Tíminn - 23.07.1996, Síða 16

Tíminn - 23.07.1996, Síða 16
Veforib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland til Suöausturlands: Hæg breytileg átt e&a hafgola og víða léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig a& deginum, hlýjast inn til lanasins. Miöhálendið: Hæg breytileg átt og léttskýjað. Hiti 10 til 16 stig. Byggingarvísitala hœkkar um 3,3% vegna lœkkunar á endurgreiöslu viröisaukaskatts í júní: Byggingarkostnaður hækkar um 200-300 þús.kr. á íbúð Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlí, reyndist 216,9 stig og hefur því hækkað um 3,3% frá næsta mánuði á undan, samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Þessi hækkun byggingarkostnaðar þýð- ir t.d. kringum 200-300 þúsund króna hækkun á veröi íbúða sem hafa kostað á milli 6 milljónir og 9 milljónir króna. Ástæða þessarar miklu hækkunar er lækkun á end- urgreiðsluhlutfalli virðisauka- skatts vegna vinnu á byggingar- stað niður í 60% frá 1. júlí sl. sam- kvæmt lögum fyrr á árinu. Við þessa lækkun hækkuðu vinnuliðir vísitölunnar um 9,8%, sem aftur veldur 3,3% hækkun á byggingarkostnaði (byggingar- vísitölunni) í heild. Vegna þessa hefur byggingarvísitalan hækkað um 6% síðustu 12 mánuði, eða nær þrisvar sinnum meira en vísi- tala neysluverðs. Rifja má upp í þessu sambandi, að hefði bygg- ingarvísitalan ennþá verið inni í grundvelli lánskjaravísitölunnar hefði þessi breyting valdið 1,1% hækkun á lánskjaravísitölunni, sem þar með hefði hækkað verð- tryggðar skuldir landsmanna um hátt í 3 milljarða króna, eða verð- mæti um 400 nýrra íbúða, ellegar kringum 50.000 kr. á hverja fjöl- skyldu í landinu. Spurning er hvort stjórnmálamenn hefðu þá kannski hikað við þessa lagasetn- ingu? Nýkjörinn forseti Olafur Ragnar bryddar uppá nýjung í embœttinu: Forsetahjóniri á útihátíð í Galtalækjarskógi „Tilfinningin er dálítið blendin því þetta hefur aldrei gerst áður og ég er varla farinn að trúa þessu enn," segir Jón K. Guðbergsson mótstjóri bindindismótsins í Galtalækjarskógi um það frum- kvæði Ólafs Ragnars Grímssonar verðandi forseta að heimsækja þessa árvissu útihátíð bindindis- manna um verslunarmannahelg- ina. Þetta verður án efa eitt af af því fyrsta sem Ólafur Ragnar tek- ur sér fyrir hendur eftir ab hann hefur tekið formlega vib forseta- embættinu vib sérstaka athöfn í Alþingishúsinu í næstu viku, fimmtudaginn 1. ágúst nk. Meb Ólafi í Galtalækjarskógi verbur Gubrún K. Þorbergsdóttir eigin- kona hans. Jón K. segir ab það hefbi aldrei hvarflað að sér eða öðrum í um- dæmisstúku númer 1 á Suðurlandi sem stendur fyrir bindindis- og fjöl- skyldumótinu í Galtalækjarskógi, að fara þess á leit við nýkjörinn for- seta að heiðra útihátíðina með nær- veru sinni. Jón segir að frumkvæðið hafi komið frá Ölafi sjálfum sem Eitt allra fyrsta verk nýrra forseta- hjóna veröur heimsókn á bindindis- samkomuna í Galtalœkjarskógi um verslunarmannahelgina. hefði lýst yfir áhuga aö heimsækja mótiö og vera við setningu þess laugardaginn 3. ágúst nk. En eins og kunnugt er þá er Ólafur Ragnar bindindismaður, en hann mun einnig hafa verið virkur í stúkustarfi Góðtemplarareglunnar áður en hann haslaði sér völl á vettvangi stjórnmálanna. „Það á eftir að koma í ljós," segir Jón K. aðspurður hvort Ólafur Ragnar muni ekki ávarpa gesti á bindindismótinu. Hann telur þessa ferð Ólafs Ragnars í Galtalækjarskóg ekki teljast beint til embættisverka forsetans, en heimildir herma að þessi ákvörðun Ólafs Ragnars hafi mælst misvel fyrir meðal starfs- manna forsetasluifstofunnar, enda ekki hefð fyrir því að starfandi for- seti sýni sig á útihátíðum á verslun- armannahelgi. Jón K. Guðbergsson mótstjóri segir mikla ánægju ríkja meðal þeirra fjölmörgu sem standa að úti- hátíðinni í Galtalækjaskógi með þetta frumkvæði Ólafs Ragnars. Hann telur einsýnt að þetta muni auka vægi bindindsmótsins að fá forsetahjónin í heimsókn, en þar er hægt að taka á móti 10 þúsund manns með góðu móti. Þá hefur Tíminn heimildir fyrir því að þessi ákvörðun Ólafs Ragnars hefði einn- ig vakið mikla lukku meöal stuðn- ingsmanna hans þegar hann til- kynnti um hana í hófi sem þeim var haldið í sl. viku í Félagsheimili Sel- tjarnarnes fyrir vel unninn störf í kosningabaráttunni. -grh Húsnœöi innheimtufyrirtœkisins Lögþings ehf. Rökstuddur grunur um fjárdrátt og fjársvik Rannsóknir á meintum fjár- drætti og fjársvikum forsvars- manns innheimtufyrirtækis- ins Lögþings ehf. standa nú yfir. Forsvarsmaðurinn er grunað- ur um hafa dregiö sér og ráðstaf- að milljónum króna sem hann hefur innheimt fyrir einstak- linga og fleiri aðila. Hann er lög- fræðingur að mennt en hefur sem stendur ekki málflutnings- leyfi þar sem hann var nýlega úrskurðaður gjaldþrota. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur yf- irheyrt starfsfólk Lögþings og innsiglað hluta af húsnæði fyr- irtækisins. ■ Frábært verð fyrir myndir Gunnars Dal Gunnar Dal skáld og heim- spekingur brá sér í betri bux- Sér fyrir endann á vegaendurbótum á Fjaröarheiöi: Lifandi skelfing búin að bíða lengi „Þetta þýðir þab að þegar þessu verður lokib 1997 þá er Fjarðar- heibin öll meb bundnu slitlagi. Hvort þab þykja nú tíðindi útaf fyrir sig skal ég nú ekki um segja en mikib lifandi skelfing erum við búin ab bíba lengi eftir því," sagbi Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seybisfirbi í samtali við Tímann í gær. Nú sér fyrir endann á endurbót- um á vegasambandi milli Héraðs og Seyðisfjarðar á Fjarðarheiði. Um er að ræða 5,3 km vegaframkvæmd í um 450-550 metra hæð yfir sjó. Lagður verður nýr vegur um Mjó- sund þar sem Fjarðará verður veitt úr farvegi sínum suður fyrir væntanleg- an veg. Núverandi vegur sem liggur með Heiðarvatni og um Efri-Staf verður endurbyggður og á Vatns- hæðará og Fjarðará verða sett stór stálræsi í stað einbreiðra brúa. Nýi vegurinn um Mjósund mun liggja 15-30 metrum lægra í landi en nú- verandi vegur og telur Vegagerðin að veðurhæð og snjódýpt verði minni fyrir vikið. Framkvæmdir munu hefjast í sumar og er áætlaö að verk- inu ljúki með lagningu bundins slit- lags sumarið 1998. „Það má þá segja að við séum búin að fá samgöngur inn til þéttbýlis svipað og er alls staðar annars staðar á landinu því við höfum bara keyrt þetta á malar- vegi mikið til, sem hefur náttúrulega veriö til stórskammar," segir Þor- valdur og bendir á að Seyðfirðingar taki á móti 5 og 6% af ferðafólki sem komi inn í landið. „Þetta er nú samt búið að bjóða þeim. Þannig að þó það sé nú ekki bara veriö að tala um okkur Seyðfirðinga þá mætti ímynda sér að það hefði verið búið að gera þetta áður þó það væri ekki nema bara fyrir þessa erlendu ferðamenn sem fara hérna um." Umtalsverð breyting verður á vetrarsamgöngum fyrir Seyðfirðinga með tilkomu nýja vegarins. Það hef- ur verið samþykkt að honum verði haldið opnum sjö daga vikunnar frá því hann veröur tekinn í notkun. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan við höfðum ekki klárað nema tveggja daga þjónustu á Fjarðar- heiði. Þannig að þetta er náttúrulega gjörbreyting og ber auðvitað að fagna," segir Þorvaldur bæjarstjóri og er ánægður að vonum. -ohr urnar fyrir nokkru og bætti viö einni listgrein á lífspró- grammiö og fór aö mála. Hann heldur sýningu á verk- um sínum í Eden í Hverageröi þessa dagana og veröleggur myndir sínar aö hætti meist- ara eins og vera ber. Meöalverð myndanna er 300 þúsund krónur, enda eru þær allar málaðar með olíu á striga sem strengdur er á vandaða blindramma. Mörgum líst vel á myndir meistarans og maður sem kom þar um helgina dró upp tékk- heftiö og keypti tvær og þóttist hafa gert gób kaup. Meistari Gunnar hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að þessi fyrsta listsýning hans veröi jafn- framt hin síðasta. Verður fólk því að grípa tækifærið ef takast á ab klófesta mynd eftir þennan ágæta og alhliða listamann. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.