Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 8. ágúst 1996 flMfMt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Skil virðisaukaskatts og svört atvinnustarfsemi Tölur sýna að tekjur ríkissjóös af aukinni veltu í þjóðfélaginu hafa vaxið umfram áætlun á yfir- standandi ári. Þessa sér stað í tekjusköttum ein- staklinga og fyrirtækja sem sýnir meðal annars að skattar sem innheimtir eru í staðgreiðslu hafa vax- ið hjá venjulegu launafólki. Hins vegar vekur þab athygli að tekjuauki af virðisaukaskatti fylgir hvefgi nærri þessari aukningu og lætur nærri ab ekki sé hægt að skýra milljarð þess mismunar. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 200 milljónir umfram áætlun fyrstu 6 mánubi ársins, en sú upphæb ætti að nema um 1,5 milljöröum króna til þess að halda í við abra aukingu tekna. Skýringar eru til fyrir hluta upphæðarinnar, en full ástæða er til þess að skoða vel þær staðreyndir sem við blasa í þessu efni. Skattrannsóknarstjóri hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að greið- endur séu furbu fljótir að koma auga á leiðir til þess að fara í kring um kerfið í virðisaukaskattin- um. Nú eru skattgreiðendur að fá heim álagningar- seðlana og það beinir sjónum að skattkerfinu og skattskilum yfirleitt. Það er alveg ljóst að það er víða pottur brotinn í þeim skilum og ljóst er að brögð eru að því að greiðendur koma sér hjá því að greiða lögbobin gjöld til samfélagsins. Hvort sem er hér um fyrirtæki eða einstaklinga ab ræða tekur viðkomandi ófrjálsri hendi fjár- muni. Afleiðingin er hallarekstur ríkissjóðs og þyngri skattbyrði. Þab er alveg nauðsynlegt að öll- um sé ljóst samhengi hlutanna í þessu efni. Skatt- ar og skyldur ganga tii þess að halda uppi þjónustu ríkisvaldsins og til þess eru gerðar miklar kröfur. Stöðugur hallarekstur ríkissjóös á undanförnum árum hefur gert það að verkum að nauðsyn hefur verib að spyrna við fótum og reyna að stöbva út- gjaldaaukningu til mikilvægra og brýnna mála. Það er hart að vita til þess að á sama tíma og vant- ar fjármuni til ýmissa brýnna málefna, skuli hluti þjóðarinnar komast upp með það að greiða ekki skatta nema af hluta af tekjum sínum. í þessum efnum þarf að verða hugarfarsbreyt- ing. Það verður að vera hverjum þeim ljóst sem stingur undan lögboðnum gjöldum til samfélags- ins að það þýðir minni þjónustu, eða þyngri byrb- ar á þá sem borga skatta af öllum sínum tekjum. Það hefur verið reynt að slá máli og áætla svarta atvinnustarfsemi og háar tölur hafa verið nefndar sem umfang hennar, eða gjöld upp á allt að 10 milljarða króna skili sér ekki í ríkissjóð. Það er al- veg ljóst að þótt að ekki skilaði sér nema þriðjung- ur, hvað þá helmingur þessarar upphæðar væri allt annað mál að fást við fjármál ríkisins. Það skyldu menn hafa í huga nú þegar álagningartölurnar blasa við. Það er full ástæða til þess að gefa þessum málum gaum og leita allra leiða til þess að lögbundin gjöld skili sér í ríkissjóð. Hins vegar þarf ab verða hugarfarsbreyting í því efni að almenningur þiggi ekki nótulaus viðskipti og mebhöndli slík tilboð sem skattsvik sem þau eru sannarlega. 50 þús. á dag koma skapinu í lag Tíminn upplýsti í gær aö reksturinn í Viðey kost- aði borgarsjóð um 50 þúsund krónur á dag. Heild- arkostnaðurinn við reksturinn var um 21 milljón króna en á móti komu tekjur upp á 3 milljónir þannig að bein útgjöld voru 18 milljónir. Nú kunna það að virðast smámunir einir að tala um 21 milljón króna þegar stjarnfræðilegar tölur borgarreikninganna eru annars vegar. Garri fær þó ekki annað séð en að 18 milljóna undirballans á rekstrinum á ári sé eitthvað til að velta fyrir sér. Það er raunar bent á það til samanburðar í Tíma- fréttinni, að hallareksturinn í Viðey sé talsvert meiri en meðalútgjöld borgarinnar vegna reksturs eins leikskóla. Flestir eiga trúlega auðvelt með að gera sér í hugarlund að kostnaður við rekstur heils leikskóla sogi til sín skattpeninga, jafnvel þó leik- skólakennararnir og sóknarkonurnar sem þar vinna séu ekki á neinum ofurlaunum. En það er hins vegar fjarri því að vera augljóst hvers vegna það kostar 21 milljón króna að reka veitingasölu og sjá um nokkur uppgerð hús í Viðey. Rausnarlegt rekstarfé Vissulega má til sanns vegar færa að í Viðey eigi Reykvíkingar óvenjulega sögu- og náttúruperlu sem mikils virði er að sé til staðar fyrir almenning ekki síður en borgaryfirvöld. Síst vill Garri gera lít- ið úr mikilvægi Skúla Magnússonar og byggingar- afrekum hans í eynni á 18. öld. En á sama tíma og leitað er eftir sparnaði á öllum sviðum borgar- rekstursins kemur á óvart hversu rausnarlegt rekstrarféð er sem fer í að halda starfseminni þarna úti í eyju gangandi. En í Viðey hafa menn mikla trú á gömlum hefð- um og er þess skemmst að minnast að hér um ár- ið var vesæll blaðamaður dæmdur til hárra fjár- sekta sem ótíndur glæpamaður samkvæmt ein- hverjum fonfálegustu lagaákvæðum hegninga- laganna, fyrir það eitt að skamma hressilega staðarhaldarann í blaðagrein. Upp úr því var sú lagagrein raunar afnumin hið snarasta en blaða- maðurinn og staðarhaldarinn standa uppi sem sagnfræðileg minnismerki um lagabókstaf gamla embættismannaveldis konungsveldisins á íslandi. Söguleg minnismerki Garra þykir einsýnt að í Viðey séu menn enn að halda uppi einhvers konar útgáfu af gömlum hefbum, einhverjum sagnfræðilegum minnis- merkjum. Kannski er þessi rausnarlegi rekstrar- sjóbur sem borgin skaffar Viðeyjarmönnum til- raun til að sýna að nútímamenn séu engu minni í lúthersku sinni en kaþólskir forfebur þeirra í Ág- ústínusar- og Benediktsreglum sem ráku auöug- asta klaustur landsins í eynni á sínum tíma og átti á annað hundrað jarða um allt land. Nema þá að menn séu ab reka þarna einhvers konar nútíma Milljónafélag sem gerir út á skatt- greiðendur líkt og Milljónafélag- ið gamla gerði út á sjóinn og verslun fyrr á þessari öld. Tuttugu og einnar milljónar rekstarævintýri á ári í Viðey sem skilar þremur milljónum í tekjur gefur tilefni til að ætla að Reykjavíkurborg sé stöndug borg. Þess vegna er í raun óskiljanlegt hvers vegna R-listafólkið er sí- fellt að klifa á erfibri fjárhagsstöðu og jafnvel að láta líkindalega með ab fara ab hækka útsvarið. Og R-listinn er að stórtapa fylgi út á slíkan mál- flutning. Miklu nær væri að borgarstjórnarmeiri- hlutann að bera sig bara vel, segja að ástandið sé harla gott og full ástæða til bjartsýni á öllum svið- um. Sjáið bara Viðey, gæti meirihlutinn sagt, þar eyðum vib 50 þúsund skattpeningum á dag í rekstur á nokkrum húsum og veitingaskála. 50 þúsund á dag koma skapinu í lag, gæti hæglega verib slagorbið. Þegar menn geta gert slíkt hlýtur jú ástandið að vera gott og stjórnmálaflokkar tapa einmitt síður fylgi þegar ástandið er ljómandi gott! Garri GARRI Forsetaveldib ísland A víbavangi nokkuð á að einn frambjóbenda var greinilega bundinn stjórn- málaflokki og tók þátt í stúdenta- pólitík á námsárunum. Hann var að sjálfsögðu dæmdur óhæfur af þjóðinni og felld- Breyta þarf stjórnmálaumræð- unni á Islandi og koma henni upp úr því íhaldssama fari sem hún spólar í. Þetta er vinsamleg ábending forseta lýðveldisis til þeirra pólitíkusa sem ekki kom- ast á toppinn og eru hafnir yfir pólitíska umræðu í gamla stíln- um. Nú leiðbeinir hann þeim sem enn eru að vasast í flokka- pólitík til að hefja þrasib, sem hann tók aldrei þátt í sjálfur, á æðra plan. En hins ber að gæta að pólitísk umræða er þegar kominn á allt annað og göfugra plan en hún hefur verið um langt skeið. Nema auðvitað í Hafnarfirði þar sem flokkarígurinn ríður húsum eins og jafnan áður. Talsvert langt er um liðið síðan stjórnmálaflokkarnir og forkólfar þeirra duttu út úr allri pólitískri umræðu og forset- arnir tóku vib. ísland er nefnilega orðið forseta- veldi á borð við Bandaríkin, Norður-Kóreu og önn- ur þau ríki þar sem völd og áhrif fylgja forsetaemb- ætti. Á æðra plani Allar vangavelturnar og stabhæfingarnar um 26. grein stjórnarskrárinnar benda til þess að Alþingi og ríkisstjórn séu í einhvers konar húsmennsku hjá forseta, sem er kosinn til að passa upp á hags- muni þjóðarinnar og sjálfstæði gagnvart þingræð- inu. Engum kemur við hvort utanríkisráðherra hefur einhverja stefnu í sínum málaflokki eða hvað hann er að bardúsa í samskiptum við aörar þjóðir. Þab eru utanríkisstefnur forseta og forsetafram- bjóbenda sem skipta máli og hve lipurlega hann og þeir kunna ab umgangast þá útlensku og tala við þá tungum sem almúginn á íslandi og sléttir og felldir pólitíkusar skilja ekki. Hvenær stjórnmálamenn og flokkar þeirra duttu út úr pólitíkinni er ekki alveg skýrt. Kannski það hafi verið um þab bil sem skilgreiningin á frelsinu í Kína heltók hugi þeirra sem lúta ekki að lágkúru- legum flokkadráttum en hugsa um pólitík á háu plani. Upp úr því var farið ab huga að forsetaframboði og síðan hefur ekkert tóm gefist til að huga að lít- ilmótlegri hræringum í stjórnmálalífinu. Kosning- aslagurinn var langur og strangur og bar engan keim af óþverralegri flokkapólitík. Þó skyggði ur. Aðrir frambjóbendur voru eins skírlífir af pólit- ísku vafstri og meyjar á útihátíð og hafnir yfir öll vond pólitísk afskipti fyrr og síðar. Leiötogar Gjörvöll fjölmiðlunin hefur ekki virt nokkurn pólitíkus viðlits mánubum saman og ekki er einu sinni minnst á forsætisráöherra nema í sambandi við afskipti hans af háæruverbugu forsetaembætti. Hins vegar eru forsetar í öllum útsendingum gjörvallra loftmiðla landsins og blöðin eru fleyti- full af forsetaefni í máli og myndum og er mikið stáss af. Er greinilegt að þjóbin fær aldrei nóg af þjóðhöföingjum sínum, enda eru þeir upphafnir í æðra veldi, ofar lágkúru stjórnmálanna og at- kvæbaveiba. Svoleiðis hafa þeir aldrei komið nærri. Sussunei! Það er öldungis óþarfi ab fara að draga flokka- pólitíkina upp úr foraðinu og upphefja umræðuna um hana. Hún er hvort sem er gleymd og grafin og forsetaveldið endanlega fest í sessi. Ekki þarf ann- arra vitna við en fjölmiðlana og umræðuefnin manna á meðal. 26. greinin um málskotsréttin var eitt abaltromp í framboðsslagnum, en í þeirri illskiljanlegu grein felst forsetavaldib, ef það er þá eitthvað? En þab skiptir litlu máli því öll pólitísk umræða er daub og þjóðhöfðingjaathyglin tekin vib, eins og vera ber í ríkjum eins og Bandaríkjunum, Norður-Kór- eu og íslandi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.