Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 7 Neytendavernd og neytendaaöhald: Er íslenskur neytenda- markaður ruslakista? Er íslenskur markaöur ruslak- ista fyrir útrunnar og/eöa hættulegar vörur? Neytenda- samtökin telja ástæöu til aö ætla aö á íslandi séu seldar vörur sem ekki er hægt aö selja í nágrannalöndum okk- ar. í því sambandi benda þau á aö hér hafa veriö seldar vör- ur sem fullnægja ekki eölileg- um lágmarkskröfum um ör- yggi, jafnvel dæmi um stór- hættulegar vörur, útrunnar vörur og vanmerktar, þ.e. skortur á upplýsingum um ör- yggisatriöi, þá benda þau á aö allt eftirlit meö merkingum á matvörum frá löndum utan evrópska efnahagssvæöisins sé í lamasessi. Matvælamerkingar og útrunnar matvörur Um umbúöamerkingar á mat- vælum, þ.e. upplýsingar um innihald, næringargildi, neyslu- dagsetningar og fleira, gildir samræmt merkingarkerfi í EES ríkjunum enda um eitt efna- hagssæöi að ræöa með frjálsu vöruflæði. íslensk stjórnvöld hafa ekki enn tekið ákvörðun um það hvort umræddar reglur eigi einnig við um matvörur sem framleiddar eru utan svæð- isins en Neytendasamtökin telja að einu og sömu reglurnar eigi að gilda um allar vörur hvaöan sem þær koma, annað sé brot á EES-samningum. Á meðan þetta óvissuástand ríkir þá geta eftir- litsaðilar ekki sinnt hlutverki sínu þar sem þeir vita ekki eftir hvaða reglum þeir eiga að fara. Þetta staðfesti starfsmaður hjá Hollustuvernd ríkisins, „merk- ingarreglurnar eru í uppnámi, það er erfitt um vik þegar menn vita ekki eftir hvaöa reglum á að fara en þetta er í rauninni pólit- ískt mál, menn bíða endalaust eftir ákvörðun frá ráðherra, þangað til erum við og þeir hjá Heilbrigðiseftirlitunum í bið- stöðu." í flestum öðrum EES löndum taka evrópsku merking- arreglurnar til allra vara hvaðan sem þær eru upprunnar en „á ís- landi hafa hagsmunaaðilar og aðrir fengið sitt fram með þess- um hætti." í þessu samhengi er rétt aö geta þess að á íslandi er flutt tiltölulega meira inn af vörum frá löndum utan EES- svæðisins, einkum Bandaríkj- unum, en í flestum öðrum EES ríkjum. Margir þessara framleið- enda og innflytjenda hafa hins vegar sýnt það frumkvæði þrátt fyrir að reglurnar séu óljósar hér á landi að merkja vörur sínar með evrópska kerfinu. Hjá Félagi íslenskra stórkaup- manna segja menn þessi mál í ágætum farvegi hjá íslenskum stjórnvöldum. Þaö kunni vel að vera að evrópska merkingarkerf- ið gildi um allar matvörur hvaða sem þær koma í flestum öðrum EES ríkjunum en það sé bara í orði en ekki á borði. „Kollegar mínir í Brussel segja að evrópskum reglunum sé ekki fylgt eftir í framkvæmd," segir Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdarstjóri félagsins. Þá seg- ir Stefán að menn deili um það hvort evrópska kerfið sé betra en það hið bandaríska og bend- ir á að neytendasamtökin þar í landi telja sig vera með besta merkingarkerfið í heimninum. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Neytendasam- takanna, svarar því til að þaö sé algert lykilatriði að hafa eitt og hið sama merkingarkerfi fyrir allar matvörur. „Við viljum að merkingar séu settar fram með ítarlegum en jafnframt einföld- um hætti og samræmdum auð- vitaö, þannig að neytandinn geti skilið þær og lært að lesa úr þeim." Það er ekki bara eftirlit með merkingum matvæla sem er í ólestri heldur fullyrða Neyt- endasamtökin einnig að alltof oft sé boðið upp á útrunnar matvörur, þ.e. vörur sem eru komnar fram yfir síðasta besta neysludag eða síðasta söludag. Þau benda á tilvik þar sem inn- flytjandi, Rydenskaffi, hafi reynt að flytja til landsins út- runnið kaffi og annað tilviki þar sem vöru, Marínó kaffi frá Rolf Joahansen og co ehf., hafi verið dreift þótt þaö væri komið ár fram yfir síðasta söludag. Þá segja samtökin að allt of algengt sé að verslanir, sérstkalega úti á landsbyggðinni, séu með út- runnar vörur í hillum sínum. Að sögn Drífu Sigfúsdóttur, for- mans Neytendasamtakanna, bera neytendur iðullega fram kvartanir vegna þessa við sam- tökin en þau telji tilvikin miklu fleiri, að einungis fréttist af litl- um hluta þessara tilvika. Hún segir Neytendasamtökin ekki hafa burði til þess að halda uppi eftirliti í þessum efnum en að þaö sé skylda þeirra að vekja athygli á þeim tilvikum sem þó komast upp. Það eru heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sem hafa það hlutverk að fylgjast með dag- setningum á matvörum í verls- Jóhannes Cunnarsson. unum. „Við erum fámennir og getum ekki einbeitt okkur að öllu á sama tíma," sagði yfir- maður matvælasviðs hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, Rögnvaldur Ingólfsson, að- spurður um það hvernig eftirlit- inu væri háttað í Reykjavík. Hann sagði að gert hefði verið átak í þessum málum fyrir nokkrum misserum en nú væri kastljósinu beint að innra eftir- liti hjá framleiðslufyrirtækjun- um sjálfum, með því vonuðust menn að þörfin fyrir opinbert eftirlit yrði minni. Ennfremur sagði Rögnvaldur það mikilvægt að neytendur sjálfir væru vak- andi, fylgdust með dagsetning- um á matvörum og tilkynntu um útrunnar vörur. Hættulegar vörur og vanmerktar vörur í gegnum tíðina hafa Neyt- endasamtökin oft vakið athygli á varningi sem uppfyllir ekki eblilegar lágmarkskröfur um ör- yggi. Þessi tilvik hafi meðal ann- ars varðað vörur sem sérstaklega eru ætlaðar börnum, t.d bentu samtökin fyrir nokkru á göngu- grind meb áföstu hættulegu Drífa Sigfúsdóttir. leikfangi og reiðhjólabarnastól sem gat verið varasamur. Drífa Sigfúsdóttir telur ab tengsl kunni að vera á milli óeðlilegrar hárrar slysatíðni á börnum hér á landi og þess ab vörur fullnægi ekki eðlilegum öryggiskröfum, t.d. hafi barn beöiö varanlega skaða af á vélinda eftir að hafa komist í þvottaefni fyrir upp- þvottavélar sem var án viðeig- andi barnalæsingar. Gamall lag- er af þvottaefni í þess háttar umbúðum var fluttur inn til landsins fyrir fáum árum þegar Finnar gerbu slíkar barnalæs- ingar að lögbundu skilyrði. Þá benda Neytendasamtökin á að neytendum sé veitt minni vernd á íslandi en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu þar sem íslensk stjórnvöld hafa vanrækt ab aðlaga reglur um reiðhjólahjálma og barnabíla- stóla að íslenskum rétti. Ákveðnar lágmarkskröfur um barnabílstóla hafi ekki verið teknar upp í umferðarlögin heldur sé einungis kveðib á um að nota skuli „viðeigandi bún- ab" og þau fullyrða ab eftirlit með þessum vörum sé nánast ekkert. Vanmerktir reiðhjóla- hjálmar eru, að því er samtökin segja, seldir hér landi. Á þá hjálma vanti upplýsingar um að þeir fullnægi lágmarkskröfum um öryggi. Sala slíkra hjálma á að vera bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu en vegna van- rækslu íslenskra stjórnvalda þá sé hún enn heimil á íslandi. Samtökin vekja athygli á ab í reiöhjólahjálmum eru notuð efni sem tapa gæðum meb tím- anum, þess vegna sé nauðsyn- legt að á hjálmum sé bæbi getið um dagsetningu framleibslunn- ar og áætlaöan líftíma út frá notkun og aldri. Og þau hvetja neytendur til að kaupa ekki hjálma sem vantar á slíkar merkingar, þ.e. svo kallaðar CE merkingar. Að lokum geta Neytendasam- tökin um vöru sem stendur ekki undir eðlilegum öryggiskröfum, heldur þvert á móti er stór- hættuleg ef reynt er að láta hana þjóna hlutverki sínu. Um er að ræða kertastjaka sem hefur kertastæöið á snúningsöxl sem getur oltið til beggja hliða þann- ig ab kertið fer úr jafnvægi og á hvolf við minnstu snertingu. Ástæður Neytendasamtökin segja að af _ öllu þessu sé ljóst að til landsins séu seldar hættulegar og/eða gallaðar vörur sem ekki er hægt að selja í nágrannalöndum okk- ar. Ástæburnar séu einkum þær að hér á landi sé neytendum veitt lélegri vernd og neytenda- aðhald sé langtum minna en í nágrannalöndunum. íslensk stjórnvöld styrki ekki neytenda- starf sem skyldi, þau laga ekki ís- lenskan rétt að þeim lágmarks- reglum sem eiga ab gilda á evr- ópska efnahagssvæðinu en hin Norðurlöndin veiti sínum neyt- endum jafnvel vernd umfram þessar lágmarksreglur, og þau veita ekki nægu fjármagni til eftirlitsþáttarins. Stjórnvöld í nágrannaríkjun- um, s.s. Norðurlöndunum, Þýskalandi og meira ab segja í Bretlandi, véita hlutfallslega miklu meira fjármagni til neyt- endamála en íslensk stjórnvöld. „íslensk stjórnvöld setja 20 krónur á íbúa til neytendamála á sama tíma og þau norsku fara meb 120 krónur." Jóhannes Gunnarsson segir að í Dan- mörku og Noregi hafi menn tal- ib að vegna fámennis þurfi að koma til verulegt fjármagn frá hinu opinbera til þess ab neyt- endaabhald geti verið meb eðli- legum hætti, „hvað þá á ís- landi?" Það er sannfæring hans og þeirra hjá Neytendasamtök- unum að þjóðarbúið í heild hagnist á öflugu neytendastarfi, þ.e. virku aðhaldi og eftirliti. „Því ríkari kröfur sem við gerum á innanlands markaði þeim mun meiri vöruvöndun á sér stað, bæði hjá framleiðendum og innflutningsaðilum og með aukinni vöruvöndun skapast aftur betri sóknarfæri á erlend- um mörkuðum." -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.