Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 21. ágúst 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Bygging fiskimjölsverk- smiðju í Helguvík: Tækjabúnabur væntanlegur um mánabamótin Bygging fiskimjölsverk- smiðju SR- mjöls í Helguvík gengur vel. Uppsteypa verk- smiðjuhúss gengur mjög vel og einnig er unnið að mjöl- húsi. Það er Húsagerðin hf. sem annast byggingu húsanna og að sögn Antons Jónssonar miðar framkvæmdum sam- kvæmt áætlun. Þorsteinn Erlingsson, einn helsti hvatamaður þess að byggingin var reist í Helguvík, sagði í samtali vib Víkurfréttir að skip væri væntanlegt til Helguvíkur um næstu mán- aðamót meb þurrkara og nær allan tækjabúnað verksmiðj- unnar. Nú stæðu yfir viðræb- ur viö smiðjumenn og raf- virkja um uppsetningu tækja en allar áætlanir miðuðust við að hægt yrði að hefja loðnu- bræbslu í Helguvík strax á næsta ári. Steypuvinnu er lokið við tvo þriöju af bryggjudekki Helguvíkurhafnar. Um leið og grjótflutningum verður lokið mun síðasti hlutinn steyptur. Uppsagnir heilsugæslu- lækna á Sjúkrahúsi Suð- urlands: Gífurlegt álag á öbrum læknum Uppsagnir heilsugæslu- lækna hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgjast meö fréttum. Vandræðaástand hef- ur skapast víða og er sums staöar farið að bitna á sjúk- lingum. Á Suðurlandi hafa yf- irvöld hjá Sjúkrahúsi Suður- lands orðið að grípa til mikilla takmarkana varðandi inntöku og aðhlynningu sjúklinga. Að sögn Bjarna Arthúrsson- ar, framkvæmdastjóra Sjúkra- húss Suöurlands, hafa þeir læknar sem eru viö störf orðið að leggja á sig gífurlega vinnu til þess að geta sinnt þeim sem verst eru staddir. Nú er svo komið að þessir læknar þurfa sína hvíld enda hafa sumir unnið allt að 24 kluku- stundir á sólarhring þegar mest hefur verið. Verksmibjuhús SR-mjöls í Helguvík. Framkvœmdir eru vel á áœtlun. Til þess að mæta þessu hef- ur sjúkrahúsið orðið að grípa til takmarkana og er nú ein- göngu sinnt þeim tilfellum sem brýnust eru talin. Skólaskrifstofa Suöurlands opn- ub Skólaskrifstofa Suðurlands var opnuð nýlega. Hún er ráð- gjafarþjónusta sem starfar á sviði endurmenntunar, fræðslu, kennslugagna og í samvinnu við sveitarstjórnir héraðsins um málefni grunn- skólanna. Starfsfólk skrifstofunnar kemur úr ýmsum áttum, m.a. frá Selfossi, Hveragerði, Hvol- svelli og Þorlákshöfn. Fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar er Jón Hjartarson. Hreindýraveibar: Jökuldælingar óánægbir Jökuldælingar eru heldur ókátir yfir skiptinjgu hrein- dýraveiðileyfa í ár. Astæðan er sú að þeim finnst ekki réttlátt að Fljótsdælingar fái fleiri veiðileyfi en þeir. Vilhjálmur Þ. Snædal, hreppsnefndar- maður á Jökuldal, sagði að Jökuldælingar teldu að þeir ættu að vera jafnir Fljótsdæ- lingum við úthlutun kvótans. Telja Jökuldælingar að rökin fyrir þessari skiptingu séu eng- in. Dýrin séu jafnmikiö í Jök- uldalshreppi og Fljótsdals- hreppi. Oddvita var falið að senda mótmæli vegna þessa. Vilhjálmur lýsti jafnframt yfir óánægju með störf hrein- dýraráðs. Hann sagðist ekki skilja hvers vegna verið væri að senda kvótaskiptingu heim í hérað til umsagnar þar sem ráðið væri á hraðri leið að taka öll ráð af heimamönn- um. Fjárlaganefnd Al- þingis á yfirreib Fjárlaganefnd Alþingis var nýlega á yfirreið um Austur- Hjörtur Kverúlf, oddviti Fljótsdœ- linga, er ánœgbur meb sinn hlut. Frá opnun Skólaskrifstofu Suburlands. landskjördæmi. Meö þeim voru í för vegamálastjóri, vita- og hafnamálastjóri, ríkisend- urskoðandi, og forstöðumaöur fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Það hefur verið fastur liður í störfum fjálaganefndar að heimsækja eitt kjördæmi aö sumri. Tilgangurinn er að sögn Jóns Kristjánssonar, for- manns fjárlaganefndar, að kynnast á vettvangi þeim mál- efnum sem ríki og sveitarfélög vinna sameiginlega að. Hann tók jafnframt fram að nefndin væri ekki í loforðaferð. Sjúkrahús Suburlands á Selfossi. Dregiö í 4. umferö í Bikarkeppni BSÍ 7 996: Stórleikur Sam- y vinnuferða og VÍB Dregið hefur verið í fjórbu um- ferð í Bikarkeppni Bridgesam- bands íslands. Garðar Garðais- son á heimaleik við Landsbréf, sveit Sparisjóbs Þingeyinga spil- ar heima gegn Hrafnhildi Skúladóttir, Sveit Búlka hf. á heimaleik gegn sveit Jóns Ág. Gubmundssonar og stórleikur umferbarinnar er vibureign Samvinnuferba-Landsýnar gegn sveit VÍB. Fjórðu umferð skal lokiö í síð- asta lagi sunnudaginn 8. septem- ber og verða undanúrslit og úrslit spiluð helgina 21. og 22. septem- ber. Núverandi bikarmeistarar em sveit Plús-film sem féll út fyrr í sumar af sveit Euro-card. Úrslit í 3. umferð vom þannig að Búlki hf. vann sveit Stefáns G. Stefánssonar, 80-64. Garðar Garðarsson sigraði Aðalstein Jónsson, 140-85. Hrafnhildur Skúladóttir sigraði sveit Stefaníu Skarphéðinsdóttur, 88-69. Jón Ág. Guðmundsson vann sveit Sigmundar Stefánssonar, 110-51. Sparisjóður Þingeyinga vann sveit Háspennu 115- 91. Sveit Landsbréfa sigraði sveit Erlends Jónssonar, 89-22. Sveit VÍB sigr- aði sveit Nectar, 159-62 og sveit Samvinnuferða Landsýnar sigraði naumiega sveit Eurocard, 91- 89. -BÞ Styttri trukkar Til næstu áramóta má nota vagnlest sem samanstendur af bifreiö og tengivagni og er lengri en 22 metrar ef notkun ökutækjanna var heimil sam- kvæmt eldri reglum. Þetta er samkvæmt breytingu sem dómsmálaráðuneytið hefur gert á reglugerb um stærð og þyngd ökutækja. Um næstu áramót taka gildi reglur sem takmarka hámarks- lengd vagnlesta, þannig að vagn- lest sem samanstendur af bifreið og festivagni má ekki vera lengri en 19,5 metrar og vagnlest með bifreið og tengivagni má ekki vera lengri en 22 metrar. Þær reglur gilda til ársloka 2.000 en þá munu taka gildi reglur sem takmarka hámarkslengd vagn- lesta enn frekar. -ohr Aösóknarmet í kvikmyndahúsum slegiö um helgina: 15.700 manns sau ID-4 15.701 áhorfandi sá kvik- myndina Independence Day (ID-4) um síbustu helgi, fyrstu sýningarhelgina hér- lendis. Þetta er mesta aðsókn á kvik- mynd á íslandi frá því að sögur hófust, fyrra metið átti kvik- myndin „Mission Impossible" en tæplega 11.000 manns sáu hana fyrstu sýningarhelgi. ID-4 er sýnd í 5 kvikmynda- húsum, Regnboganum, Há- skólabíói, Laugarásbíói, Stjörnubíói og Borgarbíói, Ak- ureyri.. -BÞ Aldurstengdur afsláttur hjá Flugleibum Eldri borgarar fá sérstakan aldurstengdan afslátt af far- gjöldum á öllum áætlunar- leibum til Evrópu og Ameríku hjá Flugleibum frá 1. október nk. og út maí á næsta ári. Afsláttarkjörin em þannig að 67 ára maður fær 67% afslátt og 90 ára maður 90% afslátt. Flugleiðir hafa áður boðið eldra fólki sambærileg afsláttarkjör og þá var elsti farþeginn sem nýtti sér tilboöið 96 ára og flaug sá til Evrópu á 4% far- gjaldi. -ohr Sveppatínslu- og skógar- ferð í Heiðmörk 24. ágúst Hib íslenska náttúrufræbifélag og Ferðafélag íslands efna til sveppatínslu- og skógarskoðun- arferbar í Heibmörk. Lagt verður af stað frá Umferð- armiöstöðinni (austanverðri) kl. 13.00 laugardaginn 24. ágúst og ekið upp í Heiðmörk með við- komu í Mörkinni 6. Þar mun Vignir Sigurðsson, skógarvörður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, kynna skógræktina og Ásta Margrét Ásgrímsdóttir hjúkmnar- fræðingur leiðbeina um sveppa- tínslu, en hún er höfundur að bókini: Villtir íslenskir matsvepp- ir. Stefnt er að því að koma til baka um kl. 18.00. Gjald fyrir ferðina er 600 krónur en frítt fyr- ir börn. ■ Leiðrétting í frétt Tímans í gær af gæsaveiði varð meinleg villa þegar veiði- menn voru beðnir að senda vængi til Náttúrufræðistofnunar af merktum örnum og gæsum. Hér var að sjálfsögðu átt við end- ur og gæsir. Tíminn biðst velvirð- ingar á þessu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.