Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 17. júlí 1996 11 Þróunarstofnun Sameinuöu Þjóöanna: íslendingar í 8. sœti á mœlikvaröa lífsgœöavísitölu, nœst á undan Svíum: Afkoma íslendinga nú lakari heldur en á áttunda áratugnum Alls 64 þjóbir hafa nú hærri mebaltekjur á hvern íbúa heldur en nokkru sinni fyrr — en ísland er ekki mebal þeirra, segir í nýrri skýrslu Þróunar- stofnunar Sameinubuþjóbanna um þróun lífsgæba í heimin- um (Human development re- port 1996). Af ríku þjóbunum eru þab abeins íslendingar, ásamt Finnum og Kanada- mönnum, sem hafa þab nú lé- legra fjárhagslega heldur en á síbasta áratug. En þrátt fyrir lægri þjóbartekjur á mann en grannarnir mælist ísland ab þessu sinni í 8. sæti á lista lífs- gæbavísitölu (Human develop- ment index) sem reiknub er út ár fyrir 174 lönd. Grundvölur lífsgæbavísitölunnar er saman settur úr þremur þáttum; al- mennu heilsufari (mebalævi- lengd), skólagöngu og kaup- mátt launa. ísland var í 6. sæti í fyrra en því 14. árib þar ábur. Þróunarstofnunin vekur at- hygli á ab engin sjálfvirk tengsli séu á milli hagvaxtar og lífsgæbaþróunar. Enda standi ísland framar á lífsgæbalistan- um heldur en lönd eins og Sví- þjób, (9. sæti), Danmörk (sem aðeins nær 17. sæti þrátt fyrir háu launin) og Þýskaland (18. sæti). Sviss og Lúxemborg sem jafnan eru í meb einna hæstar þjóbartekjur á mann í heimin- um ná abeins í 15. og 27. sæti samkvæmt lífskjaravísitölunni. Þab er ekki síst langlífib sem ýtir íslendingum upp á lífs- gæbalistanum. Meb 78,2 ára mebalævi eru íslendingar í hópi 5 langlífustu þjóba, þar sem Japanir tróna á toppnum meb 79,6 ára áætlaba mebal- ævi. Ýmiss konar samanburbur leibir m.a. í ljós ab íslendingar drukku ab jafnabi 3,9 lítra af hreinu alkóhóli árib 1991 en Luxemborgarar 12,3 lítra. Árib 1994 voru ný eybnitil- felli abeins 1,1 á hverja 100.000 íbúa borib saman vib 23 á hverja 100.000 í Bandaríkjun- um. Á íslandi eru 93% alls kostn- abar af heilbrigbisþjónustunni greidd af hinu opinbera (1991), %á n \\ \\ sem er eitt allra hæsta hlutfall sem þekkist í heiminum. í Bandaríkjunum var samsvar- andi hlutfall abeins 61%. Á árunum 1990-91 segir skýrslan hlutfall slasabra í um- ferbarslysum 343 á hverja 100.000 íbúa hér á landi, .sem sé hæsta slysatala á Norbur- löndunum. Slysahlutfallib var samt fjórum sinnum hærra í Bandaríkjunum, um 1.400 slas- abir af hverjum 100.000 íbú- um. Sjálfsmorb á árunum 1989-93 á íslandi voru 18 á hverja 100.000 karla og 4 á 100.000 konur. Hæst er þetta hlutfall hins vegar í Ungverjalandi, 55/100.000 karla og 18/100.000 kvenna. Meb 32 sjónvarpstæki fyrir hverja 100 íbúa eru íslendingar ekki einu sinni hálfdrættingar á vib Bandaríkjamenn þar sem sjónvarpstæki eru 82 á 100 íbúa. Á íslandi koma út 52 ein- tök af dagblöbum á hverja 100 íbúa, en Norbmenn slá okkur vib meb 61 blöb fyrir hverja 100 manns. Landsframleibsla á hvern ís- lending var $ 17.660 árib 1992, rétt neban vib norræna mebal- talib $ 18.090 á mann, en hins vegar meira en þrefalt mebaltal í heiminum, sem var $ 5.430 á mann. Meb 35% þingsæta og 31% rábherrastóla (1990-94) hafa konur á Norburlöndunum náb lengra á stjórnmálasvibinu en nokkrar abrar segir í skýrslunni. Meb 24% þingsæta og 15% ráb- herrastóla vantabi íslenskar konur enn nokkub á ab ná þessu mebaltali. ¦ Efnahagsframfarir óraunverulegar í huga atvinnulausra: Um 35-40 milljón manns án vinnu í iönríkjunum Efnahagsframfarir þjóbar verba einungis raunverulegar í huga fólks ef því tekst aö fá áhugavert og vel launab starf, segja skýrslu- höfundar Þróunarstofnunar SÞ. Könnun í 69 löndum á síðasta áratug hafi mebal annars leitt í ljós, ab af þeim 46 þjóbum sem bjuggu vib hagvöxt hafi abeins 27 einnig notib fjölgunar at- vinnutækifæra. í 19 þessara landa, eða 40%, hafi störfum ekkert fjölgað þrátt fyrir efnahgsbata. Meðal þeirra voru Indland, Pakistan, og Simbabve. Tólf þeirra landa, þar sem fjölgun starfa fylgdi efnahagsframförum, voru iðnaðarþjóðir, þeirra á meðal Kanada, Japan, Sviss, og Bandarík- in, en hinar eru nær allar í hópi uppgangsþjóða Austur-Asíu, svo sem Kína ásamt Tyrklandi og Chile. Boðskapur skýrsluhöfunda er sá, að hægt sé að snúa við á þeirri braut aukins atvinnuleysis sem margar þjóðir hafi lent á undanfar- in ár. En til að það megi takast verði aukin atvinna ab vera for- gangsverkefni. Áætlað er að atvinnuleysi hrjái nú 35 milljónir manna í iðnríkjum og 4 milljónir til viðbótar hafi gef- ist upp á að leita sér að vinnu. Hlutfall atvinnulausra sé frá 2,5% í Japan upp í 23% á Spáni. í Austur- Evrópu sé atvinnuleysi, sem var nær óþekkt fyrir 1990, nú t.d. kom- ib í 19% í Albaníu, 17% í Búlgaríu og Póllandi. Konur mæta þó enn frekari hindrunum en karlar. Af 1,3 millj- örðum blásnauðra séu konur um 70%. Laun þeirra séu aðeins 75% af launum karla, þ.e. þegar þær eru í launaðri vinnu, en 3/4 vinnu sinn- ar verji þær í ólaunuð störf fyrir heimili og samfélag. í mörgum Afr- íkuríkjum sjái konur um 60% allra landbúnaðarstarfa og 80% allrar matvæíaframleiðslu. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.