Tíminn - 31.07.1986, Síða 12
12 Tíminn l lultknnljíl
Nýr lífsstíll Breytt þjóðfélag Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13. septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar. Landssamband framsóknarkvenna
SUF þing Þing Sambands ungra framsóknarmanna veröur haldið í Hrafnagils- skóla viö Eyjafjörö dagana 29. til 30. ágúst n.k. SUF
Vestfirðir Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldiö á Reykhólum 5,-6.september n.k. Nánar auglýst siðar. Stjórnin
AUGLÝSING
um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1986 sé lokið:
Samkvæmt 1. mgr. 98 gr. laga nr. 75 14. september
1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst,
að álagningu opinberra gjalda á árinu 1986 sé lokið á
þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1.
gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru samkvæmt
6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem
skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu
gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1986 á
þessa skattaðila hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að kirkju-
garðsgjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum
hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1986, þurfa
að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan
30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar
eða eigi síðar en 28. ágúst nk.
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra
laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja
frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í
viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skattstjóra
dagana 30. júlí - 13. ágúst 1986, að báðum dögum
meðtöldum.
30. júlí 1986
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjaröaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Jón Dalman. Ármannsson settur
Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stéfansson.
Bútækni hf. Sími 686655/686680
DAGBÓK
Sumarbúðir fyrir böm
í Skálholti
Tilraun vjrður gerð með sumarbúðir
Skálholti fyrir börn, þar sem áhersla
verður lögð á tónlist og myndlist ásamt
útiveru og náttúruskoðun.
Búðirnar verða starfræktar frá 11. til
17. ágúst.
Tilgangurinn er að koma til móts við
þau börn sem gaman hafa af iðkun
tónlistar og myndmenntar og gefa þeim
tækifæri til að vera saman í leik og starfi.
Enn geta nokkur börn bæst í hópinn.
Æskilegur aldur er 8 til 10 ára.
Leiðbeinendur verða Áslaug B. Ólafs-
dóttir, Halldór Vilhelmsson og Hjördís
Ólafsdóttir. Upplýsingar í síma 656122.
Tilkynning frá Austurleið
um Þórsmerkurvökur
„Aö gefnu tilefni skal það tekiö fram aö
Húsadalur í Þórsmörk er öllum opinn.
Næg tjaldstæði og skálapláss fyrir hendi.
Verið velkomin.
Austurleiö Þórsmerkurvökur.u
Börn í beltum fá
viðurkenningu.
Fyrir og um verslunarmannahelgi mun
Umferðarráð og lögreglan um allt land
veita þeim börnum er sitja í bílbeltum
eða barnabílstól viðurkenningu.
Um er að ræða lítinn glaðning, kort
með ferðaleikjum og hollráðum, riss-
blokk og síðast en ekki síst Tópaspakka
frá Nóa hf. Fyrirtækið gaf þrjú þúsund
Tópaspakka í þessu skyni, en á loki þeirra
er einmitt ábending til fólks í bílum:
„Spennum beltin - sjálfra okkar vegna“.
Nói hf. er einn þeirra aðila er ljáð hefur
umferðarmálum lið með því að hafa þessi
hvatningarorð á töflupökkum sínum
endurgjaldslaust árum saman.
Umferðarráð væntir þess að sem flestir
foreldrar setji öryggisbúnað fyrir börn í
bíla sína, og sjái til þess að þau noti hann.
Ekki aðeins til þess að þau fái viðurkenn-
ingu, heldur miklu heldur til að auka
öryggi þeirra í bílnum. „Börn í bílum
þurfa vörn“. Og vert er að minna á að
þörf fyrir notkun öryggisbúnaðar, fyrir
börn og fullorðna í bílum, er ætíð fyrir
hendi - óháð árstímum.
Fjölskylduhátíð í Bjarkarlundi
um verslunarmannahelgina
Forráðamenn Hótels Bjarkarlundar (ná-
lægt Króksfjarðarnesi í Barðastrandar-
sýslu) hafa ákveðið að halda Fjölskyldu-
hátíð í Bjarkarlundi um verslunarmanna-
helgina. Þar verður boðið upp á hesta- og
bátaleigu, gönguferðir með leiðsögn,
grillveislu og varðeld. Einnig verða
íþróttir og útileikamót fyrir börn.
Dansað verður á útipalli föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld. og um
tónlistina sjá Grétar Örvarsson og André
Backmann. Þeir sjá einnig um að leika
„dinner-músík” fyrir matargesti laugar-
dags- og sunnudagskvöld. Stutt er fyrir
gesti að skreppa í sundlaug á Reykhólum.
Góð aðstaða er fyrir tjaldgesti, hreinlætis-
aðstaða og salerni á staðnum.
Þetta er fyrst og fremst hugsað sem
fjölskylduhátíð og starfsmenn Hótels
Bjarkarlundar sjá um framkvæmdir.
Tónlistarfélag Kristkirkju:
Berkofsky heldur Liszt-tónleika
Hinn snjalli píanóleikari, Martin Berkof-
sky, mun leika á vegum Tónlistarfélags
Kristskirkju í Safnaðarheimilinu að Há-
Martin Berkofsky pianóleikarí.
! vallagötu 16 í kvöld. fimmtudagskvöldið
31. júlí. Á þessum tónleikum flytur
, Berkofsky eingöngu verk eftir Franz
I Liszt, t.d. h-moll Sónötuna, „Viðræður
I heilags Frans við fuglana", og fleiri fræg
: verk eftir meistarann. Tilefni tónleikanna
! cr. að þennan dag er hundraðasta ártíð
tónskáldsins.
Tónlistarfélag Kristskirkju hóf reyndar
Lisztkynningu sína fyrr í vor með orgel-
tónleikum Ragnars Björnssonar i Krists-
kirkju, og seinna á árinu eru fyrirhugaðir
Ljóðatónleikar, þar sem flutt verða söng-
lög Liszts.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir
flytur nýja íslenska
píanótónlist á ísafirði
í kvöld, 31. júlí, mun Anna Áslaug
Ragnarsdóttir pianóleikarí halda tónleika
á ísaTirði. Tónleikarnir verða i sal Frímúr-
ara í Hafnarhúsinu og hefjast kl. 20.30.
Að tónleikunum loknum verður tónleika-
gestum boðið að fá sér kaffibolla og
kleinur, og þess má geta að í salnum eru
til sýnis andlitsmyndir eftir Jón Hróbjarts-
son á vegum Listasafns ísafjarðar.
Á efnisskránni eru eingöngu íslensk
verk, sem flest tengjast tsafirði á einn eða
annan hátt. Verkin eru eftir Porkel Sigur-
björnsson, Atla Heimi Sveinsson, Hjálm-
ar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir stundaði
fyrstpianónám hjá föðursínum, Ragnari
H. Ragnar, á ísafirði, og síðar hjá Árna
Kristjánssyni í Reykjavík. Að loknu
einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík stundaði hún píanónám við
tónlistarháskóla í London, Róm og
Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi frá
Tonlistarháskólanum í Múnchen 1976
ög hefur hún starfað þar síðan við kennslu
og píanóleik.
Anna Áslaug hefur haldið fjölda tón-
leika, bæði innanlands og utan, og hefur
hún m.a. nokkrum sinnum komið fram
sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit
fslands. Þá hefur hún margsinnis leikið í
hljóðvarp og sjónvarp. Á undanförnum
árurn hefur hún í auknum mæli leikið
tónlist yngri tónskálda og hafa íslensk
tónskáld samið píanóverk sérstaklega
fyrir hana. Á síðastliðnu ári gaf íslensk
tónverkamiðstöð úr hljómplötu, þar sem
Anna Áslaug lék nýja íslenska píanótón-
list og hefur þessi hljómplata þegar hlotið
alþjóðlega viðurkenningu.
Frá Bolvíkingafélaginu
í Reykjavík
í tilefni 40 ára afmælis félagsins, er
ákveðið að efna til hópferðar vestur um
verslunarmannahelgina.
Lagt verður af stað frá Hópferðamið-
stöðinni Bíldshöfða 2, föstudaginn 1.
ágúst kl. 2 e.h.
Ekin verður Steingrímsfjarðarheiði og
út Djúp. Dvalið í Bolungarvík laugardag
og sunnudag og vesturleiðin ekin til baka
á mánudag.
Þátttakendur sem ekki hafa látið skrá
sig, hafi samband við eitthvert undirrit-
aðra hið allra fyrsta.
Jón Ólafur sími 52343, Hólmfríður sími
75434, Brvnhildur sími 12203, Helga sími
40689, Óskar sími 33174.
Borgarfjarðargleði ’86
Borgarfjaröurgleöi '86 veröur haldin í
Logalandi. Revkholtsdal um verslunar-
mannahelgina. Dansleikir veröa föstu-
dag, laugardag og sunnudag og hefjast kL
23.00. Hjömsveitin Tíbrá leikur fyrir
dansi.
Sæmundur Sigurðsson verður meö
sætaferöir frá tjaldsstæöunum á Geirsár-
bökkum og Húsafelli og frá Akranesi og
Borgarnesi.
UMSB Ungmennasamband
Borgarfjaröar.
Páfagaukur týndist
Lítill, blár páfagaukur týndist í Laug-
arneshverfi aö kvöldi 29. júlí. Þeir sem
kynnu aö hafa orðið varir við hann, eöa
vita hvar hann er, vinsamlegast hringið í
síma 688266 eöa 37404.
íslensk þjóðlög í „Opnu húsi“
Fimmtudaginn 31. júlí kl. 20.30 heldur
Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari
fyrirlestur um íslensk þjóölög í „Opnu
húsi“, sumardagskrá Norræna hússins
fyrir erlenda feröamenn. Helga hefur
feröast um landiö undanfarin ár og safnað
þjóölögum og mun hún ræöa þau, ásamt
því aö leika tóndæmi. Að loknu erindinu.
sem veröur flutt á sænsku, veröur gert
kaffihlé, en síðan sýnd kvikmynd þeirra.
Ósvalds og Vilhjálms Knudsens „Eldur í
Heimaey'* meö norsku tali.
Kaffistofa og bókasafn hússins veröa
opin fram eftir kvöldi, en í bókasafninu
liggja frammi bækurum íslandog íslensk-
ar hljómplötur.
Aögangur er ókeypis og allir eru vel-
komnir í Norræna húsiö.
Kornmarkaðurinn 10 ára
afmælishátíð fimmtudaginn
31. júlí
Kornmarkaöurinn Skólavörustíg 21a.
verður 10 ára gamall 31. júlí n.k. þannig
aö segja má aö hann hafi slitið barnsskón-
um ef segja má slíkt um verslun.
í tilefni afmælisins vill Kornmarkaöur-
inn gera viöskiptavinum sínum og starfs-
fólki ofurlítinn dagamun. Þar er helst að
nefna:
★ 10% afsláttur er veittur af öllum
vörum verslunarinnar á afmælisdaginn.
★ Vöruhappdrætti þar sem allir viö-
skiptavinir Kornmarkaðsins 3 daga fyrir
afmælisdaginn eru sjálfkrafa þáttrakend-
ur.
★ Afmælishátíð verður haldin á stéttinni
fyrir framan verslunina frá kl. 15.00 til
16.00 á afmælisdaginn. (Viöskiptavinir
athugi aö verslunin veröur lokuð á
meöan). Helstu dagskrárliöir eru:
- Afmælisávarp
- Magnús Þór Sigmundsson flytur eigin
lög
- barnaglaöningur
- dregiö veröur í vöruhappdrættinu
- jurtafæöikynning, kynntir réttir úr
baunum og grænmeti
- heilsukökur og kornkaffi
Allir viöskiptavinir og velunnarar
Kommarkaðsins em velkomnir á afmælis-
hátíðina.
Fimmtudagur 31. júlí 1986
Ferðir F.í. um verslunar-
mannahelgi 1.4. ágúst:
Brottfór kl. 20.00 föstudag
1) Fjöllin upp af Kálfafellsdal. Gist í
tjöldum.
2) Skaftafell - þjóögaröurinn. Gist í
tjöldum. Gönguferöir um þjóögarðinn.
3) Þórsmörk - Fimmvörðuháls (dagsferð).
Gist í Skagfjörðsskála.
4) Þórsmörk og nágrenni. Gönguferöir
viö allra hæfi um Mörkina. Gist í Skag-
fjörðsskála.
5) Landmannalaugar - Langisjór - Sveins-
tindur - Eldgjá. Ekið í átt að Sveinstindi
og gengið á hann, komiö viö í Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum.
6) Álftavatn - Strútslaug - Hólmsárlón.
Ekiö inn Mælifellssand og gengiö frá
Rauðubotnum meöfram Hólmsárlóni í
Strútslaug. Gist í sæluhúsi Feröafélagsins
viö Álftavatn.
7) Sprengisandur - Skagafjöröur - Kjölur.
Gist í Nýjadal, Steinstaðaskóla og Hvera-
völlum.
8) 2.-4. ágúst kl. 13 Þórsmörk - gist í
Skagfjörðsskála
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstof-
unni, Öldugötu 3. Tryggið ykkur sæti
tímanlega.
Ferðafélag íslands.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
1) 31. júlí - 8. ágúst (8 dagar): Kvíar -
Aðalvík.
Gengið með viöleguútbúnaö frá Kvíum í
Lónafiröi um Veiöleysufjörö, Hesteyrar-
fjörö og frá Hesteyri yfir til Aðalvíkur.
2) 1.-6. ágúst (6 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk Gengið milli gönguhúsa
F.í. Fararstjóri: Ásgeir Pálsson
3) 6.-10. ágúst (5 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk Fararstjóri: Jón
Hjaltalín Ólafsson.
4) 6.-15. ágúst (10 dagar): Hálendishring-
ur. Ekið noröur Sprengisand um Gæsa-
vatnaleiö, Öskju, Drekagil, Heröubreiö-
arlindir, Mývatn, Hvannalindir, Kverk-
fjöll og víöar. Fararstjóri: Hjalti Krist-
geirsson.
5) 14.-19. ágúst (6 dagar): Fjörður -
Hvalvatnsfjörður - Þorgeirsfjörður. Flog-
iö til Akureyrar. Gist á Grenivík og
farnar dagsferöir þaöan í Fjöröu.
6) 15.-19. ágúst (5 dagar): Fjallabaksleiðir
og Lakagígar. Gist í Landmannalaugum,
Kirkjubæjarklaustri og Álftavatni.
7) 9.-13. ágúst (5 dagar): Eyjafjaröardalir
og víðar. Ekið um sprengisand og Bárö-
ardal til Akureyrar. Skoöunarferðir um
Eyjafjörö og Skagafjörð.
Kynnið ykkur ódýrt sumarleyfi meö
Feröafélagi íslands. Upplýsingar og far-
miðasala á skrifstofunni, Óldugötu 3.
Útivistarferðir
um verslunarmannahelgina
1.-4. ágúst: Brottför föstud. kl. 20.00
1. Þórsmörk-Goðaland. Gist í skálum
Útivistar Básum og tjöldum. Gönguferöir
viö allra hæfi. Kvöldvökur. Friösælt um-
hverfi.
2. Núpsstaðarskógar. Stórkostlegt svæöi
innaf Lómagnúp. Gönguferöir m.a. aö
Tvílitahyl meö Núpsárfossi og á Súlu-
tinda. Veiöimöguleikar. Tjaldaö.
3. Eldgjá-Landmannalaugar-Fjallabaks-
leiðir. Gist í góöu húsi við Eldgjá og fariö
í dagsferðir þaðan m.a. að Langasjó og
Sveinstindi, Strútslaug og í Laugar.
4. SnæfelIsnes-BreiðaQarðareyjar-
Flatey. Skoöunarferðir og léttar göngur.
2.-4. ágúst: Brott för laugard. kl. 8.00.
5. Þórsmörk-Goðaland. Athugið aö ferö-
ir eru tilbaka úr Básum bæöi sunnud. og
mánudag. Dagsferðir úr Reykjavík kl. 8
í Þórsmörk. Stansað 3-4 klst.
6. Fimmvörðuháls. Gengiö frá Skógum í
Bása, ca 8 klst. Gist í Básum.
7. Homstrandir-Homvík 31. júlí - 5.
ágúst. Góö fararstjórn í ferðunum.
Gönguferðir f\rir alla og hressandi úti-
vist. Uppl. og farm. á skrifst. Grófínni 1
símar: 14606 og 23732.
Vertu í takt við
Tímann
AUGLÝSINGAR 1 83 00