Tíminn - 15.08.1996, Side 8

Tíminn - 15.08.1996, Side 8
8 Fimmtudagur 15. ágúst 1996 I' Blómarósir aö störfum. Hvalbeinin í baksýn úr hvalstöbinni í Framnesi og flutt aö Núpi og dregin upp í garöinn af skólanum. Beinin eru aldargömul og voru stœrstu hvalbein sem komu ístööina. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. ágúst 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 23. útdráttur 1. flokki 1990 - 20. útdráttur 2. flokki 1990 - 19. útdráttur 2. flokki 1991 - 17. útdráttur 3. flokki 1992 - 12. útdráttur 2. flokki 1993 - 8. útdráttur 2. flokki 1994 - 5. útdráttur 3. flokki 1994 - 4. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Sunnudaginn 18. ágúst nk. veröur hátíöarsamkoma í Skrúöi í Dýrafiröi. Þá veröur fagnaö lokaáfanga í endurreisn garösins sem unniö hefur veriö aö undanfarin fjögur ár. Einnig veröur hugaö aö framtíöarskip- an garösins, stööu hans og mik- ilvægi í garöyrkju- og ræktun- arsögu landsins. Saga og tilurð garösins er merkileg fyrir margra hluta sakir. Áriö 1906 hófst séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur og prófast- ur að Núpi í Dýrafirði, handa við gerð Skrúös sem var einstakt framtak á þeim tíma. Ætlunarverk Sigtryggs var ígrundað og fastmótaö eins og kemur fram í dagbók hans um garðinn. Með hjálp sveitunga sinna og Kristins bróður hans, sem lét af hendi landspildu, tókst að koma garðinum á legg þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Vígsla Skrúðs fór fram þann 7. ágúst 1909 að viðstöddum hópi manna, einkum skólanemenda. Áhugi Sigtryggs á ræktun og gróöri hefur án vafa verið hon- um eðlislæg auk þess sem upp- eldi og menntun hefur haft sín áhrif. Skólastarfið á Núpi sem Sigtryggur leiddi verður ekki rak- iö hér, en þetta tvennt, áhugi hans á ræktun og nemendur skólans hafa áreiðanlega kveikt hugmyndina að stofnun garðs- ins. Skrúður var frá upphafi nokkurs konar skólagarbur þar sem nemendur lærbu plöntu- fræbi og öðluðust einnig kunn- áttu í ræktun matjurta til eigin brúks. Á ýmsa lund var starfið í garðinum fléttað saman við námið. Þegar Skrúður verður til eru möguleikar til ræktunar alls ók- annabir á þessum slóðum og yfir- leitt á íslandi. Tilgangurinn var því einnig ab sýna fram á hvað Aöal inngönguhliöiö f garöinn, en á því stendur: „Maöurinn sáir og plant- ar en guö gefur ávöxtinn". Á myndinni er hópur sjálfboöaliöa. hægt var ab rækta þar vestra. Þar sem ábur var urð og grjót var ris- inn skrautgarður innan fárra ára og um leið hvarf vantrúin og trú- in á ræktunarmátt íslenskrar moldar fékk byr undir báða vængi. Hugsjónastarfiö sem að baki lá virðist hafa verið metið að verðleikum og Skrúðs er víða get- ið í rituðu máli frá þessum tíma. Hið sterka svipmót Skrúbs er einstakt hér á landi og vekur óneitanlega upp spurningar um þab hvort Sigtryggur hafi haft

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.