Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 21. ágúst 1996 Eins og undanfarin ár hafa farib fram kyn- bótasýningar síösum- ars. Eftirtekjan af þeim er misjöfn. Lélegt á Vesturlandi Á Vesturlandi fóru kynbóta- dómar fram í endaban júlí og var sýning 25. júlí. Enginn stóð- hestur kom þar til dóms en all- margar hryssur eða 47 alls. Af 6 v. hryssum og eldri, sem voru 31 þá fór aðeins ein hryssa yfir 8 markið. Það var Blíð frá Hesti undan Otri frá Sauðárkróki og Fmmu frá Syðstu-Fossum sem er dóttir Hlyns 910 frá Báreksstöð- um. Þessi hryssa fékk fyrir sköpulag 7,98 og fyrir hæfileika 8,14; abaleinkunn 8,06. Ósk frá Klængsseli í Árnessýslu fékk 7,90 fyrir sköpulag og 7,96 fyrir hæfi- leika sem er góð einkunn hjá skeiðlausu hrossi; aðaleinkunn 7,93. Ósk er undan Hrafni frá Holtsmúla og Drottningu frá Steinum sem var undan Blesa 577 frá Núpakoti. Perla frá Bjarn- arhöfn fékk 7,80 fyrir byggingu og 7,73 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 7,76. Perla er undan Fáfni 747 frá Laugarvatni. Sömu aðal- einkunn fékk Mánadís frá Nebra- Ási í Skagafirði. Fimmta hryssan sem náði yfir 7,70 var Perla frá Akranesi undan Einari Feykis- syni frá Hólum og Perlu frá Klafastöðum. Hún fékk slétta 7,70. En úr því daprast flugið mjög og af þeim 26 hryssum sem þá eru eftir náði aðeins ein gamla ættbókarmarkinu 7,50. Þar fylgdist yfirleitt ab lág bygg- ingareinkunn og slakir hæfileik- ar. Það verður að teljast lélegt þegar 80% 6 v. hryssna nær ekki 7,50 í aðaleinkunn. í hópi 5 v. hryssna, sem alls voru 15, náði engin yfir 8 en Orða frá V-Leirárgörðum stóð efst með 7,94 fyrir sköpulag og 7,59 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,76. Orða er undan Stíganda frá Sauðárkróki og Helgu-Jónu frá Hvammi. í öðru sæti var Skvísa frá Auðkúlu með 7,86 fyrir sköpulag og 7,55 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,71. Hún er undan Stefni frá Grænuhlíð sem er son- ur Þrastar 908 frá Kirkjubæ og móðirin er Ljóska frá Auðkúlu. I þriðja sæti var svo Kolla frá Brekku í Skagafirði, dóttir Kol- beins frá Vallarnesi Kolfinnsson- ar og Perlu frá Vallarnesi. Kolla fékk fyrir sköpulag 7,82 og fyrir hæfileika 7,56. Þrjár aðrar hryss- ur náðu yfir 7,50. Þessar hryssur hafa yfirleitt þokkalega einkunn fyrir byggingu og eiga væntan- lega fyrir sér að bæta sig í hæfi- leikum. í þessum hópi náðu 40% yfir gamla ættbókarmarkið. Ein hryssa 4ra v., Nóta undan Pilti frá Sperðli, var byggingar- dæmd og fékk lélegan dóm. Það er ekki ofsagt um þessa sýningu að hún hafi verið léleg hvað sem veldur, því nú eiga Vestlendingar orðið stóran hóp mjög góðra stóðhesta. Sýningin á Vind- heimamelum Á Vindheimamelum fór kyn- bótasýningin fram 3. ágúst. Þar voru alls dæmd 41 hross. Þátt- taka í sýningum í Skagafiröi í sumar hefur verið með minnsta móti. Einn stóðhestur var sýnd- ur í flokki 6 v. og eldri. Það var Kolbeinn frá Vallarnesi sem nú er orðinn 9 vetra. Hann fékk nokkra uppreisn og hlaut nú í dómi 7,71 fyrir byggingu sem er reyndar full lágt fyrir stóðhest, en fyrir hæfileika hlaut hann 8,13; aðaleinkunn 7,92. Kol- beinn er undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Frekju 6291 frá Blíö frá Hesti, knapi Baldur Björnsson. Kynbótasýningar síðsumars átti þetta við um hryssurnar sem sumar hverjar voru í keppnum á fjórðungsmótinu og gátu því ekki komið þar fram sem kyn- bótahross. Ekki komu fram margir stóð- hestar sem varla er von á þessum árstíma. Þó komu til dóms þrír hestar í flokki 6 v. og eldri. Tveir þeirra nábu allgóbri aðalein- kunn. Dugur frá Minni-Borg fékk í aöaleinkunn 7,97. Hans veik- leiki er byggingin sem er aðeins upp á 7,62 en hæfileikarnir eru góðir, 8,32. Dugur er undan Kol- grími frá Kjarnholtum og Hugg- un 5400 frá Engihlíð sem var dóttir Blesa 598 frá Skáney. Hinn hesturinn er Askur frá Hofstaðaseli með 7,90 fyrir bygg- ingu og 7,73 fyrir hæfileika; að- aleinkunn 7,81. Hann er undan Stjarna Hervarssyni frá Hofstaða- seli og Kalla-Vindu II frá Hof- staðaseli sem varla bregst meb móvindóttan lit hjá afkvæmun- um. Þribji hesturinn, Tinni frá Tungu, náði ekki 7,50 í einkunn. 5 v. folarnir voru tveir og náði annar, Þrymur frá Geirshlíð í Dölum, 7,73 í aöaleinkunn. Hann er undan Stíg frá Kjartans- stöbum. Hinn hesturinn náði ekki 7,50. Þá var einn 4ra v. hestur byggingadæmdur og hlaut 7,70. Mjög góðar hryssur En þab voru sem fyrr segir hryssurnar sem þarna áttu leik- inn. Tölthryssan landsþekkta, Næla frá Bakkakoti, stóð þar efst með 8,17 fyrir byggingu og 8,36 fyrir hæfileika, skeiðlaus. Næla fékk 9,5 fyrir tölt og 9,2 fyrir feg- urð í reið; aðaleinkunn 8,26. Næla er slysafang undan Kópi frá Ártúnum og gæðingnum Sælu Ófeigsdóttur frá Bakkakoti. Önn- ur varð Sunna frá Akureyri meb 8,04 fyrir byggingu og 8,41 fyrir hæfileika og þar af 9 fyrir vilja; aðaleinkunn 8,22. Sunna er und- an Adam frá Meðalfelli og Milly Náttfaradóttur frá Ytra-Dalsgerði. Þriðja sæti hlaut svo skeiðhryss- an Spá frá Varmadal í Kjós. Hún er undan Kolbaki frá Gufunesi og Háþekju frá Hólum Bylsdótt- ur. Spá fékk fyrir byggingu 7,81 og fyrir hæfileika 8,56, þar af 9 fyrir skeið; aðaleinkunn 8,18. ísafold frá Ólafsvík undan Ófeigi frá Hvanneyri og Rjúpu frá Steðja hlaut 7,87 fyrir byggingu og 8,35 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,11. Amorsdóttirin Mónika frá Lækjarbotnum fékk 8,10 fyrir byggingu og 8,09 fyrir Vallarnesi. í 5 v. flokknum var einn hestur í dómi, Fengur frá Sólheimum. Hann hlaut góðan byggingardóm 7,97 en hæfileik- arnir mjög slakir 6,67. Einkunna- hlutfallið minnir talsvert á Sokka frænda hans. Þá voru bygginga- dæmdir tveir 4ra v. folar og hafði hvorugur erindi sem erfiði. Af hryssum 6 v. og eldri nábi ein 8 markinu, Ásrún frá Valla- koti, dóttir Kolfinns frá Kjarn- holtum og gæðingshryssunnar Lindu frá Ytra-Vallholti. Ásrún fékk fyrir byggingu 7,92 og fyrir hæfileika 8,21; aðaleinkunn 8,06. Kvika frá Litla-Dunhaga í Eyjaf. fékk 7,78 fyrir byggingu og 8,13 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið; aðaleinkunn 7,96. Kvika er undan Gassa frá Vorsabæ II og Ósk frá Ytra-Kálfsskinni. Þriðja varb Harka frá Úlfsstöðum úr síðasta árgangi Sörla gamla frá Sauöárkróki með 8,28 fyrir bygg- ingu og 7,60 fyrir hæfileika; ab- aleinkunn 7,94. Móðir hennar er Hervarsdóttirin Kátína frá Úlfs- stöbum. Raísa frá Ríp fékk einnig 7,94 í aðaleinkunn. Hún er und- an Leisti frá Álftagerði og Kol- finnu 4974 frá Ríp. Hún hefur ágæta hæfileika, 8,33, en bygg- ingin er afleit, 7,55. Fjórða hryssan sem fór yfir 7,90 var ísold frá Kirkjubæjar- klaustri II undan Feyki frá Haf- steinsstöðum og Diljá Hrafns- dóttur frá Gunnarsholti. Fyrir byggingu hlaut hún 7,70 og fýrir hæfileika 8,15; aðaleinkunn 7,92. Af 23 hryssum sem full- dæmdar voru í þessum flokki fengu 12 hryssur 7,50 eða meira eða rúm 50%. Þær 11 hryssur sem ekki náðu þessu marki voru margar mjög slakar. Innan víö 50% yfir 7,50 í 5 v. flokknum var efst Snælda frá Úlfsstöðum meö 8,07 fyrir byggingu og 7,81 fyrir hæfi- leika; aðaleinkunn 7,94. Snælda er undan Hervari frá Sauðárkróki og Sokku frá Víðimel. Önnur var Kjarnadís frá Kjarnholtum I und- Ásrún frá Vallholti, knapi Páll Bjarki Pálsson. HEJTA- MOT KARI ARNÓRS- SON an Blæ frá Kjarnholtum og Svölu 4307 frá Kjarnholtum. Hún hlaut 8,12 fyrir byggingu og 7,70 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,91. Þriðja hryssan var Bót frá Kynbótabúinu á Hólum. Hún er undan Sokka frá Sólheimum og Blíðu frá Hólum. Ekki hefur hún náð góðri byggingu föðurins því hún fær aðeins 7,69 og fyrir hælfileika fær hún 7,79; aðalein- kunn 7,74. Systir hennar að föð- urnum Ekkja frá Hólum hlaut fyrir byggingu 7,80 og fyrir hæfi- leika 7,35 skeiðlaus; aðaleinkunn 7,57. Móðir Ekkju er Elding 5225 frá Hólum. Fleiri hryssur náðu ekki yfir 7,50 í þessum flokki eba fjórar af níu. Tvær 4ra v. hryssur voru sýnd- ar og hlutu lágar einkunnir bæbi fyrir byggingu og hæfileika. Sýningin á Gadd- staöaflötum Síðsumarsýningin á Gadd- staðaflötum hófst 13. ágúst. Eins og menn muna þá kom mikill fjöldi hrossa í dóm í Suðurlands- fjórðungi í vor, enda var þá fjórbungmót framundan. En greinilegt var á sýningunni núna ab mörg af bestu hrossunum voru samt enn ósýnd. Einkum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.