Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 4
4
vsftVW WW
Fimmtudagur 6. október 1994
ÍlliÉMÍ
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Undirstaöan í
sjávarútveginum
{ þjóðhagsspá er reiknaö með 1.4% hagvexti á næsta
ári. Þetta vekur athygli í ljósi þess að aflaheimildir í
verðmætustu sjávarafurðinni, þorskinum, hafa verið
skornar niður um meira en helming á undanförnum
árum. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir þessi tíðindi
hefur sjávarútvegsfyrirtækjum tekist furðanlega að
laga sig að breyttum aðstæðum og halda verðmæta-
sköpuninni uppi.
Það er auðvelt að lenda á villigötum í umræðum um
atvinnumál, og það er algengt að heyra það að sjáv-
arútvegurinn sé kominn að endimörkum vaxtarins.
Vissulega mun atvinnugreinin ekki byggja á mokafla
í framtíðinni, heldur á því að gera sem mest verð-
mæti úr því sem á land berst. Mikill árangur hefur
náðst í þeim efnum og ljóst er að miklir möguleikar
eru á þessu sviði.
Verðmætasköpunin í sjávarútvegi á þessu ári byggir
ekki síst á mikilli rækju- og loðnuveiði. Mjög miklar
tekjur hafa komið inn í atvinnugreinina vegna fryst-
ingar á loðnu sem seld er á Japansmarkað og miklar
vonir eru bundnar við áframhaldandi sölu þangað.
Þessar staðreyndir sýna hve mikilvægt það er að
vinna markaði sem víðast fyrir framleiðsluvörur okk-
ar.
Markaðsmálin hvíla á þremur stoðum: í fyrsta lagi
Evrópu þar sem stærsti markaðurinn er, í öðru lagi
Ameríku og í þriðja lagi Japan og Asíulöndum þar
sem mikil aukning hefur orðib á undanförnum ár-
um. Sú aukning byggir ekki á bolfiski, heldur á öðr-
um veiðum. Fjórba stoðin, Rússlandsmarkaðurinn,
er veik um þessar mundir, en þó er ekkert vit í því
fyrir íslenska framleiðendur að afskrifa það markaðs-
svæði, þó ekki blási byrlega. Sovétríkin fyrrverandi
voru okkar besti síldarmarkaður og neysla á síld er
þar rótgróin venja. Ef Rússum tekst að ná tökum á
sínum efnahag, er ekki vafi á að möguleikar á hag-
stæðum viðskiptum með þessa mikilvægu afurð
koma upp aftur.
Það er okkur íslendingum í hag að heimsviðskipti
séu frjáls með sjávarafuröir og myndin sé ekki skekkt
með ríkisstyrkjum. Ríkisstyrkir og tollmúrar í þessari
atvinnugrein er það sem kemur okkur verst.
Það er einkennilegt að fiskvinnslan, þessi undir-
stöðuatvinnugrein, er ekki metin sem skyldi með
þjóðinni og fólk sækir ekki í hana, þrátt fyrir mikla
byltingu í aðstöðu og búnaði. Þegar framtíð verð-
mætasköpunar í sjávarútvegi byggist ekki síst á full-
vinnslu afurða, er ástandið þannig á Fiskvinnsluskól-
anum að málefni hans eru í nefnd og skólinn mun
ekki starfa á vorönn næsta ár, samkvæmt upplýsing-
um sem koma fram í nýju fjárlagafrumvarpi. Ef þetta
nám fengi þann sess sem því ber í þjóðfélaginu, ætti
þessi skóli að vera eftirsóttur og framúrskarandi og í
framlínu hvað varðar búnað og aðstöðu. Ástandið í
þessum málum er hreinlega til skammar, meðan klif-
að er á því að nám eigi að vera í sem nánustum
tengslum við atvinnulífið í landinu.
Sjávarútvegur og starfsemi honum tengd mun
áreiðanlega um langt skeið verða undirstöðuat-
vinnugrein landsmanna. Til þess þarf framsækni, en
um leið varfærni í umgengni við þá gífurlegu auð-
lind, sem hafið er okkur íslendingum þrátt fyrir allt.
Vasapeningar ráðherranna?
9
Stjórnsýsla Alþýðuflokksins
kemur sífellt á óvart. Siðferði-
sumræðan um málefni Guö-
mundar Árna er ekki fyrr komin
á góöan skrið en aörir ráöherrar
flokksins stökkva um borb í sið-
ferðisvagninn og reyna aö
blanda sér í umræöuna. Fyrstur
kom Jón Baldvin, sem nábi sér í
umtal út á stöðuveitingar sínar.
Nú eru þeir Sighvatur Björgvins-
son og Össur Skarphéðinsson
komnir fram á sjónarsviöið með
stórfurðulegar uppákomur sem
tengjast fjárlagaiiðnum um ráð-
stöfunarfé ráðherra. Sighvatur,
sem margir telja að hafi ætlað
að hygla skattsvikara með því
að láta yfirtryggingalækni sitja
áfram í embætti, gengur nú um
og hefur í sífellu yfir þuluna:
„Eg ætlaði víst að rek'ann! Ég
ætlaði víst að rek'ann!" Þar er •
Sighvatur að vísa til viötals hér í
Tímanum þar sem rætt var við
Gunnlaug Stefánsson um að
Sighvatur hefði tilkynnt þing-
flokki krata ab hann ætlaði ab
láta yfirtryggingalækni sitja
þrátt fyrir skattsvik. Eitthvað
hafa skilaboð Sighvatar á þing-
flokksfundinum verið óskýr, því
Garri veit ekki betur en miklar
bréfaskriftir hafi farið fram í
þingflokknum síðustu daga til
ab útskýra hvab hann raunveru-
lega meinti þarna á sínum tíma.
Rábstöfunarfé
ráöherra
En stjórnsýslan er margslungin
og nú er upplýst að ráðherrar
líta á ákveðna fjárlagaliði sem
tannfé handa sér frá lands-
mönnum til ab nota að eigin
geðþótta. Sighvatur kaupir sér
þannig velvild og atkvæbi
Sunnukórsins á ísafirði meö
skattfé okkar og gefur kórnum
hundrað þúsund kall í afmælis-
gjöf. Góður gæi Sighvatur.
Guðmundur Árni notaði hins
vegar skattfé til að kaupa tæki
sem ekki hafði fengist fjárveit-
ing fyrir á fjárlögum handa
heilsugæslustöðinni á Eskifiröi
— í kjördæmi Gunnlaugs bróö-
ur.
Össur Skarphéðinsson ferðast
til Kólumbíu og fréttir af ís-
lenskum eiturlyfjasmyglara,
GARRI
sem situr þar í tugthúsi fyrir að
hafa reynt að koma kókaíni —
einhverju hættulegasta eiturlyfi
sem nú er á markaði — úr landi.
Eiturlyfjasmyglarinn hafði
vissulega ekki miklar áhyggjur
af Iífi þeirra íslensku ung-
menna, sem eiturflutningar
hans áttu eftir að leggja í rúst.
En hið milda yfirvald úr um-
hverfisráðuneytinu hins vegar
aumkaðist engu að síður yfir
kauða, keypti handa honum
Nike-íþróttaskó og einhver föt,
borgaði fyrir lögfræðing handa
eiturlyfjasmyglaranum og talabi
vib dómara um að milda refs-
inguna yfir honum.
Ekki fylgdi sögunni hvort ráð-
herrann hefði krafist fyrirgefn-
ingarbeiðni og iðrunar af þess-
um sölumanni dauðans, en sem
kunnugt er er bæði fyrirgefn-
ingin og iðrunin í hávegum
höfð hjá Alþýðuflokknum þessa
dagana, samanber yfirlýsingar
Siövæðingarklúður
Helsta og ljúfasta embættisskylda
samgönguráöherra er að klippa á
borða. Hann er líka orðinn alvan-
ur og mundar skærin fimlega þeg-
ar borðarnir rofna og samgöngu-
æðar opnast, ýmist út á brim-
varnargarða, yfir brýr og milli
landshluta. Með fylgir dulítil
ræða til dýrðar íhaldinu og
heimamenn og verktakar eru
skjallaðir fyrir ab vera til.
Þeir, sem best fylgjast með
borðaklippingum, segja að Hall-
dór Blöndal sé búinn að klippa á
fjóra borða á milli Reykjavíkur og
Ákureyrar í sumar og að í hvert
sinn hafi hann fagnað sérstaklega
að nú væri búiö að leggja bundið
slitlag á alla norður-suður leiðina.
Einhver mesta samgöngubótin
varð þegar klippt var á boröann á
leiðinni út á brimvarnargarð til
verndar höfninni í Bolungarvík.
Þar voru fyrirmenn að sunnan og
vestan, sem fylgdust af spenningi
með þegar ruöningurinn út á
garðinn var opnaður fyrir gang-
andi umferð. Eftir að Halldór
klippti á borðann og flutti ræð-
una og veisluna, sem fylgdi á eft-
ir, er nú leiöin út á garðinn opinn
og er hægt að ganga þar fram og
til baka þegar vel viðrar.
Dularfull hátíð
Síöasta boröaklipping samgöngu-
ráðherra var á veginum yfir Hálf-
dán, á milli Bíldudals og Tálkna-
fjarðar, sem er hin besta sam-
göngubót.
Þar var klippt, ríkisstjórninni
hrósað, farið með bænarorð og
dmkkib og étib, eins og fylgir öll-
um klippingum samgönguráð-
herra.
En þrátt fyrir alla æfinguna við
að klippa borða og gera sér glaðan
dag var athöfnin ekki annaö en
klúður, ef marka má orb forseta
sveitarstjórnar Vesturbyggðar.
Ekki voru aðrir boðnir til athafnar
og veislu uppi á Hálfdáni en fyrir-
menn á Alþingi og í sveitarstjórn-
um. Vegagerðarmenn voru ekki
velkomnir né neinir þeir sem ekki
voru af hinu skárra standi.
Dularfull staða er nú komin upp
í sambandi við vígslu vegarins yf-
Á víbavangi
ir Hálfdán. Það bauö enginn til
veislunnar, en samt var hún hald-
in.
Halldór klippti á boröann og fór
með ræðustúfinn og þingmenn
og sveitarstjórnarmenn klöppuðu
og spígsporuðu á nýja veginum
og þábu góögjörbir.
Enginn borgar
Nú neitar samgönguráðherra að
hafa boðið nokkrum manni að
vera viðstaddur borðaklippingu
sína uppi á Hálfdáni og enn síður
að efna til veisluhalda. Einar K.
Guðfinnsson þingmaður bað
Vestribyggð að sjá um fram-
kvæmd móttökunnar uppi á fjalli
og niðri í byggð og segist hafa gert
það í umboði samgönguráðu-
formannsins á blaðamanna-
fundi á dögunum. Náungakær-
leikur rábherra er vissulega lofs-
veröur. Hitt fór þó ekki á milli
mála, að mildi yfirvaldsins úr
umhverfisráðuneytinu var ekki
á þess eigin kostnað, heldur ís-
lenskra skattborgara, þeirra
sömu og hefðu orðið að bera
sjúkrakostnaðinn af þeim eitur-
lyfjaneytendum sem fengu sitt
eitur hjá þessum sama Kólumb-
íufanga.
Endurskoðum
reglurnar!
Dæmin, sem birst hafa um fjár-
lagaliðinn „ráðstöfunarfé ráð-
herra", sýna svo ekki verður um
villst að þetta skattfé er ekki
notað til aö mæta óvæntum og
'ófyrirséðum útgjöldum sem
ráðherrar geta ekki neitað að
taka þátt í. Þvert á móti virðast
ráðherrar nota þetta eins og ein-
hverja vasapeninga, sem þeir
geta sprebað út og suður til ab
slá sjálfa sig til riddara. Vissu-
lega eru menn ekki að tala um
stórar upphæðir, en það breytir
engu um siðblinduna sem þetta
lýsir. Það er t.d. aumkunarvert
aö heyra það hjá Sighvati, sem
réttlætingu á fjárveitingu til
Sunnukórsins, ab þetta sé nú
bara lítið brot af því sem hann
úthlutaöi!
Augljóslega er kominn tími til
að endurskoða reglurnar um
ráðstöfunarfé ráðherra, því við
sitjum uppi með ráðherra sem
ekki geta umgengist almannafé
af ábyrgð.
Garri
neytisins.
Nú veit enginn hver samdi gesta-
listann, hver stendur undir ferö-
um og veisluhöldum né yfirleitt
hvers vegna var verið að vígja
vegarspotta með þessum hætti.
Eitt er þó kvitt og klárt, það var
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sem mundaði skærin þegar
silkiborðinn brast og tefur ekki
lengur vegferðina yfir Hálfdán. Er
nú ekki annað sýnna en að þeir,
sem voru svo óheppnir að vera
boðið til aö horfa á Halldór klippa
og hlusta á ræðuna, fái reikninga
fyrir veittar velgjörðir og verði
einnig að borga akstur og flug-
ferðir frá sínu heima upp á Hálf-
dán og til baka.
Þingmaðurinn sem pantaði
veisluna ætlar ekki aö borga,
Vestribyggð ætlar ekki að borga
og samgönguráðuneytið ætlar
ekki að borga. Því hljóta gestirnir
að gera það.
Þessi uppákoma er fagurt dæmi
um þann árangur sem siðvæðing-
in í pólitíkinni er farin að bera.
Enginn þorir lengur að skrifa upp
á reikninga fyrir ferðalög og
veisluhöld. Þökk sé Gubmundi
Árna og öbrum greiðamönnum,
sem vakib hafa upp slíka sibferb-
iskennd meðal rábherra, þing-
manna og sveitarstjórnarmanna
að ekki er einu sinni hægt lengur
að klippa á borða án þess að allt
fari í klúöur vegna þess að enginn
þorir að borga bruðlib sem fylgir
vígslum mannvirkja.
Eftirleiðis mun Halldór Blöndal
verða einn á ferð við borðaklipp-
ingar og flytja ræður sínar fyrir
vindinn. Það eitt réttlætir alla siö-
væðingu, hversu asnaleg sem hún
annars kann að vera. En eftir
stendur að enginn veit hver stóð
fyrir dularfullu vígslunni á Hálf-
dáni.
OÓ