Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 8. ágúst 1996 „Lítib hefur farib fyrir fréttum af útihátíb þess- ari og segja sumir orsök- ina vera skítlegt ebli fréttmanna og sjúklega fíkn í allt sem neikvœtt er. Allt fór nefnilega vel fram á Gúmmískónum '96. Hitt getur einnig verib ab hátíbin teljist ekki fréttnœm en blaba- mabur Tímans er á ann- arri skobun eftir ab hafa séb hundrub manna frá 1 árs gömlum börnum upp í hálfnírœb gamal- menni dansa stœrsta gúmmískóahringdans sem farib hefur fram í veröldinni. Verbur ekki vikist undan því ab kynna þetta sérstœba fyrirbœri fyrir lands- mönnum, Mývetninga og skófatnab þeirra sam- hœfban." Eftir samfellda rigningu og suö- austan hvassviöri datt skyndi- lega á dúnalogn og geislar sólar brutu sér leiö niöur á yfirborö jarðar. Þetta var mönnum sér- stakt fagnaðarefni þar sem blás- ið hafði verið til útihátíðar þennan dag, síðastliðinn laug- ardag um verslunarmannahelgi. Þessi útihátíð hafði hlotið nafn- ið Gúmmískórinn '96 og vísar í sérstæðan skófatnað heima- manna, Vogunga við Mývatn. Þar hafa ótal kynslóðir gengið á gúmmíbomsum forláta frá því að elstu menn muna. Lítið hef- ur farið fyrir fréttum af útihátíð þessari og segja sumir orsökina vera skítlegt eðli fréttmanna og sjúklega fíkn í allt sem neikvætt Hátíöin sett. Frá vinstri Haraldur Bópsson svínabóndi, Olafur Stefánsson fram- kvœmdastióri hátíöarinnar, Hinrik Arni Bóasson vélstjóri meb son sinn Benjamín Björn, Stefán Sigfússson bóndi, Leifur Hallgrímsson oddviti Skútustabahrepps meb meiru, Einar Þórhallsson bóndi og jón Pétur Líndal. er. Allt fór nefnilega vel fram á Gúmmískónum '96. Hitt getur einnig verið að hátíðin teljist ekki fréttnæm en blaðamaður Tímans er á annarri skoðun eft- ir að hafa séö hundruð manna frá 1 árs gömlum börnum upp í hálfníræð gamalmenni dansa stærsta gúmmískóahringdans sem farið hefur fram í veröld- inni. Verður ekki vikist undan því að kynna þetta sérstæða fyr- irbæri fyrir landsmönnum, Mý- vetninga og skófatnað þeirra samhæfðan. Umgmennafélags- andinn í fyrirrúmi Það var að frumkvæði nokk- urra stórhuga sem ákveðið var fyrr í sumar að niðjar og tengda- fólk þriggja bræðra sem áður bjuggu í Vogum í Mývatnssveit myndu gera sér glaöan dag um verslunarmannahelgina. Fengið var stórt hátíðartjald frá Héraðs- sambandi Suður-Þingeyinga, enda lykilatriði að ungmenna- félagsandinn svifi yfir vötnun- settur í skini sólar og sérstakt fagnaðarefni að nánast allir voru mættir á túttunum eða dreifbýlisblöðrum eins og gúmmískór eru gjarnan nefnd- ir. Þarf fjóra til að syngja fjórraddab Fyrst var sungið „Vel er mætt til vinafundar" og þarf ekki að skýra frá því að sungið var fjór- raddað, enda rík hefð fyrir því hjá Mývetningum, „svo framar- lega sem fjórir eru mættir", eins og Óli á Skútustöðum á að hafa orðað það einhvern tímann. Eftir nokkur ættjarölög þar sem „Blessuð sértu sveitin mín" bar hæst, var farið í ratleik nokkurn ógurlegan um mestallt Voga- hraun sem gekk ágætlega þang- að til vísbendingarnar fóru að týna tölunni hver á fætur ann- arri á einhvern dularfullan hátt. Er taliö að síðustu ratleikshóp- arnir séu enn ekki farnir að skila sér og er þeirra sárt saknað. Þeir heppnu sem náðu á leið- Útihátíöin „Gúmmískórinn '96" fór vel fram íMývatnssveit án afskipta lögreglu: Sumir á, sumir á, sumir á Konurnar voru síst eftirbátar karlanna í söngmenntinni. Á myndinni má sjá m.a. frú Báru Sigfúsdóttur, Cubbjörgu Ingólfsdótt- ur, Sólveigu Stefánsdóttur og frú Önnu Vilfríbi Skarphébinsdóttur. Tímamyndir: Björn Þorláksson Vogabandsins. í þeirri hljóm- sveit spila ekki ómerkari menn en oddviti Skútustaðahrepps, Leifur Hallgrímsson og hinn heimsfrægi bassaleikari Jakob Stefánsson sem einmitt er bróö- ir organistans í Langholtskirkju. Sviðsframkoma Jakobs vakti mikla athygli og höfuðfatið ekki síður. Því miður festist Jakob ekki á filmu einhverra hluta vegna. Gagnkvæm áreitni bomsum... Hömlulaus dans- mennt Nú var komið undir kvöld og Voggar orðnir svangir eftir ærsl- in. Mývetningar eru enda mat- menn miklir og fara sögur af því að sumir hátíðargesta hafi snætt þyngd sína af grillkjöti áður en upp var staðið og stóðu sumir ekkert upp. Eftir borðhaldið ornuðu menn sér svo við varö- eld sem kveiktur var í útjaöri Stóra rjóðurs svokallaðs en að því loknu hófst hömlulaus dansleikur þar sem aldnir sem ungir skemmtu sér við undirleik Grétar Asgeirsson meb tákn hátíbar- innar, sjálfa gúmmítúttuna, sem fram- leidd er í Tékkóslóvakíu. Heyrst hefur ab Mývetningar séu stærsti vibskipta- vinur Tékka hvab skœbi varbar. Takib eftir tœkifœrismittislindanum sem Crétar hefur strengt um sig mibjan. Liðið var nokkuð á næsta dag þegar hátíðinni var slitið og menn héldu rjóðir í kinnum heim. Hafði það nú sannast sem fáum heimamanna hafði dottið í hug að Mývetningar kunna ýmislegt annað fyrir sér en að stunda þrætulist. Þess má geta í lokin að á Gúmmískónum '96 var enginn tekinn ölvaður við akstur, engir þjófnaðir tilkynntir, ekkert dóp fannst og kynferðisleg áreitni var einungis gagnkvæm og sam- kvæmt hefð. Slíkt þykir enda í hófi góður siður til sveita. Bjöm Þorláksson um. Eftir mikla og góða vinnu Ólafs Stefánssonar og fleiri sveimhuga rann svo stóri dagur- inn upp. Gúmmískórinn '96 var arenda voru hins vegar ekki fyrr búnir að skila sér þegar keppni hófst í starfsgreinum, m.a. í slætti með orfi og ljá. Þar þótti Jónas Pétur Pétursson sýna mikla yfirburði og hlaut sá ein- róma aðdáun hátíðargesta og lof fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.