Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 8
Mi&vikudagur 12. júní 1996 T 8 Mikill ræktunarárangur Þá er lokið einhverri um- fangsmestu kynbótasýningu, sem fram hefur farib á land- inu, en til dóms komu nær 500 hross. Dómar stóðu frá 28. maí til 8. júní, en þann dag lauk yfirlitssýningu sem stóð í sex og hálfa klukku- stund. Þab fyrirkomulag þarf að endurskoða ab hafa yfir- litssýningu, svo margra hrossa sem raun bar þar vitni, í einum rykk. Þessu þarf ab dreifa á lengri tíma meb hóf- legum hléum, bæði vegna knapa, áhorfenda og ekki síst dómara. Þá þarf að skoða hvort ekki sé rétt að byrja á stóöhestunum, en láta þá ekki bíða jafn lengi og var á laugardaginn. Það veldur ýmsum erfiöleikum. Efstu hryssurí 6 v. flokki. T.h. Eydís frá Meöalfelli, kn. Svanhvít Kristjánsdóttir; t.v. Randalín frá Torfastöbum, kn. Þórbur Þorgeirsson. Tímamynd tj Víkingur fékk 9,8 fyrir tölt Á sýningunni á Gaddstaða- flötum kom fram stór hópur glæsilegra hrossa í öllum ald- ursflokkum og undirstrikaði það, sem sem sagt hefur verið í HESTAMÓTUM áður, að fjórð- ungsmótið verður mjög sterkt mót. Af stóðhestunum 6 vetra og eldri stóð efstur hinn mikli tölthestur Víkingur frá Voð- múlastöðum. Þetta er einn allra besti töltari sem sést og maður hefði ekki orðið undrandi þó hann hefði fengi 10 fyrir tölt. Á yfirlitssýningunni áttu gamma skeiðhestar fullt í fangi með að hafa fram úr honum þar sem hann geystist áfram á yfirferð- artölti. Víkingur er undan Sögu-Blesa frá Húsavík, sem er undan Ljóra frá Kirkjubæ og Sögu frá Kirkjubæ og í móður- ættina er hann undan Dúkku frá Voðmúlastöðum, sem var dóttir Þrasa frá Nýjabæ og Hrannar frá Holti, en þau voru bæði miklir gæðingar. Víkingur fékk fyrir byggingu 8,12, þar af 9 fyrir hófa. 8,2 fékk hann fyrir frambyggingu, sem má segja að sé kannski fullgefið. Fyrir hæfi- leika fékk hann 8,52. Þar af 9,8 fyrir tölt og 9 fyrir brokk og fegurö í reið; aðaleinkunn 8,32. Annar var Jór frá Kjartansstöð- um, sem er glæsihestur með 8,14 fyrir byggingu. Fyrir hæfi- leika fær Jór 8,46, þar af 9 fyrir tölt. Jór er undan Trostan frá Kjartansstöðum og Vöku frá Ytra-Skörðugili. Þriðji hestur var Nökkvi frá Vestra-Geldinga- holti. Hann er undan Anga frá Laugarvatni og Hrafnhettu Hrafnsdóttur frá Vestra- Geld- ingaholti. Hann lækkar nú í byggingu frá því í fyrra úr 8,28 í 8,10. Þetta er ein af þeim til- færslum, sem verða í bygging- ardómum á þessu vori vegna þess kerfis sem nú er notað. Hefði meirihluti í dómnefnd ráðið, sýnist svo að Nökkvi hefði veriö nærri því að halda fyrri einkunn. í hæfileikum fékk Nökkvi 8,31; aðaleinkunn 8,20. Fjórði hestur var Elri frá Heiði sem er undan Hrafni frá Holtsmúla og Selju frá Hreða- vatni. Þetta er mjög jafngóður hestur með 7,97 fyrir byggingu og 8,39 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,18. Næstur kom Kólfur frá Kjarnholtum undan Pilti frá Sperðli og Glókollu frá Kjarn- holtum. Hann fékk fyrir bygg- ingu 7,99 og fyrir hæfileika 8,33, þar af 9 fyrir skeið; aðal- einkunn 8,16. Þá kom Hjörvar frá Arnarstöðum, sonur Oturs frá Sauðárkróki og Hrafntinnu frá Arnarstöðum. Hann hefur sífellt verið að lækka í bygg- ingu. Fjögurra vetra fékk hann 8,45, fimm vetra 8,38 og nú 8,17. Fyrir hæfileika fékk hann 7,98, sem er góð einkunn hjá skeiðlausum hesti. Þar eru allar einkunnir mjög jafnar; aðalein- kunn 8,07. Rétt er að geta um einn hest enn í þessum flokki, sem náði lágmarki inn á fjórð- ungsmótiö. Það er Smellur frá Hvolsvelli. Hann er annar son- ur Pilts sem nú fer inn, en af- kvæmi Pilts voru talsvert áber- andi í þessari sýningu og verð- ur vikið að því seinna. Móðir Smells er gæðingshryssan Smella frá Hvolsvelli Þáttardótt- ir. Smellur er fyrst og fremst klárhestur. Hann hlaut fyrir byggingu 7,88, en fyrir hæfi- leika 8,23 og þar af 9 fyrir tölt, stökk og vilja. Hrani frá Hala var nærri því að ná inn á mót, en hann hlaut 8,04 í aðaleinkunn. Alls komu 16 hestar í þessum flokki til dóms. Skinfaxi og Svanhvít í feikna sveiflu í 5 v. flokknum var efstur Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi, sem Svanhvít Kristjánsdóttir sýndi eftir að maður hennar, Einar Öder Magnússon, slasaðist. Skinfaxi er undan Oddi frá Sel- fossi og við því að búast aö af- kvæmi Odds fari að sjá dagsins ljós á sýningarvölllunum. Skin- faxi er heldur vel gerður hestur með 7,97 fyrir byggingu. Fyrir hæfileika fékk hann 8,37, mjög jafnar einkunnir; aðaleinkunn 8,17. Skinfaxi er leirljós eins og faðirinn, en móðir Skinfaxa er Stóra-Brúnka frá Þóreyjarnúpi. Annar í röðinni var Frami frá Ragnheiðarstöðum. Þetta er Laugarvatnsættaður hestur undan Guma frá Laugarvatni og Krás frá Laugarvatni. Frami fær háa byggingareinkunn, eins og Laugarvatnshrossin eru nú orðin þekkt fyrir, eða 8,36 sem var hæsta einkunn fyrir bygg- ingu stóðhests á þessari sýn- ingu. Fyrir fótagerð hlaut hann 9,8. Fyrir hæfileika hlaut Frami 7,89; aðaleinkunn 8,12. Þriðji hestur var Goði frá Prestbakka. Hann er Angasonur, en móðir hans er gæðingshryssan Gyðja Ófeigsdóttir frá Gerðum. Fyrir byggingu hlaut Goði 7,93 og fyrir hæfileika 8,19, þar af 8,7 fyrir brokk. Fjórði hestur var svo Hlér frá Þóroddsstöðum, einn Laugvetningurinn enn, með 8,18 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir bak. Takist Laugvetning- um að festa gott bak í sínum hrossum, verður fátt út á bygg- ingu þeirra að setja. Fyrir hæfi- leika fékk Hlér 7,82; aðalein- kunn 8,00. Hlér er undan Fáfni frá Laugarvatni og Hrafnsdótt- urinni Hlökk frá Laugarvatni. Laugarvatni og Hlökk, sem líka er móðir Hlés sem nefndur er hér að framan. Hlökk virðist ætla að reynast vel sem undan- eldishryssa og Hrafn blandast vel í hornfirsku blönduna á Laugarvatni. -——: Hamur frá Þóroddsstöbum meb hœsta dóm 4ra v. stóbhesta. Knapi Magnús Trausti Svavarsson. Tímamynd tj HEJTA- MOT KARI ARNÓRS- SON Þessir hestar náðu inn á Fjórðungsmótið, en fimmti hestur var Kyndill frá Kjarn- holtum með 7,90 í aðalein- kunn. Kyndill er albróðir Kol- finns frá Kjarnholtum, undan Hrafni frá Holtsmúla og Gló- kollu frá Kjarnholtum. I þess- um flokki mættu 16 hestar í dóm. Laugarvatnshrossin á mikilli siglingu í 4ra v. flokknum fóru tveir hestar yfir 8 markið. Hamur frá Þóroddsstöðum er með glæsi- lega einkunn, 8,26 fyrir bygg- ingu, þar af 9,2 fyrir hófa og 8,21 fyrir hæfileika, sem er af- bragð hjá 4ra v. fola; aðalein- kunn 8,23. Þetta er hæsta aðal- einkunn sem 4ra v. foli hefur fengið á þessi vori og aðeins Galsi frá Sauðárkróki er með hærri aðaleinkunn 4ra vetra. Hamur er hreinræktaður Laug- arvatnshestur undan Galdri frá Annar var Straumur frá Hóli v/Dalvík. Hann hlaut í bygg- ingu 7,96 og fyrir hæfileika 8,11; aðaleinkunn 8,03. Straumur er undan Hirti frá Tjörn og stóðhestamóðurinni Blesu frá Möðrufelli. Góðir hestar eru alltaf að skjóta upp kollinum undan Hirti. Þriðji hesturinn var Skorri Orrasonur frá Gunnarsholti með 8,08 fyrir byggingu og 7,83 fyrir hæfi- leika, þar af 8,8 fyrir vilja; aðal- einkunn 7,95. Móðir Skorra er Skrugga frá Kýrholti. Svipur frá Gerði í Suðursveit undan Ófeigi frá Flugumýri og Viggu frá Gerði hlaut fyrir byggingu 8,00 og fyrir hæfi- leika 7,81; aðaleinkunn 7,90. Þarna er kominn álitlegur hest- ur í eigu Hornfirðinga. Gýmir frá Skarði, annar sonur Ófeigs, hlaut fyrir byggingu 7,78 og fyrir hæfileika 8,01, þar af 8,7 fyrir tölt; aðaleinkunn 7,89. Móðir Gýmis er Svarta-María frá Skarði Flosadóttir. Einn hestur til, Hljómur frá Selfossi, náði inn á fjórðungsmót. Hann hlaut 7,98 fyrir byggingu og 7,71 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 7,85. Hann er undan Kveik frá Miðsitju. Annar Kveikssonur, Garri frá Grund undan sömu hryssu og Gustur frá Grund, var rétt við mörkin með 7,84 í aðaleinkunn. Eins var Kveldúlfur Oturssonur frá Kjarnholtum með 7,84 í aðal- einkunn. Sex aðrir folar fengu einkunn yfir 7,80. Útkoman á 4ra vetra folunum er góð. Það eru 14 hestar sem fara yfir 7,80 í aðaleinkunn og byggingarein- kunnin hærri hluti aðalein- kunnar hjá þeim flestum. Sem áður segir, þá er Hamur með hæstu einkunn bæði fyrir bygg- ingu og hæfileika, en næst hæsta byggingareinkunn hlaut Svaði frá Árbakka 8,14, þar af 9,5 fyrir bak og lend, og næst hæstur fyrir hæfileika var Straumur frá Hóli með 8,11. Alls komu 30 4ra v. folar í dóm og þar af 5 aðeins í byggingar- dóm. Stórglæsilegar hryssur Mikill glæsibragur var á sýn- ingu hryssnanna 6 v. og eldri. Aldís frá Meðalfelli fékk hvorki meira né minna en 8,93 fyrir hæfileika, enda sýningin á henni í yfirlitsdómi stórkostleg. Fyrir byggingu hlaut Eydís 7,91, þar af 8,2 fyrir fótagerð. í hæfileikadómi hlaut hún 9,5 fyrir tölt og 9 fyrir vilja og feg- urð í reið. Aðaleinkunn Eydísar er 8,42 og er það hæsta ein- kunn sem kynbótahryssa hefur fengið í vor. Eydís er enn eitt djásnið undan Pilti frá Sperðli í þessari sýningu, en móðir hennar er gæðingamóðirin Vordís frá Sandhólaferju. Vor- dís er undan Hyl 721 frá Kirkju- bæ og Gránu frá Brekku í Þingi. Undan Vordísi eru stóðhestarn- ir Adam, Dropi og Heiðar, allt 1. verðlaunahestar. Vordís hef- ur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og heiðursverðlaunin geta ekki verið langt undan. Önnur perl- an í þessum hópi er Randalín frá Torfastöðum með 8,40 fyrir byggingu, sem er hæsta bygg- ingareinkunnin sem af er sumri, og með 8,39 fyrir hæfi- leika skeiðlaus. Fyrir tölt fékk hún 9, fyrir stökk 9,5, fyrir vilja 9 og fyrir fegurð í reið 9,3; aðal- einkunn 8,39. Randalín er und- an Goða frá Sauðárkróki og Veru frá Kjarnholtum, sem er undan Hrafni frá Holtsmúla. Hér er feiknagóð klárhryssa á ferðinni. Sterkur Kirkjubæjarþáttur er á bakvið báðar þessar hryssur sem og mörg önnur hross á sýningunni, en Kirkjubæjarbú- ið kom líka vel út með sín hross. Sauðárkrókur blundar á bak við þessar topphryssur sem víða annars staðar, og svo er einnig í þriðju hryssunni Kór- ínu frá Tjarnarlandi, sem er undan Kjarval frá Sauðárkróki. Móðir hennar er Buska frá Tjamarlandi. Kórína fékk fyrir byggingu 8,25, þar af 8,5 fyrir fótagerð, og fyrir hæfileika fékk hún 8,45 skeiðlaus. Fyrir tölt fékk hún 9,3, fyrir brokk 9,2, fyrir stökk 9, og fyrir vilja 9,3. Þarna er á ferðinni afburða klárhross. Fjórða hryssan var Fjöður frá Sperðli, sonardóttir Gáska frá Hofsstöðum með 7,87 fyrir byggingu og 8,75 fyr- ir hæfileika, þar af 9,2 fyrir vilja og 9 fyrir fegurð í reið. Móðir Fjaðrar er Elding frá Hofdölum. Næst í röðinni var Eva frá Kirkjubæ undan Dagfara frá Kirkjubæ og Rut frá sama bæ. Eva fékk fyrir byggingu 8,11 og fyrir hæfileika 8,43; aðalein- kunn 8,27. Brá frá Flugumýri II, sem næst kom, er prýðileg hryssa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.