Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 3 Rábhúsib í vandrœbum meb erindi frá Hinu íslenska rebasafni, sem er einstakt í veröldinni. Sigurbur Hjartarson menntaskóiakennari: Hefur fengið loforö fyrir reb af karlmanni „Hu-hummm..!" „Það stóð nú svo á hjá okkur ab vib gátum ekki farið þessir þrír karl- menn í nefndinni, konumar tvær ekki heldur," sagði Pétur Jónsson formaður atvinnumálanefndar borgarinnar. Nefndin hefur fengið til af- greiðslu fremur óvenjulegt erindi Sigurðar Hjartarsonar menntaskóla- kennara, eiganda Hins íslenska reð- ursafns. Samþykkti nefndin á fundi sínum á dögunum að fara þess á leit við Guðbjörgu Pétursdóttur verk- efnisstjóra Ataksverkefnis kvenna að hún komi á næsta fund nefndar- innar og kynni hugmyndir sínar um verkefnið. „Við vorum'ekki viss um hvort ætti að taka þetta alvarlega eða ekki, en sennilega ættum við að gera það, eða þá að menningar- málanefnd taki þetta að sér, hún sér um söfnin í borginni," sagði Pétur Jónsson. En hvað er Hið íslenska reður- safn? „Þetta em rebir af nálega öllum spendýmm á og við landið. Þarna er einstakt safn í veröldinni, rúmlega 60 eintök af 30 tegundum, meðal annars reðir af steypireiðum, búr- hvölum og fleiri hvalategundum, ýmist uppstoppaðir eða í formalíni. Þeir stærstu eru rúmlega metri á lengd, bara fremsti hlutinn af þeim," sagði Sigurður Hjartarson í gær. Sigurður hefur fengist við þessa söfnun í rúm 20 ár og er með safnið heima hjá sér. Reðasafnið hefur vakið mikla athygli, sérstak- lega í erlendum blöðum og sjón- varpi, til dæmis í Chile, Svíþjóð og Bretlandi. Nýlega sýndi Sigurður hluta safnsins norður á Akureyri. Rætt er um að fá skráningu á þessu einstæöa safni í Guinnes bókina um heimsmet, enda eina safnið í ver- öldinni af þessari gerð. „Ég er með loforð fyrir manni, rúmlega áttræðum Norðlendingi," sagði Sigurður Hjartarson. „Fólk er sumt feimið vib þetta, sérstaklega opinberir aðilar, sem vilja greini- lega ekki láta bendla sig við þetta. En þetta er ekkert klám, bara ein- faldar staðreyndir," sagði Sigurður. -JBP Sigurbur Hjartarson er hér meb bein úr rostungsrebi. Tímamynd: /AK Fundur bobabur hjá fulltrúa- rábi Alþýbuflokksins í Hafnar- firbi um mibjan ágúst. Tryggvi Harbarson bcejarfull- trúi: Gefur ekki upp afstöðu „Það liggur ekkert fyrir um það," svaraöi Tryggvi Harðar- son bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði að- spurður um hvort Alþýðu- flokkurinn væri á leiðinni úr meirihlutasamstarfi við tvo sjálfstæðismenn. Hann sagði að ákveðið hefði verið að boða til fundar til aö ræða þetta mál, meðal annars, en full- trúaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fundar 15. ágúst nk. Tryggvi sagðist ekki hafa gefið upp neina afstöðu til meiri- hlutasamstarfsins enn sem komib væri. Hann sagöi enga tillögu liggja fyrir fundinum, enn sem komið væri a.m.k. og ekkert útséð með hvaða niðurstaða yrði af fund- inum. „Ég vil engan dóm leggja á þaö í sjálfu sér," svaraði hann aðspurður hvort tvísýnt væri um niðurstöðu. -ohr Formabur VR segir œ fleiri verslunarmenn ab störfum á „frídegi verslunar- manna" enda sé starfsfólk í erfibri stöbu ab neita vinnuveitendum: 850 verslunarmenn atvinnulausir Formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur segir að senni- lega hafi aldrei fleiri verslunar- menn verið ab störfum en síð- astliðinn „frídag verslunar- manna". Áður hafi verslanir einkum verib opnar úti á landi en æ algengara sé ab verða ab starfsfólk verslana í Reykjavík mæti til vinnu þennan dag. Breyttar aðstæður fólks, meiri samkeppni í þjónustu og auknir ferðamöguleikar stubli ab þess- ari þróun. „Það er alltaf sama sagan að um leiö og ein búð opnar þá togar það í þann næsta. Um langt árabil hafa verslanir úti á landi verið opnar á frídegi verslunarmanna og það hefur ýtt á verslanir hér að hafa opið. Ég hef sagt það og stend við að þeir kaupmenn hér sem vilja hafa opið á þessum degi og veita þjónustu þeir geta staðið vaktina sjálfir og gefiö fólkinu frí." Magnús bendir á að verslunar- menn vinni mjög langan vinnu- dag, flesta laugardaga og suma sunnudaga. Því sé vinnuveitend- um ekki of gott ab leyfa starfsfólki sínu að fá einn frídag á ári, fyrsta mánudag í ágúst. Um 850 verslunarmenn eru nú á atvinnuleysisskrá og kann þab að hafa áhrif á bága stöbu starfs- fólks að víkjast undan vinnu- skyldu á frídegi verslunarmanna. „Ef verslunin er opin þá er starfs- fólki sagt að þaö þurfi að vinna og það þorir ekki að segja neitt við því," segir formaöur VR. „Hvað heldurbu ab yrði um mann sem neitaði ab vinna þennan dag?" Á meðal verslana sem voru opnar í borginni sl. mánudag má nefna 10-10 og 10-11 búðirnar. „Það er mjög dapurlegt að þessu fólki sé ekki leyft ab eiga þennan frídag sem því hefur verið tileink- aður í 102 ár," sagbi Magnús Sveinsson aö lokum. - BÞ Bíllinn hvíldur Eftir hálfan már.uð, mibviku- daginn 22. ágúst, verbur haldinn hvíldardagur bílsins í Reykjavík. Fólk verbur hvatt til þess að draga úr notkun einkabílsins, besta vinar nú- tímamannsins, í einn dag. Mælingar verða gerðar á um- ferðinni viku á undan hvíldar- degi bílsins, á deginum sjálfum og viku síðar."Þaö er hins vegar ekki meginmarkmið ab ná þessum tölum niður heldur hitt að hvetja fólk til umhugs- unar," segir Ingibjörg Guö- laugsdóttir, yfirskipulagsfræð- ingur Borgarskipulags Reykaj- víkur. Vekja fólk til vitundar um neikvæð áhrif umferðar- innar á umhverfið, s.s. hávaða og loftmengun, kostnaðinn sem fylgir bílnum og fá það til að reyna aðra ferðamáta heldur en einkabílinn, t.d. almenn- ingssamgöngur og samnýtingu bíla á lengri leiðum og hjóla eða ganga á þeim styttri. „Við munum gera þetta á já- kvæðu nótunum, nota auglýs- ingar, plaköt og annað, enn- fremur munu íþróttir fyrir alla verba með okkar, þannig að þetta verður létt og skemmti- legt en ekki fortölur og predik- anir yfir fólki." Reykjavíkurborg hefur sam- þykkt að veita allt að kr. 2.300.000. til verkefnisins, sem nemur áætluðum beinum kostnaði, en borgin hefur feng- ið vilyrði fyrir styrk upp á kr. 1.240.000. frá samtökunum „Car Free Cities Club", þ.e. samtök borga í Evrópu sem hafa áhuga á því að draga úr bí- laumferð. Samtökin hafa þegar greitt tæpar 500.000. en af- gangurinn er skilyrtur, borgin þarf að hafa ráðgjafa við verk- efnið, bjóða tveimur fulltrúum samtakanna ab vera viðstaddir hvíldardaginn og setja niður- stöðu verkefnisins fram í skýrslu sem yröi öbrum borg- um til leiöbeiningar um það hvernig bæri að standa ab slík- um degi. Enginn önnur borg hefur haldið dag sem þennan, Reykjavíkurborg ríður því á vaðið og mun það væntanlega vekja athygli víða og vera já- kvæð kynning á borginni. -gos Laxveibin í fullum gangi vítt og breitt um landib: Borgfirsku árnar bestar Spamaðurinn gekk ekki eftir Atvinnumálanefnd Reykja- víkurborgar samþykkti á dög- unum viöbótarfjárveitingu, 22,5 milljónir króna, til sum- arverkefna skólafólks. Pétur Jónsson formaður at- vinnumálanefndarinnar sagði í samtali við Tímann í gær að hér hefði verið um að ræða að í fjár- hagsáætlun borgarinnar hefði verið gert ráð fyrir rúmlega 170 milljónum króna, en ætlunin hefði verið að spara og nota aö- eins 150 milljónir til þessa málaflokks. Það hefði hins vegar ekki gengið eftir, full þörf hefði verið fyrir alla upphæðina, og viðbótarfjármagnið væri núna veriö aö nota í þágu skólafólks- ins. -JBP Flestir laxar eru komnir á land úr Noröurá í Borgarfiröi eöa 1.500 laxar um miðjan dag í gær. Borg- firsku ámar tróna á toppnum eins og oft áöur og kemur Langá næst meö alveg um 1.050 laxa. I þriöja sætinu er svo Grímsá meö 990 laxa. „Ætli við séum ekki með svona tuttugu til þrjátíu prósent meiri afla en í fyrra. Það kemur alveg heim og saman við spár fiskifræb- ingsins okkar, Sigurðar Más í Borg- arnesi, sem hefur stundað rann- sóknir í Langá í hálfan annan ára- tug. Hann spáði því ab við mund- um auka okkur úr 1.400 í 1.600 til 1.700 laxa og það stefnir allavega í það," sagði Ingvi Hrafn Jónsson í samtali viö Tímann í gær. Hann segir spárnar byggðar á seiðamælingum, en Langáin hefur verib rafmagnsveidd á hverju ári í 22 ár. „Við teljum okkur sjá þab fyrir allavega næstu tvö, þrjú árin að það eigi að verða mjög gott í Borgarfirbinum." Ingvi Hrafn segir það ekki spurn- ingu að þetta megi að hluta til þakka friðun á laxi. „Uppkaup laxakvótasjóðsins hans Orra Vig- fússonar á síðustu sjávarlögnunum í Borgarfiröi, í Rauðanesi í vor, hafa skipt án efa mjög miklu máli. Við fundum það vel á vorveiðinni sem var meiri en verið hefur í tuttugu ár hjá okkur," segir Ingvi Hrafn. Bestu árin í Langá hafa gefið yfir 2.000 laxa og segir hann að þetta ár stefni í eitt af toppárunum. „Við sjáum það líka að það eru gengnir langt í 500 laxar fram á Grenjadal, í gegn um laxastigann í Sveðju, sem er helmingi meira en á sama tíma í fyrra, þannig að þetta lítur vel út." „Veiöin er búin að vera góð, hún er betri en í fyrra," sagði Ingi Þór Jónsson kokkur í veiðihúsinu vib Grímsá í samtali vib Tímann í gær. Veiðin í Grímsá í fyrrasumar var um 1.100 laxar í heild og taldi Ingi ab um 750 laxar hefðu verið komn- ir á land á sama tíma þá. „Þetta er virkilega fínt. Veðrið hefur kannski verið svolítið leiðin- legt síðustu daga en þab hefur samt veiðst vel miðað við veður. Rign- ingin náttúrulega gerir gott en þab er búið að vera mikið rok og svo kom sól um daginn og þá hitnaði vatnib. Þab er nóg af fiski, það er fiskur upp um alla á, upp í Oddsstaöafljót og alveg upp í Tunguá. Það hefur fengist mest núna ofarlega í ánni." Komnir em um 970 laxar á land í Þverá í Borgarfirði. Bragi Agnars- son í veiðihúsinu á Helgavatni sagði veiðina töluvert lakari en í fyrra og þar væri um að kenna vatnsleysi. „Reyndar er búib að rigna núna síðustu viku og hefur hækkað töluvert í ánni. Kannski eru líkur á aukinni veiði. Áin er bú- in að vera svolítið skoluð í tvo daga, menn em að bíöa eftir að hún hreinsi sig." Hann telur að á sama tíma í fyrra hafi veiðin veriö komin í um 1.200 laxa, en heildarveiðin í fyrra var um 1.500-1.600 laxar. „Reyndar veiddist ekki mikið í ágúst í fyrra vegna vatnsleysis." Þórhildur Þórhallsdóttir kokkur í veiðihúsinu Árhvammi sagði veið- ina ganga vel í Hofsá í Vopnafirði. „Þab eru komnir 430 laxar á land. Það er eitthvað betra en í fyrra, að vísu tók þessi tími dálítið mikinn kipp þá. Ég held ab þetta sé um 50 löxum meira en á sama tíma í fyrra." Stærsti laxinn í sumar kom á land um helgina, 22 pund. Ábur höfðu veiðst einn 20 punda og einn 19 punda. Um 660 laxar em komnir á land úr Laxá í Aðaldal. -olir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.