. Meðal þeirra sem hlutu viður- kenningu voru þrír nemendur, sem hafa á önninni náð góðum árangri í samkeppni milli fram- haldsskólanemenda, þeir Hann- es Helgason og Stefán Freyr Guðmundsson, sem hafa verið valdir í ólympíulið íslands í stærðfræbi, og Finnbogi Óskars- son sem sigraði í þýskuþraut ársins. Elísabet Andrésdóttir talaði muni hafa einhver áhrif til hins betra fyrir afkomu fisk- vinnslu og útgerðar, en talib er að 20% aukning þorskafla samkvæmt tillögu Hafró muni auka þjóðartekjur um 2 mil- jarða króna. Á móti kemur að Hafró leggur til fjórbungs- minnkun í ýsu-, ufsa- og grá- lúðuafla og 9% minni síldar- afla. Samfara væntanlegum tekju- auka vegna aukins afla, bendir margt til þess að útgjöld sjávar- fyrir hönd 20 ára stúdenta og af- henti skólanum fé til bóka- kaupa. Þá talaði Björn G. Karls- son og færði skólanum bókagjöf og silfurskjöld til minningar um Birgi Grétarsson. Birgir lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skólanum fyrir réttum 10 árum, en fórst af slysförum á árinu 1987, og var gjöfin frá hópi gamalla skólafélaga hans. Síðast tók svo til máls fulltrúi nýstúdenta, Gunnar Guð- mundsson, en að því loknu flutti skólameistari lokaorð. Við útskriftina söng Kór Flensborgarskólans undir stjórn Helga Þ. Svavarssonar. Helgi hefur stjórnað kórnum í 2 ár, en lætur nú af störfum og í tilefni þess var honum afhent heiðurs- skjal frá kórnum, sem Eyjólfur Eyjólfsson afhenti. útvegs vegna olíukostnaðar muni ekki vaxa frá því sem verið hefur. í Hagvísum Þjób- hagsstofnunar kemur m.a. fram að verð á olíutunnu á markaði í London hefur lækk- að úr 21 dollar hver tunna í 19 dollara um miðjan maímánuð. Þessi verðlækkun er talin eðli- leg miðað við markaðsaðstæð- ur á þessum árstíma, og er ekki búist við frekari hækkunum á næstunni. -grh Árstíöabundnar sveiflur á verbi einstakra sjávarafurba: 4,6% lækkun frá áramótum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.