Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 17. júlí 1996 Jónas Kristjánsson, hestamabur og ritstjóri: Brekkanoft látibmeiri hrifningu í ljós Meöal áhorfenda í brekkunni voru hjónin Jónas Kristjáns- son ritstjóri og Kristín Hall- dórsdóttir alþingismaður. Jón- asi leist vel á mótio og hest- ana, eins og flestum öörum, en hrossin og knapar þeirra sluppu þó ekki vio gagnrýni hjá Jónasi. „Mér finnst að vísu svona mót sýna hálfgerða sirkushesta, HESTARÍNORÐRI-VI. A hestbaki um ísland Á hestbaki um ísland Bókaútgáfan á Hofi sendir frá sér enn eina bókin í bóka- flokknum Hestar í norðri. Þetta er sjötta bókin og ber nafniö Á hestbaki um ísland. í þessari bók er að finna upp- lýsingar um nær allar hestaleig- ur og þau fyrirtæki sem bjóða upp á hestaferðir um landið. Nákvæmar lýsingar fylgja starf- seminni á hverjum stað, prýdd- ar myndum. Þá fylgja kort yfir þær leiðir sem farnar eru á veg- um aðila. Hér er um mjög gott framtak að ræða, sem nýtist ekki síður innlendum en erlendum ferða- mönnum, sem ferðast vilja á hestbaki. Bókin er prýðilega unnin og gefin út á þremur tungumálum auk íslensku, þ.e. ensku, þýsku og sænsku. Gísli Pálsson, sem 'rekur Bókaútgáfuna á Hofi, á miklar þakkir skildar fyrir fram- lag sitt til að auka kynningu á ís- lenska hestinum, auk þess að kynna ísland sem ferðamanna- land. Ferðir á hestum um landið draga árlega til sín mikinn fjölda fólks og fer það vaxandi. Eg held að óhætt sé að segja að á þessu ári sé framlag Gísla það mikilvægasta, með það fyrir augum að auka tekjur af ferða- mennsku. Ferðamálayfirvöld mega því gjarnan veita viður- kenningu fyrir slíkt framtak. Þessi bók er tilvalin gjöf til vina og kunningja erlendis, sem hug hafa á að sækja ísland heim, bæði til þess aö kynnast landinu og ekki síður íslenska hestinum. Ritstjóri bókarinnar er Ásdís Gísladóttir. Kápu hannaði Gísli B. Björnsson, en bókin er prent- uð hjá Steindórsprent-Guten- berg. ¦ sem maður vildi kannski ekki endilega eiga, þó að þeir séu góðir á sýningum," sagði Jónas. — Já, menn hafa velt því fyrir sér hvort verið sé í einhverjum til- fellum að rœkta hross sem gaman er að horfa á, en ekki gott að ríða? „Já, það er hluti af vandamál- inu, aö ræktunin er mikið mið- uð við sýningar á hringvöllum, t.d. óeðlilega fótlyftu sem feng- in er með óeðlilegum aðferðum. Mér finnst það ekki skemmti- legt. Þó að ég viðurkenni að það megi nota hlífar í skeiðkeppni, þá má nota miklu léttari hlífar en nú eru notaðar og þá bara í því. — Hefur eitthvað komið þér á óvart hér á mótinu? „Það, sem hefur komið mér á óvart, er að brekkan er ekki jafn hrifin og oft áður. Á kynbóta- sýningunni í gær (föstudag) var ekkert sem vakti almenna hrifn- ingaröldu, eins og maður hefur stundum séð á sýningum sem þessari." — Menn töluðu um það eftir síðasta landsmót að grundvóUur- HEJTA-MOT "*M W KÁRI ARNÓRS-SON wkl ^^ - -V^B inn í hrossarœktinni hefði fœrst suður yfir heiðar. Hvað finnst þér? „Ég hef ekki mikið um það að Eiríkur Jónsson Ijósmyndari: Aögangur ekki nógu greiöur „Hér eru frábærir hestar, gott veður og gott skipulag. Ég er búinn að sjá flest þessi hross í sumar, sérstaklega kynbótahrossin. Það sem ef til vill kemur á óvart er að breiddin í kyn- bótahrossunum eykst sífellt. Topp- hrossunum er alltaf að fjölga. Mað- ur sér varla orðið lélegt kynbóta- hross á stórmótum eins og þessu. Það gildir það sama um knapana. Reiðmennskunni hefur fleygt fram og þeir, sem keppa á stórmótum, eru langflestir atvinnumenn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Eina atriðið, sem ég get í raun og veru kvartað yfir, er að það er einungis ein innkeyrsla á svæðið á Gaddstaðaflötum, og þegar hingað koma mörg þúsund manns mynd- ast umferðarteppa út og inn af svæðinu." segja, ég þekki ekki það vel til hrossaræktarinnar um allt land. Ég er ekkert í því að kaupa og selja hross. Þeir aðilar, sem það stunda, vita náttúrlega miklu meira um það heldur en ég. Hins vegar er alveg greinilegt að áherslurnar hafa færst mikið hingað, en hrossin sem sýnd eru á Suðurlandi eru sum meira og minna norðlensk, svo þetta er orðið nokkuð óháð lands- hlutunum þannig séð. Þeir, sem ná árangri á hornfirsku hross- unum, eru t.d. alstaðar annar- staðar en í Hornafirði." — Eitthvað sem þú vilt láta koma fram í lokin? „Nei. Ég hef engar hugsjónir í þessum málum. Ég er bara Jón Albert Sjgurbjörnsson, formabur Hestaíþrótta- sambands Islands: Æskulýðsstarfiö skilar sér vel „Þetta eru orðnir atvinnumenn í mótahaldi hérna og mér hefur sýnst að þetta hafi allt gengið vel." — Nú ertþú íforsvari fyrir íþrótta- sambandið. Er œskulýðsvinnan inn- an hestamannafélaganna að skila sér íbetri árangri unga fólksins á mótum? „Já, tvímælalaust. Það fara veru- legir fjármunir í æskulýðsstarfið og uppskeran er að skila sér. Við erum t.d. að horfa á hana á þessu móti." — Kemur eitthvað í Ijós hér sem þú bjóst ekki við fyrirfram? „Það kemur mér á óvart að eftir forkeppni standi klárhross sem efstu hross í flokki 6 vetra stóðhesta og 6 vetra mera. Ég minnist þess ekki að hafa séð það fyrr á stórmóti. Mér sýnist að með auknu vægi á töltinu séu að koma fram klárhross, sem unun er að horfa á. Ég held að við séum í mjög góðum málum með klárhestaræktunina. Þetta er það sem kaupendurnir vilja og af hverju ekki að nýta sér það? Þrátt fyrir það megum við ekki gleyma skeiðinu. Ég er þeirrar skoðunar að bestu klárhrossin komi út úr skeið- hestaræktuninni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.