Tíminn - 18.07.1996, Side 4
4
wmmwi
Fimmtudagur 18. júlí 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Hrakandi lífskjör
Góð heilbrigðisþjónusta og langlífi eiga sinn þátt í
því að lyfta íslandi upp í áttunda sæti meðal
þjóða, miðað við lífskjaravísitölu sem Þróunar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna gefur út. Hlutfall
hins opinbera í kostnaði af heilbrigðisþjónustu er
með því hæsta sem gerist í heiminum, samkvæmt
skýrslu sem er nýkomin út.
Það, sem lyftir íslendingum hvað hæst í lífsgæð-
um, er það sem hér á landi er talin hin mesta
meinsemd í rekstri þjóðarbúsins. Kröfur eru uppi
um að draga sem mest úr kostnaði við að viðhalda
heilbrigði og lækka lífsgæðavísitöluna sem allra
mest.
En afkoma á íslandi er lakari en á síðasta áratug,
samkvæmt sömu skýrslu, þrátt fyrir hagvaxtar-
aukningu og segir blákalt að hinir ríku verði ríkari,
en hinir fái ekki neitt. Þetta er athugandi fyrir þá,
sem sífellt eru að telja sjálfum sér og öðrum trú um
að hér ríki mikið framfaraskeið með blómstrandi
fyrirtækjum. Ör hækkun á hlutabréfum og aukin
umsvif fjármagnsmarkaða eru gjarnan tekin til
marks um æskilega hagvaxtarþróun. En hún er
engin sönnun fyrir því að hagur alls þorra fólks
fari batnandi, nema síður sé.
í þeim kafla skýrslunnar, sem fjallar um mis-
skiptingu auðs, er tekið fram að hagvexti þjóðar
fylgi hreint ekki alltaf batnandi lífskjör þegnanna,
og er þeim sem marka pólitíska stefnu ráðlagt að
einblína ekki á magn, en taka einnig tillit til gæða.
Mörg dæmi eru um það að hagvöxtur eykur at-
vinnuleysi og víða koma ávextir efnahagsbatans í
hlut hinna efnaðri, en fátæklingum fjölgar og þeir
búa við stöðugt verri fátækt. Af þessum sökum
eiga margar vanþróaðar þjóðir erfitt með að rétta
úr kútnum. Bilið milli auðugra þjóða og þeirra fá-
tækari fer sívaxandi. Alþjóðavæðingin breytir ekki
eins miklu þar um og margir vilja vera láta.
Skýrslur eins og sú sem hér er vitnað til eru eng-
an veginn algildur mælikvarði á efnahag og lífs-
kjör þjóða. En að afgreiða þær með því að segja að
þær séu ekki marktækar er fásinna, því þær geta
verið góð vísbending um á hvaða braut þjóðir eru
í lífsgæðakapphlaupinu. ’j
Hvað íslandi viðvíkur, hlýtuir að vekja athygli að
skýrsluhöfundar sýna fram á að afkoma almenn-
ings sé lakari en fyrir nokkrum árum. Stjórnmála-
menn og þeir sem ráðskast |með vinnumarkað
ættu að veita þeirri staðhæfingu athygli að þeir
ríkú verða ríkari, en þeir efnaminni fá ekki neitt.
Þetta skeður á sama tíma og fjármagnsmarkaðir
blómstra sem aldrei fyrr og afkoma fyrirtækja er
betri en dæmi eru um áður og hlutabréf hækka óð-
fluga samtímis því að lífskjörum hrakar.
Á meðan þessar fullyrðingar verða ekki hraktar
hlýtur almenningur í landinu að krefjast skýringa
á þróuninni og gera kröfu um að lífsgæðum verði
jafnar skipt. ísland á hvorki að vera bananalýð-
veldi né í eigu fárra aðila, sem fara með gögn og
gæði fósturjarðarinnar að eigin vild, eins og dæm-
in eru um meðal miður þróaðra ríkja.
Frystihús og fyrirgreiösla
Allt frá unga aldri hefur Garri boriö mikla virö-
ingu fyrir mönnum sem leggja það á sig að reka
fyrirtæki. Margir hverjir eru hinir mestu elju-
menn, dugnaðarforkar, skynsamir og bestu
drengir þar á ofan. Mikill meirihluti þeirra sem
standa í fyrirtækjarekstri heyrir undir þennan
hóp. Síðan eru einhverjir glúrnir, en þó fyrst og
fremst heppnir, sem hafa orðið stórríkir á fyrir-
tækjarekstri og flestir þeirra heyra líka undir
þennan fyrrnefnda hóp. Garri hefur í mörg ár
heyrt mildð talað á neikvæðum nótum um fyrir-
tæki og atvinnurekendur, þeir séu illir og auð-
valdið slæmt. Gjarnan er dæminu stillt upp sem
atvinnurekendur gegn launþegum. Þaö vill nú
svo merkilega til að Garri þekkir býsna marga sem
eru í fyrirtækjarekstri og hann getur engan þeirra
talið illan og flestir þeirra eru í mesta basli við að
láta enda ná saman. En þaö er svo merkilegt með
þessa illsku atvinnurekenda að
hún virðist leynast ansi víða, ef
marka má þessa launþegar vs. at-
vinnurekendur umræöu.
Aðstöðumunur atvinnugreina
En það eru nú ekki öll fyrirtæki sett undir sama
hatt í þessum efnum. Lengi hefur verið hávaði út
af aðstöðumuni fyrirtækja í hinu ýmsu atvinnu-
greinum, eða öllu heldur aðstöðumuni atvinnu-
greinanna. Þar hefur landbúnaðurinn löngum
verið ofarlega á lista yfir atvinnugreinar sem njóti
óeðlilega kjara af hálfu hins opinbera og má
margt til sanns vegar færa í þeirri umræðu allri
saman. En við lausn vandans í þeirri atvinnugrein
hefur verið farin hin séríslensksovéska leið að
STÝRA greininni út úr vandanum. Sem sagt, með
öðrum orðum, hið alvitra opinbera yfirvald tók
þá ákvörðun að miðstýra atvinnugreininni land-
búnaður út úr vandamálunum. En, eins og ávallt
áður þegar þeirri aðferð er beitt, hefur vandinn
gert lítið annað en aukast og aukast og aukast. Nú
er svo komið að bændur era sjálfir farnir að brjót-
ast út úr þessu kerfi miðstýringar og ofstýringar til
þess að eygja þó einhverja von um glætu í fram-
tíðinni, enda kerfið farið aö þrengja svo að þeim
að þeir komast ekki lengur fyrir inni í því.
En það era aðrar atvinnugreinar sem aldeilis
ekki hafa notið styrkja og sérstakrar fyrirgreiðslu
hins opinbera í gegn um tíöina og þar má nefna
sjávarútveginn sem dæmi. Enda hafa menn í
þeirri atvinnugrein ekki legið á því þegjandi að
þeir hafi náð þeim árangri sem náöst hefúr af eig-
in rammleik og algerlega án opinberrar aðstoðar.
Hinar merkilegu, og að sumum finnst furðulegu,
úreldingarbætur fiskiskipa era ekki styrkur til at-
vinnugreinarinnar, ónei. Það er heldur ekki styrk-
ur til sjávarútvegsins að sjómenn skuli fá sérstak-
an sjómannaafslátt sem jafnar sig upp í að vera
sambærileg upphæð og persónuafsláttur hins
venjulega launaþræls. Samtals nemur sjómanna-
afslátturinn í kring um einn milljarð árlega —
þetta er ekki styrkur til sjávarútvegsins. Og það er
sannarlega enginn styrkur af hálfu hins opinbera
þegar fiskvinnslan í landinu get-
ur skellt fiskvinnslufólkinu á at-
vinnuleysisbætur með þriggja
daga fyrirvara samkvæmt samn-
ingum við ríkið sem Rannveig krataráðherra skrif-
aði uppá á sínum tíma. Þ.e.a.s. ef menn sjá fram á
að togarinn fiski illa, þá er hægt að senda staffið
heim á kostnað annarra.
Nú er fiskvinnslan í landinu á hraðleiö í þrot að
sögn þeirra sem þar ráða ríkjum — og hefst þá
hinn hefðbundni grátur. Ástandið er svo slæmt að
fyrirtækin neyðast til að loka um tíma, svona rétt
eftir að starfsfólkið er komið úr sumarfríi og þá fer
starfsfólkið að sjálfsögðu á atvinnuleysisbætur og
skattgreiðandinn borgar.
Garri hefur nú fylgst með þessum eilífu vand-
ræðum sumra fiskvinnslufyrirtækja í áratugi og
getur hreinlega ekki orða bundist. Hvenær ætla
mennirnir eiginlega að hætta að rembast við að
gera eitthvað sem þeir ráða engan veginn við og
fara að gera eitthvað annað sem þeir þó geta, t.d.
grafa skurði? Garri sem skattgreiðandi mundi alla-
vega þiggja að svolítið meira yrði eftir í pyngjunni
og það mundi sannarlega þyngjast í henni ef
stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja í landinu
byggju við þær aðstæður að þurfa að reka fyrir-
tækin eins og menn. Garri
GARRI
Drengilegir sterafíklar
Lyfjaframleiðendur um heim allan munu auglýsa
vöra sína sem aldrei fyrr á heimsins mestu stera-
og lyfjahátíð sem um getur. Á morgun hefst í Atl-
anta í Bandaríkjunum keppni um hverjir ná bestu
tökum á lyfjaneyslu án þess að upp komist.
Á völlunum vestur þar mætast heilbrigðar sálir í
lyfjafylltum og hraustum líkömum og þar verður
hlaupið, kastað og hoppað og
mikil afrek unnin fyrir íþrótta-
fréttafólk Ríkissjónvarpsins að
dást að.
Haft er fyrir satt að á nokkrum
Ólympíuleikunum næstu á und-
an þessum hafi það verið þjálfar-
ar og sérfræðingar í hvernig fela
á lyfjanotkun íþróttafólks sem
með réttu hefðu átt að standa á
verðlaunapöllum og taka við
peningum og hyllingum. En þar
standa sterafríkin og gráta undir
þjóðsöngvum þegar verðlaun
era veitt. Sérfræðingarnir í lyfja-
gjöfum íþróttagarpa taka við
öðravísi peningum fyrir sín af-
rek. !
Viöurkennt í raun
og ómerkilegir svardagar um að peningar kæmu
hvergi nærri afrekum þeirra varð að láta í minni
pokann fyrir því sem allir vissu, að öll stórveldi
íþróttanna borguðu vel fyrir unnin afrek. Nú er
atvinnumennska sjálfsögð meðal íþróttamanna
og er mikið lagt undir.
Stera- og lyfjaneysla íþróttagarpa er líka sjálf-
sögð nú á dögum. Hún er bara
ekki viðurkennd ennþá, en verð-
ur vonandi sjálfstæð keppnis-
grein þegar fram líða stundir.
Allir græba
Á víbavangi
Læknar og íþróttaþjálfarai hafa vitnað um hve
algeng lyfjanotkun er til aö pína meira út úr
kroppum íþróttamanna í keppni en þeir hafa
raunverulega orku til. Er skammt að minnast að
breskur læknir fullyrti í sjónvarpsviðtali að það
væru ekki nema asnar og heimskingjar sem létu
komast upp um lyfjanotkun í keppni.
Þaö er nefnilega miklu auðveldara að fela stera
og orkuaukandi lyf í líkamanum en klóku og ríku
karlarnir í alþjóðlegum ólympíunefndum vilja
viðurkenna. Óg þeir sem ekki bæta árangurinn
með ólöglegum meðölum, eiga þess lítinn kost aö
komast á verðlaunapalla stórhátíðarinnar í Atl-
anta.
Enda væri réttast að leyfa görpunum að éta eins
og þeir geta af sterum og orkuaukandi lyfjum fyr-
ir framan áhorfendur, því banniö við slíku er ekk-
ert annað en hégómlegt yfirvarp. Það er rétt eins
og með atvinnumennskuna áður fyrr. Þá var
keppendum óheimilt að taka peninga fyrir
íþróttaiðkun, ef þeir áttu að vera liðtækir á pöllum
ólympíuleika. Öll lygin um hreinleika hetjanna
Ólympíuleikar eru mikil fé-
þúfa þeirra sem kunna aö græða.
Allt er sjónarspilið háð undir
formerkjum drengskapar og vin-
áttu og löngu framliðins draugs
úr fortíöinni sem kallaður er
ólympíuhugsjón.
Leikarnir eru vettvangur þjóö-
ernisrembings af mismunandi
geöþekkri gerð og eru kempur
keyptar á milli þjóðríkja til að
safna stigum fyrir nýjar og arð-
gefandi fósturjarðir. Fréttamenn
setja upp stigatöflur sem sýna
hvar tiltekin ríki standa á hverjum tíma og er mik-
il keppni milli stórvelda að vera sem efst í saman-
lögðum stigum þegna sinna, sem komast á verð-
launapall á leikum.
En allt hverfur þetta undir þeim fagurgala og
falsi sem ólympíuleikar eru umvafðir. Iþróttaauð-
valdið kann vel til verka og fjölmiðlar græða á tá
og fingri á öllum steraætunum, sem þeir gera að
miðpunkti athyglinnar á meðan aurarnir streyma
inn.
Margt má gott um ólympíuleikana segja, eins
og tæpt er á í framansögðu. Það besta er hve marg-
ir hafa lag á að græða á þeim, allt frá alþjóða
ólympíunefndinni, görpunum á leikvelli og upp í
melludólgana í Atlanta, sem ætla að gera það gott
næstu vikurnar.
Og guð gefi að nú sé enginn þátttakandi í
drengilegu keppninni svo nautheimskur að láta
nappa sig, þótt þjálfari auki honum afl með stera-
og lyfjagjöfum. Þetta er nú ekki annað en leikur
eftir allt saman.
OÓ