Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. júní 1996 Wtmthm 5 Enn er listahátíð í fullum gangi og skal hér farið orð- um um þrjú atriði hennar. í fyrsta lagi forsýningu Þjóð- leikhússins á leikriti eftir Karl Ágúst Úlfsson, og í öðru lagi tvær ljóðadagskrár í Loftkastalanum. Þjóbleikhúsiö í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfs- son. Leikstjóri Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búnjngar: Stígur Stein- þórsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Forsýnt á Listahátíö á Litla sviðinu 6. og 7. júní. Þetta er nýtt leikrit sem Karl Ágúst mun upphaflega hafa samið á ensku í sambandi við nám sitt í leikritun, handrita- gerð og leikstjórn í Ohio í Bandaríkjunum fyrir tveim ár- um. Frumsýning verður í haust og hefur Þjóðleikhúsið óskað eftir að beðið verði að mestu með umfjöllun í blöð- um þangað til. Sjálfsagt er að verða við því, en ástæða til að láta nokkur orð frá sér fara um þessa forsýningu, þótt ræki- legri umsögn komi í haust. I hvítu myrkri er leikrit í gamalkunnum raunsæissnið- um, eins konar skólabókar- dæmi um slíkt leikrit, eins og búast má við: Það gerist í litlu sjávarþorpi, á einum sólar- hring (eining staðar, tíma og atburðarásar í heiðri höfð). Veörið er uggvænlegt. Rútan kemst ekki lengra. Á þessum stað hafast við tvær konur og reka veitinga- og gistihús; önnur, Kata, er rótgróin á stabnum, hin, Brynja, á erfitt með að sætta sig við umhverf- ið þótt hún sé sjálf úr svona þorpi. Bræður tveir eru þarna líka: Jakob, sem er unnusti Brynju, og Bjarni sem er vit- skertur, sterkur og hræddur, og getur ekki sagt neitt, nema hann syngur öðru hverju „Þú eina hjartans". í veðurofsan- um kemur þarna ljóðrænn bíl- stjóri og í fylgd með honum Marta, kona á leiö í brúð- kaupsveislu. Það kemur svo í ljós ab Marta hefur verið þarna áður og örlög þessa fólks fléttast saman með dramatískum hætti... Svo ekki meira um það. Þetta er lipurlega skrifað spennuleikrit og hélt athygli áhorfandans óslitinni frá upp- hafi til enda; það er ekki fyrr en alveg í lokin sem allar beinagrindurnar hafa verið rifnar út úr skápunum. En samt er þetta býsna fyrirsjáan- legt, og líkist furðu mikið ýmsu sem maöur þekkir, jafn- vel svo að áhorfandinn spyr sjálfan sig að því hvort hann hafi kannski séð þetta áður. Að láta ógnvænlega atburði gerast á afskekktum stað, eða efna þar til uppgjörs, það er orðið furðu algengt bragð. Á bak við svona nokkuð er auð- vitað leiði borgarbúans á mannmergðinni. Örlagasögur úr blokkaríbúðum í úthverf- unum eru einfaldlega ekki nógu spennandi og þá er að senda fólk norður, austur eða vestur á einhverjar krumma- víkur, láta það rífa þar frá sér í ýmsum skilningi. Var það ekki Hrafn Gunnlaugsson sem byrjaði með þetta hér í Blóð- rauðu sólarlagi? Síðan hafa fleiri á eftir farið. Karl Ágúst er svo sem í góðum félagsskap þegar hann spinnur sögu fólksins í smábæjargistiheim- ilinu. Það sem á kann að skorta í frumleik er bætt upp með góðu handbragði í textagerð, þótt að vísu þyki mér hinar ljóðrænu og skáldlegu ræður sem persónurnar flytja hér / hvítu myrkri. Listahátíbarsyrpa LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON öðru hverju ekki alltjent til prýði; nokkuð klisjubornar eru þær óneitanlega. Svo er fag- mannlegri leikstjórn fyrir að þakka að þessháttar innskot valda aldrei slaka á sýning- unni. Og leikararnir eru vissu- lega hörkulið. Þetta eru stólpar í Þjóðleikhúsinu. Ef einhver ætti ab fá rós eða stjörnu öðr- um fremur, þá er það líklega Kristbjörg Kjeld sem Marta. Hlutverkið er léttilega skrifað frá höfundarins hendi og Kristbjörg gerði sér virkilega góðan mat úr því. Ragnheiður Steindórsdóttir er líka í burð- arhlutverki sem hin þjakaöa Brynja. Þröstur Leó Gunnars- son fer með hlutverk Jakobs og Magnús Ragnarsson er ógn- vekjandi í hinu orðvana hlut- verki Bjarna, limaburður hans og hreyfingar mjög vel unnið. Helgi Skúlason er bílstjórinn sem hefur yfirsýn um það sem Að lesa Ijóð við tónlistar- undirleik er orðið býsna al- gengt og fer vel á því einatt. í Loftkastalanum voru þeir Carl Möller píanóleikari, Guð- mundur Steingrímsson trommuleikari og Róbert Þór- hallsson bassaleikari. Lesin voru ljóð eftir sex skáld. Þrjú skáldanna lásu sjálf: Matthías Njöröur P. Njarövík. gerist, hinn glöggi gestur sem kemur og fer. Loks er Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Marta. Þessum hlutverkum er skilað af prýðilegri fagmennsku eins og vænta mátti. Sýningin var almennt talað skemmtileg og ber þess vitni að við höfum eignast hlutgengan leikrita- höfund þar sem Karl Ágúst er. Listahátíð. Loftkastalinn LJÓÐ OG DJASS. Tónlistarmenn og skáld. í Loftkastalanum 9. júní. Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Didda. Una Margrét Jónsdóttir las ljóð Jóns Óskars. Ragnheiður Stephensen las ljób Þorra Jó- hannssonar og ljóð Jóhanns Hjálmarssonar voru flutt af Döllu dóttur hans. Raunar verður að segja að illa var stað- ið að þessari kynningu að ýmsu leyti. Látum vera þótt flytjendur væru í þrem tilvik- um aðrir en í dagskránni stendur, alltaf geta orðið for- föll. Hins vegar hefði verið lág- mark að þarna væri einhver Karl Ágúst Úlfsson. Þóröur Helgason. Ragnar Ingi Aöalsteinsson. stjórnandi sem kynnti skáld- in, og auk þess vantaði alveg skýringu á fjarveru eins skáld- anna, Ara Gísla Bragasonar, sem átti að vera þarna sam- kvæmt dagskránni. Það var einhver kæruleysisbragur á framkvæmdinni sem ekki á að sjást á listahátíð. Matthías og Nína Björk lásu ljóð sín ágætlega, og yfirleitt fannst mér djassinn og ljóð- listin fara nokkub vel saman, þó misvel. Best fer þetta þar sem ljóðin eru sveimandi stemningar, myndmál sem streymir fram. Svo er um ljóð Matthíasar og Nínu Bjarkar. Ljóð Jóhanns eru settlegri í framsetningu, rökrænni í byggingu, eins og hið skemmtilega ljóð um bátinn sem var leikvangur barnanna. Mildar stemningar í ljóði styrkjast af taktföstum djassin- um. Helst fannst mér að hin hrjúfu ljóð Diddu hefbu þurft svolítiö hrárri músík á bak við sig. Una Margrét flutti Parísar- ljóð Jóns Óskars einkar fallega. Dalla fór einnig af látleysi með ljóð Jóhanns. Báðar þessar konur eru ljóðalesarar sem ég hef ekki heyrt til fyrr. Loftkastalinn LJÓÐ LISTAHÁTÍÐAR, 10. júní. n Næsta kvöld var aftur ljóba- samkoma í Loftkastalanum. Þar voru kynnt ljóð úr ljóða- samkeppni, sem efnt var til, og um leið bók sem út er komin hjá Máli og menningu, en þar eru ljóð eftir á fimmta tug skálda. Silja Aðalsteinsdóttir kynnti dagskrána ágætlega, en hún sat í dómnefnd ásamt Kristjáni Árnasyni og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Ein sautján skáld lásu ljóð sín. Þar á meðal voru verölaunaskáldin. Gunn- ar Harðarson fékk fyrstu verð- laun, Þórður Helgason önnur verðlaun og Ragnar Ingi Aðal- steinsson þriðju verblaun. Ljóðin sem lesin voru reynd- ust merkilega fjölbreytt og get ég ekki farið að „ritdæma" þau hér, hvert og eitt. Verðlauna- ljóð Gunnars er bálkur, ferð um söguna, heimspekilegur að inntaki, enda höfundurinn heimspekimenntabur. Þetta er býsna djúpur skáldskapur og vekur forvitni um framhald ljóðlistariðkana þessa höfund- ar. Þórður Helgason og Ragnar Ingi eru þekktari af sínum ljóbum. Framlag beggja er at- hyglisvert, en benda má á að í menningarblaði Morgun- blaðsins um daginn birtust ljóð þeirra og kafli úr ljóði Gunnars. Ýmis önnur ljóð voru flutt þarna sem athyglisverð virt- ust. Sum eru eftir kunna höf- unda, örugga í sínu fagi: Njörð P. Njarðvík, Hjört Pálsson og Pétur Gunnarsson. Gaman að Pétur skuli tekinn að sinna ljóðlistinni aftur, — það er furðulangt síðan hann hefur látið ljóð frá sér fara, en í raun- inni er hann ljóbrænt skáld öðru framar, eins og sögur hans votta. — Svo voru þarna skáld sem eru alls óþekkt, en slá skemmtilegan tón, ég nefni Bjarna Gunnarsson og Nætur- drottningu hans. Þetta var sem sé notalegt kvöld, þótt raunar sé Loftkast- alinn ekki nema miðlungi ljóðrænn staður, dimmur geimur og hráslagalegur. Ég gæti trúað að þau ljóð, sem þarna komu fram og í bókinni standa, séu gott sýnishorn ljóðlistar eins og hún er nú stunduð, — með þeim fyrir- vara ab svo virðist að fá skáld bókarinnar séu kornung, flest á miðjum aldri. En mabur sér af þessu — og heyrir — að ýmsir kunna snoturlega að yrkja og ekki ástæða til að ugga um þá íþrótt í samtíman- um. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.