Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. juli 1996 W Bjwtmj 9 | UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLOND.. . UTLOND.. . UTLOND . . . UTLOND . . UTLOND . . . UTLOND . .. J Hollendingar og Frakkar deila nú hart um hvaba ab- ferbum á ab beita í barátt- unni gegn eiturlyfjum. Hol- lendingar hafa um árabil fylgt frjálslyndari stefnu gagnvart eiturlyfjum en önn- ur ríki, og sýnist sitt hverjum um ágæti þess frjálslyndis. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hefur risib upp sem svarinn fjandmabur hol- lensku abferbarinnar og krefst þess ab Hollendingar snúi þegar í stab vib blabinu og breyti lögum sínum til samræmis vib þær abferbir sem beitt hefur verib í öbrum ríkjum Evrópu. „Hollending- ar ættu ekki ab halda í frjáls- lynda stefnu sína vegna þess ab þab vekur upp ótta um ab í Evrópu verbi til eiturlyfjar- íki," segir Paul Masson öld- ungardeildarþingmabur í Frakklandi. Er nú svo komiö að æðstu ráöamenn þjóðanna eiga erfitt með að halda stillingu sinni þegar talið berst að eiturlyfj- um. „Það er ekki hægt að tala við hann um þessi mál af neinni skynsemi," segir Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, um Chirac. „Hann lætur þarna tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er að mínu mati alls ekki í jafnvægi." Frá því á síðasta ári hafa Frakkar neitað að hrinda Schengen- samkomulaginu í framkvæmd á landamærunum milli Frakklands og Benelux- ríkjanna, en samkvæmt sam- komulaginu ætti að leggja nið- ur landamæraeftirlit milli að- ildarríkja þess. í mars síðast- liðnum hunsaði Chirac fund sem áætlað hafði verið að halda milli ráðamanna Þýska- lands, Frakklands og Benelux- ríkjanna um eiturlyfjavand- ann. Og stjómin í París hefur ekki svarað fyrirspurnum frá hollenska heilbrigðisráðuneyt- inu í marga mánuði. „Mála- miðlanir koma ekki til greina," sagði Chirac á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Flórens fyrir skömmu og vildi augljós- lega ekki gefa eftir eitt hænu- fet. „Samræming laganna í strangasta skilningi verður að eiga sér stað." Aðalkrafa Frakka er sú að „kaffistofunum" svonefndu í Hollandi verði lokað, en þar er nú leyfilegt að selja allt að fimm grömm af hassi hverjum þeim sem kaupa vill. Þýska rík- isstjórnin hefur einnig tekið undir þessa kröfu, og halda bæði Frakkar og Þjóðverjar því fram að með því að leyfa starf- semi „kaffistofanna" kyndi Hollendingar undir eiturlyfja- vandanum í Evrópu. Þar sé auðvelt að komast í hina eftir- sóttu vöru og flytja síðan til annarra landa. Bjálkinn í auga Frakka Málið er þó langt frá því að vera svona einfalt og í augum Hollendinga eru þessi rök frá- leit. „Hjá þeim sem gagnrýna okkur mest þessa dagana, í Frakklandi, er allt helmingi verra en hjá okkur: Þeir sem háðir eru heróíni eru helmingi fleiri, sömuleiðis þeir sem lát- ast af völdum eiturlyfja, og al- næmissjúklingar eru einnig helmingi fleiri þar," segir Bob Keizer, sem er deildarstjóri í hollenska heilbrigðisráðuneyt- inu, í viðtali við þýska viku- blaðið Die Woche. í Hollandi týna u.þ.b. 40 manns lífinu á ári af völdum eiturlyfja, og hefur sú tala verið svipuð frá því 1980. í Frakk- landi og Þýskalandi fór þeim sem létust af völdum eiturlyfja fjölgandi ár frá ári, en er reynd- ar farið að fækka aftur. í Þýska- landi var talan komin upp fyrir 2000 á ári í byrjun þessa ára- tugar en er nú að nálgast 1500 aftur. Og í Frakklandi hefur sambærileg tala verið um 500 manns síðustu árin, og komst niður í 465 í fyrra. Einnig er töluverður munur á því hvort t.d. er um hass eða heróín að ræða. „í „kaffistof- unum" er ekkert selt nema kannabisefni," segir Keizer. „Þar með höfum við einangrað heróínmarkaðinn. Hjá okkur er varla neitt af ungum heróín- fíklum. Þeir hafa á sér slæmt orð, heróínistar eru þeir sem hafa orðið undir í baráttunni. Og við höfum látið gera sam- anburð á kannabisneytendum í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Hollandi. í þessum fjórum ríkjum er þró- unin alls stabar svipuö: Á átt- unda áratugnum jókst neyslan, á níunda áratugnum minnkaði hún, og nú er hún að aukast aftur. „Kaffistofurnar" hafa sem sagt ekki gert ástandið verra." Hann heldur því einnig Eiturlyfjabarónar heimsins grœba samtals allt ab 500 milljörbum dollara á ári á vibskiptunum. Hart lagt aö Hollendingum aö loka „kaffistofunum" þar sem leyfilegt er aö kaupa hass: Chirac vill ekki heyra minnst á málamiðlanir Öll abildarríki Evrópusambandsins hafa nú farib ab dœmi Hollendinga og bjóba fíklum upp á meþa- dónmebferb. fram að þótt það sé þó nokkur fjöldi sem smygli kannabisefn- um frá Hollandi til nágranna- landanna, þá sé magnið yfir- leitt lítið hjá hverjum og hafi ekki mikið að segja fyrir heild- arneysluna. Sívaxandi neysla og gróði Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur neysla eiturlyfja í heiminum aukist gífurlega undanfarin ár. Og eiturlyfjabarónarnir græða á tá og fingri. Gróðinn af við- skiptum með eiturlyf er nú tal- inn vera um 300 til 500 millj- arðar bandaríkjadala á ári, eða um 20 til 30 billj- ónir ísl. króna. Sérfræðingar reikna með að hann gæti kom- ist upp í 1.000 milljarða dala innan fárra ára, eða sem svarar tæplega 70.000 milljörðum ísl. króna. Og það þrátt fyrir að verð á eiturlyfj- um hafi lækkað töluvert undan- farinn áratug. Enda er eitur- lyfjaframleiðslan í heiminum í hröðum vexti. Þannig er, auk kókaíns, nú farið að framleiða her- óín í stórum stíl í Suður- Ameríku. I suðurhluta þess svæðis sem áður tilheyrði Sovét- ríkjunum er farið að framleiða eit- urlyf af öllum gerðum í sívaxandi mæli. Með hverju árinu sem líður eykst bæði framleiðslan, smygl- ið, neyslan og gróðinn. Á hverj- um degi lenda flugvélar ein- hvers staðar í Evrópu með kóka- ínsmyglara innanborðs. Heilu tonnin koma sjóleiðina til allra hafna í Evrópu. Heróín frá Asíu kemur með flutningabifreiðum frá Austurlöndum, áður fyrr var ekið um Balkanskagann en nú er farið í gegnum Pólland og Tékkland. Utbreiðslan sést t.d. á því að 24% Þjóðverja á aldrin- um 14 til 25 ára hafa prófað ólögleg eiturlyf a.m.k. einu sinni. Og ríflega helmingur þeirra heldur áfram neyslunni. Vonlaus barátta? Stjórnmálamenn hafa hingað til varla getað leyft sér að leggja til önnur ráð í baráttunni gegn eiturlyfjum heldur en aukna hörku. Meira eða minna þegj- andi samkomulag virðist t.d. ríkja um það að ekki megi velta fyrir sér þeim möguleika aö gera eiturlyf í einhverju formi lögleg og skera þannig á sambandið á milli fíkninnar og harðsvíraðrar glæpastarfsemi, eins og Hol- lendingar hafa þó reynt að hluta til. „Eiturlyf verða að vera ólögleg áfram, þó ekki sé nema vegna þéss að þessi efni eru hættuleg. Við verðum að vernda fólkið í landinu," segir Eduard Lintner hjá þýska inn- anríkisráðuneytinu, sem frá 1992 hefur verið sérstakur ráð- gjafi þýsku ríkisstjórnarinnar í eiturlyfj amálum. Margt bendir þó til þess að taka þurfi þessa stefnu til alvar- legrar endurskoðunar, þótt ekki gangi allir jafnlangt og Wolf- gang Schulz, yfirmaður lögregl- unnar í Dortmund: „Það á ekki bara að leyfa hass, heldur líka heróín." Antonio Almeida Sant- os, forseti portúgalska þingsins, heldur því fram að það hafi „gjörsamlega mistekist" að leysa eiturlyfjavandamálið með refsi- aðgerðum. Og Dr. Robert New- man, læknir í New York sem hefur stjórnað meþadónmeð- ferð fyrir eiturlyfjafíkla, segir það vera „algjörlega ómögulegt að sigra í stríðinu gegn eiturlyfj- unum. Það gerir bara allt heím- ingi verra." Hollendingar halda sínu striki „Umræðan um stefnuna í eiturlyfjamálum er enn þann dag í dag blanda af tilfinning- um, hálfsannleika, pólitískri hentustefnu og þeirri bann- helgi sem hvílir á ákveðnum umræðuefnum,"- segir Bob Keizer. Hollendingar hafa árum saman gefið eiturlyfjafíklum meþadónskammta til þess að gera þeim kleift að íifa nokkurn veginn eðlilegu lífi og þurfa hvorki að tengjast glæpastarf- semi til þess að útvega sér skammtinn sinn né að leiðast sjálfir út í afbrot til að fjár- magna fíknina. Þessi tilraun var harkalega gagnrýnd í upp- hafi, en nú hafa öll ríki Evrópu- sambandsins tekið upp meþa- dónmeðferðir fyrir eiturlyfja- fíkla. Það er þó víðast hvar enn á tilraunastigi, en þeir sem eru svo heppnir að fá meðferðar- pláss eiga meiri von til þess að komast lifandi út úr vítahring fíknar og afbrota. í Sviss fór svo nýlega af stað tilraun, með stuðningi Samein- uðu þjóðanna, með að gefa heróín til fíkla. Fyrstu niður- stöður benda til þess að að- stæður þeirra sem háðir eru lyfjunum batni til muna, þar með taldar félagslegar aðstæð- ur. í Hollandi eru nú uppi áform um að hefja sams konar tilraun. í Hollandi hefur einnig náðst árangur með því að aðskilja heróín- og hassmarkaðinn. Af- leiðingin er sú að ungt fólk er nánast hætt að leiðast frá „veikari" eiturlyfjum yfir í „harðari" tegundir. Alls staðar annars staðar í heiminum er neysla þessara lyfja nátengd innan sömu afkima þjóðfélags- ins, með þeim afleiðingum t.d. að í Þýskalandi ánetjast 10.000 manns árlega sterkari eiturlyfj- unum, oftast í beinu kjölfari af því að hafa byrjað að prófa þau veikari. -gb/Die Woche

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.