Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland og Faxaflói: SA kaldi eba stinningskaldi og skúrir. Læg- ir heldur er líöur a daginn. Hiti 9-15 stig. • Breiöafjöröur: SA gola eöa kaldi og rigning meb köflum. Hiti 7-13 stig. • Vestfiröir: S og A gola eba kaldi, rigning í fyrstu en síban úrkomu- lítib. Hiti 7-13 stig. • Strandir og Noröurland vestra: S og SA gola eba kaldi og aö mestu þurrt. Hiti 9-16 stig. • Noröurland eystra: SA kaldi og skýjab en lengst af þurrt. Hiti 12- 18 stig. • Austurland ab Glettingi: S og SA kaldi og skýjab ab mestu en víb- ast þurrt. Hiti 9-18 stig. • Austfirbir: SA kaldi eba stinningskaldi en hægari er líbur á daginn. Skýjab og dálítil rigning eba súld öbru hverju, einkum á annesjum. Hiti 9-1 3 stig. • Suöausturland: A og SA kaldi eba stinningkaldi, og sums stabar all- hvasst í fyrstu. Rigning og súld meb köflum. Hiti 10-14 stig. Camlir ísfiröingar taka vel á móti nýjum: Nýju Isfirðingun- um gengur vel Tæpur hálfur mánuöur er nú liöinn frá því aö flóttamenn- irnir frá gömlu Júgóslavíu komu til nýrra heimkynna sinna á ísafirbi. Ab sögn, Hólmfríöar Gísladóttur hjá Rauba krossinum, gengur allt mjög vel. Fólkiö er núna í heilsufarsat- hugunum en það hefur notið lítillar sem engrar heilsugæslu síðustu árin. í næstu viku stend- ur svo til að byrja kennslupró- grammið. Farið verður í vinnu- staðaheimsóknir í dag eða morgun fyrir milligöngu félags- málastjóra ísafjarðarbæjar, Jóns Tynes. Þeir vinnustaðir sem hafa borið upp atvinnutilboö verða heimsóttir en þeir eru: Netagerð Vestfjarða, Skipa- smíöastöðin hf., Ágúst og Flosi (byggingarverktakar), Sjúkrhús- ið og kannske Hótel ísafjörður. Þá munu væntanlega bjóðast störf í fiskiðnaðinum um leið og nýtt kvótaár byrjar núna 1. september. Jón Tynes segir bæj- arbúa vera mjög jákvæða gagn- vart hinum nýju Isfirðingum og sýna það í verki, t.d. með því að aðstoða við fyrstu innkaupin, nokkrum var boðið í grillveislu og einum karlmanninum í veiði o.s.frv. „Samfélagið í heild stendur eins og einn maður á bak við móttökuna." Sennilega mun einn karlmað- ur bætast í hóp hinna nýju ís- firðinga innan skamms, frá því hefur þó ekki verið gengið form- lega og þess vegna ekki verið staðfest. Umræddur maður er fjölskyldufaðir þeirrar fjöl- skyldu sem kom ekki með hin- um fjölskyldunum sex til ís- lands en þau hjónin eru, að því er heimildarmaður Tímans seg- ir, skilin. -gos Dagur-Timinn er smám saman oð verba til, en ab ótal smáatribum er ab hyggja þeg- ar blab er búib til. í gœr var m.a. unnib ab því hjá Eureka í Reykjavík ab útbúa auglýsingaborba til ab setja á strœtisvagna á Akureyri. Á myndinni má sjá borbann koma út úr prentvélinni meb blabhaus og slagorbi blabs- ins: Dagur-Tíminn, besti tími dagsins. Tímamynd: Pjetur Ríkisendurskoöun: Kennarar eyddu 490 ársverkum í verkfall 1995 og uröu af 700 m.kr. launagreiöslum: Fækkað um 70 ársverk hjá Ríkisspítölunum Kennaraverkfallib í febrúar og mars í fyrra fækkabi greiddum árs- verkum á vegum menntamála- rábuneytisins um nærri 490 frá því sem annars hefbi orbib og lækkabi launakostnab ríkissjóbs um 700 milljónir króna, sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskobun- ar um framkvæmd fjárlaga. Á fyrra helmingi þessa árs hefur ársverkum kennara aftur á móti fjölgað um 177 (umfram fyrrnefnd 490), m.a. vegna samninga um minni kennsluskyldu í grunn- og framhaldsskólum. Hvað varðar önn- ur ráðuneyti, má einkum sjá vinnu- aflsbreytingar hjá heilbrigiðsráðu- neytinu, þar sem ársverkum fækkaði um 70 milli árshelminga og kemur sú fækkun alfarið fram hjá Ríkissp- ítölunum. Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins annaðist launavinnslu vegna 170 fleiri árs- verk á fyrri helmingi þessa árs held- ur en á sama tíma í fyrra, þ.e. eftir að leiðrétt hefur verið um 488 ársverk vegna kennaraverkfallsins. Sem fyrr segir hefur öll þessi fjölgun, og raun- ar heldur meira, orðið í röðum kenn- ara í grunn- og framhaldsskólum. Ársverkum hefur að vísu einnig fjölgað hjá sjávarútvegsráðuneytinu, um 19 störf hjá Fiskistofu vegna veiðieftirlits, hjá umhverfisráðu- neyti fjölgar um 17 ársverk vegna snjóflóðavarna og hjá Flugmála- stjórn um 10 ársverk. Á móti þessu vegur áðurnefnd 70 ársverka fækkun á Ríkisspítölunum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga, var gert ráð fyr- ir að ársverkum hjá þeim A- hluta- stofnunum sem starfsmannaskrif- stofa annast launavinnslu fyrir mundi fjölga um 2% milli 1995 og 1996, sem svarar til um 400 árs- verka. Með þeirri 170 ársverka fjölg- un sem þegar sé þegar hefur orðið á fyrri helmingi ársins hafi áætluð „vinnumagnsaukning" hjá ríkissjóði í rauninni þegar átt sér stað. Alls sá launaskrifstofan um launa- vinnslu vegna 9.550 ársverka á fyrri helmingi ársins, þannig að ársverkin verða varla undir 20.000 á árinu öllu. ■ Fcekkun atvinnulausra um 250 manns ab mebaltali yfír árib: Sparar 130 m.kr. í bóta- greiöslum Minnkun atvinnuleysis úr 4,4% eins og fjárlög geröu ráð fyrir niður í 4,2%, eins og nýj- ustu spár áætla — sem þýðir fækkun atvinnulausra um 250 manns að meðaltali yfir árið — spara Atvinnuleysistrygg- ingasjóði um 130 milljónir í bótagreiðslum. Vegna þessa er nú búist við að afkoma Átvinnuleysistrygginga- sjóðs verði í jafnvægi á árinu 1996, þannig að sjóðurinn þurfi ekki að selja 130 milljóna kr. verðbréf til aö mæta f járvöntun, eins og fjárlög gerðu ráð fyrir. ■ Umsóknarfrestur um veibikort framlengdur út ágúst. Eftir þaö þurfa menn aö þreyta próf: Hæfnisprófiö veröur þungt „Ef menn koma og eru með ein- hver læti þá læt ég þá fara í prófið og þeir falla með glans. Þeir horfa á gæsina mjög íbyggnir lengi og segja síðan: „Ég veit allavega að þetta er grá- gæs," og benda á heiöargæs- ina," segir Áki Ármann Jónsson verkefnisstjóri veiðikorta hjá Veiðistjóra, en hann hefur sett upp svolítib hæfinspróf í teg- undargreiningu fugla á skrif- stofunni hjá sér. Áki hefur jafn- framt með höndum umsjón meö gerb hæfnisprófs fyrir um- sækjendur veibikorta sem þarf ab þreyta sæki menn um veiði- kort eftir 31. ágúst. Umsóknarfrestur um veiðikort hefur verið framlengdur til 31. ág- úst, en upphaflega rann hann út í apríl. Eftir þennan tíma verður mun erfiðara að fá veiðikort þar sem þeir veiðimenn sem ekki sækja um veiðikort fyrir þennan tíma munu þurfa að sækja nám- skeið og þreyta hæfnispróf til að fá kortið. „Þetta er tilkomið vegna þess að hérna áður fyrr þá vorum við öll uppalin í náttúrunni og þekktum alla fugla. En nú em menn að fá skotvopnaleyfi sem hafa varla séð rjúpu, eins og einn félagi minn, sem var alinn upp í Reykjavík, hélt að hettumávur væri einhver andartegund. Þá sér maður, þó maður sé alinn upp í sveit sjálfur, að það hafa ekki allir sama bak- gmnn," segir Áki. Hann segir að 11.200 manns hafi leyst út veiðikort í fyrra og núna í ár væm komnar 11.000 umsóknir. Hann gerir ráð fyrir að heildartalan fari í þrettán til fjór- tán þúsund veiðikort. „Síðan má búast við að það verði tíu til ell- efu, tólf þúsund á hverju ári sem verbi með veiðikort," segir Áki. Þegar á annað borð er búið að fá veiðikort, þá em menn komnir inn í kerfið og þá mega líða allt að tíu ár án endurnýjunar. Hæfnispróf og námskeið fyrir þá sem verða of seinir að sækja um veiðikort, eba sækja um veiði- kort eftir að fresturinn er útrunn- inn, em í mótun. Hæfnisprófið sjálft er nánast tilbúið og er verið að skipa nefnd til að sjá um út- færsluna í einstökum atriðum. Áki segir prófið mjög þungt. Hér verður stiklab á helstu atrið- um prófsins. Það byrjar á veiöi- tímabilum, en próftakar þurfa að kunna skil á 27 veiðitímabilum, hvort fuglar séu alfriðaðir eða hvenær megi veiða þá. Hvaða veiðiaðferðum megi beita og hverjar séu ólöglegar. Einn hluti prófsins snýr ab hlunnindanýt- ingu, hvenær megi háfa lunda, hvernig friblýsingu æbarvarpa sé háttað og annað þess háttar. Fuglagreiningar, greining á gæs- um og mávum, fjómm tegundum af hvoru er þáttur í prófinu og segir Áki að ömgglega verði bætt við þann þátt lunda, svartfugli og fleiri tegundum. Ýmislegt fleira þurfa veiðimenn ab vita til að ná prófinu, s.s. hve- nær megi veiða kjóa, en hann er alfriðaður nema í og við friðlýst æðavörp. Hvenær sé grenjatími refs, hvar megi veiða mink og hvaða reglur gildi gangi hvíta- björn á land, en það segir Áki í gamansömum tón að sé sérstak- lega ætlað Dalvíkurbúum. Menn þurfa að kunna nokkur skil á nátt- úmvernd, m.a. þekkja almennar skilgreiningar á friblýstum svæb- um og hvort veiðar séu leyföar eða bannaðar þar, stofnvistfræbi, nýliðun veiðistofns, hvað sé stofn, t.d. íslenski rjúpnastofn- inn. Menn þurfa ab þekkja veiði- sibfræði, t.d. hvað veiðimanni beri ab gera ef hann særir bráð sína og síðasti kafli prófsins fjallar um veiðirétt. Prófib er að stærst- um hluta krossapróf, en einnig era nokkrar beinar spurningar. Einungis er ein útgáfa af próf- inu. „Þetta er mjög ítarlegt próf og menn verða að ná góðum ár- angri á því, vib ætlum að stefna á að þaö verði ekki undir 80% og þá em menn búnir að læra þab sem við viljum að þeir læri," segir Áki. Hann segir að þó menn fái ekki að sjá prófið fyrirfram mundi það í rauninni ekki skipta neinu máli vegna þess að um leið og menn em komnir með prófib alveg á hreint þá í rauninni viti menn þetta. -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.