Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 8. ágúst 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Álseyingar grípa til nútíma markaðssetningar: Sérstakar umbúb- ir fyrir Álseyjar- lunda Lundinn er þjóbarréttur Vestmannaeyinga. Á lunda- veiðitímanum, sem stendur frá byrjun júlí til miðs ágústs, veiða Vestmannaeyingar lunda, bæði í úteyjum og á heimalandinu. Hingað til hef- ur hamflettum lunda, sem veiðifélögin selja í verslanir og til veitingastaða uppi á landi, verið pakkað í svokallaðar 5 punda öskjur. Öskjur þessar hafa oft veriö merktar sem fis- kumbúðir og því ekki uppfyllt þá eiginleika sem góðar um- búðir eiga að hafa, nefnilega að selja vöruna. Álseyingar hafa nú látið hanna og framleiða fyrir sig öskjur sérmerktar sem umbúð- ir fyrir lunda. Umbúðirnar eru smekklegar og ljóst að ekkert hefur verið til sparað. Á um- búðunum er að finna fjórar uppskriftir að matreiðslu á lunda. Tvær þeirra eru gamlar matreiðsluaðferðir á reyktum og steiktum lunda en hinar tvær eru nýrri matreiðsluað- ferðir á þessari vinsælu villi- bráð. Ekki er að efa að neyt- endur munu fagna því að fá ofangreindar upplýsingar með í kanpunum og hlýtur þab að ve'ka söluhvetjandi. Þetta framtak Álseyinga hefur kall- aö á öfund félaga þeirra í öbr- um úteyjum að því er fréttir herma. Austurland NESKAUPSTAÐ Cób absókn ab Á Seybi Að sögn Ingu Jónsdóttur á Seyðisfirbi hefur verið nokkuö gób aðsókn að Á Seyði en þab eru myndlistarsýingar fjölda listamanna sem opnabar voru í júní. Inga sagði að aðsóknin hefði aukist jafnt og þétt og væri mun betri en í fyrra. Sér- staklega hefði aðsókn erlendra ferðamanna aukist enda betur staðið að kynningu nú en í fyrra t.d. væri sýningaskrá bæði á íslensku og ensku í ár. Sýning- in, sem stendur til 25. ágúst, er opin daglega frá eitt til fimm og einnig á miðvikudagskvöldum. Þegar hefur verib ákveðið að framhald verbi á uppákomum sem þessum og næsta sumar verða sýningarnar tengdar norskum dögum sem haldnir verba á Seyðisfiröi. Kassinn utan um lundann er mjög smekklegur og lystaukandi. Húsib Jabar á Dal- vík flutt ab Kleif- um vib Ólafsfjörb „Það var langur vegur frá því að hægt væri að flytja hús- ið í gegnum Múlagöngin, hvort heldur sem mið af hús- inu væri tekið á hæð eða breidd. Því urðum við að fara um gamla veginn fyrir Ólafs- fjarðarmúla, sem reyndar var ekkert mál," sagbi Árni Helga- son, vörubílstjóri í Ólafsfirði, í Híf opp og höldum af staö. hefur veriö tekinn út af skrám Vegagerðar ríkisins og þeir sem um hann fara gera slíkt alfarið á eigin ábyrgð og tryggingar ná ekki til slíks ferðalags. Nokkuð hefur hrun- ið úr veginum og á síðustu ár- um er hann orðinn nokkur torfæra. En Árni og félaga sáu þó við því og ruddu það tæpa einstigi sem vegurinn um Múlann er. Lagt var upp frá Dalvík kl. 21 á föstudags- kvöldi og að Kleifum var kom- ið laust fyrir miðnætti. Að öllu leyti gekk ferðin áfalla- laust og samkvæmt áætlun- um. Árni Helgason er ættaður frá Kleifum en Árni og hálfsystir hans, Ólína Aðalbjörnsdóttir keyptu húsið í þeim tilgangi ab nýta það sem sumardvalar- stað á Kleifum. Þab er ljóst að húsib þarfnast umtalsverða endurbóta, einkum að innan, en ytra byrbi þess er tiltölu- lega heillegt og gott. Árni býst við ab byrjað verði að nýta húsið strax á næsta ári. Á leiöinni aö Kleifum þurfti aö fara yfir vaö á ósi Ólafsfjaröarvatns, þar sem brú á þessum slóöum er alltof lítil til aö hœgt sé aö fara þar yfir. samtali við Dag. Fyrir skömmu var húsið Jað- ar á Dalvík flutt á nýjar slóðir, það er að Kleifum við utan- verðan Ólafsfjörð. Húsið er upphaflega byggt á Árskógs- strönd árið 1906, en var flutt til Dalvíkur síðar — og þar stóð það allt þar til fyrir um hálfum mánuði þegar Árni og félagar hans tóku til óspilltra málanna. Vegurinn um Ólafsfjarðar- múla er lokaður fyrir al- mennri umferb. Vegurinn Vegurinn um Ólafsfjaröarmúla er œriö hrikalegur og þrœöa þurfti þrönga refilstiga. Ekkert mátti fara úrskeiöis — en þaö gekk eftir aö bœöi menn, bílar og farangur komust íheila höfn. Fncrrnn i nn i n SELFOSSI 7 6. ágúst nœstkomandi munu 13 glœsimenni af Suöurlandi keppa um titilinn Herra Suöurland á Hótel Örk í Hverageröi. Þetta er liöur í nýrri keppni, Herra ísland og mun sigurvegarinn taka þátt í úrsliltum í Reykjavík seinna í haust. Undirbúningur strákanna er hafinn og fyrir skömmmu slöppuöu nokkrir þeirra af í sundi viö Hótel Örk. Skipulagsstjóri: Neikvœö áhrif af efnistöku ekki um- talsverö: Um 580.000 m3 af grjóti í varnar- garða á Flateyri Um 580.000 rúmmetra af efni þarf í varnargarðana sem fyrir- hugað er að byggja í hlíðinni of- an byggðar á Flateyri. Garðarnir verða 15-20 metra háir (ámóta og 5-6 hæða hús) og heildarlengd þeirra verður um 1.600 metrar. Til að fá nokkra tilfinningu fyrir umfangi garðanna má t.d. benda á að rúmtak þeirra mun láta nærri að samsvara 10-földu rúm- máli allra íbúðarhúsa og bílskúra á Flateyri til samans. Áætlað er að reisa tvo leiðigarða ofanbyggðar á Flateyri til varnar snjóflóðum úr Skollahvilft og Innra- Bæjargili, auk þvergarðs á milli leiðigarðanna. Efni í garðana á að taka úr aurkeilum neðan gilj- anna, sem jafnframt á að móta þannig að snjóflóð leiti sem minnst að görðunum. „Það er mat skipulagsstjóra ríkis- ins að fyrirhuguð efnistaka vegna byggingar snjóflóðavarna á Flateyri við Önundarfjörð hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag", segir í tilkynningu frá Skipulagi ríkisins. Efnistakan og garðarnir sjálfir muni þó breyta útliti umhverfisins ofan byggðarinnar. Áhrif á gróður verði líka töluverð. Talið sé að stað- bundið veðurfar muni breytast í næsta umhverfi garðanna, sérstak- lega vindafar. Skjól gæti aukið snjósöfnun en einnig auðveldað trjárækt sem gæti gert svæðið eftir- sóknarverðara til útivistar. Skipu- lagsstjóri vekur athygli á að viö efnistöku þurfi að gæta fyllstu var- úðar vegna hugsanlegra fornminja við landnámsbærinn Eyri, sem stóð skammt vestan fyrirhugaðs fram- kvæmdasvæðis. Sömuleiðis er tekið undir ábendingu Náttúrufræði- stofnunar um að reynt verði að komast hjá því að skerða votlendi við vesturjaðar svæðisins. ■ Garður framan vib kvistinn íbúar þessarar íbúbar á efri hæð fjölbýlishúss vib Lönguhlíb í Reykjavík deyja aldeilis ekki rábalausir þó þeir eigi, ebli málsins samkvæmt, ekki ab- gang ab garbi. Þeir hafa útbúib sitt eigið garbshorn á útskoti framan við kvistinn þar sem þeir geyma úti- grillið og hafa komiö fyrir blóm- um til að gera huggulegt. Plastprent: Tekjurnar upp og skuldirnar niöur: Unnið á vöktum allan sólarhringinn Eftirspurn eftir þjónustu Plast- prents hf. hefur aukist, jafnt ut- an lands sem innan, svo nú er unnið á vöktum allan sólarhring- inn til ab anna henni, segir í til- kynningu frá félaginu vegna hálfs árs uppgjörs. Um 110 manns vinna nú hjá Plastprenti. Heildarvelta Plastprents hf. var 490 milljónir á fyrri helmingi árs- ins, sem er 5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta er nær 48 milljónir. Lang- tímaskuldir hafa hlutfallslega lækk- að umtalsvert og samsvara nú 40% af heildareignum fyrirtækisins. Eig- ið fé hefur tvöfaldast milli ára og er nú hátt í 390 milljónir. Viðskipti með hlutabréf fyrirtæk- isins hófust í apríl sl. og hefur gengi hlutabréfanna síðan hækkað úr 3,25 upp í 6,0. Hluthafar eru 375.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.