Tíminn - 31.07.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 31.07.1986, Qupperneq 3
Fimmtudagur 31. júlí 1986 Tíminn 3 Er tekjuskatturinn eiginmannaskattur? 17 þúsund eiginmenn greiöa helming tekjuskatts „Eiginmannaskattur" sýnist geta verið réttnefni á tekjuskattinum, þ.e. þegar litið er til þess á hverjum meginhluti hans lendir. Rúmlega 17 þús. eiginmenn - innan við tíundi hlutinn af alls 175 þús. skattgreið- endum - situr uppi með meira en hclming allra álagðra tekjuskatta, eða samtals 3.066 millj. af alls 5.927 millj. kr. álögðum tekjuskatti í land- inu. Það þýðir rúntiega 179 þús. kr. tekjuskatt á hvern þeirra að meðal- tali. Þessi tæplega 10% skattgreið- enda hafði góðan fjórðung álagðra tekna. eða um 13.614 millj. af sam- tals 51.129 millj. kr. tekjuskatts- stofni í ár - þ.e. í kringum 900 þús. kr. árslaun í fyrra að meðaltali. Alls eru kvæntir karlar (og í sambúð) tæplega 50 þús., eða góður fjórðungur skattgreiðenda. Og á þeirra „breiðu bökum" lendir um 65% af heildar tekjuskattsálagning- unni í ár. Auk þeirra fyrrnefndu LJOSMYNDUN LÚXUSSPORT Vikukaup láglaunafólks fyrir 4 litfilmur Meðalverð á einni 36 mynda 100 AS A filmu og síðan fr amköllun og kóp- íering á henni er samtals um 1.139 krónur að þvf er fram kemur í nýrri verðkönnun sem gerð var á vegum NROB, ASÍ og BSRB, í 11 verslun- um á höfuðborgarsvæðinu. Lítur því helst út fyrir að ljósmyndun sé lúxus tómstundaiðja - tæpast ætluð miðl- ungs- eða láglaunafólki. Á Ijósmyndafílmum og pappír er 35% tollur, 30% vörugjald og 1% afhendingargjald - sem að vísu falla niður til þeirra sem framkalla í atvinnuskyni og til atvinnuljósmynd- ara. Verð á filmunni sjálfri reyndist um helmingi lægra í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli en í verslunum í Reykjavík, eða rúmar 200 kr. í stað rúmlega 400 króna í verslunum. Það geta utanfarar að sjálfsögðu notað sér, en það lækkar heildarkostnað- inn hlutfallslega lítið nema að þeir láti einnig framkalla filmurnar er- lendis. Ódýrast var hægt að fá framköllun og kópíeringu (702 kr.. á 36 mynda filmu) hjá Amatörversluninni og Express-litmyndum. Sú fyrrnefnda gefur 10% afslátt frá því verði ef filmurnar eru einnig keyptar hjá þeim, en hins vegar er hægt að fá 100 ASA filmur ódýrari hjá þeirri síðar- nefndu. En hagkvæmustu viðskiptin ættu lesendur annars að geta reiknað út frá töflunni sem fylgir hér með. Mesti verðmunur á einstakri gerð filma -113 krónur og um 30% - kom fram á 36 mynda 400 ASA frá Fuji (382 kr.) og Kodak (495 kr.). Kodakfilmur virðast algengastar en jafnframt yfirleitt dýrastar. -HEI Amatörverslunin Laugavegi 82, R. Express-litmyndir Suðurlandsbraut 2, R. cc «o P CO o C -o <T3 U CO Fókus Lækjargötu 6b, R. Framköllun á stundinni Austurstræti 22, R. Gevafotó Austurstræti 6, R. Hans Petersen Bankastræti 4, R. Ljósmyndavörur Skipholti 31, R. Ljósmyndaþjónustan Laugavegi 178, R. Wyndahúsið Dalshrauni 13, Hafnarf. Týli Austurstræti 7, R. FUJI 135/24 mynda 100ASA 267. 257. 280 135/36 ” 100ASA 380. 380* 400 135/24 ” 400ASA 342 295. 135/36 " 400ASA 445 445 450 382. KODAK 135/24 " 100ASA 325 325 295 325 325 301 300 330 325 294. 135/36 " 100ASA 411 406 395 411 411 411 410 420 385. 405 135/24 " 400ASA 403 378 365* 378 378 378 380 420 4Ö4 375 135/36 " 400ASA 508 508 495. 508 508 510 508 KONICA 135/24 " 100ASA 240* 280 280 135/36 " 100ASA 290. 378 400 135/24 " 400ASA 340* 360 3M 135/24 ” 100ASA 235. 235* 135/36 " 100ASA 314. 135/24 " 400ASA 294 290. Framköllun á 1 filmu 90. 90* 100 100 100 100 100 100 100 100 100 Kóperinq á 1 mynd 17* 17* 18 18 19 18 18 17. 18 18 18 lenda um 22 þús. eiginmenn í 2. skattþrepi (272-544 þús. kr. tekju- skattsstofn) með samtals9.112 millj. króna tekjur, og 769 millj. króna álagðan tekjuskatt. Tæplega 11 þús. eiginmenn eru í lægsta skattþrepi og eru nánast skattlausir. Samtais er álagður tekjuskattur þessara kvæntu karla 3.838 millj. króna, eða um 65% af heildarálögðum tekjuskatti sem fyrr greinir. Aðeins rúmlega 900 af eigínkon- um þeirra tekst hins vegar að komast í hæsta skattþrepið. Það er að vísu rúmlega 40% fjölgun frá árinu 1985, enda hækkar álagður tekjuskattur eiginkvenna nú um 64% milii ára, eða úr 311 millj. í 509 millj. krónur í ár. Um 75% eiginkvennanna er þó í lægsta skattþrepi og þar með nær tekj uskattslausar. Tekj uskattsstofn eiginkvennanna var samtals um 9.608 millj. kr., eða rúmlega 28% af tekjum karlanna þeirra. Tekjuskatt- ur kvennanna er hinsvegar rúmlega 13% af skatti eiginmanna þeirra. Af rúmlega75 þús. einhleypingum eru það svo aðeins um 4.600 sent komust í efsta skattþrepið. Rúmlega 50 þús. eru í lægsta skattþrcpi. Samtals taldi þessi hópur 75 þús. einhleypinga fram um 16 milljarða tekjuskattsstofn, eða um þriðjung skattskyldra heildartekna lands- manna og er gert að greiða um 1.580 millj. tekjuskatt, þ.e. tæplega 27% af álögðum tekjuskatti alls. Fram talinn tekjuskattsstofn er sem fyrr segir 51.129 milljónir króna. Af þeim tekjum vill ríkið nú fá 5.927 millj. kr. í tekjuskatt eða 11,6% í tekjuskatt. -HEI Borgarráð: Davíð við Kvenna- athvarfið Tillaga minni- hlutans samþykkt Davíð Oddsson borgarstjóri mun á næstunni ræða við aðstand- endur Kvennaathvarfsins um fjárhagsvanda þess. Tillaga minnihlutans þess efnis var sam- þykkt i borgarráði í fyrradag. Á fundi í borgarráði í síðustu viku var tillögu minnihlutans um að borgarsjóður greiddi Kvenna- athvarfinu strax síðari hluta fjár- styrks þess sem athvarfinu var úthlutað, vísað frá. Bar borgar- stjóri því við að aðstandendur Kvennaathvarfsins hefðu hvorki haft samband við sig né stofanir borgarinnar vegna fjárhagsvand- ans. Nú hafa aðstandendur Kvennaathvarfsins sent borgar- ráði bréf þar sem æskt er við- ræðna um stuðning og var fyrr- greind tillaga borin fram í kjölfar þess. Nú er að sjá hvort ekki fari að rofa til í fjármálum Kvennaat- hvarfsins eftir komandi viðræður. hm Þórsmörk: Heyskapur með 180 ára bili Frá Pálma Eyjólfssyni, frétlarilara Tímans á Hvolsvelli: Þegar Austurleið hf. útbjó ferðamannaaðstöðuna í Þórsmörk fyrir nokkrum árum, í mynni Húsadals, var sett upp hreinlætisaðstaða á svörtum sandi, gömlum farvegi Markarfljóts, sem græddur hefur verið upp. í vikunni var þessi nýrækt slegin með dráttarvél en 180 ár eru síðan búið var í Húsadal í Þórsmörk, svo nokkuð er langt á milli þess heyskapar inni i fjalladýrðinni á Þórsmörk. Tímamynd P.E. Öskjuhlíö: Myndbandaverk á miðnætti Talsvert óvenjuleg myndlistarsýn- ing fer fram í Öskjuhlíð klukkan tólf á miðnætti í nótt, en þá sýnir Sigrún Harðardóttir myndbandaverkið Dögun, undir beru lofti. Verkið Dögun tekur 6 V: mínútu í flutningi og er sýnt á þrem skerm- umogfærist verkið milli skermanna. Sigrún Harðardóttir er búsett í Hollandi og hefur stundað nám við málunar- og myndbandadeildir Listaháskólans í Amsterdam. Hún hefur sýnt myndbandaverk á sam- sýningum ytra og einnig sýndi hún verk á Kvennasýningunni á Kjar- valsstöðum fyrir skömmu. í samtali við Tímann sagði Sigrún að hún fengist við myndbandalist vegna þess að henni fyndist spenn- andi að færa málverk frá hefð- bundnu efni í nýtt efni. Þó hún legði einnig stund á málaralist dugði mál- verkið henni ekki eitt og sér sem tjáningarform; myndbandið gæfi umfram málverkið hreyfingu og hljóð. Myndbandalist er ekki ábatasöm listgrein. Sigrún sagði þó aðeinstaka listamanni hefði tekist að selja lista- söfnum verk. En í Hollandi væri þessi list styrkt og þar væri hægt að sækja um styrki til einstakra verka. „Ég er samt að vona að myndbanda- list verði einhverntímann almcnn- ingseign, sem fólk nýtur á heimilum sínum en það er sjálfsagt fjarlægur framtíðardraumur,“ sagði Sigrún Harðardóttir. -GSH Sigrún Harðardóttir, myndbandalistamaður, sem í kvöld sýnir myndverk í Öskjuhlíð. I ím.im\[1(1 Pclur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.