Tíminn - 18.07.1996, Síða 7
Fimrtitudagur 18. júlí 1996
7
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Ástand jar&ar er enn að versna, aö
því er fram kemur í nýrri 170
blaðsíðna skýrslu frá Worldwatch
Institute sem staðsett er í Wash-
ington. „Lífsmerki 1996" er heiti
skýrslunnar („Vital Signs 1996"),
og er þar ab finna umfangsmikla
samantekt á helstu upplýsingum
um ástand plánetunnar.
Þar kemuT meðal annars fram að
útstreymi koltvísýrings í andrúms-
loftið hafi náb áður óþekktu há-
marki, en útstreymið nemur nú 6,1
milljarði tonna, og stafar einkum af
notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. ol-
íu, kola og gass. Þá er meðaltalshita-
stig jarðar hærra en nokkru sinni
áður, en kornbirgðir heimsins aftur
á móti minni en áður hefur þekkst.
Skemmdir af völdum óveburs eru
að aukast, en skaðinn var metinn á
um 16 milljarða dollara að meðal-
tali á níunda áratugnum en er nú
kominn upp í 48 milljarða dollara,
og er talið að það stafi af þeim al-
mennu veðurfarsbreytingum sem
nú eiga sér stað um alla jörð. Skóg-
lendi er hins vegar stöðugt að
minnka, á milli áranna 1980 og
1990 minnkaði það um tæplega 10
milljónir hektara á ári.
Allt er þetta til vitnis um heldur
neikvæða þróun, en á hinn bóginn
er líka að finna nokkur jákvæð tíð-
indi í skýrslunni frá Worldwatch
stofnuninni. Þannig hefur afkasta-
geta sólar- og vindorkuvera aukist
um 17% (sólarorkan) og 33% (vind-
orkan). Og framleiðsla á reibhjólum
hefur aukist gífurlega á undanförn-
um áratugum. Árið 1969 voru fram-
leidd um 25 milljón ný reiðhjól í
heiminum, sem var álíka mikið og
framleitt var af bifreiðum það árið,
en 1995 var hjólaframleiðslan kom-
in upp í 114 milljónir sem er um
þrisvar sinnum meira en bilafram-
leiðslan (33 milljónir).
Worldwatch Institute gefur út skýrslu um ástand jaröar:
Flest á niðurleiö
Gróðrarstía smitsjúkdóma
Þá hefur Alþjóbaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) gefiö út niður-
stöður af rannsóknum þar sem fram
kemur að veðurfarsbreytingarnar í
heiminum, upphitun jarðarinnar,
geti valdib því að ýmiskonar sjúk-
dómar muni eiga auðveldara upp-
dráttar.
Þegar allt í einu kemur úrhelli á
landsvæðum sem yfirleitt hefur ver-
ið þurrt í veðri, eða þurrkar koma á
hefðbundnum votviðrasvæðum, þá
má búast við aukinni útbreiðslu
smitsjúkdóma á borð við gulu,
heilahimnubólgu og kóleru.
Óvenjulegt veöurfarið -skapar góð
skilyrði fyrir fjölgun smitbera á
borð við rottur og skordýr, auk þess
sem sýklar og veirur dafna.
Vísindamenn telja að búast megi
við því að útbreiðsla malaríu muni
aukast einna mest. Ef hiti á jörðinni
eykst um 2,2 grábur geti það þýtt að
útbreiöslusvæði köldumýs stækki
frá því að vera 42% af yfirborði jarð-
arinnar eins og nú er yfir í það að
vera 60%., en köldumý er smitberi
malaríu. -gb/Der Spiegel
Nektarskobun í
tollinum?
Á vegum breskra stjórnvalda er
verib að gera tilraunir meb nýja
röntgenmyndavél, framleidda í
Bandaríkjunum, sem sérstaklega
er hugsuð tii ab koma upp um eit-
urlyfjasmyglara og hryðjuverka-
menn. Ekki er óhugsandi að hún
verði innan tíðar notub í ein-
hverjum mæli á flugvöllum og
annars staðar þar sem sérstaks ör-
yggiseftirlits er talin þörf.
Þó er næsta víst að notkun henn-
ar muni verða all umdeild, því hún
afhjúpar miskunnarlaust nekt
þeirra sem henni er beint að.
„Myndin er ekkert í líkingu við
það sem sést í Playboy-blaði. En það
er engin spurning að hægt er að
greina karl frá konu," segir Hamer
Boynton, ráðgjafi hjá bandarísku
alríkislögreglunni, FBI, sem hefur
lagt mat á þetta nýja tæki. Vélinni
er ætlað að finna mjúka hluti sem
fara framhjá venjulegum öryggis-
leitartækjum, svo sem pakka meb
eiturlyfjum. En ekki þarf að líta
nema einu sinni á myndirnar sem
birtast i henni til þess að sjá að auð-
velt væri að misnota hana í nokkuö
vafasömum tilgangi.
Röntgengeislarnir, sem notaðir
eru í lágskömmtum, fara viöstöðu-
lítið í gegnum fötin en endurkastast
að hluta til af húöinni. Sérstakt
móttökutæki nemur endurgeislana
og kemur þá i ljós mynd af „nökt-
um" líkamanum. Sömuleiðis sjást
auðveldlega allir harðir hiutir, svo
sem byssur og hnífar, og þá sjást
einnig í tækinu mýkri hlutir á borð
við kókaínpakka eða beltispokar
sem fylltir eru af plastsprengiefn-
um, sem undanfarið hafa verið not-
uð töluvert af hryðjuverkamönnum
í sjálfsmorðsárásum.
Breska tollgæslan hefur tekið til
athugunar að nota vélina í staðinn
fyrir líkamsleit, sem einungis er
framkvæmd þegar sérstök ástæða
þykir til og er þá jafnan læknir við-
staddur. Eini gallinn er þó sá ab
með vélinni er ekki hægt að finna
litla eiturlyfjaskammta sem faldir
hafa verið í endaþarmi eða leggöng-
um.
Mestar líkur eru taldar á því að
fangelsi og tollþjónustan muni ríða
fyrst á vaðiö með notkun vélarinn-
ar, einkum vegna þeirra annmarka
sem em á þeim málmleitartækjum
sem til em. Þá hafa öryggisstarfs-
menn í Westminsterhöll skoðað
tækið, en hafa enn sem komið er
ekki viljað prófa það á þeim sem
leið eiga í þinghúsið, hvað þá þing-
mönnunum sjálfum. „Ég reikna
varla meb því að þingmenn myndu
vilja að leitað verði á kjósendum úr
kjördæmi þeirra með nektarskoð-
un, " sagði Matthew Heaton, sem er
framkvæmdastjóri framleiðanda
tækisins í Evrópu.
-gb/The Sunday Times
Eins og sjá má er aubvelt ab koma
auga á falin vopn meb nýju röntgen-
myndavélinni, auk þess sem helstu lík-
amsdrœttir eru nokkub augljósir.