Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 15. ágúst 1996 fMm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Málaflokkar á heljarþröm Stundum kann að orka tvímælis hvort hér eru efni til að reka það velferðarþjóðfélag sem flestir eða allir eru sammála um að við lýði sé á íslandi. Lang- varandi hallarekstur og skuldasöfnum ríkissjóðs og margra sveitarsjóða bendir til þess að lítil aðgát sé höfð þegar efnt er til framkvæmda eða kostnað- arsams reksturs. Þá er ávallt álitamál hver eru for- gagnsverkefni og hvaða útgjaldaliðir mega mæta afgangi. Fjárfrekustu liðir velferðarinnar eru heilbrigðis- og tryggingamál og menntamál. Innan hvoru tveggja málaflokkanna eru sífelld vandræði uppi. Hagræðingar- og sparnaðartal yfirgnæfir alla um- ræðu um stefnumörkun og árangur þeirra mikil- vægu greina sem falla undir menntun og heil- brigði. Þessa dagana er heilbrigðiskerfið í uppnámi og er ástandið sýnu alvarlegra en oftast áður þegar deilt er um kaup og kjör heilbrigðisstétta. Læknar hafa sagt upp störfum í stórum stíl og sagt skilið við launakerfi ríkis og Tryggingastofnunar. Um- önnun sjúkra færist á færri hendur og neyðar- ástand er skollið á. Samtímis tilkynnir rektor Háskóla íslands að ekki sé hægt að halda uppi lögboðinni kennslu vegna fjárskorts og skuldasöfnunar. Menntamála- ráðherra segir stofnunina sjálfa verða að ráða fram úr sínum vandræðum eftir einhverjum tiltækum leiðum. Málið er aðkallandi og lausn ekki í sjónmáli. Sveitarstjórnir um allt land bera sig illa vegna flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga og telja fjárskort hamla eðlilegum breytingum á rekstri skólana. En það er læknadeilan og Háskólinn sem hæst ber í vandamálaumræðu um þessar mundir og hriktir í stoðum bæði heilbrigðisþjónustu og æðri menntunnar ef heldur sem horfir. Enn og aftur vaknar spurningin um forgangs- röðun þegar mikilvægustu málaflokkar þjóðarinn- ar eru að komast á heljarþröm. Útgjöld vegna for- setaembættisins mega taka út yfir allan jijófabálk og eru greidd umyrðalaust en Háskóla Islands er sagt að éta það sem úti frýs ef hann getur ekki skattlagt nemendur til að mæta nauðsynlegum út- gjöldum, eða draga úr kennslu ella. Rekstur sjúkrahúsa og laun lækna eru að sliga rekstur ríkisins, ef marka má umræðuna, en hvert fyrirtækið af öðru tilkynnir stórgróða og hluta- bréfaeigendur maka krókinn sem aldrei fyrr. Og þjóðhagsstjóri varar við spennu og verðbólgu vegna góðærisins þar sem ærið margir eru farnir að taka sér forskot á sæluna með óhóflegri skulda- söfnun. Ef þjóðin hefur ekki efni á góðri heilbrigðisþjón- ustu og staðgóðri menntun þar sem Háskóli ís- lands gegnir lykilhlutverki, er réttast að segja það upphátt og miða stefnumörkun og rekstur ríkisins við það. Ef gæluverkefni stjórnmálamanna og bruðl embættismanna eiga að hafa forgang er rétt- ast að það sé hin opinbera stefna stjórnvalda. Þá verður enginn blekktur. Þenslu forðaö Mikil vá steöjar nú að íslenskum þjóðarbúskap vegna þess að of mikil umsvif virðast vera í uppsigl- ingu í efnahagslífinu. Þessi vá gengur undir nafninu þensla. Þenslan felst í því að allir ætla að gera allt á sama tíma, þó svo að allir viti raunar aö einugis sé framkvæmanlegt að sumir geri sumt. En vegna þess að allir vita að allir geta ekki gert allt, eru allir tilbún- ir til að bjóða betur í allt en allir hinir. Og þá kemur þensla. Hugtakið þensla var í eina tíb nokkuð algengt í ís- lensku máli og stjórnmálin gengu út á þab heilu misserinn að forðast „þensluhvetjandi aðgerbir". Eftir því sem Garri man þessa tíma best voru hættu- legustu aðgerðirnar og þær sem voru mest þenslu- hvetjandi einmitt aðgerðir sem líklegar voru til ab hækka kaupið hjá mönnum. Þess vegna var alltaf verið að reyna ab halda aftur af kauphækkunum og þegar þab tókst ekki einhentu menn sér í að hækka vextina af lánunum launamanna til þess að sporna vib þenslunni og til að verja gengið. Og alltaf endaði þetta einhvern veginn þannig að það kom í hlut launamanna að berjast gegn þenslunni, ýmist með því að missa af kjarabótum sem hefbu haft þensluhvetjandi áhrif eða þá ab þeir borguðu hærri vexti af lánum sínum til þess að sporna gegn þenslunni sem augljóslega rýrbi allan ávinninginn af hinum þensluhvetjandi kjarabótum sem menn höfbu fengið skömmu áður. Þenslan kemur aftur Þjóðhagsstjóri tilkynnti landsmönnum á fundi hjá Verslunarráðinu í gær þenslan væri að koma í ís- lenskt samfélag og skyndilega var eins og þenslu- hvetjandi sorg úr gömlu glasi lifnabi öðru sinni fyr- ir hugskotssjónum Garra. Við erum að eyða um efni fram og verðbólgan er komin af stað, segir þjóðhag- stjóri og það er afskaplega hættulegt mál. Garri er þegar kominn samviskubit yfir því að hafa splæst málningu á barnaherbergin og nýtt skrifborð í eitt þeirra fyrir helgina. Auðvitað voru þetta kannski ekki bráðnauðsynleg útgjöld og í sjálfu sér rétt hjá þjóðhagstjóra að auðvitað var Garri að eyða um efni fram með því að nota krítarkortið við þetta! Og ef marka má orð landsfeöranna eru aðeins tvær leiðir til að forðast þensluna. Álver og ríkisútgjöld Annars vegar ab launamenn eba við alþýðan hætti þessari endemis eybslu en láti sér lynda kalvíníska fábreytni rétt eins og allt væri enn í bullandi niður- sveiflu. Hitt er að ríkið söðli algerlega um og dragi svo saman seglin að það nái að vega upp á mót vexti og þenslunni annars staðar í þjóðfélaginu. Það fæli þá væntanlega í sér að draga úr opinberri þjónustu, fækka starfsmönnum hjá ríkinu og reyna að koma því þannig fyrir að í heildina hefði einkageirinn eitt- hvað svigrúm til ab starfa eftir. Sú stabreynd að opinberir abilar og hálfopinberir abilar eru þessa dag- ana að semja um ab fá hingað enn eitt álverið með fjárfestingu upp á milljarða króna í mannvirkjum því tengt og í virkjunum til að geta komið slíku veri í gagnið kalla því á enn meiri hættu á þenslu. Þar af leiðandi er brýnt ab vegna bygging- ar nýs álvers dragi ríkið enn meira saman seglin en annars hefði verið og að launamenn í landinu leggi enn frekar sitt af mörkum í sparnaði og aðhaldi til þess að ekki fari nú allt í bál og brand vegna þensl- unnar. Eitt er víst, að Garri mun leggja sitt af mörkum til að halda efnahagslífi þjóðarinnar á floti og er tilbú- inn til að gera hvað hann getur til að bæta fyrir syndir sínar vegna barnaherbergjanna. Þab eina sem hægt er að gera í málinu er að spara og vinna á móti þessari umframeyöslu með því að minnka annaö. Það má til dæmis nýta skólaúlpur barnanna frá í fyrra einn vetur enn, þau hafa ekki vaxið svo rosalega. Það má jú ýmislegt leggja á sig til ab forða þjóðfélaginu frá að lenda í þenslu. Garri GARRI Perlur Reykjavíkur Perla Reykjavíkur á Öskjuhlíðinni er orbin eitt af vandræðabörnum borgarinnar vegna hárra meðlags- greiðslna. Þar sýnist öllu vera of- aukið, geymarnir of stórir og hef- ur heitt vatn aldrei komið í tvo þeirra eða fleiri og hafa lengi verið uppi ráðagerðir um til hvers er hægt ab nýta þá. Komið hefur til tals ab setja þar upp spilavíti og hljómleikasali, rábstefnumiðstöð og nú síðast dettur Hitaveitunni helst í hug að setja upp tívolí í gal- tómum hitaveitugeymum. Það sem stendur Perlunni helst fyrir þrifum er að þangað koma helst til fáir og eyða litlu. Enda er skipulega unnið að því að halda fólki frá staðnum. Höfuðtromp milljarðaframkvæmda var og er veit- ingahús á skopparakringlu. Þar eru haldnar fínar og dýrar veislur á tyllidögum, en passað vel upp á að hafa þar helst alltaf lokað þar fyrir utan og að gestir verði sem fæstir. Enga gesti, takk! Þannig er skopparakringlan lokuð flesta eða alla daga þegar helst er von á ab ferðalangar leggi þang- að leib sína. Reykvíkingar og aðrir gestir voru svikn- ir um vetrargarbinn sem vera átti milli geymanna og heföi getað verið svipmikill og notalegur áningar- staður langa og dimma vetrarmánuöi. Einstaka helg- ar fer þarna fram einhvers konar kynningarstarfsemi en yfirleitt er rýmib allt heldur nöturlegt og frá- hrindandi. Sú hugmynd að setja þarna einnig safn um beislun og nýtingu heita vatnsins var andvana fædd, þar sem enginn áhugi er á ab kynna rækilega þá miklu sérstöðu íslendinga sem eru frumkvöðlar á því sviði meðal þjóða. Lokuð skopparakringla og snarbrjálaöar hug- myndir um hvernig halda á gestum og gangandi sem lengst burtu frá Perlunni skila þeim einstaka ár- angri að stórfelldur taprekstur en innbyggður í fyrir- tækið, sem neytendur heita vatnsins borga. Og nú gæla borgaryfirvöld við þá hugmynd að selja Perluna sína með enn meira tapi til að losna við tapreksturinn. Því fólki er ekki fisjab saman sem Reykvíkingar kjósa fyrr og síðar til að fara með sam- eiginlega hagsmuni sína. En vonandi er hagsmunum leigutaka Perlunnar samt vel borgið. Gefum allt klabbið Það er ágæt hugmynd að setja tívóli í einn af þeim gríðarmiklu geymum, sem þjóna ekki öbrum til- gangi en að halda skopparakringlunni og öðrum taprekstri uppi. Sjálfsagt er ab byrja á því að flytja sjálfa skopparakringluna í geyminn og láta hana snúast þar því litlu skiptir hvort hún er lokuð eða innilokuð. Þá mætti hleypa öllum gestum Perlunnar upp undir glerhvolfið án þess að það kosti þá vikulaun að rúlla þar einn eba tvo hringi og njóta einhvers glæsi- legasta útsýnis sem nokkur höfuðborg getur bobið upp á. Nú á að bæta Perlunni við öll þau borgarfyrirtæki sem fara á að selja fyrir slikk. Frjálshyggjulið R- listans er orðið svo samdauna íhaldsminnihlut- anum og stjórnarstefnunni að það er orðin höfuönauðsyn að gefa eigur borgarinn- ar og kalla sölu að þau mál þola enga bib. Enda er hið opinbera einstaklega lagið að reisa og reka fyrirtæki með stórtapi. En taka mætti fleiri bagga af bökum skattgreið- enda. Hvernig standa skuldaskil og rekstur ráðhúss- ins? Gæti það ekki orðið stórgróði fyrir borgarsjóð að gefa einhverjum allan þann steinsteypuhnall og setja yfirstjórn borgarinnar í ódýarara og hagkvæm- ara húsnæði? Þar kæmi vel til greina að setja upp annað tívóli, eða þá nokkrar krár til að lífga upp á miðborgarlífið. Og mikill léttir yrði það fyrir stórskuldugan borg- arsjób ef einhverjir vildu þiggja dagvistunarheimilin að gjöf eins og önnur fyrirtæki borgarinnar. Vel á minnst, mundi ekki Perlan og ráðhúsið henta vel til að passa krakka í, sérstaklega þegar búið verður að byggja tívolíin inn í húsin. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.