Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 12. júní 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Björn Kristleifsson á Egilsstööum teiknaöi nýja kirkju Djúpavogsbúa. Hópur Eyjamanna kaupir hurðaverksmiðjuna Mos: Tekur til starfa á næsta ári Fyrir skemmstu keypti hópur Eyjamanna vélar, tæki og lager hurðaverksmiðjunnar Mos í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að verksmiðjan verði flutt til Eyja um næstu áramót og taki til starfa í byrjun næsta árs. Verk- smiðjan hefur þegar hafiö starf- semi sína í Mosfellsbæ og varð að byrja þar til að geta staðið við samninga sem þegar voru fyrir hendi. Stefnt er að því að framleiða 30 þúsund innihurðir á ári og fara þær líklega að mestu leyti á erlendan markað. Að sögn Guðjóns Hjörleifs- sonar, talsmanns hópsins, fram- leiðir verksmiðjan bæði masón- ít- og spónlagðar hurðir í mjög háum gæðastaðli. Aðalatriðið til þess að halda sér á markaðn- um er að verð og gæði standist þær miklu kröfur sem gerðar eru. Sýnishorn eru tekin reglu- lega til þess að fylgjast meb gæöunum, að sögn Guðjóns. Starfsmenn verða a.m.k. 15 þegar hún er komin í fullan gang, þrír til fimm iðnaðar- menn, tveir lakksprautumenn auk ófaglærðs fólks. Guöjón vildi ekki gefa upp kaupverðið, en stofnaö var hlutafélag um reksturinn. Þá staðfesti Guðjón að Iðnþróun- arsjóður hefði fjármagnað verk- efnið að hluta til og myndi ab öllum líkindum verba hluthafi í hinu nýja fyrirtæki. Austurland NESKAUPSTAÐ Ný kirkja á Djúpavogi Ný kirkja var vígð á Djúpa- vogi 19. maí. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, vígbi kirkjuna og þjónaði sóknarpresturinn Sjöfn Jóhannesdóttir fyrir altari. Um 350 manns voru við vígsl- una og ríkti mikil hátíðarst- emning. Mikil ánægja er með nýju kirkjuna, enda er hún hin glæsilegasta. Kirkjan er um 300 fermetrar ab grunnfleti, auk 60 fermetra safnaðarheimilis á annarri hæð. Heildarkostnaður við bygging- una var um 40 milljónir. Aðal- lega hafa Austfirðingar unnið við bygginguna og eru allar innréttingar austfirskar. Stein- kross yfir altarinu er frá Álfa- steini í Borgarfirði og innrétt- inngar úr lerki úr Hallormsstað- arskógi, smíðaðar af Birkitré sf. á Egilsstöbum. Borgfirðingur BORGARNESI Tún ehf.: Vottar lífræna framleibslu Fyrsta fyrirtækið hér á landi, sem fengið hefur opinbert leyfi til að annast eftirlit og vottun á lífrænt framleiddum afurðum, hefur nú tekið til starfa. Fyrir- tækið nefnist Tún ehf. og er þaö í eigu fimm sveitarfélaga víðs vegar á landinu. Aðsetur þess er í Vík í Mýrdal. Tún var stofnað árið 1994 af Eyjafjarðarsveit, Gnúpverja- hreppi, Grýtubakkahreppi, Hvolhreppi og Mýrdalshreppi. Stjórn þess er kjörin eftir til- nefningum frá Neytendasam- tökunum, Verslunarráði ís- lands, samtökum bænda í líf- rænni ræktun og umhverfis- verndarstofnunum. Miklar vonir eru bundnar við það að lífræn framleiðsla opni íslenskum fyrirtækjum áhuga- verða möguleika til nýsköpun- ar, jafnt til framleiðslu fyrir innlendan sem erlendan mark- að. Markaðssetning byggir hins vegar á því að til sé sjálfstæður, óháður og trúverðugur aðili, sem getur staðfest að farið sé eftir þeim kröfum sem gerðar hafa verið. Á síðasta ári var gefin út reglugerð hér á landi þar sem kveöib var á um að þeim fyrir- tækjum, sem ætla að kynna vöru sína sem lífræna fram- leiðslu, sé skylt ab fá vottun frá viðurkenndum aðila. Hingað til hefur breska fyrirtækið Soil As- sociation annast þessa vottun, en nú mun Tún ehf. leysa það af hólmi. Vottunarkerfi Túns á við um allar tegundir landbún- aðarframleiðslu, þar með talið garbyrkju, kornrækt, búfjárrækt og fiskeldi. Tún hefur gefið út aögengilega handbók með leið- beiningum um aðferðir við líf- ræna framleiðslu. Sláttur hafinn á Suburlandi Sá bóndi, sem fyrstur varð til að byrja að slá hjá sér túnin þetta sumar eftir því sem blaðið kemst næst, er Guðlaugur Jóns- son á Voðmúlastöðum í Austur- Landeyjum. Gublaugur byrjaði að slá mánudaginn 3. júní. Hann hefur ekki byrjað ab slá svona snemma í sinni búskap- artíð, en grasspretta hefur verið óvenjugóð í Landeyjunum í vor, eins og víðar á Suðurlandi. Runólfur Sigursveinsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, hvetur bændur til að fylgjast mjög vel meb sprett- unni og slá eins snemma og hægt er, því annars er mikil hætta á að orkugildi falli í grös- unum vegna þess hve vel hefur voraö á Suðurlandi. Reiknað er með að sláttur hefjist hjá bænd- um um mibjan júní og honum gæti verið lokið víða upp úr mánaðamótum, verði tíðin hagstæð. 65-70% af heyfeng bænda á Suðurlandi eru verkub í rúllur. Eystra-) hornl Víkingainnrás í Hornafjörb Um 1500-2000 Norðmenn heimsækja Hornafjörð og Aust- ur- Skaftafellssýslu næsta sum- ar. Það er norskur siglinga- klúbbur í bænum Florö sem hefur ákvebið að efna til mikill- ar siglingar til íslands í byrjun júlí, og hefur ferðin hlotið nafnið Viking-konvoyen. Gert er ráð fyrir að um 100 norskir bátar verði vib bryggju í Horna- fjarðarhöfn dagana 8.-14. júlí. Ferð þessi er farin í samráði við Jöklaferðir og Rögnvald Guð- mundsson, ferðamálafulltrúa í Hafnarfirði. Hann sá um svo- kallaða Víkingahátíð í Hafnar- firbi á síðasta ári og önnur slík verður haldin þar sumarið 1997 í tengslum við Viking-konvoy- en. Að sögn Tryggva Árnasonar, framkvæmdastjóra Jöklaferða, má gera ráð fyrir að á Höfn verði að jafnaði um 1000 ferða- menn á dag í 6-7 daga og nokk- ur hundruð til viðbótar á ferð um sýsluna og víðar. „Þetta er auðvitað geysileg lyftistöng fyr- ir byggðarlagið, ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur fyrir alla þjónustuaðila á svæðinu. Til dæmis er verib að tala um að þessi floti þurfi um 75-80 þúsund lítra af olíu vib brottför héban. Svo þarf fólkið líka ýmsa aðra þjónustu líka." Flestir bátanna eru smábátar, en eitt stórt farþegaskip mun fylgja bátalestinni, eitt skóla- skip og björgunarbátar. Að lok- um má geta þess að í bígerð er að halda víkingamóttökuhátíð einhvers staöar hér í sýslunni, en undirbúningur hennar er enn á frumstigi og ekki fékkst uppgefið hvar eða hvernig hún veröur. \ Hér er veriö aö snúa heyinu á Voömúlastööum. Hópur rekstrarfrœöinga sem brautskráöust á dögunum, eöa alls 22 talsins. Samvinnuháskólinn á Bifröst: Brautskráir 32 nemendur Á dögunum voru brautskráðir frá Samvinnuháskólanum 22 rekstrarfræðingar að loknu tveggja ára námi á háskóla- stigi og 10 B.S.- rekstrarfræb- ingar ab loknu þriggja ára há- skólanámi. Brautskráningin fór fram á Skólahátíð, sem fram fór í áttunda sinn. Bestum námsárangri í hópi rekstrarfræðinga náðu þau Ár- ný Elfa Helgadóttir og Hall- grímur Bergsson, en í hópi B.S.- rekstrarfræðinga stóð Ásmund- ur H. Jónsson sig best. Þetta er í áttunda sinn sem Samvinnuháskólinn brautskráir nemendur og hafa rúmlega 240 nemendur brautskráöst frá skólanum með háskólapróf. Þetta er hins vegar í annað sinn sem skólinn útskrifar nemend- ur með B.S.-próf í rekstrarfræð- um. Samhliða almennu skólastarfi hefur verið unnið að uppbygg- ingar- og þróunarstarfi við skól- ann og undanfarið hefur stærsta verkefnið veriö bygging átta íbúða fyrir nemendur skól- ans á vegum Nemendagarða Samvinnuháskólans. -PS Þessi 10 manna hópur brautskráöist meö B.S.-prófí rekstrarfrœöum. Bjarni Hannesson frá Undirfelli og talnakúnstin. Tvœr stórar bœkur á árinu: Maðurinn er a viö heila Hagstofu Ut er komin 138 blabsibna bók, Gengisstefna, sem Bjami Hannesson frá Undirfelli hef- ur gefib út. í bókinni er ab finna fjölmargar stabreyndir um gengisstöbu og breytingar 18 helstu vibskiptaþjóba ís- lendinga frá árinu 1978 til þessa dags. Bjami vinnur eftir talnagögnum frá OECD og IFS. Bjarni segir að samantektin sé unnin aðallega til að sanna að ekki er til í verki svokölluð fastgengisstefna, nema sem fá- tíð frávik. Sú stefna, sem svo mjög hafi verið hampað hér á landi, hafi í framkvæmd valdið þjóðinni óheyrilegu tjóni. Bjarni segist sanna þetta með bókinni og einnig að engin þjóð hefur búið við fastgengis- stefnu eða jafngengisstefnu til langframa. Fyrr á þessu ári gaf Bjarni Hannesson út bókina Hagþró- un og Byggðaþróun á íslandi 1978 til 1995, mikla bók að vöxtum með miklum og góð- um tölfræbilegum upplýsing- um sem koma mjög að gagni talnafróðum mönnum. Dugnaður Bjarna við útgáfu- störf er með ólíkindum og tala menn um að hann sé nánast ígildi heillar Hagstofu. -JBP Nýjung frá Vífilfelli: Coke í 1 lítra umbúðir Coca-Cola og Diet Coke er nú komið í nýja stærb umbúba, en Vífilfell hefur hafib pökkun og dreifingu á þessum vinsæla drykk í 1 lítra umbúbum. Hin nýja pakkning er ab sjálfsögbu í laginu eins og hin gamla og sígilda kókflaska, sem sannab hefur vinsældir sínar. í fréttatilkynningu frá Vífil- felli segir að kannanir hafi sýnt, svo ekki verði um villst, að ungt fólk geri í auknum mæli kröfu um meira magn í einni pakkningu og handhægari en boðið hefur verið upp á til þessa. Af þeim orsökum hafi verið boðið upp á þessa nýjung nú. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.