Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 12. júní 1996 (BIESAMlitbtábMr Wfflwmw 7 Samgönguráöherra Grœnlands í opinberri heimsókn: Endurnýja samstarfssamning um feröaþjónustu Peter Grönvold Samuelsen, samgöngurábherra Græn- lands, hefur veriö í opinberri heimsókn hér á landi og lauk henni á þri&judag. Til- gangur heimsóknarinnar var ab styrkja tengsl land- anna en ísland og Grænland hafa verib í samstarfi innan ferbaþjónustunnar í á þribja ár og fram kom í máli Peters ab hann teldi Grænlendinga geta lært mikib af íslending- um nú þegar gífurlegt kapp væri lagt á uppbyggingu ferbaþjónustu í Grænlandi. Samningurinn, SAMIK, tók fyrst gildi þann 1. janúar 1994 og var gerbur til þriggja ára. Hann rennur því út í árslok en samþykkt hefur verib ab end- urnýja hann á hausti kom- anda til þriggja ára. Sam- kvæmt samningnum skuld- binda þjóbirnar sig til ab leggja hvor um sig fram um 11 milljónir til samstarfsins sem einkum er nýtt til ab fjölga feröum milli Grænlands og Is- lands. Ab sögn Birgis Þorgilssonar, formanns Ferðamálarábs, hef- ur samningurinn skilað mjög góðum árangri. Aðspurður um beina starfsemi sem rekja mætti til þessa samnings nefndi hann sem dæmi að Is- lendingar hefðu aðstoðað Grænlendinga við uppbygg- ingu menntunar í ferðaþjón- ustu. „Þá sendum vib íslenska landsliðið í handbolta til Nu- uk til að sýna þeim hvernig handbolti er leikinn á alþjóð- legan mælikvarða. Við send- um tvo íslenska kokka sem ferðuðust í 12 daga til ýmissa hótela á Grænlandi til að sýna þeim hvernig íslendingar nýta sér fiskinn til að bjóða ferða- mönnum. Svo hafa skólakrakkar frá báðum löndum farið í heim- sóknir og hlotið styrki til ferð- arinnar. Grænlendingar hafa komið hingað til að skoða hvernig við emm ab reyna að vernda okkar umhverfi og náttúm. Vib létum búa til víd- eóspólu um störf þjóðgarð- svarða á íslandi þar sem þeir BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3 .105 REYKJAVÍK. SÍMI563-2340. MYNDSENDIR 562-3219 Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúða- byggðar á Grafarholti í samstarfi við Arkitektafélag íslands. Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. og til innkaupa 500 þús. Gert er ráð fyrir því, að höfundar tillagna, sem dómnefnd velur í 1., 2. og 3. sæti, eigi þess kost að útfæra nánar afmarkaðan hluta sam- keppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum, sem höf- undur verðlaunatillögunnar í 1. sæti byggir á. Ennfremur getur Borgarskipulag/skipulagsnefnd falið einstökum öðrum keppendum lokaútfærslu minni afmarkaðra reita á sam- keppnissvæðinu. Borgarskipulag hefur heildarumsjón með áfram- haldandi skipulagsvinnu í hverfinu öllu í samráði viö höfund þeirr- ar tillögu, sem hlýtur 1. verðlaun. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á skrifstofu Arki- tektafélags íslands á milli kl. 8:00 og 12:00 virka daga frá og með miðvikudegi 12. júní 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000,-. Skiladagur er föstudagur 15. nóvember 1996. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Tenging menningarviö- buröa viö heimasíöu menntamálaráöuneytisins Ákveðib hefur verib að birta á heimasíðu menntamála- ráðuneytisins upplýsingar um innlenda menningarvib- burði til þess ab auðvelda notendum Internetsins leit ab upplýsingum um listir og menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál. Einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrir- tækjum, sem eru meb heimasíður um ofangreind mál- efni, gefst kostur á að tengjast heimasíbu ráöuneytisins. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir ab senda ráöuneytinu upplýsingar um meginmarkmib og efni heimasíöu viðkomandi ásamt veffangi, merkt: Mennta- málaráðuneytib, Tenging menningarvibburba við heimasíðu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eba á net- fangib Brynhildur.Jons@mrn.stjr.is Menntamálarábuneytib, 12. júní 1996. Halldór Blöndal og grœnlenskur kollegi hans, Peter Crönvold Samuelsen, hafa samþykkt ab endurnýja samning milli landanna um aukib samstarf í ferbaþjónustu. eru hvattir til að gæta sín á því að ekki fari fyrir þeirra svæð- um eins og sums staðar hér þar sem ákveðnir staðir níðast niður og verða að flagi ef ekki er passab upp á þá í tíma," sagði Birgir. Samningurinn tekur til sex sviða innan ferðaþjónustunn- ar: menntunar, blandaðrar ferðaþjónustu, samstarfs milli þjóða, flutningsörðugleika, samstarfs um markaðssetn- ingu ferðaþjónustu og fjár- hagslegs og stjórnunarlegs samstarfs. Þannig er gert ráð fyrir nem- endaskiptum úr ferðanámi og möguleika að stunda starfs- þjálfun í hinu landinu. Gert er ráð fyrir ab einkaaðilar í ferða- þjónustu verði hvattir til á auka framboö á blönduðum ferðum, þar sem dvöl í öðru landinu tengist með einhverj- um hætti hinu landinu. Leggja skuli meiri rækt við ferðalög þar sem ýmis samtök og félög fara í gagnkvæmar heimsóknir. Áætlunarferbir verði tíðari og að löndin starfi meira saman ab markabssetn- ingu á ferðaþjónustu land- anna enda kom fram í máli grænlenska samgönguráðherr- ans að þeirra markaðir séu svipaðir og íslendinga, þ.e. Þýskaland, Frakkland, Italía þó raunar sé megið af ferða- mönnum til Grænlands frá Danaveldi. Fjöldi ferðamanna á Græn- landi tvöfaldaðist á árunum 1992-4 og er aukinni markaðs- setningu og lækkun flugfar- gjalda þökkuð sú fjölgun. LÓA Afmælisfagnaöur Rey kj a víku r I i sta n s Afmælisfagnaður Reykjavíkurlistans verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 13,06. '96. En þann dag fyrir tveimur árum tók Reykjavíkurlistinn viö stjórnartaumunum í Reykjavík. Húsið opnar klukkan 20.00. Ókeypis aðgangur. Dagskrá: • Kynnar kvöldsins verða þau Tómas R. Einarsson og Linda Blöndal. • Ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. • Ávarp, Skúli Helgason. • Strengjakvartett, nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja strengjakvartett eftir Kolbein Einarsson. • Margrét Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög. • Nemendur úr Listdansskóla íslands dansa ballett eftir David Green- all við Bolero Ravels. • Ávarp, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. • Hljómsveitin SOMA leikur nokkur lög. Viö, sem fögnuðum sigrinum fyrir tveimur árum, fögnum nú þessum áfanga saman. Sjáumst! Askriftartilboð að HEIMA ER BEZT hvert tölublað Tímaritið HEIMA ER BEZT hefur komið út óslitið síðan árið 1951. „Blaðinu er ætlað að vera þjóðlegt heimilisrit og vettvangur ritfærra alþýðumanna, kvenna sem karla, sem eitthvað vilja láta til sín heyra,“ var m.a. sagt um tilgang ritsins í upphafi ferils þess. Það vill byggja tilveru sína á þjóðlegu efni, segja frá lífsbaráttu fólksins í landinu til sjávar og sveita, fyrr og nú, hugðarefnum þess og skemmtunum. HEIMA ER BEZT er kjörið tímarit fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og vilja lesa og fræðast um daglegt líf og hugðarefni íslensks alþýðufólks, fyrr og nú, eins og það segir frá því sjálft. HEIMA ER Þjóðlegt heimilisrit- Áskríftarsimi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.